Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 53
ina í gegnum þykkt og þunnt síðustu
átján árin. Hugur okkar er hjá Dóru,
Þórhalli, Arnþrúði og fjölskyldum
þeirra og þeim vottum við okkar
dýpstu samúð á sorgarstundu. Þó að
maður komi í manns stað á Þingvöll-
um munu þau alltaf geta gengið að
gömlum vinum sínum í sveitinni vís-
um.
Margrét Sveinbjörnsdóttir.
Eg heyrði fyrst getið um séra
Heimi þegar ég var í fóðurhúsum við
menntaskólanám á Akureyri. Síðar
var nafn hans oft nefnt þegar hann
var kominn til starfa sem rektor
Skálholtsskóla, hann var umdeildur
en ég fann hve prestar og leiðtogar
kirkjunnar bundu miklar vonir við
endurreisn þessa fornfræga staðar
með sr. Heimi sem rektor. Ég man
vel eftir blaðadeilum sem Heimir
kom af stað og voru snarpar og
snertu viðkvæma strengi hjá ýms-
um.
Heimir beitti þar sínum magnaða
penna og hlífði engum og það var tal-
að um röddina frá Skálholti. Síðar
hefur mér verið sagt að Heimir hafí
sæst við þá sem áttu þá í deilum við
hann. Það var honum líkt. Ein setn-
ingin sem hann skrifaði og sagði í
öðru samhengi var að kristindómur-
inn og mannúðarstefnan ættu sam-
leið.
Ég lagði mig eftir því að lesa það
sem hann skrifaði og það var bók-
staflega nautn að lesa þessa texta
hvort sem það voru blaðagreinar um
mál líðandi stundar, fræðigreinar,
hugvekjur eða Ijóð. Þar stýrði penna
stórgreindur maður sem glímdi við
stærstu spurningar sem til eru og
það var greinilegt að hann hlífði
sjálfum sér ekki í þeirri glímu og leit-
aði skilyrðislaust svara. Oft fannst
mér eins og þar færi í raun viðkvæm-
ur og auðsæranlegur maður á bak
við meitlaðan texta fræðimanns og
skálds. Trúin var honum greinilega
ekki auðtekið mál, ekkert föndur.
Feginn hefði ég viljað fylgjast bet-
ur með honum, störfum hans og
skrifum, en nám og störf í öðru landi
komu í veg fyrir það. Þó bar ég gæfu
til þess að kynnast Heimi og konu
hans frú Dóru Þórhallsdóttur á vís-
itasíu föður míns um Árnesprófasts-
dæmi þegai- séra Heimir var prestur
og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og
ég ritari biskups. Því gleymi ég ekki
og þá fann ég hversu gróin og sterk
vinátta var milli foreldra minna og
þeirra hjóna. Alltaf var það fræðandi
að vera nálægt honum og þegar hann
horfði framan í mann var ekki til
neins að vera með neinn leikaraskap.
Það kom mér mjög á óvart þegar
hann nokkrum árum síðar boðaði
mig á kaffifund með sér einum á
grillinu á Hótel Sögu sólríkan vor-
dag og kynnti mér gildandi lög um
Skálholtsskóla og þá möguleika sem
þau gæfu til að gera hann að gildandi
menningarstofnun og ætlaðist til að
ég sækti um starf rektors. Af því
varð ekki en það var gleðistund að
hitta þau hjón hér í Skálholti í haust
sem leið þegar ljóst var orðið að ég
mundi tímabundið gegna starfí rekt-
ors. Þá tóku þau hvort undir sinn
handlegg minn og gengu með mér
inn í eina skólastofuna og við áttum
langar samræður.
