Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 30
8Ö 'FtM Mf t! DAGlíH^o. MAÍ áÓOO
rM ÖRöU N BL'AiÐIÐ
ERLENT
Rannsóknin á morði stúlknanna í Noregi
Athyglin beinist að
fíkniefnaneytendum
Ósló. Morgfunblaðið.
BRÁÐABIRGÐASKÝRSLA sem
gerð var um krufningu á líkum
stúlknanna tveggja sem fundust
myrtar í skóglendi skammt frá
Kristiansand á sunnudag sýnir að
sögn Aftenposten að þeim var mis-
þyrmt kynferðislega en síðan voru
þær stungnar til bana með hnífi.
Þær voru 10 og átta ára gamlar.
Norska lögreglan vildi ekki tjá sig
frekar um skýrsluna frá réttar-
læknum ríkisspítalans í Ósló í gær
en hún leitar enn vísbendinga á
morðstaðnum sem er á útivistar-
svæðinu Baneheia auk þess sem
fjarvistarsannanir þeirra sem yfir-
heyrðir hafa verið eru kannaðar.
Áð sögn yfirvalda er enginn enn-
þá grunaður um verknaðinn en
fjölmiðlar hafa eftir heimildar-
mönnum að málið verði að líkindum
upplýst um helgina. Að sögn
norska ríkissjónvarpsins hefur at-
hygli manna beinst mjög að tveim
körlum, tæplega tvítugum, er voru
á svæðinu og báðir sagðir undir
áhrifum eiturlyfja eða áfengis.
Að sögn Aftenposten mun lög-
reglan þegar hafa fundið fótspor
eftir mann sem gæti verið morðing-
inn og þar að auki fingraför en ekki
hefur verið skýrt frá því hvort
morðvopnið hafi fundist. Lögreglu-
menn sem hjóluðu um svæðið á
föstudag er glæpurinn var framinn
munu hafa gefið mikilvægar upp-
lýsingar en ekki er útilokað að þeir
hafi séð þann sem var að verki.
Liðsmenn lögreglunnar hafa meðal
annars dælt vatni upp úr pollum og
mýrlendi við morðstaðinn og leitað
með málmleitartækjum. Einnig
hefur verið safnað upplýsingum um
ferðir fólks með almenningsfarar-
tækjum og fengnar útskriftir á
farsímasamtölum
„Vitni hafa sagt okkur að
allmargir baðgestir hafi verið á
svæðinu rétt áður en stúlkurnar
komu þangað," sagði Arne Peder-
sen, yfirmaður glæparannsókna-
deildar lögreglunnar. Sagði hann
lögregluna æskja þess eindregið að
hitta fólkið að máli til að fá sem ná-
kvæmastar upplýsingar um allar
mannaferðir á svæðinu á föstudag.
Hann vildi ekkert tjá sig að öðru
leyti um árangurinn af yfirheyrsl-
um sem fram hafa farið.
Sáust á Sýrutinds-svæðinu
Rúmlega fertugur maður, sem
fyrir 12 árum var dæmdur í ellefu
ára fangelsi fyrir að bana manni
með hnífi og nokkrar tilraunir til
manndráps. Hann var yfirheyrður
á þriðjudag en segist vera saklaus
og lögreglan sé að eyða tíma til
einskis með því að kanna ferðir
hans um helgina.
Maðurinn býr í kofaræksni í út-
hverfi Kristiansands. Hann var lát-
inn laus í fyrra og hefur síðan verið
mikið meðal fíkniefnaneytenda á
svonefndum Sýrutindi á Baneheia.
Morðin voru framin skammt frá
Sýrutindi.
Arne Pedersen segir manninn
vera mikilvægt vitni þar sem hann
hafi verið á ferli í grennd við
morðstaðinn um sama leyti og lög-
reglan álíti að glæpurinn hafi verið
framinn. Var hann yfirheyrður í ell-
efu stundir samfleytt en ekki kraf-
ist varðhalds. Vitni sáu auk þess til
ungu mannanna tveggja á Sýru-
tinds-svæðinu á föstudag og er sagt
að þeir hafi verið reknir þaðan.
Þeim hafi verið sagt „að hypja sig í
Ljósmynd/Scanpix
Tæknimenn frá glæparannsóknadeild norsku lögreglunnar að störfum
á útivistarsvæðinu Baneheia.
leikskólann" og hafi þeir reiðst
þeim ummælum.
Alls hafa um 40 vitni verið yfir-
heyrð og auk þess verið rætt við um
700 manns sem töldu sig geta veitt
upplýsingar um málið. Einkum er
um að ræða fólk sem var á ferli á
Baneheia þar sem stúlkurnar tvær,
Lena Slogedal Paulsen og Stine
Sofie Sorstronen, fundust. Þær
fóru þangað á föstudag til að synda
í tjörn en það höfðu þær oft gert.
