Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 62
62 ?— FIMMTUDAGUR 1. JUNI 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Villtir laxastofna skapa mikil- vægar tekjur fyrir 1860 lögbýli VILLTIR laxastofn- ar skapa mikilvægar tekjur fyrir 1860 lög- býli. Hugmyndir hafa komið fram um að reisa á íslandi risastórar laxeldisstöðvar íyrir norska laxastofna. Eftir mikil vandamál samfara laxeldi í Noregi á und- anfomum áram hefur iðnaðinum þar verið settar margvíslegar nýjar skorður í Ijósi reynslu og ekki fást þar leyfi fyrir ofurstöðvar af þessu tagi. Fjárfestar leita því nýrra svæða og virðast renna hýni auga til íslands. Eðlilegt er að íslendingar meti þau áhrif sem eldi á norskum laxastofnum kynnu að hafa hér á landi með hliðsjón af árangri Norð- manna og geri allar þær varúðarráð- stafanir sem nauðsynlegar eru taldar. Landbúnaðarráðherra hefur ný- lega hafnað umsóknum um fiskeldi á ýmsum stöðum við landið en hefur nú heimilað rannsókn á slíku ferli með norskan stofn við Kvíguvoga. Þetta er í samræmi við gildandi reglugerð um flutning og sleppingar laxfiska en að- eins í vísindalegum tilgangi er heimilt að framkvæma slíkar tilraunir en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Gert er ráð fyrir að víðtæk sátt verði um þessa ákvörðun ráðherra, hún verði í meginatriðum einskorðuð við rann- sóknarþáttinn innan skynsamlegra magnmarka, umgjörðin undir ná- kvæmu eftirliti og niðurstöður rann- sókna kynntar öllum hagsmunaað- ilum. Mikilvægt er að allir átti sig á að kostnaður við rannsóknir, umhverfis- mat, eftirlit og varúðarþætti er um- talsverður. Ef íslendingar ætla sér stóran hlut í fiskeldi framtíðarinnar er nauðsynlegt að gera sér strax grein fyrir hundruð milljóna króna árlegum kostnaði við slíkt sem skatt- greiðendur verða að taka á sig en undirbúningur, öryggi og árlegt eftir- lit þurfa að vera með þeim hætti að ekki skaði villta laxastofna og að ómenguð náttúra verði áfram tryggð. Fiskeldi í Noregi er talið ein helsta ástæðan fyrir því að um þriðj- ungur af öllum villtum laxastofnum þar í landi er horftnn. Gróft mat á stöðu villtra laxastofna í Noregi bendir til þess að flestir eftirlifandi stofnar þar séu einnig í útrýmingarhættu. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ná- grannalöndum þar sem fiskeldi er stundað í stórum stíl. M.a. má Orri nefna vesturströnd Vigfússon Skotlands þar sem um- hverfinu svipar um margt til Austfjarða. Lúsafaraldur, sjúkdómar og mengun hafa magnast á þessum stöðum. I átta af 36 veiðiám á vesturströnd Skotlands hefur lax og silungur horfíð með öllu. Á Irlandi er ástandið svipað, sérstaklega er varð- ar fræga sjóbirtingsstofna. Víða hafa risið harðar deilur og málaferli standa yfir. Helmingur sjávarafla Noregs er nú Gróft mat NASF á stöðu og þróun villtra laxastofna í Noregi júnM999 í þeim tilvikum þar sem það er hægt er farið eftir skýrslum Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES, um laxastofnana, þar á meðal nýjasta framlaginu, ICES CM 1999 ACFM:14.1 sumum tilvikum er aðlögun byggð á viðbótarupplýsingum úr staðbundnum heimildum. Ljóst er að ICES kann síðar að lagfæra sumar af niðurstöðum sínum en lokagreining er á ábyrgð NASF. Sumir telja nákvæmni tilgáta hafa aukist á síðustu árum. Hlutfall eins árs lax í sjó og laxa sem eru tvö eða fleiri ár I sjó hefur verið tekið til greina. ■ Afli er byggður á skýrslu