Eg leitaði eftir það oft til séra
Heimis og ætlaði svo sannarlega að
þiggja heimboð þeirra hjóna að
Þingvöllum og spjalla meira um
Skálholtsskóla, kirkjuna og kristni-
tökuafmælið. Hann kveður nú á
merkum tímamótum í sögu kristn-
innar og ég man eftir fundi með hon-
um í Háskóla Islands um miðjan
níunda áratuginn þar sem rætt var
um ritun kristnisögu íslands sem nú
er orðin að veruleika. Um svipað
leyti var farið að skipuleggja aðra
þætti hátíðarársins og það var gert
með guðsþjónustu í kirkjunni hans á
Þingvöllum. Bréf fóru á milli okkar
og símtöl og það kom alltaf fram hve
Skálholtsskóli var honum kær, hann
talaði um skólann sinn. Hann lagði
grundvöllinn að starfi hans og andi
hans svífur hér yfír vötnum. A sein-
ustu ráðstefnunni hér um biblíuleg
stef í íslenskum fornbókmenntum
ætlaði hann að tala og valdi sér efnið
ættfeður ísraels og íslenskir land-
námsmenn. En heilsan var tæp. Á
skrifborði mínu er bréf frá honum
dagsett 4. apríl þar sem hann boðar
forföll en harmar það og skrifar:
„Annað á skólinn minn gamli skilið
en að ég sé með þverúð við hann.“ Og
hann bætir við: „Ég er orðinn var-
færinn með árunum. Fyrr meir... lét
vaða á súðum hvar sem var um hvað
sem var. Nú er þetta breytt, og ég vil
helzt hafa allt mitt á þurru, er ég stíg
í stólinn.“ Ég á séra Heimi mikið að
þakka, uppörvun og góð ráð sem
ekki hafa öll verið nefnd hér. Nú er
röddin frá Skálholti þögnuð og glímu
séra Heimis lokið, glímu sem gaf
samferðamönnum hans svo mikið.
Guð blessi minningu hans, huggi
ÍJölskyldu hans og gefi kirkju Is-
lands fleiri slíkar raddir.
Pétur Pétursson, rektor
Skálholtsskóla.
Bjartur vordagur. Guðsþjónusta í
Þingvallakirkju. Séra Heimir syngur
messuna. Það er eins og saga þúsund
ára kristallist í orðum, tóni og lát-
bragði Þingvallaklerks. Og það er
sjálf Islandsklukkan sem glymur
þegar gengið er úr kirkju. Nú er
þessi rödd hljóðnuð. Þegar þjóðin
fagnar þúsund ára kristni á Þingvöll-
um munum við sakna raddarinnar
sem söng miserere af þeirri auðmýkt
sem þeim einum er gefin sem skilur
að við eiiim ekkert af sjálfum okkur,
aðeins gras sem fölnar, hvikull
blossi, reykur.
En hvemig getum við trúað því að
röddin hlýja og djúpa sé þögnuð?
Hvernig fáum við unað því að njóta
ekki framar návistar hans, falslausr-
ar gleði, heillar vináttu? Hvernig
getum við sætt okkur við að nema
ekki framar orðin dýru af vörum
hans, djúphugsuð orð sem beindu
sjónum okkar að því sem máli skipt-
ir, því sem varir? Heimir Steinsson
fór þannig með íslenskt mál að unun
var á að hlýða. Hann var frjór og
snjall rithöfundur. Hann var skáld.
Vinir hans og bræður muna marga
stund þegar hann jós af nægtabr-
unni visku sinnar, fróðleiks og mann-
þekkingar og þeir sátu sem bergn-
umdir. I ræðu hans glitraði hvert orð
og söng. Slík voru tök hans á tung-
unni. Og það sem best var:
„ódýr strengur aldrei sleginn,
úð ei blandin lágri kennd.“
(EinarBenediktsson.)
Skólameistarann í Skálholti, sr.
Heimi, hittum við, gamlir félagar í
menntamálanefnd þjóðkirkjunnar,
fyrir mörgum árum. Hann var
víðsýnn og framsýnn skólamaður,
hafði í bernsku mótast í skóla föður
síns á Seyðisfirði austur, síðan í
menntaskólanum okkar kæra á Ak-
ureyri og loks með lýðskólamönnum
dönskum, eftir að hafa lokið námi í
Háskóla Islands. það var gaman að
hitta hann á biskupssetrinu forna.
Mér fannst reisn hans hæfa þeim
helga stað.
