Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 27

Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 27
MÖRGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 27 www.iandsbanki.is Heimssýningin í Hannover Afkom- andi Alberts Speers í lykilhlut- verki Berlín. The Daily Telegraph. SONUR Alberts Speers, arki- tekts Adolfs Hitlers, hefur haft yfirumsjón með skipulagsmálum Expo 2000 heimssýningarinnar sem hefst í Hannover í nœstu viku. Greint er frá þessu í The Daily Telegraph í gær og sagt að forstöðumenn sýningarinnar hafi lagt sig alla fram við að komast hjá því að nefna Albert Speer yngri sem einn aðal- manninn á bak við skipulag sýn- ingarinnar sem verður hin stærsta í sögu Þýskalands. Nafn Speers eða fyrirtækis hans hefur hvergi komið fram í ítarlegri umfjöllun fjölmiðla um sýninguna og hafa fréttayfirlýs- ingar sem tengjast sýningunni ekki minnst einu orði á hlut Speers í Expo 2000. Talið er að saga Speer-fjölskyldunnar skýri þessa ankannalegu þögn sýning- arhaldara og sýni þar með fram Reuters Sýningargestir Heimssýningarinnar EXPO 2000 munu geta notað feijukláfa til að komast á milli sýningarstaða. á hversu varfærnislega Þjóð- verjar taka á umdeildum málum er varða valdatíð Adolfs Hitlers. „Við erum ekki að reyna að fela neitt en á hinn bóginn erum við ekki að reyna að græða á nafn- inu,“ sagði Frank Höf, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Speer og fólagar í Frankfurt. Með Albert Speer eldri og Adolf Hitler tókst mikil vinátta árið 1933 og komst Speer fljótt til æðstu metorða meðal fylgis- manna Hitlers. Eru þeir sagðir hafa unnið saman að hönnun minnisvarða í Berlín sem lýstu mætti Þjóðverja og árið 1942 var Speer skipaður sem ráð- herra vfgbúnaðarmála. Þremur árum siðar missti Speer trúna á Hitler og stefnu hans og er tal- inn hafa lagt á ráðin um að myrða hann. Eftir stríðslok var hann eini háttsetti nasistinn sem viður- kenndi glæpi ríkisins og var dæmdur til 20 ára fangelsisvist- ar í NUrnberg-réttarhöldunum. Albert Speer yngri sagði í við- tali, sem birt var fyrr í mánuðin- um, að hann hafi í raun aldrei þekkt föður sinn. „Sem barn þekkti ég hann vart. Og svo sat hann í tuttugu ár á bak við lás og slá. Ég fór reglulega í heim- sóknir til hans en þær voru frekar pína en gleði. Þegar hann var látinn laus héldum við enn ákveðinni fjarlægð." Afhverju ekki aö senda peningana útaö vinna strax? Fjárfestu á hlutabréfamarkaöi án þess aö taka áhættu 990,- ■ Firefíy tverness sundbolur. St. 36-44 Etírel Dundas bikini. St. 36-44. Firefíy fíebo bikini. St. 36-44 Daceyville bikini. St. 36-44. Venjulegt verð: 2.990,- Club verð: 1.990,- Björn Borg bikini. St. S-XL. FORGJÖF Þú getur ekki tapaö Sölutimabil 4.-2G. mai Landsbankinn I3L nu»tuver b60 8000 Opid tú t’.* GOTI fðlK MtCANN-jglCKSON ■ 5ÍA • 10815

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.