Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 47 m í dag Morgunblaðið/Kristinn ikýrir eitthvað út fyrir Halldóri Ás- algerður Yalsdóttir, fylgjast með. astjóri íslenska sýningarskálans, og ' fyrir framan Islandsskálann. Það verður að teljast munaður fyrir aðstandendur íslenska skálans að ná gestaopnun í gær. Flestar sýningarn- ar voru fjarri því að vera tilbúnar og það var því eins og vin í eyðimörkinni, þegar komið var að íslenska skálan- um, sem sker sig úr hvað hönnun varðar, eins og ísjaki í jökulhlaupi. Þegar blaðamaður mætir á staðinn verður honum þegar ljóst að hönnun skálans er eftirtektarverð, enda er hugmyndin tær, í bókstaflegri merk- ingu þess orðs, og útfærslan einföld, fnjmleg og stílhrein. Þegar blaðamaður gekk um sýning- arsvæðið á hádegi í gær var ekki að sjá að heimssýning væri að hefjast innan sólarhrings. Allsstaðar voru iðnaðarmenn að störfum við hálfklár- aða sýningarbása og ráðlegt var að taka með sér nesti, því aðeins var boð- ið upp á hamar í verkfæratösku, með kítti, málningu og nöglum. En síðustu stundirnar fyrir stóropnanir eru jafn- an viðburðaríkar og það er þá sem kraftaverkin gerast. Engin ástæða er til að ætla annað en að afraksturinn verði eins og til var sáð. Þýskir fjölmiðlar, sem gagnrýndu sumir hverjir undirbúninginn harð- lega íýrir tveimur árum, keppast við að hlaða lofi á sýninguna. Þar á meðal er Spiegel, sem spáir því að sýningin eigi sannarlega eftir að laða að gríðar- legan fjölda gesta, og Focus, sem fjall- ar um hana undir yfirskriftinni: „Sýn- ing í heimsklassa.“ Margmiðlunarsýning í Geysisstofu opnuð á laugardag Fræðsla og' skemmtun með öllum skilningarvitum Nota verður öll skynfæri til að nema ýmsa fræðslu sem tæknibrellur gera mögulega á margmiðlun- arsýningu sem komið hefur verið upp í nýrri Geysisstofu. Jóhannes Tómasson fýlgdist með gangi mála þar í veður- blíðu í gær og Ásdfs Ás- geirsdóttir myndaði. VIÐ Geysi í Haukadal í Biskupstungum verður ný Geysisstofa með fræða- setri og sérhannaðri margmiðlunarsýningu opnuð næst- komandi laugardag. Auk þess verður verslunin stækkuð verulega. Hjónin Sigríður Vilhjálmsdóttir og Már Sig- urðsson hafa byggt upp og rekið ferðaþjónustu við Geysi um árabil og sagði Már í samtali við Morgunblaðið í gær að lokaáfanga væri náð með Geysisstofu. Hönnuðir, sérfræðingar, iðnaðar- menn og aðrir sem koma við sögu voru hver um annan þveran við iðju sína á lokasprettinum í gær en menn voru bjartsýnir á að allt yrði til reiðu kl. 16 á laugardag þegar dyrum verð- ur lokið upp. Forseta íslands hefur verið boðið að vera viðstaddur svo og þingmönnum og ráðherrum og þeim sem starfa við ferðaþjónustu. Sex ára meðganga „Ég fékk hugmyndina fyrir einum sex árum en hún gengur út á að menn geti sótt sér fræðslu um nátt- úruna, ekki aðeins hverasvæðið og næsta umhverfi hér, heldur almennt um náttúru landsins áður en þeir skoða sig nánar um á staðnum,“ seg- ir Már Sigurðsson sem kveðst hafa verið svo heppinn að fá Guðmund Jónsson arkitekt, sem starfar í Nor- egi, til að hanna sýninguna í Geysis- stofu. Innréttingar í versluninni eru úr timbri og á eins konar baðstofu- lofti er veitt innsýn í gamla tímann á sérstöku safni þar sem getur að líta bæði áhöld og dýr. „Ég vil kalla þetta