Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
ACO flutt
Forsvarsmenn verðbréfa- og fjármálafyrirtækjanna
ínjftt
húsnæði
ACO, sem er elsta tölvufyrirtæki
landsins, hefur flutt höfuðstöðvar
sínar í Skaftahlíð 24 þar sem Nýherji
vai' áður til húsa. Flutningi verslun-
ar ACO, fyrirtækja- og fjármála-
sviðs, lagers og viðgerðardeildar er
að fullu lokið og hafa þessar deildir
hafið eðlilega starfsemi á nýjum
stað.
Tækja- og fagtækjasvið Japis
sameinaðist ACO 1. maí síðastliðinn
og síðar í þessum mánuði mun Japis-
hluti ACO flytja í Skaftahlíðina. Mun
ACO þá bjóða upp á stærstan hluta
þess tæknibúnaðar sem er nauðsyn-
legur fyrirtækjum og einstaklingum
undir einu þaki.
ACO er meðal annars með umboð
fyrir Apple og Gateway tölvur, Sony
og Panasonic tæknibúnað, Belkin
net- og tölvukapla, D-LINK netbún-
að, Heidelberg Prepress filmuút-
keyrsluvélar auk Ricoh prentara,
faxtækja og ljósritunarvéla.
UCRETE
Hita-og
efnaþolnu
gólfefnin
Nú fáanleg
n
Gólflaffliir
IBMAÐARGÖLF C-F
Sniiðjuvegur 72,2ÖO Kópavogur
Smú: 5641740, Fax: 5541769
MECALUX
Fullkomið
kerfi með
heildarlausn
fyrij
lagerrymið
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300
I www.straumur.is I
Álitlegustu fjárfestingarkostirnir að mati verðbréfafyrirtækjanna
Búnaðarbanki Verðbréf íslandsbanki- FBA íslensk verðbréf Kaupþing Landsbanki viðsk.stofa Landsbréf
1 Marel Baugur Baugur Össur Baugur ísl. aðalverktakar 1
2 Opin kerfi Húsasmiðjan Jarðboranir Opin kerfi ísl. hugbúnaðarsj. Nýherji 2
3 Tryggingamiðst. Össur Húsasmiðjan Grandi Skýrr Jarðboranir 3
Ekki óeðlilegar
ábendingar
Er eðlilegt að verðbréfafyrirtæki mæli
með fjárfestingu í hlutabréfum félaga
sem þau eru sjálf hluthafar í og eiga þ.a.l.
hagsmuna að gæta? Svör forsvarsmanna
fj ármálafyrirtækj anna eru á þann veg að
lögð sé mikil áhersla á sjálfstæði greining-
ardeilda en þær þjóni einnig öðrum deildum
fyrirtækjanna þar sem spár þeirra og
greiningar eru grundvöllur viðskipta og
ráðgjafar til viðskiptavina.
EX fjármálafyrirtæki birtu
ábendingar sínar um þrjá
bestu fjárfestingarkosti
meðal fyrirtækja á Verð-
bréfaþingi íslands í Morgunblaðinu í
gær. Athygli hefur vakið að fjár-
málafyrirtækin voru ekki mjög sam-
mála í vali sínu, auk þess sem þau
eiga í mörgum tilvikum misstóra
eignarhluti í viðkomandi fyrirtækj-
um.
í 15. grein laga um verðbréfavið-
skipti segir að verðbréfafyrirtæki
skuli gæta fyllstu óhlutdrægni gagn-
vart viðskiptavinum sínum og veita
þeim greinargóðar upplýsingar um
þá kosti sem þeim standa til boða.
Ekki knýjandi þörf
á reglum
Benedikt Árnason, skrifstofustjóri
í viðskiptaráðuneytinu, segir að ekki
hafi verið rætt um að setja sérstakar
reglur um mat verðbréfafyrirtækja á
fjárfestingarvalkostum eða ráðgjöf
að öðru leyti. „Við teljum ekki knýj-
andi þörf á slíkum reglum,“ segir
Benedikt. Röksemdirnar segir hann
þær að ef verðbréfafyrirtæki í ráð-
gjöf sinni hyglir því íýrirtæki sem
það á sjálft hlut í minnki það trúverð-
ugleika sinn. „Það kemur niður á því
sjálfu því verðbréfafyrirtæki byggja
starf sitt á trausti viðskiptavina."
