Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ingibjörg Svala Jónsdóttir hlaut styrk úr afmælissjóði Svíakonungs
Rannsakar
viðbrögð plantna
við loftslags-
breytingum
Morgunblaðið/Þorkell
Ingibjörg Svala Jónsdóttir dósent í plöntulíffræði við Háskólann í
Gautaborg ásamt fjölskyldunni, syninum Jóni Bjarna Ólafssyni, eigin-
manninum Ólafi Ingólfssyni jarðfræðingi og Ingólfi Ólafssyni en Ingi-
björg Svala hlaut nýlega styrk til rannsókna úr afmælissjóði Svíakon-
ungs. Fjölskyldan er á leið til Svalbarða en þar taka þau hjónin við
prófessorsstöðum við norska háskólastofnun.
INGIBJÖRG Svala Jónsdóttir,
dósent í plöntulíffræði við Há-
skólann í Gautaborg, hlaut ný-
lega styrk úr afmælissjóði Karls
Gústafs Svíakonungs, sem stofn-
aður var í tilefni 50 ára afmælis
konungsins í þeim tilgangi að
styrkja rannsóknir í umhverfis-
fræðum.
„Þetta var mjög óvænt,“ sagði
Ingibjörg Svala. „Ég vissi ekkert
af þessu fyrr en ég fékk bréf með
boði um að koma i konungs-
höllina 9. júní og taka þar við 90
þúsund krónum (um 750 þús. ísl.).
Það er ekki hægt að sækja um
styrki úr sjóðnum heldur er það
stjórn sjóðsins sem ákveður hver
er styrktur hverju sinni.“
Ingibjörg fékk styrkinn til að
rannsaka hvernig fjalla- og
heimskautaplöntur bregðast við
loftslagsbreytingum en það er
rannsókn sem hún hefur unnið að
undanfarin ár í Norður-Svíþjóð
og á íslandi ásamt Borgþóri
Magnússyni hjá Rannsóknastofu
Iandbúnaðarins. Rannsóknin hér
á Iandi hefur verið styrkt af Vís-
indasjóði og Landsvirkjun, sem
veitir aðstöðu við Blönduvirkjun
og auðveldar mjög þann hiuta
rannsóknarinnar sem fram fer á
Auðkúluheiði.
Engar
kvartanir
vegna sela
ENGAR kvartanir hafa borist
Dýraverndarráði vegna aðstöðunn-
ar sem selirnir sjö hafa í Húsdýra-
garðinum. Dýravemdarráð heim-
sótti Húsdýragarðinn í desember
sl. og þá voru fimm selir í garðin-
um en nú eru þeir sjö. I frétt
Morgunblaðsins í gær kemur fram
að formaður Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur telur þá vera of
marga en dýrahirðir garðsins seg-
ir þá hafa nægt pláss.
„Þeir virtust una sér vel þegar
við vorum þarna en reyndar orðaði
einn nefndarmanna það að sér
fyndist vera nokkur þrengsli,"
sagði Elín Jóhannsdóttir formaður
Dýraverndarráðs. „Okkur hafa
ekki borist neinar kvartanir eða
athugasemdir vegna þeirra en við
erum umsagnaraðilar."
Sagði hún að það væri í höndum
lögreglustjóra og heilbrigðiseftir-
litsins að grípa til aðgerða.
„Við vorum mjög ánægð með að-
stæður, aðbúnað og umhirðu þegar
við fórum á vettvang," sagði Elín.
„Mér finnst þetta starf í Húsdýra-
garðinum til fyrirmyndar. Berist
kvartanir er það héraðsdýralæknis
að kanna aðstæður."
-----------------
Þrír mikið
slasaðir
ÞRÍR menn sem lentu í umferðar-
slysi á Suðuriandsvegi austan Hellu
á miðvikudag liggja þungt haldnir á
gjörgæsludeildum Landsspítalans í
Fossvogi og Hringbraut. Að sögn
svæfingarlæknis eru þeir sem liggja
á sjúkrahúsinu í Fossvogi alvarlega
slasaðir og er öðrum haldið sofandi í
öndunarvél. Ails voru fimm fluttir á
sjúkrahús eftir áreksturinn en tveir
þeirra eru minna slasaðir en hinir.