Gamlárskvöld. Við sitjum við skjá-
inn og nemum orð séra Heimis, njót-
um íhygli hans og innsæis. Það er
ekki heiglum hent að taka við að
flytja þjóðinni hugleiðingar á hinsta
kvöldi ársins. Snillingar hafa þar um
vélt frá upphafi sjónvarps. Heimi
verður ekki skotaskuld úr því að
halda merki fyrirrennara sinna hátt
á loft.
Jólafundur í Félagi kennara á eft-
irlaunum. Gestur er Þingvallaklerk-
ur. Hann flytur okkur frásögn úr
bernsku sinni. Að venju fer hann á
kostum, varpar skíru ljósi á liðna
daga og gæðir frásögn sína slíkri
spennu að salurinn verður nánast ein
hlust. Hvern hefði grunað þá að mað-
ur er flutti mál sitt af slíkum þrótti,
sem hann gerði, stæði að kalla við
dauðans dyr?
Eigi má sköpum renna. Bróðir vor
hefur lokið vegferð sinni hér á jörð.
Hann hefur lagt frá sér geir sinn
góðan og gengið til fundar við hinn
eilífa, mikla Meistara.
Úr fjarlægð sendum við Björg ást-
vinum hans öllum hugheilar samúð-
arkveðjur og mælum fram hin sí-
gildu orð: „Farðu vel, bróðir og
vinur.“
Ólafur Haukur Árnason.
Séra Heimir Steinsson er allur
langt fyiir aldur fram. Þingvellir eru
úr skorðum. Enginn séra Heimir að
setja bæjarbraginn og samsama
sögu og tíma líðandi stund. Drúpa
Bláskógar.
Séra Heimir Steinsson varð út-
varpsstjóri sumarið 1991, ýmsum að
óvörum. Steig vonglaður inn fyrir
þröskuld Útvarpsins með mál og
sögu á tæru, ekki ólíkt Konráði
Maurer öldinni fyrr, sem þekkti okk-
ur út í hörgul. Álls ókunnugur inn-
viðum þeirrar stofnunar, sem hann
hugði menningarstofnun. Útvarps-
stjórinn hélt að hægt væri að stýra
skútunni með réttlætiskennd að
kompási og sagði mönnum upp skip-
rúmi, sem hann taldi ekki holla liði
sínu. En það varð eins og með selinn
í baðstofunni á Fróðá, þegar sveinn-
inn Kjartan færði járndrepssleggj-
una í höfuð honum. Selurinn gekk
upp við hvert höggið sveinsins en
ekki niður. Var nú ekki um annað að
gera en þruma þetta af sér svo sem
Loftur í stöplinum á Hólum. Og
þröskuldur hússins varð þjöl, svo
leitað sé líkingar hjá henni Arnfríði
Jónatansdóttur.
Fimm urðu þau árin á Leitinu, og
tók þá séra Heimir við sínum gamla
pósti austur á Þingvöllum, þar sem
hann undi svo vel með Dóru sinni.
Ég held hann hafi ekki verið kal-
inn á hjarta, þótt kalt hafi verið und
rifjum konungsmanna. Hann hafði of
djúpstæðan skilning á örlögum
mannanna til þess. Tók bara upp
þráðinn fyrir austan og fannst hlutur
sinn góður.
Þegar menn fara að bera sig til við
að skrifa eftirmæli, hættir þeim ein-
att til að skrifa einkum um sjálfa sig.
En það verður aldrei alveg hjá því
komist. Séra Heimir hafði verið út-
varpsstjóri í rúmlega þrjú ár, þegar
ógæfan dundi á Vestfirðingum í
mynd snjóflóða. Mannfórnin varð
stór. Það kom í hlut okkar á fjórð-
ungsstöðinni á Isafirði, eins og séra
Heimir nefndi svæðisstöðvarnar, að
fjalla um þá atburði. Hann vissi að
undirritaður átti mai'gt tengdafólk í
Súðavík og hafði tilfinningu fyrir
ástandinu. Hringdi oft vestur meðan
á stóð hríðinni og fylgdist með sínu
fólki á stöðinni. Þegar við hjónin
komum til Reykjavíkur á úthallanda
vetri, buðu þau Dóra okkur til nota-
legs hádegisverðar á Hótel Holti.
