Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR „Að gefa ' Góu rauðan ullarlagð“ ÞEIR eru margir siðirnir sem hafa skapast í gegnum tíðina. Sumir siðir eru svo gamlir að enginn man leng- ur hvers vegna þeir mynd- uðust og jafnvel ekki til- gang þeirra heldur, en hafa þá samt í hávegum. Allt okkar lífsmynstur er mor- andi í ýmiss konar siðum og venjum. Þegar breytingar verða í lífi okkar, gifting, skírn, ferming, afmæli, útskrift úr skóla, svo ein- hver dæmi séu nefnd, höldum við margskonar vígsluathafnir en virkni þeirra er einmitt sú að draga úr áhrifum breytinganna því allar breytingar eru truflun eða röskun í lífi einstaklinga og samfélaga. Árs- tíðabreytingar geta einnig valdið ákveðnum truflunum í lífi okkar og við bregðumst líka stundum við þeim með ákveðnu háttalagi til að reyna að milda og samsama okkur breytingunum á sem þægilegastan máta. Sem dæmi um slíkt þekkist sá skemmtilegi siður á norðaustan- verðu landinu „að gefa Góu rauðan Iagð“. Það eru yfirleitt konur sem gefa Góu (sem er fimmti mánuður vetrar að fornu íslensku tímatali og hefst 18.-24. febrúar) fyrsta góudag ullarlagð eða smábandshespu og er liturinn ávallt rauður. Lagðurinn er hengdur upp úti á glugga og látinn hanga þar út góuna en stundum er lagðinum feykt út í vindinn og er tilgangurinn sá að blíðka og milda góuna. Sumir segja að máli skipti í hvaða átt lagðurinn Qúki því það á að boða aðalvindstöðuna á góunni. (Heimild: Saga daganna eftir Áma Bjömsson.) Ástæðan fyrir því að lagðurinn á að vera rauður er að öllum líkind- um vegna þess að rauður þýddi líka/ eða vísar í orðið auður, sbr. rauð jól sem þýðir auð eða snjólaus jól. Góu er því fórnað lagðinum í von um að hún blíðkist og gefi betra veður en Þorri, karlinn hennar, býður yfirleitt uppá. Þessi siður er lík- ast til mjög gamall því hann felur í sér ákveðna fóm til æðri máttarvalda og vísar þar með frekar í heiðna trú en kristna. Maðurinn reynir sífellt að hafa áhrif á umhverfi sitt með ýmsu móti og hefur hann komist nokkuð langt á því sviði í dag. Sú athöfn að gefa Góu rauðan lagð gefur viðkomandi ákveðið vald yfir umhverfi sínu sem felst í voninni um að geta haft einhver áhrif á veðrið og von um að maðurinn sé ekki bara eitthvert fómardýr óvið- ráðanlegra náttúruafla. Maðurinn vill halda að hann geti að einhveiju leyti ráðið örlögum sínum sjálfur. Siðir sem þessir eru margir og voru/eru mikilvægir í lífi fólks því vonin er vald sem hjálpar fólki að draga fram Iífið við erfiðustu að- stæður. Því líf án vonar er ekkert líf. Júní-mánuði verður því fómaður þessi hvíti toppur úr Funny- pelsgarni í von um að hann blíðkist nú og verði hlýrri fyrir vikið en bróðir hans maímánuður. Toppur- inn er einfaldur og fljótprjónaður og verður hann teygjanlegur þegar búið er að pijóna hann og einstak- lega mjúkur og þægilegur. Þannig hentar hann konum af öllum stærð- um og gerðum sem vilja heitan júní- mánuð. Þið skuluð hins vegar ekkert vera að hengja hann út á gluggann (eins og rauða lagðinn), nágranninn gæti miskilið það kannski, heldur fara bara í hann og vera sem mest úti á túni í júní svo skilaboðin verði skýr og greinileg. Morgunblaðið/Ásdís Fyrirsæta Ásta Hannesdóttir. Toppurinn er teygjanlegur og hentar því konum af öllum stærðum og gerðum sem vilja heitan