Hundruð stúdenta
mótmæla í Peking
morði á skólafélaga
Peking. AFP.
HUNDRUÐ námsmanna efndu til
mótmæla í Peking í gær, annan
daginn í röð, vegna morðs á skóla-
félaga sínum. Aðgerðir námsmann-
anna eru sagðar valda kínverskum
yfirvöldum áhyggjum þar sem þau
óttast að mótmælin magnist og
snúist upp í andóf gegn kommún-
istastjórninni fyrir 4. júní þegar
ellefu ár verða liðin frá því hún
beitti hervaldi til að kveða niður
stúdentamótmælin á Torgi hins
himneska friðar.
Mótmælin hófust í fyrrakvöld
þegar um 2.000 námsmenn komu
saman við háskólann til að minnast
Qiu Qingfeng, 20 ára námskonu,
sem var myrt þegar hún gekk í átt
að heimavist sinni eftir að hafa
-------------------
EK3NAMIÐIIMN
misst af eina strætisvagninum sem
gengur þangað af háskólasvæðinu.
Námsmennirnir hafa kvartað yfir
slæmum samgöngum frá háskólan-
um til heimavistarinnar í Chang-
ping, um 50 km utan við Peking, og
segja að nokkrar konur hafi verið
áreittar þegar þær hafi þurft að
ganga þangað. Gangan frá næstu
biðstöð er sögð taka 40 mínútur.
Námsmennirnir kvörtuðu einnig
yfir slæmum aðbúnaði í skólanum
og því hvernig stjórnendur skólans
hafa tekið á vandamálunum.
Um 800 námsmenn héldu mót-
mælunum áfram í gær og nokkrir
þeirra tóku þá að hengja upp vegg-
spjöld þar sem stjórnin var gagn-
rýnd og krafist var lýðræðis. Einn
námsmannanna sagði að ljóst væri
að á meðal þeirra væru nokkrir
lýðræðissinnar sem vildu að mót-
mælin beindust gegn stjórn komm-
únistaflokksins.
Frakkland
Eigendur heima-
síðna skrái sig
París. AP.
NEÐRI deild franska þingsins hefur
samþykkt stjórnarfrumvarp sem
kveður á um að þeir sem eiga heima-
síður á Netinu verði að skrá sig hjá
yfirvöldunum. Efri deild þingsins
greiðir atkvæði um frumvarpið síðar
í vikunni.
Markmiðið með frumvaipinu er að
gera einstaklinga lagalega ábvrga
fyrir því sem þeir setja inn á Netið.
Samkvæmt lögum nú hvílir ábyrgðin
á netþjónustufyrirtækjunum.
Frumvarpið var lagt fram eftir að
nektarmyndir af fyrirsætunni Est-
elle Halliday voru settar inn á Netið
án heimildar hennar. Philippe
Chantepie, tækniráðgjafi franska
menningarráðuneytisins, sagði að
meginmarkmiðið með frumvarpinu
væri að uppræta nafnleyndina á Net-
inu og auðvelda yftrvöldum að finna
þá sem gerast sekir um tölvuglæpi.
Libertysurf.com, stærsta netþjón-
ustufyrirtæki Frakklands, hefur
gagnrýnt frumvarpið og segir að
kostnaðurinn sem af því hljótist
skaði fyrirtækið. Frumvarpið geti
einnig orðið til þess að viðskiptavinir
íyrirtækisins leiti til netþjónustufyr--
irtækja í öðrum löndum þar sem ekki
er krafist skráningar.
Joe McNamee, talsmaður sam-
taka evrópskra netþjónustuíyrir-
tækja, kvaðst ekki vita um nein lög af
þessum toga í Evrópu. Hann sagði
að samtökin hefðu ekki tekið afstöðu
til frumvarpsins en bætti við að það
væri gallað og hefði ekki verið borið
undir samtökin.
„Við vitum ekki hversu langt það
nær, eða hvernig því verður fram-
fylgt, og við vitum ekki hver verður
ábyrgur íyrir upplýsingum sem eru
ekki réttar," sagði McNamee.
Sérfræðingar segja að tæknilega
verði mjög auðvelt fyrir netverja að
villa á sér heimildir þegar þeir skrá
sig.
7, i tCÍíT rf* 4UÁS
Mi, ____________________
S* timmtuk, iM. tU itéanim. émwría.
Sími 3íiíi OOOO • l’ax oöíi 9005 • SíAimníla 2 1
Skólatröð Fallegt 125 fm einbýlishús sem stendur á stórri lóð og á
góðum stað í Kópavogi. Húsið hefur töluvert verið endurnýjað, m.a. er
nýtt þak og nýir gluggar og gler. Falleg og gróin lóð. Góð eign.
