Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 78
78 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Gáfu reiðhjólahjálma FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbnum Kötlu mættu í Laugarnesskóla nýlega til að gefa 7 ára nemend- um skólans, 65 að tölu, reiðhjóla- hjálma og hjólaveifur. Hjálmarnir voru Atlas Hardtop öryggihjálm- ar sem börnin tóku við úr hönd- um kiwanisfélaganna, prúð og frjálsleg í fasi. Kiwanisklúbbur- inn Katia vill færa Sláturfélagi Suðurlands, Vátryggingafélagi fs- lands hf. og Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. sérstakar þakkir fyrir aðstoð við íjármögn- un þessa verkefnis, segir í frétta- tilkynningu. Sjómanna- dagsblað Vest- mannaeyja komið út SJÓMANNADAGSRÁÐ Vest- mannaeyja hefur gefið úr Sjómanna- dagsblaðið árið 2000. I blaðinu er m.a. fjallað um Þjóð- verja á Islandsmiðum, raktar skipa- - komur til Vestmannaeyja á síðasta ári, fjallað um útgerð Helga Bene- diktssonar, starf vélstjómarbrautar Framhaldskólans í Vestmannaeyj- um kynnt. Rætt er við skipamynda- safnarann Jóhann Bjarnason, fjallað um sjómannadaginn 1999 og raktar breytingar á fiskiskipaflota Eyja- manna. Fjöldi ljósmynda prýðir blaðið. Ritstjóri er Friðrik Ásmundsson. Forsíðu blaðsins prýðir vatnslita- mynd eftir Gunnar Þór Friðriksson, skipstjóra á Hafemi VE. Kaffifundur um umhverfismál SAMFYLKINGIN í Reykjavík hef- ur staðið fyrir kaffifundum fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur. Tekið hefur verið fyrir sérstakt um- ræðuefni hveiju sinni, með stuttum framsöguerindum og óformlegu spjalli um málefnin á eftir. Síðasta laugardagskaffið á þessum vetri verður nk. laugardag, 3. júní, kl. 11 á kaffihúsinu Sóloni íslandusi. Umræðuefnið í þetta sinn verður umhverfismál ogþað er Bjöm Guðbrandur Jónsson, líffræðingur og framkvæmdastjóri samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, sem hefur framsögu. Baráttan gegn illgresinu B ARÁTTAN gegn illgresinu er yfir- skrift á námskeiði, sem Garðyrkju- skóli ríkisins, Reykjum í Olfusi, heldur fyrir almenning í húsakynn- um skólans laugardaginn 3. júní frá kl. 13 til 17. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir illgresis og aðferðir til að halda því í skefjum. Þá verður fjallað um ýmsar þekjuaðferðir til að koma í veg fyrir illgresi. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Baldur Gunnlaugsson, garð- yrkjustjóri útisvæða Garðyrkju- skólans, og Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjustjóri útimatjurta. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra skólans. Vorsýningar í leikskolum Hafnarfjarðar VORSÝNINGAR verða haldnar í leikskólum Hafnarfjarðar 3. júní nk. m.a. á verkum bamanna frá þvi í vet- ur. Opið verður á mismunandi tím- um í leikskólunum. Leikskólar sem hafa opið frá kl. 11 til 13 em Amarberg/Hraunkot við Flatahraun, Hlíðarendi, Úthlíð 1, Hörðuvellir v/ Hörðuvelli, Norður- berg, Norðurvangi 15b, Kató, Hh'ð- arbraut 10 og Smáralundur, Smára- barði 1. Leikskólar sem hafaopið frá kl. 12 til 14 em Álfaberg, Álfaskeiði 16, Hlíðarberg, Hlíðarbergi 1, Hvamm- ur, Staðarhvammi 23, Vesturkot, Miklaholti 1 og Víðivellir, Miðvangi 39. Fundur Tourette sam- taka á Islandi TOURETTE samtökin á íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem em með Tourette-heilkenni í kvöld kl. 20.30 á Tryggvagötu 26,4. hæð. Þessir fundir em haldnir mánað- arlega fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar. Þar gefst foreldmm tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um málefni bama sinna. Leiðrétt Rangt nafn í fyrirsögn í fyrirsögn um styrk, sem Katrín Sigurðardóttir hlaut úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, var nafn Guðmundu ekki rétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangur opnunartimi Upplýsingar um opnunartíma Sparverslunar.is sem birtur var á neytendasíðu fyrir viku, var rangur. Verslunin er opin frá kl.ll til 20 virka daga, frá kl.10 til 18 á laugardögum og frá kl.12-18 á sunnudögum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Húsnæðis leitað VE LVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: ,Á sl. ári heimsótti ég Is- land í fyrsta skipti og eyjan ykkar hafði mikil áhrif á mig. Ekki aðeins faliega landslagið, gestrisna