Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 11 FRÉTTIR Haraldur Briem sóttvarnalæknir Ólíklegt að loftræstikerfí flugvéla beri út smit HARALDUR Briem sóttvarna- læknir hefur nú til athugunar hvort hugsanlegt sé að flugfarþegar geti smitast af sjúkdómum vegna bakt- ería eða veira sem dreifist um far- þegarými í loftræstikerfum flug- véla. Hann segir þó allar athuganir sem hann hafi kynnt sér benda til þess að mjög ólíklegt sé að smit geti borist í fólk um loftræstikerfi flug- véla, sem séu búin síum sem komi í veg fyrir það. Mun rneiri líkur séu á því að farþegar geti smitast ef þeir sitja nálægt smituðum einstaklingi í flugi jafnvel þó nokkrar sætaraðir skilji á milli. Mikil umræða hefur farið fram erlendis um hvort hugsanlegt sé að smit geti borist um loftræstikerfi flugvéla en andrúmsloft í farþega- rými er ekki endurnýjað nema að hluta til meðan á flugi stendur vegna kostnaðar við að hita upp kalt loft sem tekið er inn um hreyila flugvélarinnar Er loftið í farþega- rýminu því á stöðugri hringrás um loftræstikerfi vélarinnar. Birt var viðamikil úttekt í breska blaðinu The Sunday Times fyrir nokkrum vikum þar sem fullyrt var að ýmis dæmi væru um að farþegar hefðu sýkst af sjúkdómum um borð í farþegaflugvélum og að smitleiðin hefði verið í gegnum loftræstikerfi vélanna. Er því haldið fram að þrátt fyrir að talsmenn flugfélaga fullyrði að síur í loftræstikerfum flugvéla komi í veg fyrir að sjúk- dómar geti dreifst um þau, hafi nýj- ar rannsóknir leitt í Ijós að þær séu oft á tíðum þaktar myglu og sveppagróðri. Staðfest hafi verið að fólk hafi jafnvel sýkst af alvarleg- um sjúkdómum á borð við berkla þar sem viðkomandi hafi setið allt að 30 sætaröðum frá hinum smit- aða einstaklingi. „Ég hef verið að afla mér ítar- legra gagna um þessi loftræstikerfi en af því sem ég hef séð er talið að loftræstikerfin séu ekki líkleg til að breiða út smit. Það er frekar um það að ræða að þeir Sem eru í nám- unda við einhvern smitaðan í flug- vél, við hlið hans eða nokkrum sætaröðum frá, geti verið í hættu. Það er hins vegar ekki talið líklegt að loftræstikerfin beri bakteríur um,“ segir Haraldur Briem. Hann vitnar m.a. í norska úttekt sem gerð hefur verið vegna sótt- varnaráðstafana á Gardemoenflug- velli við Osló og segir að niðurstaða hennar sé sú að loftræstikerfin væru ólíklegur dreifingarþáttur smitsjúkdóma í flugvélum. „Flugvélar eru eins og hver önn- ur farartæki, t.d. rútubílar, þar sem fólk situr lengi saman og í langflugi aukast auðvitað smitlíkurnar þegar menn eru lengi í námunda hver við annan,“ segir hann. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Jóhannes Jónsson dósent og Guðmundur Heiðar Gunnarsson, sem fékk nýsköpunarverðlaun Tækniþróunar 2000. N ýsköpunarverðlaun tækniþróunar veitt NYSKOPUNARVERÐLAUN Tækni- þróunar voru veitt sl. þriðjudag Guð- mundi Heiðari Gunnarssyni fyrir verkefni, sem snýst um þróun að- ferðar til að mynda DNA-sameindir með sértækar skemmdir af völdum útfjólublái'rar geislunar. Styi'kurinn nemur 300 þúsund krónum. Leið- beinandi Guðmundar Heiðars er Jón Jóhannes Jónsson. Guðmundur G. Haraldsson, varaformaður háskóla- ráðs, afhenti styrkinn. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli bæði innan Háskóla ís- lands og í samfélaginu á hagnýtum verkefnum innan háskólans. Atta verkefni bárust í keppnina að þcssu sinni og varð verkefni Guðmundar Heiðars hlutskarpast. Grunnhug- mynd verkefnisins er að bæta að- ferðir við erfðarannsóknir, en jafn- framt gætu þær aðferðir nýst við krabbameinsrannsóknir. í fram- haldinu munu stjóm Tækniþróunar og Rannsóknaþjónusta Háskóla fs- lands vinna áfram með vinningshöf- um að fjármögnun og þróun verk- efnisins. Við erum í okkar árlegu ferð um landið með nokkra af okkar bestu og vinsælustu bílum. Við verðum á Norðurlandi vestra um helgina. Nýttu tækifæríð. Komdu og prófaðu bíla af bestu gerð. Norðurland vestra Laugardaginn 3. júnf Bensínstöðin, Siglufirði kl. 12-14 Bifreiðaverkstæðið Áki Sæmundargötu íB, Sauðárkróki kl. 15:30-18 Sunnudaginn 4. júnf Esso skálinn, Blönduósi kl. 13-15 Bensínstöðin, Skagaströnd kl. 15:30-17 Allar nánari upplýsingar: Bifreiðaverkstæðið Áki, sími 453 5141 Land Rover Discovery Land Rover Defender Land Rover Freelander BMW Compact Renault Scénic Renault Laguna Renault Mégane Break Renault Mégane Classic Hyundai Starex Hyundai Accent Hyundai Sonata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.