Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Afmælisgjöf
Nýjasti kaupaukinn frá Clinique er hér
í tilefni af 10 ára afmæli Snyrtistofunnar Ágústu bjóðum við þér að koma og fá sex
af mestu notuðu og vinsælustu Clinique förðunar- og húðvörunum. Allt í handhægri
snyrtitösku sem hægt er að taka með sér hvert sem er. Þessi taska er þín án endur-
gjalds ef keyptar eru Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira.
Gjöfin þín inniheldur: Dramatically Different Moisturazing Lotion, Turnaround
krem, Stay the Day augnskuggatvenna í Buttercream/ Lemongrass, Long last Lipstik í
Baby Kiss, Longstemmed Lashes maskari í svörtu. Ein gjöf fyrir hvern viðskiptavin
meðan birgðir endast. Þú verður að drífa þig.
Clinique.
Ofnæmisprófoð. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com
Ráðgjafi verður á staðnum
25. og 26. maí
frókl. 14-18
HAFNARSTRÆTI 5
101 REVKJAVÍK
S i M I 5 5 2 9 0 7
I
Magt
myrkranna
ENN á ný hafa for-
svarsmenn Svína-
vatnshrepps í Austur-
Húnavatnssýslu
auglýst skipulagstil-
lögur sínar fyrir
Hveravallasvæðið, þar
sem þeir teljast hafa
skipulagsvald sam-
kvæmt hæpnum laga-
bókstaf; er deildi há-
lendi Islands upp í
fjölmargar ólánlegar
skákir í stað stórra
skipulagsheilda, sem
flestir dómbærir menn
töldu hins vegar og
telja enn að hefði verið
hin eina rétta lausn.
Að sjálfsögðu hafa Svínvetningar
áður orðið að draga misheppnaðar
skipulagstillögur sínar til baka í
kjölfar úrskurða æðri stjórnvalda,
en nú eru tillögurnar enn á ferð-
inni, haldnar sömu meginágöllum
og fyrr, en þó sigurstranglegar í
skjóli fyrrnefndra ólaga.
Vart ætti að þurfa að rifja upp þá
öldu mótmæla, sem reis í þjóðfélag-
inu þegar hinar hrikalegu skipu-
lagstillögur Svínvetninga, sem ætl-
að var að ná yfir þennan viðkvæma,
fagra og kunna stað í hjarta öræf-
anna, litu fyrst dagsins ljós fyrir
nokkrum árum. Einn þáttur þess-
ara tillagna beindist að því að út-
rýma, með fullri hörku, litlum og
látlausum en þó notadrjúgum skál-
um Ferðafélags íslands, sem
byggðir voru í fórnfúsu sjálfboða-
starfi. Hafa þeir ferðamannaskálar
staðið á þessum slóðum Fjalla-Ey-
vindar í langan tíma og gagnast
mörgum manninum, innlendum sem
erlendum. Þess i stað skyldu, sam-
kvæmt skipulagstillögunum, koma
stórbyggingar í eigu skipuleggjend-
anna sjálfra, Svínvetninga.
Þær fyrirætlanir Svínvetninga,
sem beinlínis vega að Ferðafélaginu
og um leið þeim þúsundum manna
um allt land, sem þar eiga féiags-
aðild, eru vissulega afar ámælis-
verðar og hefur þeim
að sjálfsögðu verið
mótmælt kröftuglega
við mörg tækifæri.
Svo sem vænta
mátti samþykkti al-
mennur félagsfundur í
Ferðafélagi Islands, er
haldinn var 24. janúar
1996, harðorð og
rökstudd mótmæli
gegn þessum skipulag-
stillögum Svínvetn-
inga, og stendm’ sú
ályktun félagsins enn
óhögguð. Hins skyldi
þó ekki síður minnst,
að fjölmörg almanna-
samtök önnur, sem
láta sig varða útiveru og ferðalög,
ásamt opinberum stofnunum, svo
sem Náttúruverndarráði og Ferða-
málaráði íslands, komu á framfæri
Hálendið
Þær fyrirætlanir Svín-
vetninga, segir Páll Sig-
urðsson, sem beinlínis
vega að Ferðafélaginu
og um leið þeim þúsund-
um manna um allt land,
sem þar eiga félags-
aðild, eru vissulega afar
ámælisverðar.
eindregnum mótmælum gegn þess-
um fyrirætlunum skipuleggjend-
anna og með ærnum rökum. Var
þar fyrst og fremst horft til þess
stórfellda umhverfistjóns, sem óhjá-
kvæmilega mun hljótast af þessum
grófu og tröllauknu byggingum á
Hveravöllum, en þar í felst megin-
ágalli skipulagstillagnanna. í rit-
stjómargreinum stærstu dagblað-
anna var einnig tekið kröftuglega
og drengilega undir þessi mótmæli
umhversisverndarmanna. I fjölmið-
lum var jafnvel talað um „umhverf-
isslys“, sem í vændum væri.
Skipuleggjendurnir hafa hins
vegar hundsað öll þessi mótmæli og
fara þeir sínu fram í andstöðu við
flesta þá, sem láta sig umhverfismál
varða. Hugmyndir þeirra um stór-
rekstur í svonefndri Svínvetninga-
búð á Hveravöllum hafa frá upphafi
byggst á röngum skilningi á þörfum
og óskum ferðamanna, sem um há-
lendið fara, og á fullkomnu, en að
vísu ekki óvæntu, skilningsleysi á
náttúruvemd. Þar ráða ferðinni
blind, grimm og myrk öfl, knúin
fram af taumlausum félosta eða
„fíkn til gjaldsins", en sú girnd
byggist þó einnig á misskilningi í
þessu tilviki, þ.e. á röngum vænt-
Páll
Sigurðsson
ingum um fljóttekinn stórgróða af
verslunarstarfsemi í óbyggðum.