Það var hlýlegt.
Sú mynd sem þjóðin hafði af séra
Heimi Steinssyni var ef til vill af
manni, sem setti á svolítið langar
ræður. Hann fór ekki varhluta af því
í áramótaskaupinu eða hjá Sigmundi
í Mogganum. Hitt vissu kannski
færri, að séra Heimir hafði lúmskt
skopskyn. Á stjórnarárum hans í Út-
varpinu var farið að senda út á
vestra hlustunarsvæði Svæðisútvar-
psins með kaffi og rjómapönnukök-
um á Patreksfirði að sveitasið.
Mörgum var boðið að vera við, þegar
kveikt var á, og séra Heimir talaði
við fólkið og var hrókur alls fagnað-
ar. Daginn eftir athöfnina var beðið
flugs og ókum við þá upp í Sauðlauks
lygnan dal ásamt Georg Magnússyni
tæknimanni, töluðum um Upplýsing-
una og virtum fyrir okkur Gerðið
hans séra Björns í Sauðlauksdal.
Þegar við komum að flugstöðinni á
Sandodda, glumdi þar ekki einhver
herjans-poppmúsík í gjallarhonum
frá Rás 2. Séra Heimir leit með vel-
þóknun upp á hátalarana ofar durum
og lét þess getið, að á heyrðist, að fé
sitt stæði mörgum fótum.
Við Hansína kona mín kveðjum
séra Heimi Steinsson með söknuði.
Mynd hans og dagfar eru skýr í
minningunni og hann á eftir að
spásséra með okkur alla leið. Dóru
og afkomendum sendum við samúð-
arfullar kveðjur.
Finnbogi Hermannsson.
Það var í mars 1966 að leiðir okkar
séra Heimis lágu saman með sér-
stökum hætti er við fórum fjórir guð-
fræðinemar á jeppa norður í Skaga-
fjörð til séra Sigfúsar J. Árnasonar á
Miklabæ. Eftirvænting var í huga að
hitta bróður sem nú var langt kom-
inn með sinn fyrsta vetur í prests-
þjónustu. Ferðin var torsótt, kostaði
erfiði og úthald enda vissi ég ekki um
marga bíla sem fóru norður yfir
Holtavörðuheiði þann sólarhring.
Ég nefndi það við séra Heimi nú á
þessu ári að ég þyrfti að sýna honum
myndir úr ferðinni forðum. Hann
brosti við og hugði gott til þess. Það
hefur nú ráðist annan veg. Margar
minningar leita á hugann. Séra
Heimir var þennan vetur í lokaund-
irbúningi fyrir sitt embættispróf en
gaf sér eigi að síður tíma til ferðar.
Það kom ekki að sök því hann tók eitt
hæsta embættispróf í guðfræði sem
tekið hefur verið.
Við vorum bjartsýnir í upphafi og
hugðum gott til farar í störfum fyrir
kirkju Drottins. Séra Heimir átti
m.a. það mark að sameina þjóðkirkj-
una undir einu merki. Þegar litið er
til baka sjáum við að það hefur tekist
betur en margir gera sér grein fyrir
því þjóðkirkjan hefur ekki á öldinni
verið samstilltari til átaka en nú und-
ir lok aldarinnar.
Ekki vissum við hvemig leiðin
yi'ði en þekktum vel blikur á lofti
enda margir sem töldu að þjóðkirkja
yrði ekki að störfum um þessi alda-
mót.
Prestaskortur var þá tilfinnanleg-
ur og fór vaxandi. Fjölmörgum em-
bættum þjónað í aukaþjónustu.
Séra Heimir var glaðbeittur og
sókndjarfur með heitar hugsjónir.
Vopn hans voru beitt. Hugurinn
skarpur, þekkingin örugg og fágætt
vald hafði hann á íslensku máli,
kjarnyrtur með þeim hætti að eftir
var tekið.