Benedikt segist ekki hafa kynnt sér
umrætt mál til hlítar og geti því ekki
dæmt um hvort ráðgjöf af þessu tagi
sé eðlileg.
Edda Rós Karlsdóttir er yfirmað-
ur greiningardeildar Búnaðarbanka
íslands. „Greiningardeildin er óháð
öðrum en er stoðdeild fyrir aðrar
deildir bankans. Það sem við teljum
góðan fjárfestingarkost er þá jafnt
ráðlegging okkar til viðskiptavina og
til bankans. Af þessum sökum er
eðlilegt að bankinn fjárfesti í þeim
félögum sem greiningardeildin mæl-
ir með. Ef menn telja annað er verið
að gefa í skyn að um óheiðarleika sé
að ræða. Það er ekki svo.“
I janúar sl. leitaði Morgunblaðið
einnig eftir fjárfestingarábending-
um fjármálafyrirtækjanna og mælti
þá Búnaðarbankinn með fjárfestingu
í Búnaðai'bankanum. Edda Rós seg-
ir það eðlilegt. „Við bendum á þá
fjárfestingarkosti sem við teljum
raunverulega vera góða í hvert
skipti, með hagsmuni viðskiptavina
okkar að leiðarljósi. Abending okkar
um fjárfestingu í Búnaðarbankanum
hefur reynst fjárfestum vel þar sem
gengi bréfa bankans hefur hækkað
um tæp 5% síðan í janúar."
Fjármálafyrirtæki fulltrúar
viðskiptavina sinna
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, segir engin tengsl á milli
meðmæla greiningardeildar Kaup-
þings og eignarhlutar Hlutabréfa-
sjóðsins Auðlindar hf. í Opnum kerf-
um og Granda. „Hlutabréfa-
sjóðurinn Auðlind er rekinn sem
algjörlega sjálfstætt fyrirtæki og
hefur engin tengsl við greiningar-
deild Kaupþings. Greiningardeildin
starfar sjálfstætt, rétt eins og rit-
stjóm fjölmiðils og mælir til dæmis
ekki að þessu sinni með fjárfestingu í
Samherja eða Búnaðarbankanum en
þar á fyrirtækið sjálft stóra eignar-
hluti,“ segir Sigurður.
Greiningardeild Kaupþings mælti
með fjárfestingu í Samheija í Morg-
unblaðinu í janúar sl„ skömmu áður
en fyrirtækið sjálft fjárfesti í Sam-
heija. Greiningardeildin mælti að
þessu sinni með kaupum á bréfum í
Óssuri, Opnum kerfum og Granda.
Að sögn Sigurðar á Kaupþing ekki
hlutabréf í Ossuri, heldur viðskipta-
vinir Kaupþings, og algengt sé að
fjármálafyrirtæki séu fulltrúar við-
skiptavina sinna á hluthafalistum.
Sigurður segir það metnaðarmál
Kaupþings hf. að tryggja sjálfstæði
greiningardeildar eins og annarra
deilda fyrirtækisins, enda sé það for-
senda þess að fyrirtækið haldi trú-
verðugleika á markaðnum. „Þess ber
einnig að geta að Kaupþing er
rekstraraðili mjög stórra verðbréfa-
sjóða og mér er til efs að það séu
mörg fyrirtæki á íslenska markaðn-
um sem einhverjir sjóðir í umsjón
Kaupþings eigi minna en 1-2% í, eins
og nefnt var sem ástæða mögulegs
hagsmunaárekstrar vegna meðmæla
greiningardeildar. Það er útilokað að
sjóðstjórar eða miðlarar fái að hafa
árhif á útgáfu greiningardeildar.
Menn verða einnig að leggja sjálf-
stætt mat á það sem kemur frá
greiningardeildum verðbréfafyrir-
tækjanna. Tilgangur þeirra er ekki
síst að hvetja til umræðna og skoð-
anaskipta um markaðinn.“
Greining einkum hugsuð
sam ráðgjöf til viðskiptavina
Almar Guðmundsson, forstöðu-
maður gi'einingar og útgáfu hjá Is-
landsbanka-FBA, segir að það væri
algjörlega andstætt langtímahags-
munum bankans að misbeita grein-
ingunni á nokkurn hátt. „Það er auð-
velt að þyrla upp ryki í kringum
svona mál. Hér ríkir skýr aðskilnað-
ur og viðskiptalegum forsendum er
haldið frá greiningunni. Annað
myndi grafa undan ti-úverðugleika
okkar og góð afkoma íslandsbanka-
FBA til framtíðar byggist fyrst og
fremst á trausti viðskiptavina.“
Almar segir að greining á vegum
FBA sé einkum hugsuð sem ráðgjöf
til viðskiptavina bankans, sem flestir
séu langtímafjárfestar á hlutabréfa-
markaði. „Þessir fjárfestar þekkja
hlutabréfamarkaðinn mjög vel og fá
upplýsingar víða að. Þeir leggja mat
á þær og eiga viðskipti í samræmi við
það sem þeir telja best hverju sinni.
