Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Veðurklúbburinn á Dalvík gefur út nýja spá
Hlýr en
jafnvel
vætusam-
ur júlí
Dalvfk. Morgunblaðið.
VEÐURKLÚBBURINN á Dalvík
hefur sent frá sér spá fyrir júlímán-
uð. í spánni telja meðlimir klúbbs-
ins að júlí verði gðður og vilja sér-
staklega nefna að gott veður er
ekki bara sól og sæla; hlýtt, rólegt
og vætusamt veður með góðum
þurrki á réttum tíma geti t.d. verið
gott fyrir bændur.
Júlí verður að sögn þeirra hlýrri
en júní en jafnframt vætusamari, en
það verði að teljast gott vegna þess
hve síðasti mánuður var þurr.
Tvö tungl kvikna í júlí. Það fyrra
kviknaði 1. júlí í vestri, tók hann
tunglinu mjög vel og vona þeir Veð-
urklúbbsmcnn að það endist út
mánuðinn. Ef veðrið breytist hins
vegar hinn 13. júlí, við upphaf
hundadaga, er óvíst hvert fram-
haldið verður. Ef það helst hins
Morgunblaðið/fgígja
Þau Kolfinna, Arey og Stefán Þór una sér vel í sólinni sem skinið hefur
óspart á Dalvík í sumar.
vegar gott er von á góðu sumri
fram yfir 20. ágúst.
Veðurklúbburinn telur að vætu-
samara verði seinni hluta mánaðar-
ins. Þar sem hundadagarnir í ár
hefjast á Margrétarmessu, getur
það boðað vott haust. Aðrir vilja
hins vegar meina að veðrið á Ja-
kobsmessu, 25. júli, skipti mestu
máli. Ef er þurrt þann daginn þá
verður góð nýting á heyjum. Ef
sólskin er allan daginn þá verður
vetur harður og kaldur, en ef rignir
verður veturinn mildur.
Fyrrverandi dagvistarfulltrúi
stefnir Akureyrarbæ
Krefst tæpra sex
milljúna vegna
launamisréttis
FYRRVERANDI deildarstjóri
dagvistardeildar Akureyrarbæjar,
Ingibjörg Eyfells, hefur stefnt Ak-
ureyrarbæ til greiðslu á tæpum sex
milljónum króna vegna launamis-
réttis. Ingibjörg hafði áður kært
Akureyrarbæ til kærunefndar jafn-
réttismála, sem komst að þeirri nið-
urstöðu að Akureyrarbær hefði
brotið jafnréttislög við launaákvarð-
anir sínar. Ingibjörg fer nú fram á
að henni verði bættur launamismun-
ur auk skaðabóta vegna þeirra
óþæginda og hneisu sem hún hafi
orðið fyrir, eins og segir í stefnu.
Forsaga málsins er sú að Ingi-
björg gegndi starfi deildarstjóra
dagvistardeildar Akureyrarbæjar
frá 1. maí 1991 til september 1997.
Starfsheitið deildarstjóri dagvistar-
deildar breyttist árið 1992 í deildar-
stjóra leikskóladeildar.
Fjölskylduhátíð með nýju sniði er fyrirhuguð um verslunarmannahelgina
Á FUNDI Miðbæjarsamtakanna á
Akureyri með Kristjáni Þór Júlíus-
syni bæjarstjóra og Þórarni B.
Jónssyni, formanni íþrótta- og
tómstundaráðs, kom það fram að
Miðbæjarsamtökin hafa ákveðið að
standa fyrir fjölskylduhátíð um
verslunarmannahelgina. Akureyr-
arbær hefur einnig gefið það út að
bærinn muni koma að þeirri hátíð
með einhverjum hætti.
„Miðbæjarsamtökin munu standa
fyrir fjölskylduhátíð með uppákom-
um í miðbænum um verslunar-
mannahelgina. Akureyrarbær mun
Miðbæjarsamtökin
vilja breytta ímynd
koma að þessu með okkur í formi
fjármagns og hafa sýnt mikinn vilja
í því að styðja við okkur,“ sagði
Ingþór Bjarnason, formaður Mið-
bæjarsamtakanna. Hann sagði að
nú myndu samtökin fara í það að
leggja fram tillögur um fram-
kvæmd þessarar skemmtunar, en
mikilvægast sé að breyta ímynd
hennar í hreinræktaða fjölskyldu-
hátíð. .AUir eru sammála um þá
hugarfarsbreytingu að gera þetta
að fjölskylduhátíð frekar en ung-
lingahátíð,“ sagði Ingþór.
