Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25: MAÍ 2000 ' 47 + Sveinn Halldór Sveinsson, skipa- smiður fæddist á Blómstui-völlum í Neskaupstað 8. júlí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 16. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Oddný Ilalldórsdóttir frá Heiðarseli á Héraði, f. 5.9. 1892, d. 15.2. 1976, og Sveinn Guðmundsson frá Háu-Kotey í Meðal- landi, f. 23.9. 1883, d. 10.10. 1932. Systkini Sveins voru: Guðrún Rósa Margrét, f. 27.10. 1909, d. 4.10. 1984; Guðmundur, f. 12.3. 1910, d. 27.11.1994; Guðbjörg Halldóra, f. 5.2. 1916, d. 14.4. 1992; Þórarinn, f. 26.10. 1917, d. 25.7. 1996; Árni Halldór, f. 20.3. 1920, d. 22.4. 1920; Kristbjörg, f. 29.7.1922, d. 29.1. 2000. Uppeldis- systir Sveins var Ingunn Stefáns- dóttir, f. 10.12. 1941, dóttir Guð- bjargar Halldóru. Sveinn var í sambúð með Svönu Bjarnadóttur frá Eskifirði og Þriðjudaginn 16. maí síðastliðinn lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað tengdafaðir minn Sveinn Halldór Sveinsson skipasmiður. Sveinn var yngstur sjö barna hjónanna Oddnýj- ar Halldórsdóttur frá Heiðarseli á Héraði og Sveins Guðmundssonar frá Háu-Kotey í Meðallandi, fæddur í Neskaupstað 8. júlí 1932. Sveinn vai- aðeins nokkurra mánaða gamall þeg- ar faðir hans dó og ólst hann því upp með móður sinni og eldri systkinum á Blómsturvöllum í Neskaupstað. Það var ekki laust við að ég væri svolítið smeykur þegai- ég kom í fyrsta sinn heim til Guðrúnar og Sveins og stóð frammi fyrir þessum stóra og virðulega manni. En sá ótti hvarf fljótt því Sveinn var algjört ljúf- menni, stundum svolítið strangur á svipinn, en þar var ekki allt sem sýnd- ist því alltaf var stutt í brosið og stríðnina. Eg varð snemma þeirrar gæfú aðnjótandi að fá að kynnast Sveini mjög náið. Þegar hann og Guð- rún kona hans fréttu að ég ætlaði í skóla suður til Reykjavíkur kom ekk- ert annað til greina en við Lauga fær- um í húsið þeirra í Hafnarfirði, en þaðan hafði fjölskyldan flutt til Nes- kaupstaðar. Og ekki nóg með það, því sjálfur fór hann með mér á undan Laugu og Guðrúnu dóttur okkar til að koma mér inn í allt, benda mér á þvert ég gæti leitað eftir aðstoð ef með þyrfti og kynna mig fyrir ná- grönnunum. Það var greinilegt að honum var mjög anntum að vel færi um okkur á Þúfubarði 1 en það var húsið sem hann og Guðrún höfðu byggt og búið í þar til þau fluttu til Neskaupstaðar. Eftir að námi mínu lauk fluttum við Lauga til Hafnar í Hornafirði og bjuggum þai- í nokkur ár og þar stækkaði fjölskylda okkar þegar Sig- urjón og Erla fæddust. Sveinn var ekkert á móti því að við byggjum á Höfn enda komu þau oft í heimsókn til okkai- hann og Guðrún. En samt talaði hann oft um það við mig að sér fyndist við vera of langt í burtu frá fólkinu okkar í Neskaupstað. Sveinn var nefnilega mikill afi og maður sem var annt um fólkið sitt og vildi hafa það nálægt sér, geta komið í heim- sókn, fengið sér kaffisopa, fengið fréttir af börnum og bamabömum og seinna bamabarnabömum. Það fór því þannig að við Lauga byggðum okkur hús í Neskaupstað og var yfir- smiðurinn og aðaldriffjöðrin að sjálf- sögðu Sveinn tengdafaðir minn. Hon- um fannst ekki vera nokkurt mál að byggja eitt hús enda hafði hann oft gert það áður. Meðan á byggingunni stóð kynntist ég Sveini hvað best. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða mig við hvað sem var og brast aldrei þolinmæði við að útskýi’a fyrir „tón- listarmanninum" hvemig hann ætti að gera þetta og hitt og leysa úr öllum cignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Sveinn Bjarni, f. 7.3. 