Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hlustum á Samfylking’una ^ SAMFYLKINGIN hefur komið inn í landsmál og þingmál sem ábyrgt og ákveðið stjómmálafl. Það er full ástæða til þess að hlusta á hana vegna þess að vamaðarorð hennar og gagn- rýni á stjómaráform og -aðgerðir hafa í Ijósi reynslunnar átt við rök að styðjast. Sem betur fer hefur Sam- fylkingin ekki lagt stund á heims- endaspádóma eða sífelldan bölmóð, eins og stundum hendir stjómarand- stöðu, heldur gert sér far um að móta raunsæja stefnu. Erfiðar fæðingar- hríðir í stefnumótun og skipulagi hafa gert hreyfmgunni erfitt fyrir á köfl- “*am, en sú vinna sem hefur verið lögð í málin er farin að skila sér í markvissri umræðu. Skynsamleg stefna Nýkjörinn formaður Samíylking- arinnar vakti máls á því í eldhúsdags- umræðu á Alþingi að íslensk stjóm- mál hafa í allt of miklum mæli einkennst af hagsmunafrekju og hagsmunagæslu á Alþingi. Hags- munir dagsins og gærdagsins réðu of miklu. Það væri of lítið gert af því að búa í haginn fyrir framtíðina og kom- andi kynslóðir með vandaðri og ígmndaðri stefnumótun. í hverju málinu á fætur öðm sem þrýst væri með offorsi gegnum Alþingi hefði jjóvandaður málatilbúnaður komið “mönnum í koll. Þetta vom orð í tíma töluð. Samfylkingin barðist ötullega fyrir því að Fljótsdalsvirkjun yrði sett í lögformlegt um- hverfismat og að málið jrrði allt í heild undir- búið betur. í Ijós kom að umhverfisrannsókn- um á Eyjabakkasvæð- inu var ábótavant og arðsemisútreikningar stóðust ekki. Þingmenn Samfylkingarinnar höfðu rétt fyrir sér í þessu máli. Flokkurinn hefur meðal annars af þessum ástæðum lagt til að löggjafarvaldið verði styrkt gegn yfir- gangi framkvæmdavaldsins og skoða beri af alvöru hvort ráðherrar skuli einnig sitja á Alþingi. Einnig hefur formaður flokksins sjálfur lagt til að komið verði á sérstöku lagaráði sem meti það hvort lög, sem ætlunin er að afgreiða á Alþingi, standist ákvæði stj ómarskrárinnar. Vamaðarorð í tíma Forystumenn Samfylkingarinnar, m.a. þeir Össur Skarphéðinsson for- maður og Ágúst Einarsson, formaður framkvæmdastjómar flokksins, vör- uðu í kosningabaráttunni fyrir ári margsinnis við hættunni sem stöðug- leika í efnahagsmálum væri búinn vegna vaxandi við- skiptahalla og aukinnar verðbólgu. Þeir töldu að í versta falli gæti að- gerðarleysi valdið því að efnahagskerfið kynni að bresta með gengisfalli. Hér var ekki verið að halda því fram að allt væri að fara í kaldakol heldur verið að benda á að yrði ekki gripið í taumana í tíma kynni efnahagslífið að ofhitna. Seðlabankinn hefur nú staðfest að viðskipta- hallinn sé kominn í 7% af þjóðartekjum og stefni í 8%. Miðsjóm ASÍ telur að efnahagsstefna stjóm- valda sé að setja kjarasamninga í uppnám og að vera kunni að samn- ingum, sem gerðir hafa verið til meira en þriggja ára, verði sagt upp þegar að ári. 6,9% verðbólga á síðustu 12 ár- um og sex mánaða verðbólguhraði uppá 5,3% sé úr takti við ástandið í í helstu viðskiptalöndunum svo og meginmarkmið og forsendur kjara- samninga sem blekið er varla þomað á. Össur Skarphéðinsson benti á í út- varpsumræðunni að hækkun verð- bólgu úr 2 í 6% fæli í sér þungar byrð- ar fyrir launafólk, byrðar sem leggjast með meiri þunga á lágtekju- fólk, þar með talda öryrkja og elli- Stjórnmál Vönduð