Að sögn Ingþórs munu Miðbæj-
arsamtökin ekki nota „Halló“-nafn-
ið, en eftir er að ákveða hvaða nafn
verði notað í staðinn. „Við erum
bjartsýn á framhaldið og ánægð
með þann mikla vilja sem bærinn
hefur sýnt á að taka þátt í þessu
með okkur,“ sagði Ingþór.
„Miðbæjarsamtökin tilkynntu
okkur það á fundi í dag að þeir ætla
að standa fyrir fjölskylduhátíð í
miðbænum um verslunarmanna-
helgina og Akureyrarbær mun
koma að því með einhverjum
hætti,“ sagði Þórarinn B. Jónsson.
í stefnu segir að Ingibjörg hafi
alltaf verið ósátt við kjör sín og
fundist starf sitt vanmetið til launa,
miðað við sambærilegar stöður hjá
Akureyrarbæ. Einnig segir í stefnu
að henni hafi verið ljóst að veruleg-
ur munur væri á launakjörum henn-
ar og annarra yfirmanna með sam-
bærilega starfsábyrgð og umfang,
bæði hvað varðaði laun, trygginga-
kjör og bifreiðarstyrk.
í desember 1997 skrifar Björg
Bjarnadóttir, formaður Félags leik-
skólakennara, Jakobi Bjömssyni,
þáverandi bæjarstjóra, bréf þar sem
hún óskar eftir því að launamál
Ingibjargar verði endurskoðuð. I
febrúar 1997 voru laun stefnanda
hækkuð um tvo launaflokka, aftur-
virkt til október 1996. í stefnu segir
að Ingibjörg hafi sótt um leiðrétt-
ingu aftur til ársins 1992. Hún hafi
óskað eftir skýringu á því hvers
vegna þeirri kröfu var hafnað og
ekki fengið. Hún sagði starfi sínu
lausu 1. júlí 1997.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri Akureyrarbæjar, vill ekki tjá
sig um stefnuna. Hann sagði að
bæjarlögmaður muni taka saman
greinargerð iyrir bæjaryfirvöld og
frekari afstaða til málsins verði lík-
lega tekin i ágúst.
Auglýsing um
lausar byggingalóðir
Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar
og skipulags- og byggingaskilmálar
liggja frammi á skrifstofu
byggingafulltrúa og í upplýsingaanddyri
bæjarskrifstofu að Geislagötu 9.
Umsóknum skal skila á þessa staði fyrir 20. júlí nk.
Eldri umsóknir skal endurnýja.
Eftirtaldar lóðir eru lausar til umsóknar.
EINBÝLISHÚS
Bakkasíða 6 ein hæð Urðargil 2-8 ein hæð
Bakkasíða 16 ein - ein og hálf hæð Valagil 2-14 tvær hæðir
Borgarsíða 22 ein og hálf hæð Valagil 11-23 tvær hæðir
Borgarsíða 23 hæð og ris Vesturgil 1-9 tvær hæðir
Borgarsíða 29 hæð og ris Vesturgil 14-20 tvær hæðir
Borgarsíða 39 ein og hálf til tvær Víkurgil 2-6 tvær hæðir
Brekkusíða 6 ein hæð Stórholt 14 tvær hæðir
Brekkusíða 8 ein hæð Miðteigur 8 tvær hæðir
Brekkusíða 10 ein hæð Steinatröð hæð og ris (kjallara)
Brekkusíða 16 hæð og ris
RAÐHÚS - PARHÚS
Valagil 1-9 tvær hæðir
FJOLBYLISHUS
Skessugil 7-11 tvær hæðir
IÐNAÐAR- OG ÞJÓNUSTULÓÐIR UTAN MIÐBÆJARSVÆÐIS
Kiðagil 1
Freyjunes 4
Óseyri 24
Sandgerðisbót
Ósvör
Þjónusta/verslun/6 íbúðir
iðnaöur/þjónusta/
verslun
lóð á hafnarsvæði
verbúðir
verbúðir
BYGGINGAFULLTRUI
AKUREYRARBÆJAR
Guðsþjónusta
í Laufási
GUÐSÞJÓNUSTA verður í
Laufáskirkju sunnudaginn 9.
júlíkl.11.