margmiðlunar- sýningu því þetta er annað og meira en venjulegt safn,“ segir Guðmundur þegar stund gefst milli stríða þar sem hann var að ræða útfærslur á frágangi á ýmsum atriðum við sam- starfsmenn sína. „Við notum tæknina til að skapa hér eldgos, hraunstrauma, jarð- skjálfta; hér geta menn gengið um íshelli og fundið kuldann og séð norðurljós og þannig finna menn með sjón, heyrn og tilfinningum hvernig náttúran er og við höfðum því til allra skilningarvita. Þarna verður líka fjallkonan, sem Þórunn Lárusdóttir gæðir persónu sinni, og farið verður með texta sem Thor Vil- hjálmsson hefur tekið saman.“ Ekki auðvelt verkefni Guðmundur sagði verkefnið ekki beint auðvelt en hann býr að tals- verðri reynslu á þessu sviði þar sem hann hefur síðustu misseri sett upp og hannað margs konar sýningar í Noregi. Sagði hann verkið unnið hér á um fjórum mánuðum en best hefði verið að fá heilt ár til þess. Síðustu daga hafa Guðmundur og liðsmenn hans verið að kljást við ýmsar tækni- útfærslur og tilraunir sem hann kvaðst kannski hefðu leyst á annan veg ef tími gæfist. En hann var sann- færður um að allt yrði til reiðu á laugardag og hann sagði framtak Más einstakt, einkaaðilar hefðu ekki sett upp svo viðamikla sýningu. Hann sagði ferðamenn gera sífellt Nýja húsið við Geysi gerir það kleift að stækka verslunina og auka þjónustu við ferðamenn. Morgunblaðið/Ásdís Már Sigurðsson er hugmyndasmiður að nýrri Geysis- Guðmundur Jónsson arkitekt hannaði margmiðlunar- stofu þar sem fram á að fara margháttuð sýninguna. fræðslustarfsemi. meiri kröfur um vandaða og aðgengi- lega fræðslu og hér væri reynt að verða við þeim kröfum ásamt því að gera framsetninguna skemmtilega með tæknibrellum. Eins og fyrr segir á Guðmundur • allan veg og vanda af hugmynd og hönnun sýningarinnar og hefur hann síðustu daga og vikur haft her iðnað- armanna og tæknimanna til að setja hana upp. Hefur hann komið til landsins öðru hverju frá áramótum en þess á milli verið í tölvu- og síma- sambandi við sína menn. Auk arki- tekta- og hönnunarstarfa flytur Guð- mundur reglulega fyrirlestra í fagi sínu og er prófdómari og kvað hann slík akademísk verkefni mjög verð- mæt meðfram venjubundnum störf- um arkitektsins. Ekki vildi Már upplýsa hversu mikil fjárfestingin væri í hinni nýju Geysisstofu að öllu meðtöldu en hann nefndi sem dæmi að hljóðkerfi . margmiðlunarsýningarinnar kostaði um 7 milljónir króna. Alls er húsið liðlega þúsund fermetrar og er arki- tekt þess Erlendur Magnússon sem hefur einnig annast tréskurð sem sjá má í versluninni. Oddur Hermanns- son landslagsarkitekt annaðist skipulag utan dyra. Ætlunin er að hafa fræðasetrið op- ið allt árið og segir Már hugmyndina að bjóða skólafólki aðgang m.a. vegna þemaverkefna sinna. Að- gangseyrir að fræðasetrinu verður 300 kr. „Ég vona að þetta verði lyftistöng -* fyrir ferðaþjónustuna. Við erum vel í sveit sett sem jaðarmiðstöð fyrir miðhálendið og hér verður upplýs- ingafulltrúi uppsveita Árnessýslu með aðsetur og hér verður hægt að fá upplýsingar um veður og færð,“ segir Már að lokum og er honum þar með sleppt í lokasprett undirbún- Lokafrágangur stóð yfir í gær fyrir opnunarhátíð síðdegis á laugardag. ingsins. JT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.