1951, lögreglumaður, eiginkona hans er Rannveig Jónsdóttir. Börn þeirra eru Svana, Anna Elísabet, Oddný og Sara Bjarn- veig. Þau eiga (jögur barnabörn. 2) Laufey Þóra, f. 11.1. 1955, verslunarmaður, eig- inmaður hennar er Ríkharður Már Har- aldsson, rafvirki. Börn þeirra eru Stef- án og Sæunn Svana. 31.mars 1955 kvæntist Sveinn Guðrúnu Árnadóttur frá Reykja- vík, f. 24.5. 1937 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Sigur- laug, f. 17.10. 1957, sjúkraliði, eig- inmaður hennar er Egill Jónsson tónmenntakennari. Börn þeirra eru Guðrún, Sigurjón og Erla. Þau eiga eitt barnabarn. 2) Árni, f. 18.4. 1960, d. 4.8. 1979. Unnusta hans var Dóra Gerður Stefáns- dóttir. Árni átti einn son, Ingvar Stefán. 3) Oddur Þór, f. 14.6.1961, stýrimaður. Hann var kvæntur vanda enda kem ég til með að njóta þeirrar leiðsagnar alla ævi. Þó svo að Sveinn væri skipasmiður og hefði mest yndi af að fást við báta, vafðist ekki fyrir honum að byggja húsið enda reis það bæði fljótt og vel með hans hjálp, föður míns og fleiri góðra manna. Þegar Sveinn fluttist með fjöl- skyldu sína frá Hafnarfírði til Nes- kaupstaðar fór hann að vinna í Drátt- arbrautinni, eða Slippnum eins og við nefndum það venjulega. Þama hafði hann sem ungur maður lært iðn sína áður en hann fluttist suður og hafði þá meðal annaiTa unnið þai' með afa mínum sem einnig var bátasmiður. Sveinn hafði alltaf sterkar taugar tii Dráttarbrautai-innar og þeirra mörgu ágætu samstarfsmanna og vina sem unnu þar með honum. Ég kom stundum til hans á skrifstofuna eða kaffistofuna og var þar oft glatt á hjalla og margai- skemmtilegar sögur sagðar. Sveinn var mikill Norðfirð- ingur enda ákváðu hann og Guðrún snemma að flengjast í bænum og byggðu sér hús á Nesgötu 27 sem þau nefndu Prestbakka. Nokkmm ámm síðar fór hann að tala um að byggja sér sumarbústað og var þá ekki farið langt, því bústað- urinn var byggður í Seldalnum í landi Skuggahlíðar, en þaðan sést vel yfir sveitina, bæinn og fjörðinn, betra gat það ekki orðið. Síðustu ár vom erfið fyrir Svein. Hann var mikill sjúklingur, mikið lengur en við flest vissum um. Þurfti hann að gangast undh' nokkrar erfið- ar aðgerðir vegna veikinda sinna, en aldrei man ég þó eftir að hafa heyrt hann kvarta eða kveina yfir ástandi sínu þó svo að oft hljóti hann að hafa átt erfítt. Þyngsta áfall hans fyrir ut- an að missa Ama son sinn ungan úr erfiðum sjúkdómi held ég að hafi ver- ið þegai' hann missti starf sitt á Báta- stöðinni. Víst var hann orðinn veikm- og ekki með heilsu til að sinna því álagi sem fylgdi verkstjórastarfi því sem hann gegndi. En ég veit að hægt hefði verið að standa öðmvísi að mál- um, því nógu mikið áfali er fyrir flesta að missa heilsuna þótt ekki fari vinn- an og félagsskapurinn sem henni fylgir um leið. Þetta virkar oft á við- komandi sem algjör höfnun og vill þá oft fara svo að fólk einangrast og ekki er það til bóta í erfiðum veikindum. Fyrir tveimur ámm fómm við sam- an í skemmtilega ferð til Færeyja. Mörgum þótti sjálfsagt nóg um að Sveinn færi þessa ferð, en þarna var hann í „essinu“ sínu og skemmti sér vel með konu sinni og öðram ferðafé- lögum. Fyrir utan sólarlandaferðim- ar með Guðrúnu konu sinni fannst honum Færeyjaferðin sérlega skemmtileg og talaði oft um að fara aðra ferð. En nú er Sveinn farinn í sína hinstu Krístínu Níelsen. Börn þeirra eru Súsanná, Árni og Oddný Halldóra. Áður átti Oddur einn son, Svein Halldór. 4) Ásrún Björg, f. 25.10. 