Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 92
> V KOmiN ÚT Á DVD! Siðan 1972 J" Leitið tilboða! n steinp Traus MORGUNBLAÐffl, KRlNGLUNNll, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJtSMBLlS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Verslunarmenn sam- þykkja samninga Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Myndura af 80 þúsund íslendingum er varpað upp á stóra skjái í íslenska sýningarskálanum á heimssýningunni Expo 2000 sem hefst í Hannover í Þýskalandi í dag. Islenski skálinn var opnaður í gær að viðstöddum boðsgestum. Kerfí um rafræna sendingu lyfseðla FYRIRTÆKIÐ Doc.is, sem er í eigu starfsmanna og Landssíma Islands, hefur þróað hugbúnað um rafræna sendingu lyfseðla frá læknum til lyfjaverslana. Fyrir- tækið er í samstarfi við Landlækn- isembættið, Tryggingastofnun rík- isins og Lyfjaeftirlit ríkisins um að setja hugbúnaðinn út á markaðinn og er stefnt að því að það gerist á næsta ári. Tryggingastofnun telur að með hugbúnaðinum, sem veitir læknum m.a. upplýsingar um lyf sem koma til greina við meðferð og verð á þeim, verði hægt að draga úr aukningu á lyfjakostnaði í landinu. Jafnframt felur hugbúnaðurinn í sér að til verður gagnagrunnur um lyfjanotkun í landinu sem nýtist jafnt Tryggingastofnun og stjórn- völdum sem upplýsingatæki við ýmsar ákvarðanir, t.d. kostnað- arþátttöku í lyfjakostnaði, og Landlæknisembættinu til lyfja- faraldsfræðilegra rannsókna. Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir að óhætt sé að tala um viss tímamót þegar for- ritið kemur á markað. Hann telur þó brýnt að hugað verði vel að persónuvernd við notkun hugbún- aðarins. Matthías segir að mikil- vægt sé að gæta að því að þessir aðilar fái, hver um sig, aðeins þær upplýsingar sem þeim ber að fá og farið verði í einu og öllu eftir reglum Tölvunefndar. Landlæknisembættið er í sam- starfi við Tölvunefnd um þetta mál og er að svara fyrirspurnum henn- ar um að hve miklu lfeyti sé ástæða til þess að fara inn í þessi gögn. ■ Þróa hugbúnað/12 Schröder heimsækir ✓ skála Islands HEIMSSÝNINGIN Expo 2000 hefst í Hannover í dag og er búist við að um 40 milljónir gesta muni sækja sýninguna. Þar af er gert ráð fyrir að um 4 milljónir heimsæki íslenska skálann. Ger- hard Sehröder, kanslari Þýska- lands, heimsækir skálann um há- degisbilið í dag. Halldór Ásgrims- son utanríkisráðherra tekur á móti honum og er íslenski skálinn einn örfárra sem Schröder heim- sækir. ■ Heimssýningin/46 Islendingur hyggst klífa norðurvegg Matterhorn ISLENSKUR fjallgöngumaður, Jökull Bergmann, hyggst í dag, fimmtudag, reyna að klífa norð- urvegg svissneska alpatindsins Matterhorn (4.478 m) fyrstur fs- lendinga. Norðurveggur Matter- horn er fáfarin klifurleið og er veggurinn jafnan flokkaður með hinum svokölluðu sex klassísku stóru norðurveggjum Alpanna. Þegar Morgunblaðið hringdi í farsíma Jökuls í gær var hann göngumóður á leið sinni upp í skála við fjallið nálægt upp- hafsreit uppgöngunnar. Með hon- um er félagi hans Gregory Facon, sem dvaldi hórlendis árið 1993 sem skiptinemi og stundaði klif- ur. „Það hefur enginn klifið norð- urvegginn á þessu ári þannig að aðstæður eru mjög óljósar," sagði Jökull í gær. „Við þurfum að komast að því hversu mikil snjó- flóðahætta er á neðsta hluta leið- arinnar og huga að vindi. Það hefur verið mjög hvasst á fjallinu undanfarið og ef vindur reynist jafnmikill á morgun [í dag] og hann er nú, þá eru að- stæður mjög tvísýnar," sagði Jök- ull og bætti við að ekki kæmi til greina að leggja á fjallið ef að- stæður væru þeim félögum ekki að skapi. Jökull Bergmann er tæpra 24 ára gamall, frá Klængshóli í Skíðadal á Tröllaskaga. Hann hefur stundað klifur í Olpunum síðastliðin sex ár og verið búsett- ur í Frakklandi síðastliðin þrjú ár og stundað þar fjallamennsku. „Ég er að reyna að Iifa af því að leika mér og tekst það að mestu,“ sagði Jökull. „Ég vjnn sem fjallaleiðsögumaður á Islandi yfir sumartímann en annars er ég í fjallamennskunni, ís- og kletta- klifri, skiðamennsku og fleiru." 89% VR- ^ félaga sögðu já FÉLAGSMENN í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og félög- um sem sömdu undir merkjum Landssambands íslenskra verslun- armanna hafa samþykkt kjara- samninga við vinnuveitendur. 89% VR-félaga samþykktu samninginn og hann var samþykktur með yfir- burðum í flestum öðrum félögum. Niðurstöður í atkvæðagreiðslu Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands íslenskra versl- SZTt^unarmanna um nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins lagu fyrir í gærkvöldi. Samningarnir voru alls staðar samþykktir, með 63-100% atkvæða þeirra sem þátt tóku. Þó höfðu í gærkvöldi ekki borist fréttir af niðurstöðunni í sjö félögum sem flest eru meðal þeirra fámennari. Tvöfait betri þátttaka hjá VR Hjá VR greiddu 3.103 félagsmenn atkvæði, eða 23,3% atkvæðisbærra félagsmanna, og er það tvöfalt meiri þátttaka en í atkvæðagreiðslu fé- ' ''^lagsins um síðasta kjarasamning. Já sögðu 2.742 eða 89% en nei sögðu 336 eða 11%. Tiltölulega fáir tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni í mörgum félög- um sem voru í samfloti innan Landssambands íslenskra verslun- armanna. Þannig greiddu aðeins 67 félagar af 1.250 í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri at- kvæði en 90% samþykktu. 85% sögðu já hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja og 69% hjá Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðar. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, kveðst ánægður með þátttök- una í atkvæðagreiðslunni og niður- stöðu hennar. Segist draga þá m^ályktun að fólk sé sammála þeim áherslum sem lagðar voru í kjara- samningunum, það er að segja á markaðslaun og styttingu vinnu- tíma. FBM samþykkti Talningu í atkvæðagreiðslu Fé- lags bókagerðarmanna um nýjan kjarasamning lauk síðdegis í gær. Samningurinn var samþykktur með atkvæðum liðlega 59% þeirra sem þátt tóku en nei sögðu 37,4% og 3,4% seðla voru auð eða ógild. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út laugardaginn 3. júní. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.