fólkið, heldur einnig tónlist Bubba. Hafið þið nokkum tímann upplifað hvernig það er að að geta ekki skilið eða talað við fólk og að geta ekki tjáð sig vegna tungu- málaerfiðleika? Það gerðist hjá mér í síðustu viku þegar ég fór á tónleika hjá Bubba. Eg hef mikinn áhuga á að læra meira um Island, Is- lendinga og menningu landsins. Þess vegna ákvað ég að læra tungumálið. Frá 16. október til 12. nóvember mun ég sækja tungumálanámskeið hjá Fullorðinsfræðslunni, Gerðubergi 1, Reykjavík, og þarfnast ég húsnæðis þann tíma. Ég leita að fjöl- skyldu sem vill taka mig í fæði og húsnæði í einn mán- uð gegn greiðslu. Ég vil helst búa hjá íslenskri fjöl- skyldu og fá að taka þátt í daglegu lífi hennar en þar sem ég hef litla kunnáttu í íslensku er nauðsynlegt að einhver fjölskyldumeðlim- ur tali einhverja ensku. Ég get útvegað meðmæli frá ís- lenskri fjölskyldu ef óskað er. En hver er ég? Ég er hol- lensk kona, 31 árs gömul og vinn hjá hollenska landbún- aðarráðunej'tinu. Er ein- hver sem hefur áhuga á að hýsa konu frá Hollandi sem hefur fengið ást á landinu? Ef svo er vinsamlega hafið samband við: Margot Backx, Gouderakstraat 43, 5043 LM Tilburg, The Netherlands eða sendið mér póst á netfangið: M.Backx®- worldonline.nl Álver á Reyðarfirði ÞAÐ er verið að tala um Akranes og Selfoss sem jaðarbyggðir út frá Reykja- vík. Þetta stafar af þensl- unni á höfuðborgarsvæð- inu, ekki vegna þess að álver var reist á Grundar- tanga. Ekkert álver var reist á Selfossi eða í ná- grenni. Þessi þensla stafar einungis vegna fólksflótt- ans af landsbyggðinni. Stórt álver á Reyðarfirði mun ekki bjarga byggð á Austurlandi. A ráðstefnu sem haldin var á Reyðar- firði var sagt að væri byggð undir fimm þúsund íbúum myndi ekki borga sig að halda þeirri byggð á við- komandi svæði. Svo er það stóra spurningin hvort ál- ver á Reyðarfirði stenst umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson hefur varað við stóriðju á Austurlandi af þeirri stærðargráðu sem menn hafa verið að ræða um. Ég tek undir með Hjör- leifi að það er varhugavert að reisa álver af þeirri stærðargráðu sem menn ráðgera. Nú er komin sú staða að það vantar vinnu- afl á Stór-Reykjavíkur- svæðið, en út á landsbyggð- inni þurfa menn helst að fækka störfum. Þegar fiskvinnslan verður meira og meira tæknivædd þarf færra starfsfólk, þar af leið- andi fækkar á landsbyggð- inni. Stjórnvöld hafa ósköp h'tið gert til þess að snúa þessari þróun við. Álver eitt og sér af hóflegri stærð bjargar ekki fólksflóttanum frá Austfjörðum. Gunnar G. Bjartmarsson. Þakkir til Málara- meistarans í Síðumúla ÉG fór í Málarameistarann í Síðumúla í fyrsta skipti núna fyrir stuttu. Þar fékk ég alveg toppþjónustu og vörur á frábæru verði. Ég á örugglega eftir að versla þarna oft. Þjónustan þarna er alveg til fyrirmyndar og starfsfólkið alveg einstakt. Hafið mínar bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu. Hafliði Helgason. Smá athugasemd KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma með smá athuga- semd. Henni eins og mörg- um öðrum finnst þátturinn hans Guðna Kolbeinssonar, Málfarsmínútan á Rás 1, allt of stuttur. Einnig finnst henni fólk nota allt of mikið orðin haus og lappir, í stað- inn fyrir höfuð og fætur. Þetta særir málkennd margra og þó kannski sér- staklega þeirra sem eru að kenna ungum börnum rétt mál. Tapad/fundið Píptæki tapaðist í Mosfellsbæ PÍPTÆKI tapaðist á leið- inni frá Amartanga upp Langatanga í Mosfellsbæ föstudaginn 26. maí sl. Fundarlaun. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 698-7175. Fjólublá lyklakippa fannst í Breiðholti LYKLAKIPPA fannst fyr- ir utan Réttarbakka 9 í Breiðholti. Lyklakippan er fjólublár tuskuhundur með einum húslykh á. Upplýs- ingar í síma 557-3399. IVÍjúk svört leðurtaska hvarf úr bíl við Kringluna MJÚK svört leðurtaska hvarf úr bíl fyrir utan Kringluna fimmtudaginn 25. maí sl. milli kl. 18-19. Taskan er af gerðinrii Kenneth Cole. í töskunni var disklingur, sem er eig- andanum afar kær. Upplýs- ingar í síma 897-1122. Dýrahald Kolsvartur kettlingur hvarf að heiman KOLSVARTUR átta mán- aða kettlingur hvarf frá Hagamel 26 fóstudags- kvöldið 26. maí sl. Hann er með fjólubláa ól. Hann var nýfarinn að fara út. Ef ein- hver hefur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552-9901 eða 694-6873. SKAK Ilmsjón Ilelgi Áss Grélarsson SIGURVEGARI A-flokks minningarmóts Steins, of- urstórmeistarinn Vassilji Ivansjúk frá Úkraínu (2.709), hafði hvítt í með- fylgjandi stöðu gegn fyrr- um samlanda sínum, slóv- enska stórmeistaranum Alexander Beljavski (2.640). 