Samþykktar breytingar á tæknisviði Akureyrarbæjar
valda óröa innan bæjarkerfísins
Skipulagsstjóri og
yfirverkfræðing’ur hafa
sagt upp störfum
ÁRNI Ólafsson, skipulagsstjóri Ak-
ureyrarbæjar, og Guðmundur Guð-
laugsson yfirverkfræðingur hafa
sagt upp störfum en uppsagnir
þeirra voru til umræðu á fundi bæj-
arráðs í gær. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins tengjast uppsagn-
irnar óánægju með fyrirhugaðar
breytingar á tækni- og umhverfis-
sviði bæjarins.
Áður hafði Gunnar Jóhannesson
yfirmaður hönnunar- og mælinga-
deildar bæjarins sagt upp störfum
vegna óánægju og þá hefur Morgun-
blaðið heimildir fyrir því að unnið sé
að því að gera starfslokasamninga
við fleiri yfirmenn innan bæjarkerf-
isins í kjölfar þessara breytinga.
Guðmundur Guðlaugsson sagði að
uppsögn sín væri persónulegs eðlis
og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
málið en hann hefur verið í starfi yf-
irverkfræðings frá árinu 1977. Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði
að breytingar á tæknisviði bæjarins
hafi verið til umræðu í rúman áratug
en af einhverjum ástaeðum ekki
komist í framkvæmd. í málefna-
samningi núverandi meirihluta væru
ákvæði um endurskipulagningu
tæknisviðs og unnið væri að fram-
kvæmd þeirrar samþykktar nú.
Við afgreiðslu málsins í bæjar-
stjórn fyrr á árinu var breytingin
samþykkt með 10 samhljóða atkvæð-
um og sagði Kristján Þór að það væri
alveg ljóst að hún myndi koma til
framkvæmda í kjölfarið.
„Það er vissulega töluverð þekk-
ing og reynsla að fara út úr bæjar-
kerfinu með þessum mönnum og er
nokkur eftirsjá í því. Við ráðum hins
vegar ekki yfir ákvarðanatöku ein-
staklinga og í breytingunum felast
einnig tækifæri fyrir bæjarkerfið.
Þarna verður hægt að byggja upp
svið með nýjum stjórnendum í nýju
kerfi.“
Bæjarstjóri sagði að við breyting-
ar á félagssviðinu á sínum tíma hefði
einnig orðið vart við ókyrrð meðal
starfsfólks. Það hefði svo jafnað sig
og hann sagðist ekki vita annað en að
starfið á félagssviði gengi vel fyrir
sigídag.
Óöryggi fylgir breytingum
„Það fylgir óöryggi öllum breyt-
ingum sem og hreyfingu á fólki.
Breytingum fylgir endurnýjun og
hún er oftast holl hverjum þeim sem
tekur þátt í henni. Þótt menn hafi
skiptar skoðanir um málið tel ég að
þessar breytingar séu lífsnauðsyn-
legar fyrir bæjarkerfið. Innra skipu-
lag þessa nýja sviðs er eftir og það
hefst ekki fyrr en nýr sviðsstjóri, Ár-
mann Jóhannesson, kemur til starfa
í ágúst.“
Kristján Þór sagði að með þessum
breytingum myndi deildarstjórum
fækka um sex. Tæknisviðið hefur
verið rekið með 8 sjálfstæðum deild-
um, sem hver hafði sinn deildar-
stjóra. Á tækni- og umhverfissviði
verða aðeins tveir deildarstjórar,
undir sviðsstjóra. Bæjai'ráð sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
auglýsa deildarstjórastöðurnar laus-
ar til umsóknar.
Ekki náðist í Árna Ólafsson skipu-
lagsstjóra.
------»-H-------
Bókmennta-
vaka
BÓKMENNTAVAKA verður haldin
í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið
7. júlí, á vegum Listasumars. Bók-
menntavakan nefnist „Skáldaþing"
og fjallar um skáldin Heiðrek Guð-
mundsson og Rósberg G. Snædal og
verk þeirra.
Umsjónarmenn vökunnar og les-
arar eru Erlingur Sigurðarson, Jón
Erlendsson, Sigurður Jónsson og
Þröstur Ásmundsson. Bókmennta-
vökur eru haldnar á hverju
föstudagskvöldi í þær 10 vikur sem
Listasumar 2000 stendur yfir. Að-
gangur er ókeypis.