Æskilegur afhendingartími er í mars á næsta ári. V. 14,9 m. 9482
Skaftahlíð Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herb. 104,1 fm íbúð á
1. hæð í Sigvaldahúsinu við Skaftahlíð. Eignin skiptist m.a. í rúmgóða
stofu, hoi, þrjú herbergi, baðherbergi og eldhús. Saml. þvottahús og
sérgeymsla. Tvennar svalir. Húsið var standsett í fyrra. Fjórar íbúðir eru í
stigaganginum og er ein íbúð á hæð. íbúðin getur losnað nú þegar ef
óskað er. V. 11,9 m. 9359
Dani ferst við klifur
á Mount Everest
Kaupmannahöfn. Morg’unblaðið.
UNGUR Dani, 27 ára gamall her-
maður, lést á laugardaginn er hann
féll niður í sprungu skammt frá
tindi Mount Everest. Daninn,
Jeppe Stoltz, var að klífa fjallið, en
samtímis var annar danskur leið-
angur einnig á fjallinu. Stoltz og fé-
lagi hans höfðu lent í byl og höfðu
snúið við áður en þeir komust á
tindinn. Félagi hans fullyrðir við
Berlingske Tidende að Stoltz, sem
var vanur fjallgöngumaður, hafi
ætíð gætt fyllsta öryggis og því sé
um slys að ræða, ekki skort á að-
gát.
Stoltz og félagi hans höfðu lagt
af stað síðasta spölinn upp á tind;
inn í bítið á laugardagsmorgun. I
8.500 metra hæð brast á með kafa-
ldsbyl, en alls er fjallið 8.848 metr-
ar á hæð. Félagi hans ákvað þá að
snúa við en Stoltz hélt áfram.
Skömmu síðar ákvað hann þó einn-
ig að snúa við.
Það var á leiðinni niður, skömmu
eftir að hafa snúið við, að Stoltz
missti fótanna og rann niður á
klettasyllu, 200 metrum neðar. Þar
kom spánskur gönguhópur honum
til hjálpar, þar sem hann lá og var á
lífi. Það gekk þó ekki og Stoltz
rann áfram 1.500 metra fall. Búist
er við að hann hafi látist í fallinu,
lík hans hefur ekki enn fundist. Fé-
lagi Stoltz ætlar að vera áfram á
fjallinu og leita líksins en þegar
síðast fréttist hafði ekki viðrað til
leitar.
Um leið og Danirnir tveir freist-
uðu þess að komast á tindinn norð-
anmegin frá, sem er algengasta
leiðin, voru aðrir tveir- Danir á leið
upp suðurmegin. Þeir komust á
tindinn og aftur til baka niður í
næstu búðir heilir á húfi.
Maí er aðal klifurmánuðurinn á
Everest, þar sem þá er helst að
vænta stöðugs veðurs á þessu ann-
ars svo óstöðuga veðrasvæði, en
þrátt fyrir að skilyrðin þyki skárri
en á öðrum árstímum er ávallt alira
veðra von á tindinum. Um þessar
mundir eru fjörutíu leiðangrar að
glíma við tind Mount Everest.
Fjórir Danir hafa komist á tind-
inn, þar af tveir núna um síðustu
helgi. Einn fjórmenninganna er
kona, Lene Gammelgaard, sem
heimsótti ísland í fyrra og sagði
frá reynslu sinni. Um leið og hún
fór upp fórust nokkrir á tindinum.
Einn þeirra sem komst upp þeg-
ar hún kleif fjallið 1996 var Banda-
ríkjamaðurinn Jon Krakauer, sem
skrifaði metsölubókina „Into Thin
Air“ um reynslu sína.
Frá því Everest var fyrst klifið
1953 hafa um 800 manns freistað
þess að komast á tindinn og um 150
hafa látist. Stoltz er annar Daninn,
sem lætur lífið á Everest.
Heimsmet fellur
á tindinum
Nýtt heimsmet var sett á fjallinu
í gær er Apa Sherpa kleif tindinn í
ellefta sinn en enginn hefur áður
farið svo oft á tind Mount Everest.
Apa náði tindinum í dagrenningu í
gærmorgun ásamt tólf öðrum
köppum og er það í fyrsta sinn sem
svo margir klifurmenn úr sama
hópi klífa tindinn sama dag. Apa,
sem er betur þekktur undir nafn-
inu „Everest-hetjan“, fór á tindinn
eftir hrygg sem liggur í suðaustur
frá fjallinu og varð þar með sá
fyrsti sem lagt hefur á tindinn eftir
bæði Nepal- og Tíbet-leiðum og
tekist ætlunarverk sitt.