Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 35
34 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIE
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 35
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SÓLHEIMAR 70 ÁRA
/
fyrradag voru 70 ár liðin frá því,
að barnaheimili tók til starfa á
Sólheimum í Grímsnesi. Það var
fyrir frumkvæði Sesselju Hreindísar
Sigmundsdóttur, sem var merkilegur
brautryðjandi á mörgum sviðum.
í upphafi voru 5 börn á barnaheim-
ilinu á Sólheimum. Nú búa þar um
100 manns. Eitt helzta hlutverk
sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima
hefur í áratugi verið að sinna samfé-
lagsþjónustu við þroskahefta, en eins
og Sif Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra benti á í ræðu á afmælisdaginn
hefur verið unnið merkilegt braut-
ryðjandastarf í umhverfismálum á
Sólheimum. Þroskaheftir íbúar Sól-
heima hafa verið virkir þátttakendur
í því starfi ekkert síður en aðrir íbúar
þessa byggðarlags.
í ræðu sinni sagði Siv Friðleifs-
dóttir m.a.: „Hér hefur verið unnið
einstakt starf í umhverfísmálum, þar
sem horft hefur verið til framtíðar. Á
Sólheimum hafa menn alla tíð haft
skilning á því að gera samfélagið sem
vistvænast þannig að það falli sem
bezt að umhverfi og náttúrunni.“
Starfið á Sólheimum í Grímsnesi
að umhverfismálum á rætur í því að
Sesselja H. Sigmundsdóttir hóf
fyrst manna lífræna ræktun á Is-
landi og jafnvel er talið, að hún hafi
orðið fyrst til þess á Norðurlöndum.
Það var þess vegna við hæfi, að rík-
isstjórn Islands ákvað að veita 75
milljónir króna til byggingar vist-
menningarhúss á Sólheimum, sem
nefnt verður Sesseljuhús.
Fleira er um að vera á Sólheimum
um þessar mundir. Sl. föstudag tóku
Sigurbjörn biskup Einarsson og
Magnea Þorkelsdóttir, kona hans,
fyrstu skóflustungu að Sólheima-
kirkju, sem taka mun 200 manns í
sæti.
Á Sólheimum hefur verið og er
unnið stórmerkilegt starf. Þar hefur
verið byggt upp byggðarlag í um-
hverfi, sem augljóst er að bæði
þroskaheftum íbúum og öðrum íbúum
líður vel að búa í og starfa í.
Þar er jafnframt verið að byggja
upp töluvert umfangsmikla atvinnu-
starfsemi, sem í grundvallaratriðum
byggist á sjónarmiðum umhverfis-
verndar og er brautryðjandastarf út
af fyrir sig.
Þeir sem tóku við starfi Sesselju H.
Sigmundsdóttur hafa haldið fast við
hugsjónir hennar og lífsviðhorf í upp-
byggingu Sólheima. En jafnframt
hefur verið staðið þannig að verki að
það getur orðið til fyrirmyndar öðr-
um byggðarlögum, smáum og stór-
um.
BROTTKAST
s
Arni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra hefur ákveðið að grípa
til aðgerða vegna þeirra vísbendinga
um brottkast, sem ráðherrann skýrði
frá fyrir skömmu, að lægju fyrir.
Þessar ráðstafanir eru fólgnar í
því, að eftirlitsmönnum Fiskistofu í
sjóeftirliti verður fjölgað um helming
og fimm starfsmenn ráðnir í það starf
til viðbótar þeim sem fyrir eru. Hugs-
anlegt er að aðrir fimm verði ráðnir
til viðbótar í upphafi næsta árs, ef
þurfa þykir.
Sérstök verkefnisstjórn verður
skipuð til þess að hafa umsjón með
verkefninu. Jafnframt er til athugun-
ar að koma fyrir eftirlitsmyndavélum
um borð í fiskiskipum.
Á blaðamannafundi um þetta mál í
fyrradag sagði sjávarútvegsráðherra
m.a.: „Ég efast um að við getum kom-
izt að mjög nákvæmri tölu um hvað
LÆKKANDI
Flest bendir til að olíuverð á
heimsmarkaði muni lækka um-
talsvert í kjölfar ákvörðunar Saudi-
Araba um að auka framleiðslu sína.