„Þessi rannsókn er hluti af al-
þjóðlegri rannsókn og heldur
Borgþór um hana hér á landi og
auðveldar það rannsóknina þegar
maður er ekki sjálfur við,“ sagði
Ingibjörg. „Við erum einnig með
talsvert umfangsmikla rannsókn í
fjöllum Norður-Svíþjóðar og ber-
um saman viðbrögð plantna á Is-
landi og þar við mismunandi um-
hverfisaðstæður. Við setjum upp
opin skýli úr plexigleri sem
hleypir að birtu og veldur því
jafnframt að hitastigið hækkar
inni í skýlinu um 1-3°C allt eftir
veðurfari.“
Ingibjörg Svala sagði að þessi
alþjóðlega tilraun hefði staðið yf-
ir frá 3-6 árum og að mesti mun-
urinn á þroska plantnanna hafi
komið fram í byrjun. „Þær
blómgast fyrr og vöxtur hefst
fyrr í skýlunum," sagði hún. „Þau
viðbrögð eru mjög snögg og
greinileg og hafa verið birtar al-
þjóðlegar greinar sem greina frá
öllum svæðunum sem eru með í'
rannsókninni."
Áhugavert stig
Sagði hún að rannsóknin væri
að komast á mjög áhugavert stig.
„Núna er að koma í ljós mismun-
ur á samspili milli plantnanna í
skýlunum," sagði hún. „Það tekur
mun lengri tíma að meta þessi
áhrif og fá fram og því er margt
spennandi að gerast en á sama
tíma stöndum við frammi fyrir
því að erfitt er að fá fé til að
halda rannsókninni áfram.
Vandamálið er að þeir sem
styrkja rannsóknir styrkja þær
gjarnan í 3-4 ár en vilja síðan
styrkja ný verkefni. Það hefur
gengið mjög erfiðlega að fá þá til
að skilja hvað langtíma rannsókn-
ir eru nauðsynlegar. Það er erfitt
að byggja framtíðarspá á þroska-
viðbrögðum. Við verðum að sjá
næsta stig og hvaða áhrif hita-
stigshækkun hefur á það hvaða
plöntur taka yfir og hverjar
verða undir. Þess vegna kemur
sænski styrkurinn sér sérstaklega
vel.“
ingargott og myndi falla vel inn í
aðra byggð á staðnum.
Grindavíkurbær hafði frum-
kvæði að samstarfinu
Grindavíkurbær átti frumkvæði
að samstarfí sveitarfélagsins og rík-
isins. Húsnæðið er tvískipt, en ann-
ars vegar er um að ræða sambýli og
hins vegar leiguíbúðir fyrir fatlaða
einstaklinga. SMFR mun leigja af
rekstrarfélagi bæjarins þann hluta
Telja
iðgjalda-
hækkanir
óþarfar
JÓN Magnússon, varafor-
maður Neytendasamtakanna,
sagði enga þörf á því að
hækka iðgjöld á lögboðnum
ökutækjatryggingum á blaða-
mannafundi í gær. Þar vitnaði
hann í greinargerð Fjármála-
eftirlitsins frá því í fyrra, en
þá voru hækkanir á lögboðn-
um ökutækjatryggingum 25-
39%. Þar af var 25-28%
hækkun vegna áhrifa skaða-
bótalaganna og 3-13% vegna
leiðréttinga á iðgjöldum
vegna samkeppni frá erlend-
um aðila.
