Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ringulreið í Þingholtunum
KVIKMYNDIR
Háskðlabfð, Bfðhö11 -
in, \ v j ii Bfð Kef lavík,
ÍVýja Bíð Akureyri
101 REYKJAVÍK
★ ★ ★
Leikstjóri Baltasar Kormákur.
Handrit Baltasar Kormákur, byggft
á samnefndri skáldsögu Hallgríms
Helgasonar. Tónskáld Damon Al-
barn, Einar Örn Benediktsson.
Kvikmyndatökustjóri Peter Steug-
er. Leikmyndahönnuður Arni Páll
Jóhannsson. Hljóð Kjartan Kjart-
ansson. Aðalleikendur Vietoria
Abril, Hilmir Snær Guðnason,
Hanna María Karlsdóttir, Baltasar
Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson,
Þrúður Vilhjálmsdóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson, Eyvindur Er-
lendsson, Halldóra Björnsdóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Edda Heiðrún
Backman, Gunnar Eyjólfsson, Pét-
ur Einarsson. Lengd 93 mín.
Framleiðandi 101 Reykjavík ehf.
Árgerð 2000.
SVÖRT tragikómedía, geggjaður
kynlífsfarsi, ástarsaga úr borgarfiiT-
ingunni, 101 Reykjavík á sér margar
skilgreiningar, flestar spaugilegar.
Þegar upp er staðið er grínið sterk-
asti þátturinn. Myndin gerist í núinu
í hinu gamla hjarta borgarinnar,
einkum í næturlífinu, þar sem hjart-
slátturinn er hvað hraðastur - á
orkuveitunni Kaffibarnum.
Önnur aðalpersónan, Hlynur
(Hilmir Snær Guðnason), er upp-
alinn á þessu ágæta svæði, þekkir
ekki annað og vill það ekki. I hans
augum er Grafarvogurinn úti á landi.
Ekkert venjulegur mað-
ur, Hlynur, einhver
mundi kalla hann guðs-
volaðan eymingja. Og
undarlega að honum
staðið: Faðirínn róni
(Eyvindur Erlendsson),
móðirin lesbía (Hanna
María Karlsdóttir). Árín
farin að nálgast þriðja
tuginn, hann enn í móð-
urgarði, letiblóð á at-
vinnuleysisbótum, liggj-
andi í klámsíðum á
netinu, keðjureykandi,
að skemmta sér þá hann
á fyrir því, dauðskelkað-
ur við ábyrgð og alvöru
lífsins. Finnst gott að
sofa hjá en forðast að sjá hjásvæf-
urnar í morgunsárið, hvað þá heldur
meira. Liggur þó um sinn undir
ásökunum um að hafa gert barn með
stúlkunni Hófí (Þun'ður Vilhjálms-
dóttir).
Sem hann kúrir, alsæll, undir pils-
faldi mömmu, kemur þriðji einstak-
lingurinn inní litlu veraldarboruna í
Þingholtunum. Flamenco kennarinn
Lola (Victoria Abril), vinkona
mömmunnar og elskhugi, sem kem-
ur í ljós er hún drífur sig útúr skápn-
um. Það breytir engu um að Lola
rennir hýru auga til folans, sem virð-
ist engin bótaþegi í ráminu.
Aðstæðurnar eru því meira en lítið
kúnstugar, nánast illútskýranlegar.
Baltasar Kormákur hefur samið
þetta fína handrit uppúr bók Hall-
gríms Helgasonar, bæði á íslensku
og öll samtölin þar _sem Lóla kemur
við sögu, á ensku. Eg hef ekki lesið
bókina og get því ekki borið hana
saman við handritið, það skiptir
heldur ekki máli, aðalatriðið er að
það er bæði ijyndið,
tragískt, geggjað og
orðheppið. Helstu gall-
ana að finna á alvarlegri
flötunum, líkt og minn-
ingum Hlyns um föður
sinn og Hófíarkaflinn er
endasleppur og virkar
ósannfærandi. Aðal-
persónumar vel mótað-
ar, tungutakið eðlilegt,
hvort sem um er að
ræða viðskipti Kaffi-
barsliðsins, heimiliseij-
urnar eða enskuna í
kringum Lólu, sem er
skondin. Þrátt íyrir sína
galla er þetta frekar
heillandi fólk, á mörkum
skáldskapar og raunveruleika. Pers-
ónurnar og sagan sköpuð af mönnum
sem þekkja þetta umhverfi af eigin
raun og hafa burði til þess að koma
því til skila. Ég er á því að Baltasar
og Hallgrímur dragi upp nokkuð trú-
verðuga mynd af borgarfirringu
unga fólksins, ekki síst á næturgöltr-
inu, þótt sú mynd sé ótæpilega
krydduð með ýkjum og makalausum
ástamálum. Þeir hafa verið þama,
eru húmoristar og sögumenn.
Myndin skilur ekki eftir sig djúp
spor enda örugglega ekki meiningin,
en stendur fyrir sínu. 101 Reykjavík
er bráðhress afþreying, léttgeggjuð,
gamansöm og í flesta staði vel gerð.
