Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Landsþing KÍ á Hvolsvelli
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Kvenfélagskonur víðs vegar af landinu virða fyrir sér handverk.
Konur fjölmenntu
á afmælisþing
Hellu-32. Landsþing Kvenfélaga-
sambands íslands var haldið á
Hvolsvelli 23.-25. júní sl. en þetta
var jafnframt afmælisþing, þar sem
sambandið varð 70 ára á þessu ári.
Landsþingið var í boði Sambands
sunnlenskra kvenna en yfirskrift
þingsins að þessu sinni var siðfræði,
siðmennt og siðblinda.
Fundarsetning fór fram í Breiða-
bólstaðarkirkju í Fljótshlíð þar sem
sr. Önundur Björnsson tók á móti
um 160 landsþingsfulltrúum og gest-
um. Ólafía Ingólfsdóttir, formaður
SSK, bauð konur velkomnar en Drífa
Hjartardóttir, alþingismaður og frá-
farandi forseti KÍ, setti þingið og
Eggert Pálsson, bóndi á Kirkjulæk,
flutti þingheimi kveðjur Bændasam-
taka Islands. Hlé var gert á fundar-
störfum til að skoða Njálusafnið á
Hvolsvelli undir leiðsögn Arthúrs
Björgvins Bollasonar. Á þinginu
fluttu fyrirlestra sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir og Sigurður Bjömsson
lektor auk Baldurs Sigfússonar sem
flutti erindi um mikilvægi krabba-
meinsleitar hjá konum. Tíu vinnu-
hópar störfuðu á þinginu um marg-
vísleg málefni og fram komu margar
tillögur og ályktanir. Hátíðardag-
skrár vom bæði kvöldin, þar sem
margir góðir listamenn innan og ut-
an héraðs komu fram, en héraðs-
nefnd Rangæinga, nokkur sveitarfé-
lög í Árnessýslu og fyrirtæki á
Suðurlandi buðu konum til hátíðar-
kvöldverðar á laugardagskvöldið.
Tvær konur voru heiðraðar á þing-
inu, þær Sigríður Ingimundardóttir
úr Reykjavík, en hún var varafor-
maður KÍ til margra ára og auk þess
ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar,
og Stefanía M. Pétursdóttir, Kópa-
vogi, fyrrverandi formaðm- KI.
Nýr forseti Kvenfélagasambands
íslands var kjörinn, Helga
Guðmundsdóttir, Reykjavík, í stað
Drífu Hjartadóttur, sem gegnt hefur
embættinu sl. sex ár.
Mývatnsmaraþon 2000
Ingélfur Geir
sigraði í 5. sinn
Mývatnssveit - Árlegt stórhlaupa-
mót hófst í Mývatnssveit fyrir
skömmu með því að ræst var í mara-
þonhlaup á hefðbundnum stað hjá
Kálfaströnd. Fjöldi keppenda var 61.
Veðrið var bjart og fagurt en nokkur
vestan gola í fangið fyrsta kastið og
frekar svalt í veðri, varð þó kaldara
er leið nær miðnætti. Hlaupinn var
hringvegurinn um Mývatn og þó ríf-
lega það til að ná tilskildum 42 km.
Fyrstur í mark varð Ingólfur Geir
Gissurarson sem vann nú hlaupið í 5.
sinn, hann hljóp á tímanum 2:53,20.
Annar varð Ingólfur Öm Arnarson á
2:59,23 og Trausti Valdemarsson
varð þriðji á 3:05,16.
I kvennaflokki sigraði Rannveig
Oddsdóttir á tímanum 3:13,20, Val-
gerður Ester Jónsdóttir varð önnur
á 3:37,14 og Theodóra Björk Geirs-
dóttir þriðja á 3:57,46.
Eftir hádegi á laugardag var ræst
i hálfmaraþon við Neslandatanga, í
10 km hlaup við Geiteyjarströnd og 3
km skemmtiskokk hjá Garði. Pá var
sólskin og besta hlaupaveður.
í hálfmaraþoni voru keppendur
53. Par sigraði Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir í kvennaflokki á tímanum
1:43,41 en Daníel Smári Guðmunds-
son í karlaflokki á nýju brautarmeti,
1:13,44. í 10 km hlaupi sigraði Fríða
Rún Þórðardóttir á 39,55 og ívar
Trausti Jósafatsson á 38,22.
í 3.000 metra skemmtiskokki voru
sigurvegarar Anna Benny Harðar-
dóttir á 12,41 og Stefán Hallgríms-
son á 10,32. Heildarfjöldi keppenda
var nálægt 360.
Þeir sem vilja kynna sér úrslit
frekar geta nálgast þau á heimasíðu
keppninnar: www.myvatn.is/mara-
thon.
Pau eru með ýmsu móti, viðhorf
þeirra sem mæta til þessa leiks.
Nokkrir koma til að heyja harða
keppni um sigur, aðrir koma til að
sanna fyrir sjálfum sér árangur
þrotlausra æfinga og enn aðrir eru
að safna mótum og fara þeir vítt um
heiminn í þessu skyni og eru sumir
langt að komnir. Allir koma þó fyrir
ánægjuna fyrst og fremst og fara
glaðir heim eftir skemmtilegt mót
við Mývatn.
