Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 58
58 ' FIMMTUDAGÚR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sannleikurinn um byggingarfram- kvæmdir í Reykjavík í NÝÚTKOMNU yf- irliti Byggingarfulltrú- ans í Reykjavík um byggingarframkvæmd- ir í höfuðborginni árið 1999 kemur margt afar fróðlegt í ljós. í yfirlit- ■inu eru teknar saman tölulegar upplýsingar um það sem raunveru- lega er að gerast á reyk- vískum byggingarmark- aði m.a. hvað varðar fjölda, umfang, tegundir og byggingarefni þess húsnæðis sem byggt er í Reykjavík. Óhætt er að segja að yfirlitið sýnir glöggt að mikil gróska er á reykvískum byggingarmarkaði um þessar mundir og hefur bygging- armagn í fermetrum talið aðeins einu sinni verið meira í Reykjavík síðastliðna tvo áratugi a.m.k. Uppsveifla í íbúðarhúsnæði Þá er það einkar at- hyglisvert í ljósi þeirr- ar miklu umræðu sem átt hefur sér stað um ástæður hækkandi íbúðarverðs, að fram- kvæmdir við nýtt íbúð- arhúsnæði í Reykjavík hafa sjaldan verið meiri á þessum ára- tug. Á síðasta ári voru 589 fullgerðar íbúðir í Reykjavík og hefur fjöldi þeirra vaxið jafnt og þétt allan valdatíma Reykjvíkurlistans. Árið 1994 var fjöldi fullgerðra íbúða 690 og er það í eina skiptið á þessum ára- tug sem fullgerðar íbúðir voru fleiri en á síðasta ári. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar hafna smíði á nýjum íbúðum í Reykjavik. í fyrra voru slíkar íbúðir 565 en á þessum áratug hafa þær aðeins einu sinni verið fleiri, árið 1997 þegar þær voru 611 talsins. Jöfn og stöðug uppbygging Yfirlit Byggingarfulltrúans í Reykjavík sýnir svo ekki verður um villst að stefna Reykjavíkurlistans í lóða- og byggingarmálum er að skila góðum árangri. Uppbyggingin hefur verið jöfn og stöðug og hún hefur Framkvæmdir Það er því bjart yfír byggingarmálum í borg- inni, segir Hrannar Björn Arnarson, og í þeim efnum fá böl- móðsraddir í engu breytt þeim tölulegu staðreyndum sem um sannleikann vitna. orðið án þeirrar stórfelldu skulda- söfnunar sem átti sér stað fyrr á ára- tugnum í valdatíð Sjálfstæðismanna. Mörg af eldri hverfum borgarinnar hafa á undanförnum ái-um gengið í endurnýjun lífdaga, byggðin hefur þést og styrkst og framundan er mikil uppbygging í nýjasta hverfi borgarinnar í Grafarholti. Það er því bjart yfir byggingarmálum í borg- inni og í þeim efnum fá bölmóðsradd- ir í engu breytt þeim tölulegu stað- reyndum sem um sannleikann vitna. Tafla: Sraíði íbúða 1991-199 9* Ár Fullgerðar Hafin smíði á íbúðir nýjum fbúðum 1999 589 565 1998 551 328 1997 549 611 1996 519 526 1995 450 294 1994 690 546 1993 579 373 1992 518 278 1991 527 443 * Byggt á yfirliti Byggingarfulitrúans í Reykjavík um byggingarframkvæmdir í Reykjavík 1999. Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Hrannar Björn Amarson Aðstoð til reykleysis AÐSTOÐ við fólk sem vill hætta að reykja hefur fleygt fram á undanfömum árum og fram hafa komið margvíslegar leiðir sem reynst hafa gagnlegar í baráttunni við tóbaksfíknina. Skipulögð meðferð til reykleysis er í boði á nokkrum stöðum á ís- landi. Má þar nefna Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Heilsu- stofnun Náttúrulækn- ingafélags Islands í Hveragerði, Reykja- lund og Landspítala Vífilsstöðum. Auk þessa hefur í um 10 ár verið veitt meðferð til reyk- leysis á lungna- og berklavarnar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, sem Þorsteinn Blöndal læknir hefur þróað. Byggt á meginforsend- um þeirrar meðferðar hefur Dagmar Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur þró- að frekar meðferð þá sem hér er lýst. Meðferð til reykleysis byggist á því að reykingar eru flókið fyrirbæri sem flokka má í líffræðilega, and- lega, félagslega og efnahagslega þætti. Með þessa þætti þarf að vinna saman til að árangur verði sem mest- ur. í ljós hefur komið að fæstum tekst að hætta að reykja í fyrstu til- raun og gerir fólk að meðaltali þrjár til fjórar tilraunir áður en varanleg- ur árangur næst. Hins vegar er mik- ilvægt að líta á fall í reykbindindi sem tækifæri til að læra um sjálfan sig og viðbrögð sín. Sá einstaklingur sem reynt hefur að hætta að reykja er þannig reynslunni ríkari og betur í stakk búinn til að takast á við næstu tilraun. Mikill fjöldi rannsókna hefur verið gerður á árangri meðferðarforma til reykleysis. Tilkoma nikótínlyfja olli straumhvörfum í árangri meðferðar til reykleysis og hefur nikótínlyfja- meðferð mikið verið rannsökuð. Notkun nikótínlyfja dregur úr frá- hvarfseinkennum nikótíns og vinnur jafnframt gegn þyngdaraukningu. Nikótínlyf ein og sér eru hins vegar ekki fullnægjandi. Samhliða þeim þarf einstaklingurinn að breyta hegðun, hugsun og tilfinningum og því eru heilbrigðisfræðsla, einstaklings- og hóp- ráðgjöf mikilvægir þættir meðferðar. Stuðningm- fjölskyldu og vina er einnig áhrifamikill og þarf einstaklingurinn að leita leiða til að nýta sér hann. Dagana 25.-27. maí verður haldin í Há- skólabíói alþjóðleg ráð- stefna hjúkrunarfræð- inga sem stunda rannsóknarstörf og þar verða m.a. kynntar niðurstöður Reykingar Mikilvægt er að líta á fall í reykbindindi, segir Helga Jónsdóttir, sem tækifærí til að læra um sjálfan sig og viðbrögð sín. úr rannsókn sem gerð hefur verið á ofangreindri meðferð. í rannsókn- inni var árangur meðferðararinnar borinn saman við meðferð sem veitt var á líkamsræktarstöð þar sem skipulagðri líkamsrækt var bætt við meðferðina. Þó fjöldi þátttakenda í meðferðarhópunum hafi ekki verið nægur til að niðurstöður reyndust marktækar sýndu niðurstöður að tæplega 40% þátttakenda í meðferð- inni á líkamsræktarstöðinni voru reyklaus við lok eins árs meðferðar, en rúmlega 20% í meðferðinni á heilsugæslustöðinni. Höfundur er dósent í hjúkrunar- fræði í Háskóla íslands og stoð- hjúkrunarfræðingur á Landspítala Vífilsstöðum. // Helga Jónsdóttir jvynimg 1 dag Stanislas Bohic garðhönnuður veitir ráðgjöf í timbursölu Súðarvogi 25. maí frá kl. 14-18 HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Helgi Hálfdanarson Mynsters-hugleiðingar MEÐAL þeirra íslendinga, sem búsettir voru í Danmörku á tíð Fjölnismanna, var Þorgeir Guð- mundsson prestur í Glólundi. Hann var um skeið forseti Hafnar- deildar Bókmenntafélagsins og löngum athafnasamur um íslenzk málefni. Meðal annars lét hann sig nokkru skipta hvaða erlent lestrar- efni skyldi valið til þýðingar handa íslendingum. Um