Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLADIÐ Hvað eru nokkrir marblettir milli vina? Bassasöngvarinn Tómas Tómasson hefur verið á ferð og flugi milli óperuhúsa í Evrópu að undanförnu og segist njóta flökkulífsins út í ystu æsar. Margrét Svein- björnsdóttir komst að því að hann hefur staðið í nautaati og hnífabardögum auk þess að berjast við ofurvirkar bakteríur. „NÝLIÐIÐ sýningarár held ég að ég kalli einfaldlega nautaatsárið mitt. I nóvember söng ég á sex sýningum á „Carmen“ í Brussel og á þjóðhátíðar- daginn söng ég svo í síðustu sýning- unni af fimm í Köln, alltaf í hlutverki nautabanans frá Granada og hef satt best að segja haft mjög gaman af því. Það var ekkert auðhlaupið að því að takast á við Escamillo til að byrja með en smátt og smátt hefur hlut- verkið vaxið með mér og ég vaxið með hlutverkinu," segir Tómas Tóm- asson. Hann segir það hafa verið sérstak- lega skemmtilegt að taka þátt í upp- færslunni í Brussel því þar var annar íslendingur, Kolbeinn Jón Ketilsson, í hlutverki Don José. „Það átti vel við okkur að þurfa að berjast í hnífabar- daga sem virtist frá sjónarhomi áhorfenda feikna hættulegur en okk- ur kom vel saman; við æfðum vel og vandlega og allt fór vel á sýningun- um. Nokkrir marblettir hér og þar en hvað er það milli vina?“ Líður eins og ég hafí aldrei farið að heiman „Það er reyndar mikil blessun að það eru orðnir þetta margir íslenskir söngvarar sem syngja á alþjóðavett- vangi því það gerist alltaf af og til að við erum í sömu uppfærslum hér og þar og maður getur heyrt frá fyrstu hendi fréttir af vinum og félögum bæði heima og í Evrópu. Kollegarnir eru alltaf besta fólk en þegar ég vinn með löndum hlýnar mér alltaf um hjartaræturnar og líður eins og að þrátt fyrir þetta veraldarflakk hafi ég í rauninni aldrei farið að heiman,“ segir Tómas. Hann lærði söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, lauk þaðan prófi árið 1993 og næstu tvö árin stundaði hann nám við óperudeild Royal College of Music í Lundúnum. Síðan hefur hann sungið víða í Teikni- myndir í Slunkaríki HALLGRÍMUR Helgason opnar sýningu á teiknimynd- um sínum í Slunkai'íki á Isa- firði á morgun, laugardag, kl. 16. Þær sýna allar og fjalla um hið vel tennta og tragíkómíska hliðarsjálf listamannsins, GRIM, og ber myndröðín heitið: „More Tales of Grim“ (Enn fleiri Grimsævintýri). Myndirnar eru tölvugrafík- myndir, unnar á síðasta ári, og eru allar til sölu. Slunkaríki er opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 16-18 og sýningunni lýkur sunnu- daginn 23. júlí. Evrópu. Hann var beðinn um að segja undan og ofan af því sem hann hefur verið að fást við á nýliðnu sýn- ingarári. Bakteríurnar vildu endilega taka þátt í gamninu „Fyrsta verkefnið á sýningarárinu var í Köln þar sem ég fór með eitt af hlutverkunum í óperunni „König Kandaules" eftir Alexander Zeml- insky. í íyrstu gerði ég mér nú ekki alltof háar hugmyndir um verkið en þegar kom að æfingum og allt fór að smella saman verð ég að viðurkenna að ég féll gjörsamlega íyrir því. Þarna er á ferðinni hámagnað drama og vel skrifuð tónlist sem ég vona sannarlega að eigi eftir að njóta hylli óperuunnenda í framtíðinni. í des- ember var ég í Napólí að syngja hlut- verk Orovesos í „Normu“ eftir Bell- ini og það gekk alveg þokkalega en á æfingatímabilinu fékk ég leiðinda- sýkingu í hálsinn sem ég er með smá- hléum búinn að vera að þvælast með síðan. Undir jólaleytið fékk ég tíma- bundið hlé frá ofurvirkum bakteríun- um sem passaði vel því þá söng ég í „Níundu sinfóníu“ Beethovens undir stjórn Lorin Maazel og það var mikil upplifun og skemmtileg. En sýking- arskömmin sat fast við sinn keip eftir það. Hún varð svo slæm í febrúar að ég þurfti að aflýsa frumsýningu sem ég átti að syngja á í Covent Garden. Það var „La Bohéme“ og sem betur fer lagaðist hálsinn smátt og smátt svo ég söng restina