Þarf maður að biðja um meira? Að
einu leyti virðist hún þó skara fram-
úr flestum öðrum íslenskum kvik-
myndum; það er ekki aðeins á færi
Islendinga að njóta hennar, aðrar
þjóðir eiga skilja hana engu síður.
Hefur kosti sem gætu skapað henni
vinsældir annars staðar en hér í
þingholtum veraldar. Ástarþríhyrn-
ingurinn er með þeim yndislegu
ósköpum að hann á skilið að vekja al-
þjóðaathygli, lúðar einsog Hlynur og
það umhverfi og félagsskapur sem
hann velur sér er óskorðaðir af
landamærum. Hispursleysið, óttinn
við ábyrgð og fullorðinsárin, viðhorf-
ið til barneigna, allt eru þetta al-
kunnar þrautir og pína, landlægur
hvar sem er. Þá er eitt borðliggjandi,
alþjóðlegt tromp með í spilinu, sú
magnaða og kynþokkafulla Victoria
Abril. Hún heillaði mann upp úr
skónum á háu hælunum sínum fyrir
tæpum áratug og gerir enn og hefur
staðið síðan framarlega í hópi
evrópskra leikkvenna. Hún er annar
burðarásinn í 101 og glæðir persónu
Lólu (gott nafn) skeleggri kynorku,
húmor og tilfinningu.
Hinn póllinn, Hilmir Snær, er í
erfiðu hlutverki heldur neikvæðrar
persónu, þannig samansettri að hún
er ekki trúverðug. Hilmir Snær er
einnig full brattur og vel á sig kom-
inn til að passa kórrétt í ímyndina en
skilar Hlyni frá sér á vel viðunandi
og kómískan hátt. Hanna María
Karlsdóttir er í vanþakklátu hlut-
verki þriðju fiðlu og er dálítið utan-
gátta. Baltasar Kormákur kann sína
rullu utanað og þá er fima kraftur í
mörgum aukaleikurunum, ekki síst
stúlkunni í samfarasenunni þar sem
Hlynur gerist óboðinn áhorfandi.
Það er eitt safaríkra atriða (af öðrum
má nefna uppistandið við stöðu-
mælavörðinn, deiluna við embættis-
manninn á atvinnuleysisskrifstof-
unni, jólaboðið í Grafarvoginum),
lýtalaust leikstýrðra, skrifaðra og
leikinna sem lyfta 101 langt upp yfir
meðallagið.
Sæbjörn Valdimarsson
Baltasar
Kormákur
/íJ/.'VD'
HAND
REPAIR
Þýskar förðunarvörur
IRilND = hlEHD
Með því að nota 7»?í/VÐ naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo
þær hvorki klofna né brotna.
1 ~ teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTOK GÆÐAVARA
Fást í apótekum og snyrti- L
vöruverslunum um land allt.
Ath. naglalökk frá 7/?/.\ð fást í tveimur stærðum
Vor naglalökkin eru komin í 6 nýjum bláum litum
Ekta augnahára- og augnabrúnalitur,
er samanstendur af litakremi og geli
sem blandast saman, allt í einum
pakka. Mjög auðveldur í notkun,
fæst í þremur litum og gefur frábær-
an árangur. Hver pakki dugir í 20
litanir.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari), Þessi (svarti) gamli
góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum
Frábærar vörur á frábæru verði
Vatnsþynnanlegt vax- og
hitatæki til háreyðingar. Vaxið
má einnig hita í örbylgjuofni.
Einnig háreyðingarkrem,
„roll-on“ eða borið á með
spaða frá
byly
Laboratorios byly, S.A.
Útsölustaöír Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek,
Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1,
Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauöárkróks Apótek, Stykkishólms
Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi.
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
Hallgrímskirkja
Mótetta Bachs
við guðsþjónustu
í DAG kl. 17, verður í
fjórða sinn efnt til
tónlistarguðsþjónustu
í Hallgrímskirkju
hinu mikla Bach-ári
2000, þegar 250. ár-
tíðar tónskáldsins er
minnst. Að þessu sinni
verður ein af mótett-
um meistarans flutt.
Mótettukór Hall-
grímskirkju mun
syngja Jesu, meine
Freude, BWV 227, við
undirleik nokkurra
hljóðfæraleikara og
undir stjórn Harðar
Áskelssonar, kantors
kirkjunnar.
Athöfnin hefst með flutningi
Harðar Áskelssonar á útsetningu
Bachs á Jesu, meine Freude úr
hinu fræga forspilasafni Orgel-
buchlein. Auk ritningartexta dags-
ins verður lesinn sá kafli Róm-
verjabréfsins, sem Bach tónsetur í
verki sínu. Jón Dalbú Hróbjarts-
son mun prédika, en guðsþjónust-
unni lýkur á flutningi mótettunn-
ar. Verkið verður flutt í barokk-
stillingu, þ.e.a.s. hálftóni lægra en
nútímastilling gefur til kynna og
við undirleik fylgi-
bassa. Hljóðfæraleik-
arar eru Douglas A.
Brotchie, orgel, Inga
Rós Ingólfsdóttir,
selló, og Hávarður
Tryggvason, kontra-
bassi.
