Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 61

Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 61 UMRÆÐAN V esturlandsvegur tvöfaldaður EITT AF lokaverkefnum Al- þingis á þessu vori var að afgreiða vegaáætlun fyrir árin 2000 til 2004. í þessari nýju vegaáætlun eru fjárframlög til vegamála aukin verulega og mun um 60 milljörðum króna verða varið til vegafram- kvæmda í landinu á næstu fímm árum. Á þessu tímabili munu margar þýðingarmiklar fram- kvæmdir líta dagsins ljós, þar á meðal tvöföldun rúmlega þriggja fyrir árin 2000-2004 verði lagt fram fé til þess að tvöfalda Vestur- landsveginn að Mosfellsbæ. Sjálf- stæðismenn hafa haldið málinu vakandi með blaðaskrifum, viðtöl- um við þingmenn og ráðherra, með félagsfundi Sjálfstæðisfélagsins með samgönguráðherra, með fjöl- mennum almennum borgarafundi o.s.frv. Nú hefur þessi vinna borið árangur. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, og samgöngu- nefnd Alþingis sýndu vasklega framgöngu í tillögugerð sinni til Alþingis og nú sjá Mosfellingar fram á að ósk þeirra um bættar samgöngur verði uppfyllt. Ástæða er til að þakka þingmönnum Reykjaneskjördæmis fyrir öflugan stuðning við málið. Höfundur situr { bæjarstjöm Mosfellsbæjar. /TIGIX SLATTUVELAR Utsölustaðir um allt land Notendavænar Margar gerðir Landsþekkt varahlutaþjónusta VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 Hákon Björnsson Vegaáætlun Nú sjá Mosfellingar fram á, segir Hákon Björnsson, að ósk þeirra um bættar samgöngur verði uppfyllt. kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Mosfellsbæjar og Reykja- víkur á árunum 2003 og 2004, mis- læg gatnamót Víkurvegar og Vest- urlandsvegar árið 2001 og ný gatnamót Baugshlíðar og Skar- hólabrautar í Mosfellsbæ við Vest- urlandsveg árið 2001. Allar þessar framkvæmdir eru Mosfellingum mikið fagnaðarefni. Tvöföldun Vesturlandsvegarins á umræddum kafla hefur ekki ver- ið á vegaáætlun fyrr, en í ljósi ört vaxandi umferðar um veginn á undanförnum árum og í ljósi fyrir- sjáanlegrar umferðaraukningar á næstu árum mátti ákvörðun um þessa framkvæmd ekki seinni vera. Sumarið 1997 fóru um 14.000 bílar að meðaltali á dag um þenn- an veg en sumarið 1999 hafði fjöldi bíla sem fór um veginn daglega aukist í 17.328 bfla að meðaltali. Aukningin nam því 23,6% á tveim- ur árum. Reikna má með að um- ferðin um Vesturlandsveg eigi eft- ir að aukast enn frekar á komandi árum, einkum þegar höfð er í huga ört vaxandi byggð í Mosfellsbæ, stórfelld uppbygging íbúðabyggð- ar í Grafarholti, sem er í næsta ná- grenni við Mosfellsbæ, og stöðug aukning umferðar með tilkomu Hvalfjarðarganga. Ef umferð eykst um 6% á ári fram til ársins 2004, þegar tvöföldun vegarins er lokið, munu um 23.200 bílar fara um veginn að meðaltali á dag. Áætluð 6% aukning er mjög var- færnisleg miðað við að á undan- förnum árum hefur umferðin um ! veginn aukist um 11-12% á ári. Til samanburðar við þessa miklu um- ferð um Vesturlandsveg má nefna að um Vesturlandsveg á Kjalar- nesi fóru árið 1999 um 4200 bílar að meðaltali á dag. Það hefur kom- ið fram hjá fulltrúum Vegagerðar- innar að þegar umferð um tiltek- inn veg hefur náð 17-18.000 bílum að meðaltali á dag beri tveggja akreina vegur ekki lengur umferð- ina og því mikilvægt að byggja fögurra akreina veg. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ hafa unnið markvisst að því að afla því fylgi meðal alþingismanna og ráðherra að við gerð vegaáætlunar + LauraStar >? Gufustraujárn með qufuþrýstinqi Tækni atvinnumannsins fyrir heimili Sölustadir: Leikandi létt með LauraStar. Gufuþrýstingurinn sér um að afkrumpa efnið. Krumpur og óvelkomin brot hverfa strax og þú getur sparað þér margar ferðir í hreinsun. Frábært fyrir viðkvæm efni. Teflonbotninn (pressustykk- ið) kemur í veg fyrir að dökk efni og gerfiefni glansi. Hægt er að strauja áprentuð efni án þess að eiga á hættu að þau bráðni. LauraStar Compact - ailt á sama stað. Straujárni og snúru er haganlega fyrirkomið í hólfi undir strauborðinu. Hólfinu er auðveldlega lokað með þvf að ýta létt á það. LauraStar Maqic Með sogi sem heidur flíkinni á borðinu og sogar rakann úr henni. Með blæstri sem lætur flíkina fljóta á borðinu um leið og þú afkrumpar. LauraStar Magic kr. 69.300 Eins auðvelt og A-B-C. Boröið er auðveldlega lagt saman, tekur mjög lítið pláss og strau- járnið geymist í borðinu. LauraStar Compact kr. 48.100 Skipholti 5 - 105 Reykjavík - Sími 511 4100 Alþjóða vcrslimarfclagið elif. Léttir þrýstingnum af þér.... Þrýstingurinn í þurrgufunni fer f gegnum efnið og sléttir úr efnisþráðunum án þess að þú þurfir að beita nokkrum kröftum. LauraStar er létt og meðfærilegt og með LauraStar ertu fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Fyrir rétthenta oq örvhenta. SwitchStar rofinn gerir það að verkum að auðveldara er að strauja með hvorri hendinni sem er. Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi - Siemens búðin Akureyri - KASK byggingavörur Höfn - Árvirkinn Selfossi - Reynistaður Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.