1962, sjúkraliði. Eiginmaður hennar er Guðmundur Helgi Sig- fússon, byggingartæknifræðing- ur. Börn þeirra eru Kristín Ella, Sigfús Ólafur og Sveinn Gunnar. Sveinn Halldór lauk sveinsprófi í skipasmíði frá Iðnskólanum í Neskaupstað í desember 1951. Hann vann að loknu námi í báta- smíðastöð Dráttarbrautarinnar hf. í Neskaupstað þar til hann flutti til Hafnarfjarðar 1953. Þar vann hann í slippnum í Reykjavík og hjá skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði. Hann stofnaði ásamt Hjalta Auðunssyni bátastöðina Báruna í Hafnarfirði og starfaði þar í nokkur ár. Hann var einnig yfirdyravörður á Hótel Sögu til margra ára. Sveinn flutti aftur austur til Neskaupstaðar 1971. Hann var yf- irverkstjóri í bátastöð Dráttar- brautarinnar hf. frá 1971 til 1996 en lét þá af störfum sökum heilsu- brests. Undir stjórn Sveins voru smíðaðir nokkrir þilfarsbátar hjá Dráttarbrautinni og teiknaði Sveinn flesta þeirra. Einnig hafði hann teiknað og smiðað báta þeg- ar hann var í Hafnarfírði. Utför Sveins Iialldórs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ferð. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað þriðjudaginn 16. maí eftir erfið veikindi. Sveinn verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju í dag, fimmtudag 25. maí, kl. 14. Kæri Sveinn. Ég minnist þín með eftirsjá og þakklæti, þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Þó svo að erfitt sé að kveðja þá er þó huggun að vita að nú líður þér vel og við sem eftir emm getum yljað okkur við allar góðu minningarnai' um þig og vissuna um að vel hefur verið tekið á móti þér. Ég votta eiginkonu og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Egill Jónsson. Elsku Sveinn afi. Nú veit ég að þú ert kominn til englanna og líður vel hjá Guði og hon- umÁrna. Ég sakna þín mikið. Manstu hvað það var gaman að fara í bíltúr með Gunnömmu, horfa á sjónvarpið og tala saman um báta og bfla og allt. Bless bless, Sveinn Gunnar. Elsku frændi og mágur. Nú ert þú farinn frá okkur og laus frá þessu veikindastríði sem þú fórst í gegnum með æðruleysi og Ijúfmennsku. Alltaf var stutt í brosið þitt og glettnina þótt þér liði illa, aldrei kvartaðir þú. Þú reyndir alltaf að segja frá einhverju skemmtilegu og rifja upp gamla tíma. Við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér og biðjum góðanguð að leiða þig í Ijósið. Við minnumst þess þegar eigin- maður minn og pabbi okkar lést, fyrir þremur ámm, þá varst þú orðinn svo veikur, en þú komst og kvaddir hann bæði við idstulagninguna og jarðar- förina. Við vissum hvað þetta var þér erfitt, því þér þótti svo vænt um bróð- ur þinn. Margt mótlætið þurftir þú að fara í gegnum í þessari jarðvist, en alltaf stóðstu sem klettur, traustur og hlýr. Við viijum þakka þér fyrir hvað þú varst okkur alla tíð góður og umhug- að um velferð okkar. Sérstaklega vilj- um við þakka ykkur Gunnu hvað þið hugsuðuð vel um Gullu okkar, tókuð hana eins og eitt af ykkar börnum. Enda er það íyrsta sem hún biður um þegar hún kemur austur að fara til Gunnu mömmu og Sveins, hún á eftir að sakna þín eins og fleiri. I veikindum þínum spurðh- þú allt- af: „Hvað er að frétta af Gullu minni?“ Það var svo mikil væntum- þykja og umhyggja þegar þú sagðir þetta. Fegurðin býr í sálinni, þannig varst þú. Elsku Sveinn, okkur langar að kveðja þig með þessum fáu orðum, þau gætu verið svo miklu fleiri. Eg sendi þér kæra kveðju núkominerlífsinsnótt Kg umvefji blessun og bænir, égbið aðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta. Þásælteraðvitaafþvi þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku Gunna, Sigurlaug, Oddur Þór, Ásrún Björg, Laufey Þóra, Bjami, fjölskyldur og aðrir aðstand- endur. Þið hafið misst mikið en ljós minninganna er skært. Við vottum ykkur samúð. Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk. Hulda S. Bjarnadóttir, Guðlaug, Sveinlaug, Hallbjörg og fjölskyldur. Sveinn, móðurbróðir minn, fæddist 8. júlí 1932 á Blómsturvöllum í Nes- kaupstað og var hann því tæplega 68 ára þegar hann lést eftir erfið veik- indi hinn 16. þessa mánaðar. Sveinn var yngstur í systkinahópnum og að- eins em þrír og hálfur mánuður síðan Kristbjörg, næstyngst þeh-ra syst- kina, var iögð til hinstu hvflu í Innri- Njarðvíkurkirkju og fékk það mjög á Svein að geta ekki fylgt henni til graf- ar sökum veikinda. Sveinn vai’ aðeins þriggja mánaða þegar faðir hans lést og ólst hann því upp með móður sinni og þeim syst- kinum sem enn vom í móðurhúsum. Þórarinn, sem lést fýrir fjómm ár- um, axlaði ábyrgðina með móður sinni og var hann bróður sínum sem besti faðir. Á þessum ámm ríkti mik- ið atvinnuleysi í Neskaupstað og hafði unga fólkið vart slitið ferming- arskónum þegar það fór að heiman í atvinnuieit. Þannig var því einnig far- ið með systkini Sveins. Elsta systirin, Guðrún Rósa, fór kornung alla leið til Kaupmannahafnar, giftist dönskum manni og eignaðist þrjú börn. Hún kom aldrei aftur til Islands. Guð- mundur fór sem vinnumaður í Skrið- dal og kynntist þar Pálínu Stefáns- dóttur frá Mýram sem síðar varð eiginkona hans og eignuðust þau fjögur börn. Þau bjuggu mest alian sinn búskap að Geirólfsstöðum. Þór- arinn fór snemma að stunda sjóinn og var á vertíðum á vetmm og á sfld á sumrin þar til atvinna glæddist með tilkomu síðutogaranna til Neskaup- staðar, og var hann lengst á Agli rauða. Hann kvæntist Huldu Bjarna- dóttur frá Höfn í Hornafirði og eign- uðust þau fjögur böm. Þórarinn byggði sitt hús við gamla Blómstur- vallahúsið og bjó hann þar alla tíð síð- an með sinni fjölskyldu. Guðbjörg Halldóra, móðir undir- ritaðrar, fór kornung að heiman, fyrst í vist og síðan í sfld á Siglufirði og í Hrísey. Hún kynntist föðui’ mín- um, Stefáni Nikulássyni í Vest- mannaeyjum og bjuggu þau þar í nokkur ár, eða meðan heilsa hennar leyfði. Þeim varð tveggja barna auðið, en bróðh' minn, Tryggvi, lést aðeins nokkuri'a mánaða gamall. Fljótlega fór að bera á þeim sjúkdómi sem síðar leiddi til þess að móðir min mátti vist- ast á geðsjúkrahúsi. Sú vistun varði í rúmlega aldarfjórðung. Ég var þriggja ára þegar ég kom að Blómst- urvöllum til ömmu og móðurbræðra minna, þeirra Þórarins og Sveins og var Sveinn mér ætíð sem eldri bróðir. Kristbjörg fór ung suður með sjó og kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Ragnari Guðmundssyni, í Innri- Njarðvík þar sem þau bjuggu æ síð- an. Þeim varð fimm bama auðið. Tengslin á milli systkinanna vom alla tíð mjög sterk og hlúðu þau vel að móður sinni. Þijú ömmusystkini mín bjuggu með fjölskyldum sínum á Norðfirði. Sigurður og Jósep bjuggu í Neskaup- stað en Guðbjörg ásamt sinni stóra fjölskyldu í Gerði á Suðurbæjum. All- ar þessar fjölskyldur vom sem ein stórfjölskylda. Innan þessa íjöl- SVEINN HALLDOR SVEINSSON skylduramma, þar sem samhygð og náungakærleikur vora öllum gildum ofar, ólst Sveinn upp. Að loknu hefðbundnu námi fór Sveinn í Iðnskólann í Neskaupstað og lauk sveinspróíi í skipasmíðum árúí- 1951. Um svipað leyti hóf hann sam- búð með Svönu Bjamadóttur frá Ár- bakka í Eskifirði og eignuðust þau tvö böm. Sveinn og Svana slitu sam- vistir eftir stutta sambúð. Sveinn ílutti suður áriðl953 og vann lengst af í Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnar- firði. Hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Árnadóttur, árið 