af sýningunum en engan veginn eins vel og ég hefði viljað og mín eigin geta segir til um. Svo tók við „Svefngengillinn" eftir Bellini í Madríd og enn var bölvuð sýkingin að plaga mig en þar gekk allt stórslysalaust fyrir sig. Svo söng ég í Carmen í Köln og þrátt fyrir all- ar bakteríumar sem vildu endilega taka þátt í gamninu tókust sýning- arnar bara nokkuð vel. En nú er nóg komið! Sumarið er framundan og ég er harðákveðinn í að láta mér batna og komast aftur til fullrar heilsu. Það dregur svo mikið úr manni kraftana að vera stöðugt að tyggja fúkkalyf að maður þarf að taka sér tak og fylla sig vel af vítamínum og öðrum nær- ingarefnum til að geta tekist á við þetta krefjandi starf,“ segir hann. Alltaf gott að vera boðið að koma aftur Hvað skyldi svo vera spennandi á döfinni? „Næsta sýningarár byrja ég með Vlaamse Oper sem sýnir bæði í Antvverpen og Gent. Þar tekst ég á við mitt debút-hlutverk í annað sinn; Sparafucile í „Rigoletto“ en ég söng það með Islensku óperunni fyrst um áramótin 1990-91. Þetta verður í annað sinn sem ég syng fyrir Vlaamse Oper því haustið 1998 var ég þar í hlutverki Ferrandos í „II Trovatore". Það er alltaf gott að vera boðið að koma til að syngja við sama hús oftar en einu sinni; maður veit þá að hlutirnir ganga bærilega! Svo Ljósmynd/Javier del Real Tómas Tómasson í hlutverki Rodolfos greifa og Annick Massis sem Am- ina í Svefngenglinum eftir Bellini í Madríd. verð ég megnið af sýningarárinu í Köln. Þar syng ég Fasolt í „Rínar- gullinu“ og Laufakónginn í ,Ástum til þriggja appelsína" eftir Prokofjeff og þar eð sýningamar ganga allt fram í lok maí geri ég ráð fyrir að vera mestan part í Köln. í júní og júlí verð ég síðan í Munchen. Þetta er í fyrsta sinn sem mér er boðið að syngja fyrir Bavarische Staatsoper og ég er auðvitað spenntur og hlakka mikið til. Þar syng ég í „Ritoro Ul- isse in Patria“ eftir Monteverdi og þar eð um er að ræða barokkóperu verður hún sýnd í barokkleikhúsi sem óperuhúsið hefur yfir að ráða. En það minnkar ekki eftirvænting- una fyrir mig; ég get varla beðið eftir að debútera í Munchen. En svo ég nefni eitthvað af verkefnunum sem eru framundan þá er það Inquisitore í „Don Carlos“ og Fasolt í Rínargull- inu í Köln, Ferrando í II Trovatore í Covent Garden og Raimondo í „Lucia di Lammermoor“ í Chicago Lyric Opera,“ segir Tómas. Nú um helgina mun hann einnig syngja í Níundu sinfóníu Beethovens á þrennum tónleikum í Cagliari við opnun útileikhúss frá fyrstu öld sem er „arena“ í rómverskum stíl. Tón- leikarnir verða í kvöld, laugardag og á mánudag og sópransöngkonan er hin bandaríska June Anderson. Stjómandinn verður sá sami og þeg- ar Tómas söng í Níundu sinfóníunni í Napóh' á síðastliðnum vetri, Lorin Maazel. Það sem hræðir og heillar Tómas er að síðustu spurður hvemig honum líki sá lífsmáti að vera sífellt á fleygiferð landa á milli á vængjum söngsins. „Ég nýt þess út í ystu æsar. Það á vel við mig að ferð- ast milli landa og sjá nýja staði, kynnast nýju fólki og komast í tæri við nýja menningarstrauma. Það gefst alltaf tími milli æfinga og sýn- inga til að njóta þeirra borga sem starfíð ber mann til; skoða söfn, fara á tónleika, spássera um bæinn og borða fjölbreyttan mat. Þetta er gott líf og ég get ekki ímyndað mér að ég fengi hálft eins mikið út úr því að gera eitthvað annað en að vera óp- erusöngvari. Auðvitað verður maður að vinna hörðum höndum til að geta gert betur og tekið framfömm því það er ekki einfalt að samræma þær kröfur sem em gerðar til söngvara í dag; að syngja vel á sama tíma og leikræn framsetning verður að vera sannfærandi en það er á sama tíma það sem hræðir mest og það sem heillar mig mest.