Jesu, meine Freude
er lengsta og að
mörgu leyti veiga-
mesta mótetta
Johanns Sebastians
Baehs. Því er oft
haldið fram að hún
hafi fyrst verið flutt
við minningarguðs-
þjónustu hinn 18. júli
1723, um frú Kees,
konu yflrpóstmeistara Leipzig-
borgar, en sumum þykir líklegra
að verkið hafi orðið til seinna á
ferli tónskáldsins. Þarna vefur
hann saman samnefndum sálmi
eftir Johann Franck og versum úr
Rómverjabréfi Páls postula. í
kringum hugleiðingar höfundanna
um andstæðurnar líf - dauða og
anda - hold byggir Bach sam-
hverfa tónsmíð í ellefu þáttum,
sem einkennast af fjölbreytileika
og myndauðugri tónmálun.
J. S. Bach
Norskur kór syngur
í Dómkirkjunni
NORSKI kórinn „Kvammakor-
et“ frá Kvam í Hardanger í
Noregi syngur í Dómkirkjunni í
Reykjavík annaðkvöld, föstu-
dagskvöld, kl. 20.30. Kórinn er
skipaður um 60 kven- og karla-
röddum og er stjórnandi hans
Olav Skeie Lid og undirleikari
Margi'ete Kjosas.
Efnisskrá kórsins spannar allt
frá afrískum lofsöngvum til
nýrra kórverka. Dómkórinn í
Reykjavík tekur á móti
Kvammakórnum og syngur einn-
ig nokkur lög á tónleikunum.
Aðgangur er ókeypis.
Fimmtudagur 1.
júní.
M-2000
Ný lönd, nýr siður - Stofn-
un Árna Magnússonar
Handritasýning á elstu
heimildum um landafundi.
Sýningin er opin alla daga frá
13:00-17:00.
Saga byggingatækninnar -
Árbæjarsafn
Sýning Menntafélags bygg-
ingariðnaðarins í Ullarhúsinu.
Lokið verður við endurbygg-
ingu hússins og sýning höfð á
gömlum verkfærum og hand-
verki byggingaiðngreina.
Krýsuvík, samspil manns
og náttúru - Krýsuvíkur-
kirkja, Hafnarfirði
Verkefni þar sem leitast er
við að varðveita og kynna þær
upplýsingar sem safnað hefur
verið saman um Krýsuvíkur-
svæðið.
www.reykjavik2000.is
wap.olis.is
Listahátíð
Möguleikhúsið við Hlemm.
Kl. 18.
Völuspá
Völuspá er eftir Þórarin
Eldjárn. Sýningin er ætluð
börnum á aldrinum 9-15 ára.
www.artfest.is.
Háskólabíó. Kl. 19.30.
Píanóleikarinn Olii Must-
onen.
Finninn Olli Mustonen hef-
ur vakið heimsathygli fyrir
leik sinn.
Þjóðmenningarhúsið,
Hverfisgötu. Kl. 20.
Skáldavaka.
Lesarar eru Pétur Gunn-
arsson, Elísabet Kristín Jök-
ulsdóttir, Kristín Omars-
dóttir, Sigurður Pálsson og
Ingibjörg Haraldsdóttir,
Tinna Gunnlaugsdóttir. Kynn-
ir er Hrafn Jökulsson.
Sameiginleg dagskrá
Tony Cragg - Gallerí i8
Opnun sýningar á verkum
hins breska myndlistarmanns
Tony Cragg. Sýningin er
einnig framlag Gallerí i8 til
Listahátíðar og lýkur 2. júlí.
Föstudagur 2. júní
Árátta - Gerðarsafn
Pétur Arason og Ragna Ró-
bertsdóttir hafa verið ástríðu-
fullir listaverkasafnarar um
þriggja áratuga skeið. Lista-
verkaeign þeirra hjóna verður
í fyrsta skipti til sýnis á
menningarárinu.
Þorláksvaka - Sveitarfé-
lagið Ölfus.
Ibúar Þorlákshafnar halda
hátíð frá 2.-4. júní. Hátíðin
hefst á föstudagskvöldi kl.
20:00 með tónleikum dixie-
landhljómsveitar. Á sunnu-
deginum verða svo hefðbund-
in hátíðahöld við höfnina í
tilefni af sjómannadeginum.
Dagskráin er hluti af sam-
starfsverkefni Menningar-
borgarinnar og sveitarfélaga.
www.olfus.is
www.reykjavik2000.is
wap.olis.is.
Listahátíð
Salurinn, Kópavogi. KI. 20.
Bréfið.
ítalski látbragðsleikarinn
Paolo Nani hefur í 12 ár starf-
að með þekktum argentínsk-
um leikflokki.
íkonar í Við-
eyjarstofu
SIGURBJÖRG Sverrisdóttir og
Birna Smith opna sýningu á gömlum
íkonum og krossum í Viðeyjarstofu á
morgun, föstudag.
Gripirnir á sýningunni eru til sölu.
Fyrsta ferð ferjunnar er kl. 18.30,
þá kl. 19,19.30 og kl. 20.
I
I
I
I
I
i
I