1955 og reistu þau sér hús í Hafnar- firði og bjuggu þar með bömin sín fjögur þar til þau fluttu til Neskaup- staðar 1971. Ósérhlífnari og ötulli húsbyggjandi en Sveinn er vandfundinn. Hann vaí sístarfandi utan síns vinnutíma, sem oft var þó býsna langur. Hann byggði þrjú einbýlishús, eitt í Norðfirði áður en hann flutti suður, eitt í Hafnarfirði og það þriðja við Nesgötuna í Nes- kaupstað þegar hann flutti þangað aftur. Einnig hygg ég að hann hafi verið liðtækur í húsbyggingum bama sinna. Þegar Sveinn og Gunna bjuggu í Hafnarfirði var mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar. Ailtaf var jafn gott að heimsækja þau, bæði tvö ljúf- mennskan uppmáluð og skopskynið eins og það gerist best. Á þessum tíma var farið að fjölga bæjarleyfum móður minnar, sem dvaldist á Kleppsspítalanum og vom það nokk- ur heimili sem alltaf stóðu henni opin. Heimili Sveins og Gunnu var eitt þessara heimila. Fordómaleysi þessa fólks, ásamt breyttum áherslum í geðlækningum, álít ég að hafi stuðlað að bata móður minnar, en smám sam- an auðnaðist henni að komast út í lífið á ný, vinna fyrir sér og sjá alfarið um sig sjálf. Guðlaug, dóttir Þórarins og Huldu, greindist með down syndr- ome og var hún vistuð á Skálatúns- heimilinu sjö ára gömul. Hennar heimili hér syðra var hjá Sveini og Gunnu. Þau ui’ðu einfald- lega Gunna mamma og Sveinn pabbi:' Þetta segir betur en margt annað hvern mann Sveinn hafði að geyma og vitaskuld hefði ekki verið hægt að hlúa svo vel að þeim sem minna máttu sín í fjölskyldunni hefði lífsfömnaut- ur hans ekki verið sú afbragðskona sem hún er. Aldrei heyrði maður styggðaryrði falla á milli þeiiTa hjóna og einkenndist allt þeirra samlíf af óeigingjömum kærleika og gleði yfir því sem þeim féll í skaut. Þegar fjölskyldan flutti tii Nes- kaupstaðar gerðist Sveinn verkstjóri í Bátasmíðastöð SVN og gegndi því starfi til ársins 1996, en þá mátti hann láta af störfum sökum heilsubrests. Sjórinn hafði alla tíð heiilað Svein eins og flesta þá sem alist hafa upp í fjörðum landsins og kom það ekki á óvart að hann valdi húsi sínu stað þar sem útsýni var einstaklega fagurt yfir allan fjörðinn. Alltaf hafði hann sjónauka við höndina og fylgdist með sldpum og bátum koma og fara. Sjálf- ur eignaðist hann sína trillu og naut þess að róa til fiskjar eða sigla suður á bæi og líta inn í Hellisfjörð og Við- fjörð. Sveinn var alla tíð mikill lestr- arhestur og var Halldór Laxness hans eftirlætisskáld. Sveinn átti miklu bamaláni að fagna en þar féll þó stór skuggi á þeg- ar Ami, næstelstur barna hans og Guðrúnar, veiktist snögglega af hvít- blæði þegar hann var aðeins nítján ára gamall og lést mánuði síðar. Þetta - reiðarslag tók sinn toll, en með sam- stilltu átaki tókst þeim hjónum á undraverðan hátt að vinna sig saman út úr sorginni og gleðjast yfu' því hve lífið hafði samt verið þeim gjöfult. Barnaböm Sveins em orðin sautján og bamabamabörnin fimm. Sveinn var afar ástríkur faðir og afi. Hann umgekkst alla af sömu prúðmennsk- unni, setti sig aldrei á háan hest, held- ur nálgaðist fólk á þess eigin forsend- um ogþroskastigi. Þetta kunna böm og unglingar vel að meta í fari fullorðinna og hefur Sveinn ávallt verið mikill vinur barnÁ sinna og barnabarna. Ég og synii' mínir kveðjum ástkær- an frænda með miklum söknuði og þökkum honum samfyigdina. Gunnu, bömunum og fjölskyldum þeima vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Sveins. Ingunn Stefánsdóttir. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.