“ Steinþór Marinó sýnir í Stöðlakoti STEINÞÓR Marinó Gunnarsson opnar málverkasýningu í Gallern Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag, laugardag, kl. 15. Myndröðina nefnir listamaðurinn „í fjallaheim- um“. Steinþór Marinó er fæddur á fsa- firði árið 1925. Meginuppistaða verka hans er íslensk náttúra, margbreytileiki hennar, samspil forma og ljóss f misjöfnum veðra- brigðum og árstíðum. Steinþór Marinó hefur unnið við leikmyndagerð og hönnun hjá ís- lenska og norska sjónvarpinu, NRK. Einnig hefur hann starfað sem myndlistarmaður og haldið margar einkasýningar og tekið þátt Morgunblaðið/Porkell Steinþór Marinó Gunnarsson opnar sýningu á málverkum í Stöðlakoti. í samsýningum hér heima og er- lendis. Verk eftir hann eru í eigu Listasafns fslands, Kjarvalsstaða og fleiri fyrirtækja og einstaklinga. Sýningin er opin daglega kl. 14- 18 og stendur til sunnudagsins 23. júlí. Grafík- sýning í Is Kunst BIRNA Matthíasdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir opna sýningu í Gallery Is Kunst, Leirfallsgötu 6, Ósló, á morgun, laugardag. A sýningunni, sem ber yfirskrift- ina Umskipti, verða ný gi-afikverk og teikningar. Birna og Jóhanna luku námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1991. Birna stund- aði síðan nám í Svíþjóð, Bretlandi og Spáni en Jóhanna fór til New York og vann í vinnustofum The art students league. Eftir nám hafa þær báðar unnið að list sinni og undan- farið mest á verkstæði félagsins Is- lensk grafík, Tryggvagötu 17. Þær hafa tekið þátt í mörgum samsýningum erlendis og hérlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 22. júM og er opið virka daga kl. 11-18, laugar- daga 11-16 og sunnudaga 13-16. ----------------- Ásdís Gunn- arsdóttir sýn- ir í Ráðhúsinu ÓÐURINN til lífsins er yfirskrift annarrar einkasýningar Asdísar Gunnarsdóttur, leikskólakennara og myndlistarmanns, sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15. Asdís sótti nám í myndlist hjá í( Herði Ágústssyni og í Myndlista- og handíðaskólanum hjá Hring Jóhann- | essyni. Veturinn 1997 dvaldi hún í | Barcelona og sótti nám við Leonardo Da Vinci listaskólann. Sýningin stendur til 25. júlí. ------------------- Nýjar bækur • ZOÉGA-ættin á íslandi er eftir Geir Agnar Zoega. í ritinu er niðja- fi tal Jóhannesar Zoéga sem talinn er ættfaðir Zoéga-ættarinnar hér á landi og konu hans Ástríðar Jóns- dóttur frá Nesi í Villingaholtshreppi. Er þar að finna nöfn um 2.700 niðja þeirra og myndir af stórum hluta þeirra en alls eru í ritinu um sex þús- und nöfn. Einnig er í ritinu stutt æviágrip Jóhannesar og nokkurra annarra af elstu kynslóð og gerð grein fyrir uppruna Zoéga- ættarinnar sem rekja má til Italíu allt aftur til miðrar sextándu aldar. Zoéga-ættin rekur uppruna sinn til Matthiasar Zoéga sem mun hafa fæðst í Róm um 1545 og sest síðan að í námunda við Veróna á Ítalíu. Þaðan flutti hann norður til Dan- merkur og Þýskalands og settist loks að í Slésvík ásamt konu sinni Önnu Stampe. Frá þeim er kominn mikill ættbogi en fólk af Zoéga- ættinni er nú að finna víða í Evrópu, |j einkum þó í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Hin íslenska grein ættarinnar rekur uppruna sinn til Jóhannesar Zoéga sem kom hingað til lands árið 1787. Jóhannes hafði starfað við verslun í Horsholm í Danmörku áð- ur en hann kom til Islands og gerðist tugtmeistari við tugthúsið í Reykja- vík þar sem nú er Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Hann starfaði einn- ig sem bakari og kaupmaður og lést |g hér í hárri elli. Hann átti sex böm með konu sinni og komust tvö þeirra jl á legg; Jóhannes sem kallaður var glerskeri og Magdalena. Höfundurinn, Geir Agnar Zoéga, fyrrverandi forstjóri ISAGA, hefur lengi unnið að samantekt þessa rits. Við aðdrætti varðandi uppiuna ættarinnnar hefur hann verið í sam- bandi við ættfræðinga í Danmörku og Þýskalandi og leitað fanga á skjalasöfnum hérlendis og erlendis. Útgefandi er Mál og mynd. Itarleg nafnaskrá fylgir rítinu sem er 540 blaðsíður að lengd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.