Démsmálaráðherra opnar
nýja lögreglustöð á Hélmavík
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra opnaði á dögunum nýja lög-
reglustöð á Hólmavík.
Dómsmálaráðherra minntist á það
í ræðu sinni að það væri tími til kom-
inn að lögreglan á Hólmavík flytti í
betra húsnæði en hún hafði áður að-
stöðu í kjallara embættisbústaðarins
á staðnum.
Nýja lögreglustöðin er búin tveim-
ur fangaklefum en áður var enginn
fangaklefi á Hólmavík og með því
sparast bæði tími og fyrirhöfn af því
að ekki þarf lengur að færa fanga til
nærliggjandi sýslumannsembætta á
ísafirði eða Blönduósi, sagði dóms-
málaráðherra í ræðu sinni. Einnig
minntist dómsmálaráðherra á að á
síðasta ári var fjöldi lögreglumanna
við embættið tvöfaldaður og nú eru
þeir tveir.
Viðstaddir opnunina voru allir
fyrrverandi og núlifandi sýslumenn
Strandamanna ásamt núverandi
embættishafa.
Frá vinstri: Rúnar Guðjúnsson, nú sýslumaður í Reykjavík, Andrés
Valdimarsson, nú sýslumaður á Selfossi, Hjördís Hákonardóttir, nú hér-
aðsdómari, Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, Bjarni Stefáns-
son, sýslumaður á Hólmavík, Ríkarður Másson, nú sýslumaður á Sauð-
árkróki, og Ólafur Hauksson, nú sýslumaður á Akranesi.
Fíkniefnaleitarhundur til
lögreglunnar í Bolungarvík
Bolungarvík - Fíkniefnaleitarhund-
urinn Nökkvi er kominn „til starfa“
hjá lögreglunni í Bolungarvík. Eig-
andi Nökkva er Jón Bjarni Geirsson,
lögregluvarðstjóri í Bolungarvík, og
hefur hann unnið að þjálfun hans
undanfarin ár.
Nökkvi sem er sjö ára og er af
labrador-kyni var tveggja ára er Jón
Bjarni eignaðist hann og hóf að
þjálfa hann til leitar í snjóflóðum og
hefur Nökkvi verið í A-flokki björg-
unarhunda og á svokölluðum út-
kallslista björgunarsveitanna í um
þrjú ár.
Það er mikil vinna að koma upp
góðum leitarhundi og kostar mikla
alúð og þolinmæði, en þjálfun fíkni-
efnaleitarhunda er í umsjón Ríkis-
lögreglustjóra og embættið lætur
síðan fagmenn taka út hæfni hund:
anna áður en þeir verða viðurkennd-
ir til að nota við fikniefnaleit. Hund-
arnir eru svo hæfnisprófaðir
reglulega.
Mikill fengur að
fleiri hundum
Guðmundur Guðjónsson hjá Rík-
islögreglustjóra sagði að það væri
mikill fengur að því að fá fleiri sér-
hæfða fikniefnaleitarhunda, Nökkvi
yrði í Bolungarvík en kæmi til með
að fara í verkefni víða eftir því sem
tilefni gæfust hverju sinni. Á Isafirði
er starfrækt rannsóknardeild með
tveimur stöðugildum og er annað
þeirra staða sérstaks fíkniefnarann-
sóknarmanns og sagði Guðmundur
að mikil og góð samvinna væri meðal
lögregluumdæma á Vestfjörðum í
þessum málaflokki.
Þá sagði Guðmundur að á Hólma-
vík væri einnig fiknefnaleitarhundur
og það væri vissulega mikill styrkur
að hafa tvo sérhæfða hunda til þess-
ara verkefna þarna fyrir vestan en
verkefni þeirra væru ekki bundin við
það svæði, t.d. hefðu báðir hundarnir
verið „að störfum" í Þórsmörk um sl.
helgi.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Nökkvi og eigandi hans Jén Bjarni Geirsson lögregluvardsljéri.
Heimsmeistari svífur yfír Víkinni
Thomas Wagner paragliding
flugmaður og Kari Eisenhut
paragliding world cup winner
1999 að gera sig klára fyrir flug
af Reynisfjalli f Mýrdal og grind-
in fyrir myndavélina fest í
strengi fallhlífarinnar.
Við rásmark í heilmaraþoni voru 61 keppandi.
Myndataka
úr svifu
Fagradal - Thomas Ulrich ævin-
týraljósmyndari frá Sviss er hér á
landi um þessar mundir ásamt
tveimur öðrum svifköppum til að
taka myndir af íslenskri náttúru.
Ljósmyndavél er fest í ramma í
strengi svifunnar (paraglide) á milli
svifunnar og flugmannsins. I svif-
unni undir myndavélinni svífur
Kari Eisenhut sem er heimsmeist-
ari í svifu (paragliding) 1999. Hann
segir að aðstæður á Reynisfjalli séu
mjög góðar en þær séu ekki fyrir
r
• n
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Thomas Wagner og Kari Eis-
enhut á svifdrekum sínum.
nema vana menn. Þeir félagar eru
búnir að svífa víða yfir Suðurlandi
og sagði Thomas að þeir hefðu dag-
inn áður svifið yfir Landmanna-
laugum og tekið myndir. Frá Vík
fara þeir að Vatnajökli.
Myndimar úr íslandsferð þeirra
félaga verða seldar til blaða og
tímarita um allan heim.