stefnumótun er farin að skila sér, segir Katrín Júlíus- dóttir, í starfsstíl og afstöðu flokksins. lífeyrisþega, en aðra hópa vegna þess að hvorki skattleysismörk né pers- ónuafsláttur verja það gegn verð- bólgunni. Allt er því komið fram í efnahagsmálum sem Samfylkingin varaði sérstaklega við fyrir síðustu kosningar. Innri styrkur Samfylkingunni hefur tekist það sem engum stjómmálaflokki hefur hingað tii auðnast, það er að vera ein- huga um stefnu í sjávarútvegsmálum. Flokkurinn vill taka 10% af heildar- kvótanum á hveiju ári, setja á mark- að, og láta hann mynda verðið. Þessi stefna tryggir að okkar mati endur- nýjun í sjávarútvegi og möguleika fyrir byggðir landsins til þess að efl- ast á ný. Okkar stefna byggist á afla- markskerfinu en tryggir jafnframt jafnræði allra varðandi aðgang að veiðum. Þessi einhugur um sjávarút- Katrín Júlíusdóttir vegsstefhuna er afrakstur stefnumót- unarvinnu þar sem fjölgmargir hafa lagst á árar. Það sýnir innri styrk Samfylkingarinnar að hafa tekist á við þetta erfiða verkefni, sem hefur reynst öðmm flokkum og sjóaðri of- viða, og lokið því með góðum árangri. Samkvæmni í áherslum Á síðustu dögum þingsins gagn- rýndi Samfylkingin réttilega hrað- soðið frumvarp um afnám skattfrelsis forseta íslands á þeirri forsendu að skoða þyrfti heildaráhrif þess í þjóð- félaginu áður en slík breyting yrði samþykkt, m.a. áhrif á launaþróun hjá æðstu embættismönnum ríkisins og þingmönnum sjálfum. Þar var flokkurinn sjálfum sér samkvæmur í áherslu sinni á vönduð vinnubrögð í þinginu. Hins vegar er vandséð að meirihlutinn, sem frumvarpið sam- þykkti að næturlagi sem afmælisgjöf til forsetans, geti orðið sjálfum sér samkvæmur í frekari afnámi skatt- fríðinda og forréttinda í samfélagi okkar. Það mun koma honum í koll á síðari stigum. Eg hvet þingmenn Samfylkingar- innar eindregið til þess að halda áfram að leggja áherslu á vandaða stefnumótun á þingi, enda mun unga fólkið sem er að alast upp {landinu gera auknar kröfur um vönduð vinnu- brögð til þings og ráðamanna. Sam- fylkingin á framtíðina fyrir sér og á hana er vert að hlusta, eins og þau dæmi sanna sem hér hafa verið rakin. Höfundur er varaformaður Ungrajafnaðarmanna. ÞEGAR Þjóðmenningarhúsið var opnað sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra m.a.: „Það sem áður var lokaður heimur fárra lýkst nú upp landsmönnum öllum til ánægju.“ Er hann að gefa hér í skyn, að jafnopin- berar stofnanir og Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn Islands hafi verið einskonar leynifélög í líkingu við Frímúrara- eða Oddfellowregluna, sem ætti reyndar að heita „Furðu- fuglareglan" á íslensku? Ég veit ekki hvað ykkur, lesendur góðir, finnst um þessi ummæli, en mér réttum og -^jeléttum starfsmanni Landsbóka- safnsins í áratugi er hins vegar gjör- samlega fyrirmunað að skilja hvert maðurinn er að fara. Ekki ber á öðru en heilafrumurnar í kollinum á hon- um hafi hlaupið í baklás rétt einu sinni enn. Dyr Safnahússins hafa að því er ég best veit ávallt staðið öllúm opnar og enginn gestur krafinn um aðgangseyri eins og nú er gert. Full- yrðing forsætisráðherra um að fáir hafi lagt leið sína á söfnin fær engan veginn staðist, er satt að segja alveg út í hött, enda hafa gestabækur beggja safnanna allt aðra sögu að segja. Ekki