Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Flytjandinn verður að treysta innsæi sínu Morgunblaðið/Jim Smart FINNSKI píanóleikarinn Olli Mustonen hefur löngu skipað sér á sess með helstu tónhst- armönnum seinni ára fyrir upptökur sínar, tónleikahald og tónsmíðar, þó hann sé ekki nema rétt kominn á fertugs- aldurinn. Mustonen hefur vakið athygli fyiir íramúr- skarandi tækni sína og sér- stæða túlkun, hvort sem er á plasti eða sviði og á köflum verið umdeildur þó enginn frýi honum hæíileika. Olli Mustonen er úr tónlist- arfjölskyldu að því hann segir sjálfur, faðir hans er stærð- fræðingur en lék á fiðlu sér til skemmtunar og systir hans Elina er þekktur semballeik- ari. Hann segist enda farið að spila á sembal systur sinnar sem smá patti, en foreldrun- um hafi þótt nóg að hafa einn semballeikara í fjölskyldunni og því keypt handa honum píanó. Leggur mikla áherslu á að geta lifað eðlilegu fjölskyldulífí Það orð fer af fremstu konsert- píanistum að þeir séu sérkennilegir í fasi og blandi lítt geði við annað fólk en Mustonen, sem einkar geðugur og blátt áfram, segir að því sé alls ekki svo farið með sig. „Það vekur svo gríðarmargt hjá mér áhuga annað en tónlistin þó hún sé einn mikilvægasti hluti lífs míns. Ég legg mikla áherslu á að geta lifað sem eðlilegustu fjöl- skyldulífi, en hef líka gaman af svo mörgu öðru, vísindum, stærðfræði, stjómmálum og svo má telja. Ég er sífellt að lesa mér til um ólíklegustu hluti enda er svo margt í umhverfi okkar sem er áhugavert og spenn- andi. Það kallar vissulega á ákveðna einangrun að vera sífellt á ferðinni, en sú einangrun þarf ekki að vera meiri en menn vilja sjálfir." Kann vel að meta orðið tónlistarmaður Líkt og svo margir framúrskar- andi hljóðfæraleikai-ar hefiu- Olli Mustonen talsvert fengist við tón- smíðar og segist gjarnan vilja gera meira af því. „Ég kann vel að meta orðið tónlistarmaður og vil heldur vera það en bara píanóleikari. Flestir helstu hljóðfæraleikarar sögunnar fengust við margt annað en hljóð- færaleik, hvort sem það var tónsmíð- ar, hljómsveitarstjóm, útsetningar eða útgáfu á tónlist. Ég byrjaði snemma að semja tónlist og vil gjam- an gera meira af því, ætla reyndar ekki að leika á neinum tónleikum i sumar til að hafa tíma til að sinna tónsmíðum," segir Mustonnen og bætir við að hann hyggist búa svo um hnútana að hann spili ekki á sumrin en semji tónlist í þess stað. Aðspurð- ur hvort það verði ekki til þess að tón- verk hans verði yfirtleitt sumarleg og létt fyrir vikið skellir hann uppúr og segir að menn verði bara að sjá til. Flytjandi verður að treysta innsæi sínu Eins og getið er hefur Olli Must- onen verið umdeildur á köflum fyrir túlkun sína á ýmsum tónverkum. Hann segist ekki taka slíka gagnrýni nærri sér, hafi það fyrir sið reyndar að lesa aldrei gagnrýni, enda skipti það eitt máli að hann sé að gera það sem honum þyki réttast. „Mér finnst erfitt að tala um sjálfan mig í þessu sambandi, enda hef ég ekki þá fjar- lægð sem þarf, en margir ágætir kollegar mínir og vinir hafa kannski fengið bágt fyrir að fara sem næst því sem tónskáld hefur mælt fyrir um en þeir hafa þá rekist á viðtekna túlkun sem aðrir tónlistarmenn hafa gert fræga. Það er líka svo margt sem ekki er hægt að koma til skila með hefðbundinni nótnaskrift og má líkja við að ætla að skrifa pí; ef menn reyna að skrifa hvert smáatriði niður verður niðurstaðan frumskógur sem ekki er fyrir nokkurn mann að greina úr. Flytjandi verður að lesa á milli línanna og treysta innsæi sínu,“ segir Mustonen og bætir við að hann verði til að mynda að láta sér það vel líka að menn líti tónverk hans sínum augum. „Ég skipti mér ekki af því þegar menn eru að flytja mín verk. Ég er ævinlega boðinn og búinn að greiða úr misskilningi og hjálpa til sé eftir því leitað en þetta er eins og börnin manns; maður verður að geta sleppt af þeim hendinni og leyfa þeim að standa á eigin fótum.