Alkunna er, að Svínvetningar
hyggjast kosta stórframkvæmdir
sínar af sjóði þeim, er þessu nafn-
kunna fámennissveitarfélagi
áskotnaðist af almannafé, nánar til-
tekið frá Landsvirkjun, í tengslum
við virkjun Blöndu á sínum tíma.
Með þeim hætti ætlast forsvars-
menn hreppsins í reynd til þess, að
fyrrnefnt fjárframlag frá
Landsvirkjun, sem er í eigu ís-
lenska ríkisins og tveggja stærstu
sveitarfélaga landsins, muni að lok-
um standa undir byggingarkostnaði
við stórhýsið eða stórhýsin á
Hveravöllum, eftir því sem
„Blöndubótasjóðurinn“ endist - og
telja þó sumir, að Byggðastofnun sé
síðan ætlað að hlaupa undir bagga
ef þurrð verður í þeim sjóði áður en
framkvæmdum verður lokið að
fullu.
Svínvetningar hafa vissulega rek-
ið ferðamannaþjónustu að sumar-
lagi í miklum og vönduðum húsum,
sem Landsvirkjun kostaði og
byggði fyrir þá í námunda við
Afangafell við Blöndulónin. Standa
þær byggingar á gamalgróinni
torfu, en eigi fjarri hefur
Landsvirkjun hins vegar, eins og
alkunnugt er, stundað - og stundar
enn - stórfellda uppgræðslu á
ósjálfbærum landflæmum („sáð-
lendum eilífðarinnar“) samkvæmt
hrapallegum samningsskuldbind-
ingum við Svínvetninga. Mun sú só-
un á almannafé vara um alla fram-
tíð ef lagaúrræðum, sem vissulega
eru tiltæk, verður ekki beitt til
vamar. Ekki er vitað til þess, að
ferðamannaþjónustan við Afanga-
fell hafi orðið sveitarfélaginu til
mikilla hagsbóta og ætti það að
vera Svínvetnmgum áminning um,
hversu lítillar arðsemi má, í raun
réttri, vænta af aðstoð með þessu
sniði við ferðamenn í óbyggðum -
og það enda þótt öll aðstaða til
þjónustunnar hafi verið kostuð af
almannafé eins og þar á við.
Þess er að vænta, að brátt muni
skipulagstillögur Svínvetninga fyrir
Hveravelli hljóta endanlegt sam-
þykki æðri stjórnvalda, þrátt fyrir
öll þau mótmæli og röksemdir, sem
komið hafa fram frá fjölmörgum
umhverfisvinum á liðnum árum, allt
frá því að tillögurnar litu fyrst
dagsins ljós. Ef allt fer sem horfir
verður almannafé notað, með sérk-
ennilegum hætti, til skaðlegra
byggingarframkvæmda, og þær
byggingar munu síðan hýsa. stór-
rekstur, sem barinn verður áfram í
trássi við markaðslögmál jafnt sem
við umhverfið - og í hróplegri and-
stöðu við óskir mikils meirihluta
þjóðarinnar um vemdun hálendis-
ins. Sú umræða, sem fram hefur
farið um umhverfismál og þörf á
aukinni náttúruvernd hér á landi
hin síðari misserin, hefur bersýni-
lega farið framhjá þeim, er ferðinni
ráða í skipulags- og byggingarmál-
um Svínavatnshrepps - þeir heyra
ekki raddir umhverfísverndar-
manna og skilja ekki ákall tímans.
Höfundur er prófessor við
Háskóla fslamls.
m
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR
ATVINNULÍFSINS
ímpra
PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
frumkvfiðla og fyrlrt»k]a
Kaklnahottl, 112 Raykjavik
Hvernig gengur rekstur fyrirtœkisins?
Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtœkja kynnir verkefni Nýsköpunarsjóðs Skrefi framar^m er œtiað 0ð
auðvelda stjórnendum minni fyrirtœkja (ör- og sprotafyrirtœkja) að afla sér utanaðkomandi róðgjafar til að bœta afkomu og stjórnun
fyrirtœkjanna og auka veltu þeirra og arðsemi. Verkefnið felur í sér rdðgjöf við rekstrarúttekt og gerð stöðumats d fyrirtœkinu
annars vegar og leiðbeinandi rdðgjöf hins vegar.
Skrefi framar:
% er opið fyrirtœkjum í öllum starfsgreinum,
* aðstoðar stjórnendur við val d rdðgjöf og rdðgjöfum,
* veitir aðhald meðan d rdðgjöf stendur til að hún skili tilœtluðum drangri,
* styrkir hluta rdðgjafarkostnaðar.
Ndnari upplýsingar er að finna hjd Ernu Reynisdóttur, verkefnisstjóra, Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtœkja d
Iðntœknistofnun í scma 570 7100 / 570 7268 eða d netslóð verkefnisins www.impra.is/skrefiframcH*. Þar er einnig umsóknareyðublað
vegna verkefnisins. Með umsókninni skal fylgja drsreikningur síðasta árs. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2000.