Leið hans lá til móts við fjölþætt
og krefjandi verkefni. Hann sat tvo
þekktustu staði Árnessþings með
sóma. Uppbygging Skálholtsskóla
var verk brautryðjandans og ekki
voru störf hans síðri á Þingvöllum
þar sem hann átti sérlega gott með
að opna helgi staðarins fyrir háum
sem lágum. Alla tíð hafði hann ríkan
guðfræðilegan metnað og nutum við
þess oft samferðamenn hans í upp-
byggilegum erindum og hlýrri
hvatningu til vandaðra vinnubragða.
Við prestar í Árnessprófastsdæmi
heiðrum minningu hans með trega
og þökkum góða og gefandi sam-
fylgd. Guð blessi minningu séra
Heimis Steinssonar og græði sár
eiginkonu hans og ástvina.
Úlfar Guðmundsson,
Eyrarbakka.
Heimir Steinsson, æskufélagi og
vinur, er fallinn frá langt um aldur
fram. Kynni okkar hófust í Mennta-
skólanum á Akureyri; þangað kom
Heimir að áliðnum vetri 1954 og
settist í þriðja bekk eftir að hafa lesið
lexíur sínar heima á Seyðisfirði frá
veturnóttum. Hann fékk inni á „Suð-
urvistum" í gamla skólahúsinu þar
sem við bekkjarfélagarnir bjuggum
allmargir fyrir. Inn í tiltölulega
kyrrt loft heimavistarinnar bar þessi
síðbúni skólasveinn með sér ferskan
andblæ þar sem sósíalískir hug-
myndastraumar blönduðust ást á
ljóðlist og bókmenntum og yndi af
söng. Allt þetta hafði Heimir hlotið í
vöggugjöf í föðurhúsum, hjá Arn-
þrúði og Steini skólastjóra. Öðrum
veitti hann ótæpilega af gáfum sín-
um: fyrr en varði myndaðist um hinn
örgeðja og andríka pilt hópur póli-
tískra skoðanabræðra, skáldmenna
og söngvina sem áttu eftir að deila
með honum gleði og áhyggjum
æskuáranna.
Þetta var á árum kalda stríðsins,
tímabili óvæginna hugmyndafræði-
legra átaka og kröfuharðra skuld-
bindinga um hollustu ungra sem ald-
inna; í bakgrunni ógnaði
kjarnorkusprengjan. Heimir tókst á
við harðan heim af þeim ákafa sem
honum var gefinn. Að sama skapi ól
hann með sér ríka þörf fyrir að eign-
ast athvarf og hlutdeild í heimi
skáldskapar og staðleysu „þar sem
fegurðin ríkir ein...“ Við Akureyrar-
pollinn endurlifði Heimir fyrst nýr-
ómantíkina frá dögum „íslensks að-
als“ og „Svartra fjaðra“, og með
tímanum gerðist hann sérstaklega
handgenginn kveðskap Steins Stein-
ars og „Ljósvíkingnum". Sjálfur fór
Heimir að yrkja ungur að árum; í 5.
bekk var hann orðinn skólaskáld.
Veturinn eftir ritstýrði hann skóla-
blaðinu, „Muninn“, þar sem hann
birti mörg kvæði ásamt öðrum félög-
um eins og Ara Jósefssyni og Hall-
dóri Blöndal. Þennan vetur deildum
við Heimir herbergi úti í bæ og ég
varð þannig býsna nákominn þeim
hughrifum sem ljóð hans spruttu af.
Eitt þeirra, „Tum“, endar svo:
Og þegar ég hef dvalið langa daga
í draumi ljósum ofar vitundinni.
Þá vakna ég um vetrarnótt og hrópa
á visið blóm, er grær í sálu minni.
Á þessum árum var gott að eiga
Heimi fyrir sálufélaga. ir
Að stúdentsprófi loknu skildu leið-
ir og samfundir urðu stopulir eins og
verða vill í dagsins önn. En aldrei
slitnaði sá þráður vináttu sem
spannst á menntaskólaárum okkar.
Þegar við höfðum síðast samband
símleiðis fyrir nokkrum vikum,
strengdum við heit um samfundi í
vor - á Þingvöllum.