júnimánuð. Sumartoppur Stærðir: XS - S - M - L Yfirvídd: 78 - 84 - 90 - 96 cm Sídd: 42-44-46-48 cm Garn - Funny pelsgarn: upplýs- ingar 565-4610 Rautt nr. 4109: 3 - 3 - 4 - 4 dokkur Prjónar nr. 4 og 4,5. Prjónfesta: 20 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4,5 = 10 cm. Bakstykki: Fijið upp 68 - 74 - 80 - 86 lykkjur á prjón nr. 4 og prjónið 4 prjóna slétt prjón fram og til baka = tveir garð- ar. Skiptið yfir á prjóna nr. 4,5 og haldið áfram með sléttum lykkjum á réttu og brugðnum á röngunni. Aukið út eftir tvo prjóna 1 lykkju í hvorri hlið og sú aukning er endur- tekin með 5 cm millibili 4 sinnum í viðbót = 78 - 84 - 90 - 96 lykkjur. Þegar ílíkin mælist 25 - 26 - 28 - 29 cm er fellt af fyrir handvegi á öðr- um hverjum prjóni (5, 2,1,1) 5, 2,1, 1,1 (5,2,1,1,1) 6,2,1,1,1 lykkjur á hvorri hlið = 60- 64 - 70- 74 lykkj- ur. Pijónið þar til handvegur mæl- ist 14 - 15 - 15 -16 cm. Þá er komið að hálsmálinu. Fellið af miðjulykkj- urnar 22 - 24 - 26 - 26 og prjónið hvorn hlýra fyrir sig. Fellið áfram 1 lykkju við hálskantinn á hverjum prjóni 5 sinnum = 14-15-17-19 lykkjur á öxl. Prjónið þar til hand- vegur mælist 17 - 18 - 18- 19 cm og fellið af. Prjónið hinn hlýrann eins. Framstykki: Fitjið upp og prjónið eins og bak- stykkið þar til handvegur mælist 8 - 9-9-10 cm. Þá er komið að háls- málinu. Fellið af miðjulykkjurnar 14 - 16 - 18 - 18 lykkjur og prjónið hvorn hlýra fyrir sig. Fellið af við hálskantinn á öðrum hverjum prjóni 2 lykkjur þrisvar sinnum og síðan 1 lykkju þar til eftir standa 14 -15 -17 -19 lykkjur. Prjónið þar til náð er sömu lengd og á bakstykkinu og fellið af. Prjónið hinn hlýrann á sama máta. Frágangur: Saumið saman axlir og hliðar. Tónlistarhúsið Ýmir Tónlist og framandi menning á sumarnám- skeiðum BOÐIÐ verður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í tónlistar- húsinu Ymi í sumar, en Karlakór Reykjavíkur á og rekur húsið í Skóg- arhlíð 20. Hvert námskeið stendur í eina viku, allan daginn. Áhersla verður lögð á tónlist og hreyfingu ásamt menningu framandi þjóða. Gáski og gleði mun ríkja á námskeiðunum sem eru í umsjón Sólveigar Hauksdóttur og Margrét- ar Kristínar Blöndal, Möggu Stínu, sem þekkt er fyrir líflegan tónlistar- flutning, segir í fréttatilkynningu. Sjónum mun beint að menningu og tónlist frá öllum heimshornuni, Asíu, AfiTku, Suður-Ameríku auk Is- lands. Gefst bömunum kostur á skapandi starfi í tengslum við þessi þemu og í lok hvers námskeiðs er sýningarhald þar sem afrakstur vik- unnar er kynntur. Tónlistarhúsið Ymir er í í Öskju- hlíðinni og skammt undan er Naut- hólsvík og Miklatún þangað sem hægt er að ganga og njóta útivistar þegar veður er gott. Skráning og nánari upplýsingar fást í tónlistarhúsinu Ymi. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð 30. maí sl. um kl. 16.30 á gatna- mótum Grensásvegar og Miklubraut- ar. Ekið var aftan á bifreiðina ZS-524, sem er hvít Renault-fólksbifreið. Tjón- valdur er talinn hafa verið á blásans- eraðri sendibifreið eða húsbíl. Hann yfirgaf vettvanginn án þess að ganga frá máli sínu. Eru þeir, sem geta veitt lögreglu aðstoð við að finna umrædda bifreið, beðnir um að snúa sér til lögreglunn- ar í Reykjavík. A MITSUBISHI MITSUBISHI CRRI5MR - demantar í umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.