Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Tillögu um eftirlit með hvalaafurðum hafnað FUNDI Alþjóða hvalveiðiráðsins lauk í gær en helstu mál á dagskrá voru skýrsla vísindanefndar ráðs- ins og kjör forystumanna auk ým- issa smærri mála. Ki'istin Har- aldsdóttir sat fundinn fyrir hönd sjávarútvegsráðuneytisins. „A fundi vísindanefndar ráðsins kom fram tillaga að ályktun um að vís- indanefndin ynni að erfðafræðileg- um aðferðum til að fylgjast með verslun á hvalaafurðum en sú til- laga var felld,“ segir Kristín. „Þau ríki sem lögðu fram tillöguna um að flýta gerð stjórnunarlaganna í fyrradag greiddu ekki atkvæði með þessari tillögu og var greini- legt að þau töldu að þessi tillaga myndi tefja gerð stjórnunarlag- anna. Þessi atkvæðagreiðsla skýrði mjög vel þær þrjár fylking- ar sem eru á fundinum en það eru þjóðirnar sem eru á sitt hvorum pólnum og síðan þessi miðjufylk- ing sem er að skera sig úr.“ A fundinum í gær var Svíinn Bo Fernholm kosinn formaður í stað írans Michael Canny sem er að láta af störfum. „Leynileg at- kvæðagreiðsla fór einnig fram um hver myndi halda fundinn árið 2002 en bæði Japan og Nýja-Sjá- land höfðu boðið sig fram. Japan hlaut fleiri atkvæði í þeirri at- kvæðagreiðslu og verður fundur- inn því haldinn í japönsku borginni Shimonoseki 2002.“ Hvalveiðar leyfilegar en ómögulegar Norðurskautssamtökin High North Alliance, en aðild að þeim eiga Noregur, Færeyjar, ísland, Grænland og Kanada, hafa staðið fyrir kynningarherferð í Ástralíu vegna fundar hvalveiðiráðsins en mikið upplýsingastríð hefur verið háð milli umhverfissinna og þeirra sem eru fylgjandi hvalveiðum. Sveinn Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Norðurskautssamtakanna, er ekki á sama máli og aðrir um að ályktunin um hröðun vinnu við stjórnunarreglanna komi til með að flýta fyrir hvalveiðum. „Ég er ekki sammála því að Alþjóða hval- veiðiráðið hafi verið að stíga einu skrefi nær hvalveiðum með þeirri ályktun sinni. Ég tel að það hafí frekar verið að stíga skrefi fjær hvalveiðum. Svíar koma með þessa ályktun degi eftir að fulltrúi þeirra lýsti því yfir að öll heimsins höf ættu að vera griðastaður fyrir hvali og það sjá allir að þetta gengur ekki upp. Astæðan fyrir því að þeir ganga fram með þessa ályktun er sú að þeir eru undir pressu frá CITES og eins vita þeir að ef stjórnunar- lögin verða samþykkt eins og þau eru á borðinu í dag verða hvalveið- ar leyfðar en ekki stundaðar vegna þess að þær koma ekki til með að borga sig. Ástæða þess er sú að reglurnar gera ráð fyrir geysilega dýru eftir- liti en kostnaðinn af því myndu hvalveiðiþjóðirnar bera og er hann langtum meiri en veiðarnar standa undir. Það er því verið að gera hvalveiðar leyfilegar en ómöguleg- ar.“ Evrópsk æska án eiturlyfja - á mbl.is PATH Kynntu þér allt um Path á mbl.is um leið og þú tekur þátt í samkeppni um slagorð Path. Á mbl.is er einnig hægt að lesa sér til um hvað er á döfinni hjá Path. 10.-17. júlí: ráðstefna ;v fallhlífarstökk netleikur götugleði ..j'/ iM V"/ /<■ og miklu fleira... Path.is ► Lumar þú á skemmtilegu ? ■ gslagorð 1 fyrir Path? Sendu tillögu í samkeppn- ina á mbl.is og þú gætir unnið frábærar Flakkferðir í boði Ferðaskrifstofu stúdenta og Eurocard-Atlas! Meðal þess sem Flakkferðir bjóða upp á í sumar er: Fallhlífastökk 8. júlí, verð kr. 9800. Svifflug 12. júlí, verð kr. 2000. Rimini 22.-29. júll, verð kr. 29.990. Portúga! 14.-28. ágúst, verð 30.900. Skráning í sfma 551 5353. SAMSKIP :: Islandsbanki *~firlírAn vímurfiu 1 •' ; ; " - If p^MÍE ® í i ifi f il • maa * Bm. tt I v 11 M 1 </ mbl.is Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Skipstjórum lýst illa á eftirlitsmyndavélar um borð í fískiskipunum. Myndi ekki skila ætluðum árangri Hafa ekki trú á eftirlitsmyndavélum EFTIRLITSMYNDAVÉLAR um borð í fiskiskipum myndu ekki skila tilætluðum árangri og leita verður annarra leiða til að koma í veg fyrir brottkast að mati skipstjóra. Sjávar- útvegsráðherra kynnti á miðvikudag aðgerðir gegn brottkasti fisks og hefur m.a. skipað starfshóp sem kanna á notkun eftirlitsmyndavéla um borð í skipum til að komast