Jón sagði jafnframt að
tjónaskuld vegna ökutækja-
trygginga væri ofmetin hjá
vátryggingafélögunum og því
væri eingöngu um bókhalds-
legt tap að ræða en ekki
raunverulegt, samkvæmt
greinargerðinni. „Vátrygg-
ingafélögin lækkuðu iðgjöld
sín þegar Ibex Motors and
Lloyd kom inn á markaðinn
eða svonefnd FÍB trygging,“
sagði Jón og að sögn hans
lækkuðu vátryggingafélögin
iðgjöld sín til þess að drepa
samkeppnina og að nú væru
neytendur að borga þann her-
kostnað. Hann skoraði svo á
stjórnvöld að gæta hagsmuna
neytenda í þessu máli vegna
þess að um lögboðnar trygg-
ingar væri að ræða sem bif-
reiðaeigendum er skylt að
taka.
Samið um byggingn
fyrir fatlaða í Grindavík
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra undirritaði í gær samning um
byggingu og rekstur sambýlis og
leiguíbúða fyrir fatlaða í Grindavík,
ásamt Þór Þórarinssyni, fram-
kvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um
málefni fatlaðra á Reykjanesi
(SMFR), og Einari Njálssyni, bæjar-
stjóra Grindavíkurbæjar.
Grindavíkurbær mun stofna
einkahlutafélag sem sjá mun um
byggingu og rekstur hússins, en ráð-
gerður kostnaður hefur ekki verið
gefinn upp. Stefnt er að því að bygg-
ingin, sem hýsa mun sex fatlaða ein-
staklinga, verði tilbúin til notkunar í
byijun næsta árs.
Ný slóð fetuð
Páll Pétursson sagðist við undir-
skriftina vera mjög ánægður með
samningsgerðina. „Hér er verið að
feta nýja slóð, sem ég tel að muni
reynast gæfusamleg. Með
samningnum er leitast við að bæta úr
mjög brýnni þörf í Grindavíkurbæ,
en biðlistar eru þónokkrir á þessu
svæði,“ sagði hann. Hann sagði einn-
ig að vilji stæði til að fleiri slík skref
yrðu stigin annars staðar á landinu.
Þór Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri SMFR, sagði að með samning-
num væri brotið blað í samstarfi ríkis
og sveitarfélaga. Hann talaði um lífs-
gæði og sagði að þau mætti flokka í
þrennt. í fyrsta lagi væri hinn efnis-
legi þáttur, þ.e. hvernig híbýli hinum
fötluðu væri boðið upp á. í öðru lagi
væri það þáttur í lífsgæðum þeirra
að þeir treystu sér tiþ fullrar þátt-
töku í samfélaginu. í þriðja lagi
nefndi hann tækifæri til að eiga sam-
skipti við aðra á heimilinu. Lögð væri
miidl áhersla á að þessir þrír þættir
væru í lagi.
Einar Njálsson, bæjarstjóri
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Einar Njálsson, bæjarsljóri Grindavíkur, tekur í höndina á félagsmálaráðherra, Páli Péturssyni. Þór Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, er til hægri á myndinni.
Grindavíkur, sagði að það hefði lengi
verið baráttumál að búa betur að
fötluðum í bænum. „Grindavíkurbær
ákvað að stofna sérstakt félag um
rekstur og byggingu sambýlisins.
Byggingin verður fjármögnuð að
hluta með láni frá íbúðalánasjóði og
að hluta með framlagi úr Byggingar-
sjóði fatlaðra. Það sem upp á vantar,
um 20%, er framlag Grindavíkur-
bæjar,“ sagði hann. Hann sagði að
stefnt væri að því að húsið yrði end-
sem ætlaður er undir sameiginlegt
rými, auk þess að borga starfsfólki
laun. Grindavíkurbær og SMFR
munu svo í sameiningu leigja út íbúð-
ir til fatlaðra einstaklinga. Félags-
þjónusta Grindavíkurbæjar mun
veita íbúum þjónustu samkvæmt
lögum um málefni fatlaðra.
Húsið verður byggt á lóð við Tún-
götu 15-17 í Grindavík. Lóðin er í
íbúðahverfi, miðsvæðis í bænum þar
sem stutt er í alla þjónustu.