er ég alveg viss um að Þjóð- menningarhúsið verði landsmönnum ^öllum til ánægju eins og forsætis- ráðherra orðar það og ennfremur að þeir verði þægilega hissa á því og því sem það hýsir. Sá sem þetta ritar er til að mynda ekki beinlínis hrifinn af þeim skemmdarverkum sem unnin hafa verið á risi hússins. Hver ber ábyrgð á því að allur fallegi súðar- panillinn, sem Þjóðminjasafnið var klætt með, var fjarlægður og rifinn? Arkitektinn eða hússtjórnin? Eða bera þau sameiginlega ábyrgð á því? Lagði húsfriðunamefnd blessun sína yfir þá hæpnu framkvæmd? Hvers vegna var byrgt fyrir alla þakgluggana? Þoldi þetta myrkraverk ef til vill ekki ljós dagsins? Auk rissins varð skrifstofa Matthíasar Þórðarsonar, þjóð- minjavarðar, einnig fyr- ir barðinu á þessum framtakssömu umtum- unar- eða niðurrifs- mönnum. Þar fékk allt að fjúka eins og einskis nýtt drasl, bókahillur ásamt palli með tré- skurði eftir Ríkharð Jónsson. í fyrirsögninni stendur að húsið sé nú komið í hendur manna með litla sál og mislita samvisku. Sýna ekki dæmin um vanhugsuð verk þeirra, sem hafa verið gerð að umræðuefni hér að framan, að þeir em menn lítilla sæva og lítilla sanda og með samvisku sem mætti sannar- lega vera betri. Skyldi nokkuð vera hæft í því, að Safnahúsið gamla sé á góðri leið með að komast í klæmar á fallegasta og frægasta ránfugli Islands, þ.e.a.s. sjálfum fálka Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst víst hreiðra þar um sig til frambúðar? Safnahúsið má svo sannarlega muna sinn fífil fegri ef fyrir því á að liggja að verða fundar- staður (ekki vantar fundarsalina í húsið), já, fundarstaður fyrir sjálf- stæðismenn í miðbænum eða vett- vangur fyrir ötula frjálshyggju- menn, sem vaða nú uppi og virðast öllu vilja ráða. Vonandi verður þó ekki gengið svo langt að festa mynd af fuglinum framan á húsið. Yfirráð sjálfstæðismanna yfir Safnahúsinu voru svo kyrfilega undirstrikuð með því að leyfa einungis sanntrúuðum flokksmönnum að stíga í pontu á sjálfan vígsludaginn. Verst af öllu er þó, að fæstir munu átta sig fyllilega á því, hvaða menningarhlut- verki svokallað Þjóð- menningarhús á í rauninni að gegna. Margir hallast að þeirri skoðun, að það sé lítið meira og merkilegra en léleg vasaútgáfa af Þjóð- minjasafninu. Hér hafa því miður átt sér stað alvarleg mistök sem seint munu gleymast. Það fór alveg eins og mig grunaði; eintómt prjál, tildur og hé- gómi. Mér er nú spurn svona í fram- hjáhlaupi hvort Miðhúsasilfrið hefði ekki sómt sér einkarvel í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Ætla má, að Davíð Oddsson hafi valið Safnahúsinu þetta vafasama hlutverk, þar sem ráðuneyti hans hafði veg og vanda af verkinu. Nú þótti engin ástæða til að skera fjár- veitingar til franikvæmdanna við nögl. Landsbókasafn Islands og Há- skólabókasafnið mæta hins vegar litlum sem engum skilningi hjá stjómvöldum og verða að búa við sama fjársveltið og endranær. Kjör þeirra sem minnst mega sín i þjóðfé- laginu verða krappari og krappari með hverjum degi. Á meðan góð- borgarar og aðrir burgeisar lifa praktuglega í vellystingum lepja smælingjarnir, eða réttara sagt þrælamir, ásamt öldraðum og ör- yrkjum, dauðann úr skel. Fijáls- hyggjumenn og aðrir forhertir kapitalistar með Davíð Oddsson í Þjóðmenningarhús Eftir á að