Dóru og ættingjum vottum við
Hanna Kristín dýpstu samúð.
Loftur Guttormsson.
Haustið 1975 kom ég, þá 18 ára*
gömul, til íslands til að stunda nám í
Lýðháskólanum í Skálholti. Ég hafði
frétt af skólanum og sendi eftir upp-
lýsingum um hann. Fljótlega barst
mér svarið - 14 þéttskrifaðar blað-
síður með upplýsingum um staðinn,
skólann og námið - á íslensku, undir-
ritað af Heimi Steinssyni rektor. Á
dönsku lét hann þess getið að til að
geta haft gagn af skólavistinni þyrfti
ég að hafa nægilegt vald á íslensku
til að geta skilið bréfið. Eftir tveggja
daga uppflettingar í orðabók Blön-
dals á háskólabókasafninu í Bergen
var ég litlu nær um Skálholtsskóla,
en ákvað að láta það ekki aftra mér
og sótti um skólavist. Það reyndist
afdrifai-fk ákvörðun í mínu lífi. I* -
Þetta var mín fyrsta ferð að heim-
an og Heimir og Dóra gengu mér í
foreldrastað.
Þau tóku á móti mér á gulu bjöll-
unni sinni og opnuðu heimili sitt fyrir
mér í mánuð áður en skólinn byrjaði
til að ég gæti lært íslensku. Ég fékk
einkakennslu í íslensku hjá sr.
Heimi. Það voru skemmtilegir tímar,
þar sem ekki var eytt miklum tíma í
glósun og málfræðistagl, ég veit ekki
hvort okkar skemmti sér betur.
Heimir var krefjandi kennari og .
gerði ekki ráð fyrir að þurfa að end-'
ui'taka hlutina oft. Hann kenndi mér
ekki bara tungumálið, heldur vakti
hann áhuga minn og ást á málinu, ís-
lenskum bókmenntum, sögu og
menningu og lagði grunninn að því
hversu vel mér hefur síðan gengið að
aðlagast þessu nýja heimalandi
mínu.
Þetta var 4. starfsár Lýðháskól-
ans í Skálholti og þau hjónin ráku
skólann af miklum eldmóði og um-
hyggju fyrir nemendum. Heimir var
margfróður maður og miðlaði óspart
af sínu, en var um leið mjög fróðleik-
sfús og tilbúinn til að læra af nem-
endunum. Hann var forvitinn um
alla hluti og hafði áhuga á að heyra
sjónarmið þess unga fólks sem horí-'
um var trúað fyrir. Hann hvatti stöð-
ugt til rökræðna og umræðna um allt
milli himins og jarðar og var ekki
feiminn við að ræða við okkur um
grundvallaratriði í heimspeki, pólitík
og trúmálum af opnum huga og á
jafnræðisgrundvelli. Hann lagði
stöðugt áherslu á gildi menntunar,
ekki bara sem tæki til frægðar og
frama, heldur sem tæki til að öðlast
skilning á manninum og samfélagi
mannanna. Þannig stjórnaði hann
þessum skóla í besta anda lýðhá-
skólahugsjónarinnar. Ég veit um
marga nemendur sem notuðu árið í
Skálholti til að hugsa sinn gang og
ákveða framtíðarstefnuna undir
áhrifum og leiðsögn sr. Heimis. ' -
Eftir að Heimir og Dóra fóru frá
Skálholti hittumst við sjaldnar, en
alltaf þegar leiðir lágu saman fund-
um við einlæga vináttu og áhuga
þeirra.
Minningargreinaskrif var eitt
þeirra séríslensku fyrirbæra sem sr.
Heimir kynnti og skýrði fyrir mér og
því langar mig að minnast hans með
þessu móti. Elsku Dóra, við Kristján
sendum þér og þínum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Okkur hefur
alltaf þótt svo vænt um ykkur og þið
höfðuð mótandi áhrif á líf okka^
beggja.
Gry og Kristján Eggert.
• Fleiri minningargreinar
um Heimi Steinsson bíða birtingar
ogmunu birtast íblaðinu næstu