vinnuhóps ICES um Atlantshafslax, ICES CM1999 ACFM:14. Meðalþyngd laxins er talin 3,5 kg. Um óskráðan afla vísast til ICES CM1999 ACFM:14, viðauka 8E. Flökkulaxafjöldi er byggður á ICES CM 1999 ACFM:14, töflum 3.37.2. og töflu 3.37.3. Nýtingarhlutfall er byggt á ICES CM 1999 ACFM:14. ■ Hlutfall lax sem sleppt er úr eldisstöðvum er byggt á ICES CM 1999 ACFM:14, viðauka 4. Norska laxaskýrslan (Norges offentlige utredninger 1999:9), kafli 9.7.2., hefur verið höfð til hliðsjónar og mat hennar á fjölda sjógenginna seiða (villtra og úr eldisstöðvum). Að mati Konunglegu nefndarinnar er fjöldi þeirra talinn um sex milljónir árið 1985 en um 2,6 - 3,6 milljónir á síðustu árum. Tekið hefur verið tillit til þess álits nefndarinnar að heildarfjöldinn kunni að hafa verið ofmetinn nokkuð. Vilji íslendingar hasla sér völl á sviði laxeldis í sjókvíum, segir Orri Vigfússon, er nauðsyn- legt að allir geri sér grein fyrir áhættunni sem í því felst. talinn vera eldisfiskur og á heims- mörkuðum geta Norðmenn ekki leng- ur státað af villtum fiski úr ómenguðu umhverfi. Aftur á móti er ímynd ís- lensks sjávarfangs sterk og jákvæð og neytendur á heimsmörkuðum greiða hærra og hærra verð fyrir villtan íslenskan fisk. Fréttir af nýlegum ummælum ut- anríkisráðherra um að ekkert sé því til fyrirstöðu að leyfa risaeldi á Aust- fjörðum komu því á óvart. Líklegt er að hann hafi hvorki áttað sig á þeirri ákvörðun landbúnaðarráðherra að leyfa aðeins afmarkaða tilraun á með- an vísindarannsóknin stendur yfir né heldur á því að þetta gæti skaðað ímynd íslensks sjávarútvegs. Ummæli utanríkisráðherra hafa valdið óróleika í þeim landbúnaðar- héruðum á íslandi sem byggja afi komu sína á villtum laxastofnum. í nýlegri B.Sc. ritgerð Valdimars Ár- mann í výðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands um þjóðhagslegt gildi laxveiða á íslandi kemur fram að 1860 lögbýli á íslandi hafi tekjur af laxveiðihlunnindum. Erfitt er að finna auðlind í íslenskum landbúnaði sem leggur jafnmikið af mörkum til að halda uppi blómlegum og sjálfbær- um byggðum í sveitum landsins án styrkja og afskipta ríkisvaldsins. Utanríkisráðherra fer með forræði íslands í NASCO þar sem rædd er samhæfing á vemdun villtra laxa- stofna. Láðst hefur að færa þennan málaflokk í hendur landbúnaðarráð- herra - þar sem hann á heima - svo saman fari forræði og ábyrgð og því er enn meiri ástæða fyrir hagsmuna- aðila, eigendur umræddra lögbýla, að hafa áhyggjur af framvindu mála. í öllum öðrum löndum fer viðkomandi fagráðuneyti með málefni af þessu tagi og tryggir faglega umfjöllun. Villtir laxastofnar skila í dag millj- örðum króna í tekjur fyrir íslenska hagkerfið og áhrif þeirra á náttúru- ímynd landsins verða vart ofrnetin. Af hveiju að taka óþarfa áhættu sem stefnir náttúrulegum auðlindum í tvísýnu? Fiskeldi var reynt á níunda áratugnum með miklum taprekstri, e.t.v. 8-10 milljarða. Ólíklegt er að íslenskir bankar vilji aftur láta reyna á afskriftalukkuna. Þá hefur íslensk veðrátta ekkert breyst en hún eyði- lagði meira og minna allar eldiskvíar í Straumsvík, Vogum, Hvalfirði og Vestmannaeyjum. í stað þess að verja fé til að vemda búsvæði og auðga villta laxastofna þurfa eigendur lögbýla með laxveiði- hlunnindi að standa í kostnaðarsamri vamarbaráttu. Áreiti frá „óvinveitt- um öflum“ er sífellt að aukast. Vilji ís- lendingar hasla sér völl á sviði laxeld- is í