Þeir krefjast trúverðugrar, heil-
steyptrar ráðgjafar, sem byggð er á
grundvallarstaðreyndum en ekki
eignarhlutum hér og þar.“
Almar segir ástæðu þess að FBA
hafi mælt með Baugi, Húsasmiðj-
unni og Össuri ekki þá að greiningar-
deildin þekki þessi fyrirtæki betur
en önnur. Bankinn sá um útboð fyrir
tvö fyrmefndu fyrirtækin og á yfir
5% í Baugi en tæp 5% í Húsasmiðj-
unni. Almar segir að fyrir liggi ná-
kvæm sjóðstreymisgreining á öllum
fyrirtækjum á VÞI og gefin sé út
ráðlegging um kaup, sölu eða hlut-
laust samhliða þeim. „Við verðum ,að
beita einhveijum aðferðum við að
velja þrjá bestu kostina úr „kaupa“-
flokknum og það val er byggt á þeim
rökum sem við notum í sjóðstreymis-
greiningu okkar,“ segir Almar.
Verðmyndun myndi versna
án greininganna
Tómas Ottó Hansson hjá
markaðsviðskiptum FBA segir það
eðlilegt að bankinn eigi í félögum þar
sem greining og útgáfa hafi mælt
með kaupum og gefi það til kynna
trú bankans á viðkomandi félögum.
„Fjárfestingarstefna bankans tekur
þó mið af öðrum þáttum einnig og því
eru þau tengsl ekki einhlít. Við telj-
um mikilvægt fyrir okkur og aðra
fjárfesta að fá reglubundnar grein-
ingar sem byggjast á opinberum
upplýsingum og gefa faglegt verð-
mat á fyrirtækjum. Að þessu leyti er
markaðurinn að þróast í átt að því
sem gengur og gerist erlendis."
Tómas segir að slíkar gi'einingai'
auki skoðanamyndun og upplýsinga-
flæði á markaðnum, enda byggja
þær á röksemdafærslu og forsendum
sem hver sem er getur gagnrýnt eða
tekið undir. „Ég held að almennir
fjárfestar væru verr settir og verð-
myndun á markaðnum myndi versna
ef fjármálafyrirtækin hættu að birta
slikar greiningar.“
Fjármálafyrirtækjum
annt um orðsporið
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri
Landsbréfa, segir greiningu Lands-
bréfa hafa nokkra sérstöðu meðal
fjármálafyrirtækjanna vegna þess
að hún sé unnin á svokallaðri kaup-
endahlið, þ.e. sjóðsstjórum á eigna-
stýringarsviði sem fjárfesta fyrir
viðskiptavini Landsbréfa. „Það hlýt-
ur að verða samsvörun á milli þess
sem sjóðir okkar eiga og þess sem
ráðgjöf okkar gengur út á. Ef við
værum ekki að fjárfesta fyrir við-
skiptavini okkar samkvæmt ráðgjöf-
inni væri ekki mikið að marka hana.
Fjármálafyrirtækjunum er það annt
um orðspor sitt að þau birta ekki ráð-
gjöf sem ekki er byggð á óhlut-
drægni gagnvart viðskiptavinum,"
segir Sigurður Atli.
Islenski hlutabréfasjóðurinn er
einn af sjóðum Landsbréfa og er
jafnframt eigandi að 1-3% í þeim
fyrirtækjum sem Landsbréf mælti
með sem góðum fjárfestingarkost-
um. „Ef við mættum ekki mæla með
neinum félögum sem sjóðir okkar
eiga í gætum við ekki sagt viðskipta-
vinum okkar nokkurn skapaðan
hlut,“ segir Sigurður Atli.
Halldór J. Kiistjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Islands, segist
hafa fulla trú á fagmennsku sérfræð-
inga hjá Viðskiptastofu Landsbank-
ans og Landsbréfum hf. „Það segir
sína sögu að þessir tveir aðilai' mæla