Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 35

Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 25. MAÍ '200035 LISTIR Isbjarnarblús BALLETT Borgarleikhúsið Litla sviðið ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN AUÐUN OG ÍSBJÖRNINN eftir Nönni Ólafsdóttur. Aðstoðar- maður danshöfundar: Lauren Hauser. Tónlist: Atli Heimir Sveins- son, John Cage, Sven David Sand- ström, Guillaume de Machaut, Pér- otin, Yas-Kaz/Yoichiro Yoshikawa. Tónlistarstjórn: Sverrir Guðjóns- son. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsingarhönnun: Elfar Bjarnason. Dansarar: Camer- on Corbett, Jóhann Freyr Björg- vinsson, Katrín Ingvadóttir, Lára Stefánsdóttir. Frumsýning 20. mars 2000. FRAMLAG íslenska dansflokks- ins á listahátíð barna var ballettinn Auðun og ísbjörninn eftir Nönnu Ólafsdóttur. Einungis var um tvær sýningar að ræða. Lítið fór fyrir haldgóðum upp- lýsingum um höfundinn í prentaðri dagskrá en Nanna Ólafsdóttir er fyrrverandi listdansstjóri íslenska dansflokksins og kennari við List- dansskóla Islands. I gegnum tíðina hefur hún samið nokkur dansverk fyrir íslenska dansflokkinn og ber þar hæst Dafnis og Klói, Largo y largo, Féhirzlu vors herra og Evrydice. Efni barnaballettsins Auðun og ísbjörnin sækir höfundur í Auð- unarþátt vestfirzka úr fslendinga- sögunum. Sagan segir af drengnum Auðuni sem leggur í langt ferðalag til þess að láta draum sinn rætast um að færa Danakonungi ísbjörn að gjöf. Sagan lýsir ævintýralegri háskaför drengsins yfir sjó og land og fjallar um staðfasta trú hans á ágæti draumsins og eigin getu. Ballettinn hefst úti á ísbreiðu þar sem snædrottningin sem Lára Stefánsdóttir dansar, magnar upp snjóstorm. Hvítur kjóll hennar þekur allt sviðið og bylgjast stig- magnandi um það uns Auðun, dansaður af Jóhanni Frey Björg- vinssyni, og ísbjörninn sem Camer- on Corbett dansar birtast. Á ferð sinni á fund Danakonungs hitta fé- lagarnir Noregskonung sem Katrín Ingvadóttir túlkar. Hann ágirnist ísbjörninn en Auðun sér við honum og loks ná félagarnir ríki Danakon- ungs sem glaður þiggur gjöfina. Á heimleið lendir Auðun í hremming- um og nær aftur heim til íslands við illan leik. Það var ekki afrekið hans Auðuns sem stóð upp úr barnaballettinum heldur þeir töfrar sem leikmynd og búningar bjuggu yfir. Það mátti heyra undrunaróp yngstu áhorfendanna þegar snæ- drottningin sveiflaði kjól sínum, konungsríkin sigu niður úr loftinu og úfið hafið hér um bil gleypti Auðun. Dansgerðin var á klassísku nótunum en hún kryddaði hvorki söguna né léði henni frekari ævin- týraljóma. Þrátt fyrir það var dansverkið ágætis skemmtun. Það er virðingarvert að samið sé dans- verk sérstaklega ætlað börnum og óskandi að framhald verði þar á. Lilja ívarsdóttir Lektorafundur í Berlín SAMSTARFSNEFND um Norð- urlandafræðslu erlendis gengst íyrir ráðstefnu í Berlín dagana 25.-27. maí nk. Ráðstefnan er fyrir kennara í Norðurlandamálum sem starfa í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Fjallað verðm- um Norður- landamál og kennslufræði tungu- mála, bókmenntir, sögu og menn- ingarkynningu. Meðal þeirra sem flytja erindi eða koma fram á ráð- stefnunni eru frú Vigdís Finnboga- dóttir, fv. forseti Islands, sendi- herra tungumála hjá UNESCO, Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rit- höfundur og_ tónlistarmaður, og Anna Pálína Amadóttir, söngkona. Samstarfsnefnd um Norðui'- landafræðslu erlendis starfar á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar og er skrifstofa hennar í Kaupmannahöfn. Nefndin er sam- starfsvettvangur stofnana sem vinna að því að efla kennslu í Norð- urlandamálum við háskóla, á Norðurlöndum og utan þeirra, og kynningu á norrænni menningu. Nefndin veitir lektorum í norræn- um málum styrki til að dreifa upp- lýsingum um nám í norrænum málum og gangast fyrir menning- arkynningu í þeim löndum þar sem þeir starfa. Þá efnir nefndin til ráð- stefna um kennslu norrænna mála. Nú er íslenskt nútímamál kennt við tíu háskóla í Þýskalandi og einn í Austurríki. Islensk stjórnvöld styðja íslenskukennsluna í fjórum þessara háskóla. Áhugi á að læra íslensku hefur sjaldan verið meiri á þýska mál- svæðinu og íslenskar bókmenntir njóta mestra vinsælda utan Norð- urlanda í Þýskalandi. Nú er að ljúka útgáfu á safni rita Halldórs Laxness í Þýskalandi, unnið er að útgáfu á nýjum þýðing- um á fornsögunum og mörg rit ís- lenskra samtímahöfunda hafa ver- ið gefin út í þýðingum á þýsku á undanförnum árum. Stofnun Sigurðar Nordals tekur þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. 7 SÆTA HYUNDAI STAREX 4x4 VERÐ KR. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 2500 cc DIESEL BEINSKIPTUR 4x4 Hyundai Starex býöur upp á fleiri notkunarmöguleika en nokkur annar bíll. Þú getur boðiö allri fjölskyldunni í ferðalag, komið farangrinum fyrir og það fer vel um alla. Hyundai Starex státar af einstaklega vel hönnuðu innanrými; snúanlegum miðsætum og aftursætum sem má fjarlægja en þannig má aðlaga Starex að hverri ferð fyrir sig. HYunoni meira aföllu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.