sjókvíum er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir áhættunni sem í því felst. Imynd íslensks sjávarútvegs gæti verið í mikilli hættu sem og sjálf- bæmi villtra laxastofna. Ekki er verið að spá því hér að hvergi finnist leiðir í framtíðinni til að svo verði ekki en þá þarf að tryggja umtalsverða fjármuni í undirbúning, rannsóknir og varúð- arráðstafanir. Væri ekki þeim pen- ingum betur varið til að styrkja enn frekar villtu laxastofnana, auka tekjur viðkomandi lögbýla og fjölga störfum? Umfram allt, áður en farið verður af stað, þarf skipulagið og að- ferðafræðin að vera í lagi. Það skortir mikið á að svo sé nú. Höfundur er formaður NASF, Vemdarsjóðs villtra laxastofna. Lát engan líta smáum augum á elli þína ;Ifjj'J'fJJj' - barnið þitt á skilið það besta • Engin aukaefni. Enginn viðbættur sykur. Eins og heimatilbúinn matur. Fyrir börn á öllum aldri. Gott og spennandi hráefni. P Bragð náttúrunnar - og ekkert annað ÞÚ sem kominn ert á efri ár og berð reynslu ævinnar á bakinu. Láttu engan líta smá- um augum á elli þína. Þú sem einn býrð að þinni reynslu. Þú sem einn getur miðlað henni til komandi kynslóða. Þú hefur svo óendan- lega mikið að gefa, segja frá og miðla. Þú einn kannt svo margar sögur af liðnum atburðum. Þú einn hef- ur það sjónarhorn á at- burði liðins tíma sem enginn annar kann að hafa eða hefur upplifað á sama hátt og þú. Þú sem einn getur á þinn sérstaka hátt miðlað af reynslu þinni, sagt þínar sérstöku sögur, sýnt þína mik- ilvægu umhyggju, kærleika og ást. Allt á þinn þinn hátt. Á þann hátt sem þér er gefið. Það kemur enginn í þinn stað. Hinir yngri þurfa á þér að halda. Lát engan, aldrei nokkurn tíma, líta smáum augum á elli þína, ævi og reynslu. Því þú ert sérstakur. Einstakt eintak. Hefur svo miklu að miðla og mikið að gefa. Þú ert ekki úreltur og láttu ekki telja þér trú um að svo sé. Þú ert einstakt eintak Veröldin væri ekki söm ef þú hefðir ekki verið. Hún væri svo miklu fátækari án þinnar dýrmætu og einstæðu reynslu, án þinna upp- lifana, sem þú þarft að miðla hinum ungu. Þú sem hefur unnið og stritað í áratugi. Þú sem hefur byggt upp þetta þjóðfélag og greitt þína skatta og skyldur. Þú sem hefur byggt upp hverfin í borginni, alið upp börnin og líklega gætt barnabarna og jafn- vel barnabarnabarna. Hvar væri þjóðfélag okkar hefði þinna dýr- mætu krafta og þjón- ustu ekki notið við? Miðlaðu komandi kynslóðum af reynslu þinni. Segðu sögurnar þínar og kenndu bæn- irnar sem þér vora kenndar á ungum dög- um þínum. Líttu upp, vertu hughraustur Lát engan líta smá- um augum á elli þína. Líttu upp, vertu hug- hraustur og glaður. Þú Sigurbjöm ert skapaður og elsk- Þorkelsson aður af Guði og þín bíða laun. Líf um eilífð vegna Jesú, sem sætt hefur heiminn við Guð og frelsað þig frá synd og Hinir yngri þurfa á þér að halda, segir Sigurbjörn Þorkelsson. Lát engan, aldrei nokk- urn tíma, líta smáum augum á elli þína, ævi og reynslu. dauða. Leyfðu honum að leiða þig inn til lífsins eilífa sem hann hefur fyrirbúið þér vegna fórnar sinnar, fyrir þig af elsku til þín. Hann tekur á móti þér. Þú getur treyst honum. Þú getur öruggur hvílt í hans bless- aða náðarfaðmi. Vegna hans átt þú lífið framundan. Lífið eilífa, sem hann vill gefa þér. Höfundur fæst við ritstörf og er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK l Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.