“ Leitast við að kynna sjaldheyrð verk Olli Mustonen byrjaði útgáfuferil sinn á diski þar sem hann lék verk eftir Charles Valentin Alkan og Dim- itri Sjostakovitsj og segist reyndar telja það hlutverk sitt að kynna verk sem menn hefðu ekki annars heyrt, gjarnan í bland við eitthvað sem fleiri þekkja, enda hafi svo mikið af stór- kostlegri tónlist verið samið fyrir píanóið sem hlustendur þyrftu að komast í tæri við. Á tónleikadagskrá Mustonens í kvöld er líka að finna verk sem ekki eru oft leikin opinber- lega innan um þekktari verk, til að mynda bagatellur Beethovens, rondó ópus 129 og fantasíu ópus 77, en einn- ig hyggst hann leika tilbrigði og fúgu við stef eftir Hándel eftir Johannes Brahms. Mustonen segist ævinlega hafa haft sérstakt dálæti á Beet- hoven og telji að allt of mikið af verk- um hans sé ekki flutt eins og vert væri. Einnig segist hann hafa haldið upp á tilbrigði Brahms frá því hann var ungur maður og þannig hafi hann leikið þau í sífellu fimmtán ára gamall píanónemi og fengi seint leið á. Sértilboð til Barcelona með Heimsferðum frá kr. 22.500 7. og 14. júní Beini fiug afia miðvífeudaga Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til Barcelona í sumar með beinu flugi alla miðvikudaga í sumar. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, en við bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta Barcelona á frá- bæru verði. Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust. Verð kr. 22.500 Verð kr. 39.990 Flugsæti, fram og til baka, m.v. hjón með 2 börn. Skattar kr. 2.460 ekki innifaldir. Bömkr. 1.820. Verð kr. 27.500 Flug, gisting í viku og skattar á hótel Paralell, 7. júní. HEIMSFERÐIR Flugsæti fram og til baka fyrir fullorðinn. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is „Ef þú giftist, ef þú bara giftist...“ LEIKLIST Kaffileikhúsið BANNAÐ AÐ BLÓTA f BRÚÐARKJÓL Höfundur: Gerður Kristný. Leik- stjóri: Ingunn Ásdísardóttir. Leik- ari: Nanna Kristín Magnúsdóttir. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Förðun og hárgreiðsla: Frfða M. Harðardóttir. Lýsing: Stefán Hallur Stefánsson og Kol- brún Ósk Skaftadóttir. Sýningar- sljóri: Kolbrún Ósk Skaftadóttir. NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI Kaffileikhússins hleypti í gær af stokkunum einleikjaröðinni „I öðr- um heimi. . .“ með frumsýningu á nýjum einleik eftir Gerði Kristnýju. „Bannað að blóta í brúðarkjól“ er sá fyrsti í röð fimm til sex nýrra einleikja sem gestir Kaffileikhússins geta vænst að sjá þar á komandi leikári og ber að fagna þessu framtaki fram- kvæmdastjórans. Einleiksformið hentar einkar vel í lítið og tak- markað rými leikhússins, nálægð leikarans við áhorfendur er mikil og gagnvirkt samband leikara og áhorfenda getur orðið bæði sterkt og skemmtilegt, þegar vel tekst til. Mikið mæðir á leikaranum, eðli málsins samkvæmt er hann einn á sviðinu allan tímann, leikverkið stendur og fellur með frammistöðu hans í leik og textaflutningi, og