Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 92

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 92
> V KOmiN ÚT Á DVD! Siðan 1972 J" Leitið tilboða! n steinp Traus MORGUNBLAÐffl, KRlNGLUNNll, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJtSMBLlS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Verslunarmenn sam- þykkja samninga Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Myndura af 80 þúsund íslendingum er varpað upp á stóra skjái í íslenska sýningarskálanum á heimssýningunni Expo 2000 sem hefst í Hannover í Þýskalandi í dag. Islenski skálinn var opnaður í gær að viðstöddum boðsgestum. Kerfí um rafræna sendingu lyfseðla FYRIRTÆKIÐ Doc.is, sem er í eigu starfsmanna og Landssíma Islands, hefur þróað hugbúnað um rafræna sendingu lyfseðla frá læknum til lyfjaverslana. Fyrir- tækið er í samstarfi við Landlækn- isembættið, Tryggingastofnun rík- isins og Lyfjaeftirlit ríkisins um að setja hugbúnaðinn út á markaðinn og er stefnt að því að það gerist á næsta ári. Tryggingastofnun telur að með hugbúnaðinum, sem veitir læknum m.a. upplýsingar um lyf sem koma til greina við meðferð og verð á þeim, verði hægt að draga úr aukningu á lyfjakostnaði í landinu. Jafnframt felur hugbúnaðurinn í sér að til verður gagnagrunnur um lyfjanotkun í landinu sem nýtist jafnt Tryggingastofnun og stjórn- völdum sem upplýsingatæki við ýmsar ákvarðanir, t.d. kostnað- arþátttöku í lyfjakostnaði, og Landlæknisembættinu til lyfja- faraldsfræðilegra rannsókna. Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir að óhætt sé að tala um viss tímamót þegar for- ritið kemur á markað. Hann telur þó brýnt að hugað verði vel að persónuvernd við notkun hugbún- aðarins. Matthías segir að mikil- vægt sé að gæta að því að þessir aðilar fái, hver um sig, aðeins þær upplýsingar sem þeim ber að fá og farið verði í einu og öllu eftir reglum Tölvunefndar. Landlæknisembættið er í sam- starfi við Tölvunefnd um þetta mál og er að svara fyrirspurnum henn- ar um að hve miklu lfeyti sé ástæða til þess að fara inn í þessi gögn. ■ Þróa hugbúnað/12 Schröder heimsækir ✓ skála Islands HEIMSSÝNINGIN Expo 2000 hefst í Hannover í dag og er búist við að um 40 milljónir gesta muni sækja sýninguna. Þar af er gert ráð fyrir að um 4 milljónir heimsæki íslenska skálann. Ger- hard Sehröder, kanslari Þýska- lands, heimsækir skálann um há- degisbilið í dag. Halldór Ásgrims- son utanríkisráðherra tekur á móti honum og er íslenski skálinn einn örfárra sem Schröder heim- sækir. ■ Heimssýningin/46 Islendingur hyggst klífa norðurvegg Matterhorn ISLENSKUR fjallgöngumaður, Jökull Bergmann, hyggst í dag, fimmtudag, reyna að klífa norð- urvegg svissneska alpatindsins Matterhorn (4.478 m) fyrstur fs- lendinga. Norðurveggur Matter- horn er fáfarin klifurleið og er veggurinn jafnan flokkaður með hinum svokölluðu sex klassísku stóru norðurveggjum Alpanna. Þegar Morgunblaðið hringdi í farsíma Jökuls í gær var hann göngumóður á leið sinni upp í skála við fjallið nálægt upp- hafsreit uppgöngunnar. Með hon- um er félagi hans Gregory Facon, sem dvaldi hórlendis árið 1993 sem skiptinemi og stundaði klif- ur. „Það hefur enginn klifið norð- urvegginn á þessu ári þannig að aðstæður eru mjög óljósar," sagði Jökull í gær. „Við þurfum að komast að því hversu mikil snjó- flóðahætta er á neðsta hluta leið- arinnar og huga að vindi. Það hefur verið mjög hvasst á fjallinu undanfarið og ef vindur reynist jafnmikill á morgun [í dag] og hann er nú, þá eru að- stæður mjög tvísýnar," sagði Jök- ull og bætti við að ekki kæmi til greina að leggja á fjallið ef að- stæður væru þeim félögum ekki að skapi. Jökull Bergmann er tæpra 24 ára gamall, frá Klængshóli í Skíðadal á Tröllaskaga. Hann hefur stundað klifur í Olpunum síðastliðin sex ár og verið búsett- ur í Frakklandi síðastliðin þrjú ár og stundað þar fjallamennsku. „Ég er að reyna að Iifa af því að leika mér og tekst það að mestu,“ sagði Jökull. „Ég vjnn sem fjallaleiðsögumaður á Islandi yfir sumartímann en annars er ég í fjallamennskunni, ís- og kletta- klifri, skiðamennsku og fleiru." 89% VR- ^ félaga sögðu já FÉLAGSMENN í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og félög- um sem sömdu undir merkjum Landssambands íslenskra verslun- armanna hafa samþykkt kjara- samninga við vinnuveitendur. 89% VR-félaga samþykktu samninginn og hann var samþykktur með yfir- burðum í flestum öðrum félögum. Niðurstöður í atkvæðagreiðslu Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands íslenskra versl- SZTt^unarmanna um nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins lagu fyrir í gærkvöldi. Samningarnir voru alls staðar samþykktir, með 63-100% atkvæða þeirra sem þátt tóku. Þó höfðu í gærkvöldi ekki borist fréttir af niðurstöðunni í sjö félögum sem flest eru meðal þeirra fámennari. Tvöfait betri þátttaka hjá VR Hjá VR greiddu 3.103 félagsmenn atkvæði, eða 23,3% atkvæðisbærra félagsmanna, og er það tvöfalt meiri þátttaka en í atkvæðagreiðslu fé- ' ''^lagsins um síðasta kjarasamning. Já sögðu 2.742 eða 89% en nei sögðu 336 eða 11%. Tiltölulega fáir tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni í mörgum félög- um sem voru í samfloti innan Landssambands íslenskra verslun- armanna. Þannig greiddu aðeins 67 félagar af 1.250 í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri at- kvæði en 90% samþykktu. 85% sögðu já hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja og 69% hjá Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðar. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, kveðst ánægður með þátttök- una í atkvæðagreiðslunni og niður- stöðu hennar. Segist draga þá m^ályktun að fólk sé sammála þeim áherslum sem lagðar voru í kjara- samningunum, það er að segja á markaðslaun og styttingu vinnu- tíma. FBM samþykkti Talningu í atkvæðagreiðslu Fé- lags bókagerðarmanna um nýjan kjarasamning lauk síðdegis í gær. Samningurinn var samþykktur með atkvæðum liðlega 59% þeirra sem þátt tóku en nei sögðu 37,4% og 3,4% seðla voru auð eða ógild. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út laugardaginn 3. júní. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.