þessar mundir kom út bók eftir J.P. Mynster Sjálandsbiskup og nefndist Betragtninger over de christelige Troeslærdomme. Varð sú bók afar vinsæl í Danmörku og víðar um Norðuriönd. Síra Þorgeir fékk mikinn áhuga á riti þessu og sneri sér til þeirra þriggja Fjölnis- manna sem þá voru í Kaupmanna- höfn, Brynjólfs, Jónasar og Kon- ráðs, og hvatti þá til að þýða bókina á íslenzku; það skyldi vera á hans kostnað og í hans umsjá til útgáfu. Ætla mætti að þeir félagar hafi haft nóg á sinni könnu, og ekki er með öllu ljóst hvað þeim hefur gengið til að taka þessu boði síra Þorgeirs, hvort það var öðru frem- ur áhugi á þeirri stefnu í trúmálum sem Mynster biskup boðaði, eða sí- felldur knýjandi fjárskortur, nema þeir hafi ef til vill séð sér þar leik á borði að hefja íslenzkt mál til vegs að nýju á vegum kirkjunnar. En verkið tóku þeir að sér, og þýðing þeirra kom út undir heitinu Hug- leiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar samdar af dr. J.P. Mynster, allmikið rit, hátt í 600 blaðsíður í áttablaðabroti, og stóð síra Þorgeir þar vel að öllu. Bók Mynsters hefst á orðunum Min Hu er træt, og sú saga er sögð, að þeir Jónas og Konráð hafi legið daglangt úti í skógi og brotið um það heilann, hvernig þetta skyldi hljóða á íslenzku, og undir kvöld hafi Jónas sprottið upp og sagt: Ég hef það; þetta á að vera Ond mín er þreytt. Hér á að vera fólgið það sannleikskom, að vandlega hafi verið unnið að verki þessu af þeim gæfumönnum sem komu einmitt þegar þörfin var brýnust. Þeir þremenningar virðast hafa skipt með sér verkum þannig að þeir þýddu sinn þriðjung bókarinn- ar hver. Má þá nærri geta að þeir hafa haft auga hver með annars vinnubrögðum, svo sem þein-a var vandi. Og þá var ekki að spyrja að árangrinum. í hugann kemur hið hnyttilega tilsvar Sigurðar Nor- dals, þegar hann var spurður, hvort eitthvert tiltekið orð Jónasar Hallgrímssonar væri i raun og veru íslenzka, og hann svaraði: „Það er nú svo, að það sem Jónas hefur sagt og Konráð látið gott heita, það hefur til þessa verið kall- að íslenzka." Andrés Kristjánsson hefur á góðum stað bent á þau ummæli Konráðs, að hann hafi ásamt tveimur vinum sínum íslenzkað Hugleiðingar Mynsters biskups og þýðingin orðið vinsæl á Islandi og íslenzku kirkjumáli til vegsauka. Allmikið hefur verið rætt og rit- að um þátt Fjölnismanna í því sem stundum er kallað „endurreisn ís- lenzkrar tungu“. Meðal annars hefur þýðing Jónasar á Stjömu- fræði Úrsins verið könnuð með til- liti til orðafars og nýyrða sérstak- lega, þar sem komið hefur í ljós mikilvæg orðasmíð á vettvangi raunvísinda. En þau víðtæku áhrif af ýmsu tagi, sem þeir Fjölnis- menn hafa efalaust haft á almennt íslenzkt málfar með hinni merku þýðingu sinni á Hugleiðingum Mynsters, bíða enn rækilegrar rannsóknar. Og tilgangurinn með þessum fáu línum er sá að hvetja til þess að góður fræðimaður bæti þar úr. Til fróðleiks um allt þetta efni vísast einkum til tveggja öndvegis- rita, bókar Andrésar Kristjánsson- ar, Nú heilsar þér á Hafnarslóð, og ævisögu Jónasar Hallgrímssonar eftir Pál Valsson; en hér hefur einkum verið höfð hliðsjón af þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.