einn ber hann ábyrgð á að ná fyrr- nefndu sambandi við áhorfendur. Frumsýningin í gær var vel heppnuð hvað þetta snertir; ein- leikarinn Nanna Kristín Magnús- dóttir náði strax vel til áhorfenda og fékk þá í lið með sér við að skapa afslappað andrúmsloft um leið og hún skemmti þeim með sögum og viðbrögðum sínum við þeim fáránlegu aðstæðum sem hún var lent í. Fáir vildu eflaust lenda í þeirri aðstöðu að vera án maka síns í eig- in brúðkaupsveislu og þurfa þar að skemmta bláókunnugu fólki. Þann- ig eru aðstæður brúðarinnar Elsu, sem telur gestina vera ættingja eiginmannsins og reynir því að „halda þeim uppi á snakki“ meðan hún bíður eftir að fjölskylda sín komi í veisluna, svo ekki sé talað um sjálfan brúðgumann. Tíminn frá því að Elsa kemur til veislu og þar til hún uppgötvar að það er hún sjálf sem hefur farið húsavillt er tími leiksins og á þeim tíma fær áhorfandi nokkra innsýn í einkalíf Kristinn og Jónas í Salnum SÖNGTÓNLEIKAR þeirra Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar sem vera áttu í Salnum í Kópavogi þann 28. janúar síðastliðinn, en féllu niður vegna veikinda, verða haldnir í Salnum þriðju- dagskvöldið 13. júní næstkom- andi kl. 20:30. Almenn miða- sala á tónleikana hefst í Salnum miðvikudaginn 5. júní kl. 13:00. Á efnisskránni eru ítalskar antiche aríur, sönglög eftir Hugo Wolf og Árna Thor- steinsson og óperuaríur eftir Tchaikovsky, Rossini, Don- izetti og Verdi. Morgunblaðið/Golli „Einleikarinn Nanna Kristín Magnúsdóttir náði strax vel til áhorfenda og fékk þá í lið með sér við að skapa afslappað and- rúmsloft,“ segir meðal annars í dúmnum. hins nýgifta pars, í gegnum frá- sagnir og hugleiðingar hinnar ný- giftu brúðar. Sú snögga innsýn var kómísk þegar best lét, en hroll- vekjandi þegar verst lét! Hugmyndin að þessu verki er ágæt, þótt ef til vill finnist sumum erfitt að samþykkja hversu lengi brúðurin er að átta sig á mistökum sínum. Gerður Kristný vinnur vel úr hugmyndinni; hún skrifar texta sem stendur föstum rótum í ís- lenskum samtíma eins og hann blasir líklega við þeirri kynslóð sem nú er að komast á giftingar- aldurinn. Verkið er frumraun Gerðar Kristnýjar á sviði leikrit- unar og má vissulega merkja það af misjöfnum gæðum þess; en text- inn sveiflaðist frá því að vera af- bragðsgóður og fljúgandi fyndinn, niður í hálfgerða flatneskju á köflum. Ljóð og sögur Gerðar Kristnýjar einkennast af hæglát- um en kaldhömruðum húmor og skemmtilegri íroníu og svipaður stíll einkennir þennan leiktexta hennar - hann ber sterk höfundar- einkenni Gerðar Kristnýjar. Þótt textinn væri á köflum langdreginn og ekki mjög fleygur, var hann ljómandi fínn á sínum bestu sprettum og gefur tilefni til að vænta að Gerður Kristný geti vax- ið innan þessa textaforms ekki síð- ur en þeirra sem hún hefur áður fengist við. Ingunn Ásdísardóttir stýrir Nönnu Kristínu af fagmennsku um hið takmarkaða rými Kaffileik- hússins og á vafalaust mikinn þátt í því skemmtilega samspili sem Nanna Kristín náði við áhorfend- ur. Leikið er í miðju rými hússins og áhorfendur sitja allt um kring og vel tókst að gæta þess að allir nytu leiksins sem best - og sæju leikkonuna frá öllum hliðum. í heild var þetta góð byrjun á spennandi leiklistarverkefni Kaffi- leikhússins og sýningin minnti á hversu skemmtilegt þetta fremur vanrækta form leiklistarinnar - einleikurinn - getur verið þegar vel tekst til. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.