36. e5! Rf4 Sorgleg nauðsyn þar sem eftir 36. - Rxe5 verður svartur mát með 37. Hf8!+ - Bxf8 38. Hxf8. 37. Rxf4 - gxf4 38. e6! - Hd8 39. Hxf4 - Bb7 40. Hg4! - Hf8 41. Hxf8+ og svartur gafst upp þar sem hann tapar liði bæði eftir 41. - Hxf8 42. Rxd6 - Víkverji skrifar... I SÍÐUSTU viku afhenti fulltrúi íslands skjöl í New York sem fólu í sér fullgildingu íslands á alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem áformað er að taki til starfa í Haag í Hollandi. ísland er tíunda ríkið til að gerast aðili að dómstólnum, en hann tekur ekki til starfa fyrr en 60 ríki hafa fullgilt hann. Stofnun þessa dómstóls er án ef með því merkasta sem gerst hefur í mannréttindamálum í heim- inum. Barátta fyrir stofnun hans hefur staðið í 50 ár og nú loks sér vonandi fyrir endann á henni. AUgóð samstaða hefur tekist um stofnun alþjóða sakamáladómstóls- ins, en það ber þó nokkurn skugga á að Bandaríkin hafa ekki viljað styðja hann heldur hafa þvert á móti reynt að koma í veg fyrir stofnun hans eða setja reglur sem eru fallnar til að draga úr valdi hans. Það vekur eðli- lega nokkra furðu að Bandaríkja- menn, sem oft hafa verið í fylkingar- bijósti þeirra sem barist hafa fyrir mannréttindum í heiminum, skuli ekki styðja þetta mikla mannrétt- indamál. Bandaríkjastjórn hefur fært þau rök fyrir afstöðu sinni að hún geti ekki fallist á stofnun dómstóls sem hugsanlega hafi vald til að dæma bandaríska hermenn í stríði utan Bandaríkjanna. Einhver kann að spyrja af hverju Bandaríkjamenn óttast að hermenn þeirra fremji glæpaverk sem falla undir valdsvið dómstólsins, en því er til að svara að margt gerist í stríði og líklega hefði verið hægt að draga bandaríska her- menn í Víetnam til ábyrgðar fyrir at- burði sem gerðust þar ef dómstóllinn hefði verið farinn að starfa meðan Víetnamstríðið stóð yfir. x x x IGÆR var alþjóðlegur tóbaks- varnardagur, en honum er ætlað að minna fólk á skaðsemi tóbaks og vera því hvatning til að hætta að reykja. Hér á landi hefur dagurinn stundum verið kallaður „reyklausi dagurinn", en hann hefur þó aldrei verið reyklaus. Vonandi er þó eitt- hvað minna um reykingar á þessum degi en öðrum dögum ársins. Á seinni árum hefur sífellt verið að koma betur í Jjós hvað reykingar eru skaðlegar heilsu manna. Til viðbótar kosta þær reykingamanninn heil- mikil útgjöld. Þá eru ónefnd áhrifin sem reyingar hafa á útlit þeirra sem reykja og lykt. Víkverji hefur aldrei reykt og á erfitt með að skilja hvers vegna fólk gerir það. Fyrir skömmu rakst hann á tvær ungar fallegar stúlkur sem greinilega voru að byrja að reykja. Þær virtust vera í óttalegu basli við að sannfæra sig um að þetta væri gott því að þær voru sífellt að hrækja; væntanlega vegna þess að þær voru með eitthvert óbragð í munninum. Það er hálf einkennilegt að fólk skuli leggja á sig erfiði til að venja sig á þennan ósið, sérstaklega í ljósi þess að sama fólk leggur síðan yfirleitt á sig enn meira erfiða við að hætta að reykja. XXX BANDARÍKJAMENN eru oft tregir til að gerast aðilar að al- þjóðlegum samningum, eu í þessu máli ættu þeir að gera sér grein fyrir hve mikið framfaraskref er verið að stíga. Með stofnun dómstólsins fá þeir sem standa að glæpaverkum, eins og hópmorðum og stríðsglæp- um, þau skilaboð að þeir geti ekki verið öruggir um að komast upp með glæpi sína. Gefin verður út hand- tökuskipun á þá og glæpir þeirra verða rannsakaðir og dæmt í þeim á grundvelli sannana. Það hiýtur að vera talsvert á sig leggjandi til að koma slíku til leiðar. í Bandaríkjunum hefur að undan- förnu verið mikil umræða um ástand mannréttindamála í Kína og Banda- ríkjamenn hafa deilt um hvaða leið sé vænlegust til að stuðla að því að þar þokist mál til betri vegar. Þess vegna er andstaða Bandaríkjamanna við alþjóðlega sakamáladómstólinn hálf ömurleg. Stundum verða menn að leggja sjálfir eitthvað á sig til að ná fram góðum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.