að umfangi brottkastsins og til að koma í veg fyrir það. Gestur Sigurðsson, skipstjóri á frystitogaranum Rán HF frá Hafn- arfirði, segist ekki viss um að eftir- litsmyndavélar myndu þjóna tilgangi sínum. „Ætli fólki í landi þætti ekki óþægilegt ef það væri undir stöðugu eftirliti í vinnunni? Það sama á ef- laust við úti á sjó. Það væri vissulega hægt að koma fyrir myndavélum hér um borð en þær yrðu að vera ansi margar. Við erum reyndar nú þegar með myndavélar á grandaraspilun- um og í vinnslunni en ef það ætti að hafa eftirlit með öllu yrðu vélarnar að vera á mun fleiri stöðum og það yrði mjög dýrt. En það má vel vera að myndavélar séu góð leið til að hafa eftirlit með brottkasti en ég sé ekki í fljótu bragði fyrir mér hvernig það yrði framkvæmt. Mér finnst umræðan um brottkast á köflum dálítið undarleg. Við erum reglulega með eftirlitsmenn um borð hjá okkur á frystitogurunum og þeir benda okkur á það sem betur má fara. Fiskurinn sem við veiðum er númeraður eftir stærðarflokkum og Fiskistofa fær allar upplýsingar um aflann. Fiskistofa getur síðan borið þær saman við skýrslur úr veiðiferð- um þegar ekki er eftirlitsmaður um borð. Þannig kæmi strax í ijós ef grunsamlega mikill munur væri á aflasamsetningunni milli veiðiferða. Við höfum heldur engan hag af að henda fiski vegna þess að í frysting- unni er sáralítill verðmunur á stórum og smáum físki.“ Myndavélar ekki rétta aðferðin „Fyrir mitt leyti væri mér sama þó að hér væru eftirlitsmyndavélar um borð. Ég hef ekkert að fela, enda ekki það mikdll fiskimaður að ég hafi efni á að henda fiski. En sjálfsagt yrði óþægilegt að vinna undir slíku,“ segir Oli Fjalar Ólafsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Heiðrúnu GK frá Grundarfirði. „Þetta er sjálfsagt tæknilega framkvæmanlegt en ég held að þetta sé hinsvegar ekki rétta aðferðin til að koma í veg fyrir brottkast á fiski. Maður sér í hendi sér að þó að væru myndavélar um borð í skipum myndu þeir sem á ann- að borð eru að henda fiski finna ein- hverja leið til komast fram hjá myndavélunum. Það hljóta því að vera til betri leiðir. Að mínu mati væri skynsamlegast að hækka verulega það hlutfall af undirmálsfiski sem menn mega koma með í land utan kvóta. Ég tel að menn myndu ekki leggjast í smá- fisk þó kerfinu yrði breytt þannig, því menn fá mun lægra verð fyrir smáan fisk. En þá myndi smáfiskur- inn í meðaflanum koma á land. Það er aftur á móti mjög jákvætt að um- ræðan um brottkast sé nú komin upp á borðið og að nú eigi að grípa til að- gerða til að draga úr því. Það vita all- ir að þetta viðgengst í einhverju magni en það verður að beita skynsamlegum aðgerðum í þessu sambandi," segir Óli Fjalar. Ósanngjörn umræða „Ég hef ekki og hef aldrei haft neitt að fela og þess vegna mættu vera eftirlitsmyndavélar um borð mín vegna. Slíkt eftirlit yrði vafa- laust þrúgandi og óþolandi til lengd- ar. Ég tók þessa hugmynd reyndar ekki alvarlega og get ekki séð að af þessu geti orðið,“ segir Gísli Vil- hjálmur Jónsson, skipstjóri á línu- skipinu Frey GK. Freyr GK er gerður út af Vísi hf. í Grindavík sem verkar afla af bátum sínum í salt. Gísli segir að undir- málsfiskur af bátum Vísis sé seldur á markaði og fyrir hann fáist venju- lega töluvert hærra verð en fyrir þann fisk sem fari í saltverkun. Sjó- menn hafi því enga ástæðu tii að henda smæsta fiskinum fyrir borð. „Umræðan um brottkast er þann- ig ósanngjöm gagnvart stærstum hluta sjómanna. Brottkast er engu síður staðreynd en ég er sannfærður um að það er stundað í mun minna mæli nú er áður, því menn hafa tamið sér mun betri vinnureglur í um- gengni um auðlindina. Að mínu mati eigum við ekki að vera að fást um það hvemig málum var háttað fyrir mörgum ámm heldur einblína á það sem er að gerast í dag og hvemig má koma í veg fyrir það.“ Stóreignir óskast Höfum verið beðnir um að útvega: 2.500-3.000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði). 4.000-5.000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði). Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir, Stefán Hrafn eða Óskar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.