hyggja átti aldrei að láta Lands- bókasafnið flytja burt úr Safnahúsinu, segir Halldór Þorsteinsson, þótt stofnunin færði verulega út kvíarnar, enda kom svo að segja þegar í stað í ljós að Þjóðarbókhlöðunni var búinn of þröngur stakkur. fararbroddi gætu ef til vill gert eftir- farandi setningu að einkunnarorðum sínum: Ekki skaltu elska náungann eins og sjálfan þig, síst af öllu ef hann skyldi vera eftirlaunamaður eða öryrki. Af ræðum forsætisráðherra og skrifum má ráða að hann ber litla sem enga virðingu fyrir skoðunum annarra, síst af öllu skoðunum sauð- svarts almúgans, sem að hans dómi er svo skyni skroppinn að ekki tekur nokkra tali og kemur það sér í raun- inni einkanlega vel fyrir hann sjálf- an, vegna þess að væra menn vitrari myndu þeir öragglega ekki kjósa hann. Forsætisráðherra vor, upp- lýsti einvaldurinn sem þolir gagn- rýni álíka vel og köttur kalt vatn, er fyrir langalöngu orðinn lands- ef ekki heimsfrægur fyrir gönuhlaup sín, sem ekki er nokkur leið að koma tölu á. Þrátt fyrir þau má þó heita lygflegt, hversu margir fylgja for- ingjanum gegnum þykkt og þunnt, sama hvort hann veifar réttu tré eða röngu, en á því síðarnefnda virðist hann hafa fengið alveg sérstakar mætur á síðustu mánuðum. Enginn er honum flinkari og færari að hopa af hólmi, þegar andstæðingar hans á Alþingi gerast svo ósvífnir að leggja fyrir hann óþægilegar spurningai-. Hver kann betur en hann að kveða í kútinn og tukta til öryrkja, þessa dæmalausu frekjuhunda, sem era sýknt og heilagt með eitthvað múð- ur? Tungan í þeim væri betur lömuð, auk þess sem óskandi væri, að þeir væra allir óskrifándi, þá hefði maður loksins einhvern frið fyrir þeim. Stærsti gallinn við Davíð Oddsson sem forsætisráðherra er sá að hann hefur aldrei nokkum tíma hugsað um hvað væri þjóðinni fyrir bestu heldur aðeins hvað hentaði forrétt- indastéttinni og hagsmunum hennar best. Hér verður ekki farið nánar út í þá sálma enda munu víst flestir kunna þá utanað. Lesendum hlýtur að vera orðið það fyrir löngu ljóst, að undirritaður hefur lítið álit á forsætisráðherra voram, Davíð Oddssyni, enda hefur hann ekki farið leynt með það. En hitt vita þeir áreiðanlega ekki, að þótt ég hafl lítið álit á honum, þá hef ég langtum minna álit á fólki eins og t.d. launamönnum, sérstaklega lág- launamönnum og öldraðum sem kjósa hann enn. Guð fyrirgefi þeim, þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Að lokum aðeins ein stutt athuga- semd. Eftir á að hyggja átti aldrei að láta Landsbókasafnið flytja burt úr Safnahúsinu, þótt stofnunin færði veralega út kvíamar, enda kom svo að segja þegar í stað í Ijós, að Þjóð- arbókhlöðunni var búinn of þröngur stakkur. Vinur minn, Hörður Ágústsson, sem ég hitti nýlega, sagðist hafa bent dr. Finnboga Guð- mundssyni landsbókaverði á þetta á sínum tíma. Það er kunnara en frá þurfi að segja að bamið stækkar en brókin ekki. Menn hefðu betur farið að ráðum Harðar. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. „Hús með sál og góða samvisku“ í höndum manna með litla sál og mislita samvisku Halldór Þorsteinsson ■SUhWRBteiSTSWTa- ÚLFLJÓTSVATNI UTILIFS- OG ÆVINTYRANAMSKEIÐ MORG NAMSKEIÐ ERU AÐ FYLLAST! Innritun stendur yfir f Skátahúsinu Snorrabraut f síma 5621390
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.