Þessi ákvörðun Saudi-Araba er ekki
til komin vegna sérstaks velvilja í
garð þeirra þjóða, sem eiga mest und-
ir því að olíuverð sé sæmilega hag-
stætt. Ákvörðun um aukna fram-
leiðslu, sem mun leiða til lækkunar á
olíuverði, er komin til vegna þrýst-
ings frá Bandaríkjamönnum. Það eru
hagsmunir Saudi-Araba að halda
góðu sambandi við Bandaríkjastjórn,
sem sér stjórnvöldum í Saudi-Arabíu
fyrir vopnum og tryggir öryggi lands-
ins með öðrum hætti. Það er stórmál í
brottkastið er mikið en ég vona, að við
getum komizt að niðurstöðu með
þannig skekkjumörkum að hægt sé að
vinna út frá henni á áhrifaríkan hátt
til að koma í veg fyrir brottkastið.“
Þetta er áreiðanlega raunsætt mat
hjá ráðherranum en jafnframt er
ánægjulegt að hann skuli bregðast
við fyrrnefndum vísbendingum um
brottkast með svo afgerandi hætti.
Sjálfsagt verður erfitt að sannfæra
sjómenn um að þeir eigi að fallast á að
um borð í fiskiskipum verði mynda-
vélar til eftirlits. Hver vill vinna við
þær aðstæður að hver hreyfing hans
sé tekin upp á mynd? Á hinn bóginn
er það svo, að stór hópur skipstjórn-
armanna hefur lýst því yfir, að þeir
komi hvergi nærri brottkasti bæði
fyrr og nú og mörgum þeirra er áreið-
anlega kappsmál að sanna, að svo sé.
Sjálfsagt er að láta á þetta reyna.
OLIUVERÐ
Bandaríkjunum og þá ekki sízt fyrir
forsetakosningar að tryggja lágt
benzínverð, sem rík hefð er fyrir þar í
landi, enda keyra Bandaríkjamenn
stóra bíla og fara langar leiðir.
Þetta þýðir að olíuverð í heiminum
byggist á pólitískum ákvörðunum en
ekki á markaðsaðstæðum nema að
takmörkuðu leyti.
Lækkandi olíuverð hefur verið ein
helzta undirrót vaxandi verðbólgu
hér undanfarna mánuði og misseri.
Þetta er skýrt dæmi um það hvað
efnahagslíf okkar getur verið háð
ákvörðunum óskyldra aðila, sem við
getum nákvæmlega engin áhrif haft
á.
Samskip hætta strandsiglingum en byggja upp aksturskerfi
Ellefu dráttarbílar
koma í stað skips
Samskip hætta
strandsiglingum í byrj-
un næsta mánaðar og
byggja í staðinn upp
nýtt aksturskerfi. Ell-
efu dráttarbílar og ým-
is tæki koma í stað
Mælifellsins.
ÞAÐ er ekki flutningsmáti
nútímans að sigla með
vörur á ströndina. Þróun-
in er öll á einn veg. Fólk er
löngu hætt að sigla á ströndina og
vöruflutningamir hafa smám saman
færst á vegina. Fyrirtæki á markaði
krefjast þess að fá skamman af-
greiðslutíma," segir Kristinn Þór
Geirsson, framkvæmdastjóri rekstr-
arsviðs innanlands hjá Samskipum
hf.
Samskip hætta rekstri strand-
ferðaskips í byrjun ágúst og byggja
þess í stað upp aksturskerfi. í þeim
tilgangi kaupir félagið eða tekur á
rekstrarleigu tæki, meðal annars ell-
efu dráttarbíla.
Af sjó á land
Þórshöfn
Húsavík
Vopnafjörður
Sauðár- V
krókur •
Akureyri
Egilsstaðir
IsamskipJ^
Reyðarfjörður •
Fáskrúðsfjörður'
Ööv O Ö Ö ’
iSAMSKIP
i iE
{SAMSKIPl
JLa-AÍ
Reykjavik
y' Us
SAMSKIP: Sjóflutningar á ströndinni lagðir af...
ÍSÉÍBmaEBár
Heildarfjárfestingin er 110 milljónir kr.
Bílstjórarnir verða 22 og munu aka um 2,8 milljón kílómetra á ári.
í staðinn koma:
11 dráttarbílar
4 gámalyftur
7 gámagrindur
Vöruflutningar hafa smám saman
verið að færast frá strandferðaskip-
um yfir á bíla. Samskip og forveri
þess, skipadeild Sambandsins, hafa
lengi stundað strandsiglingar. Fyrr
á árum komu millilandaskip félags-
ins raunar við á ýmsum höfnum á
ströndum landsins á siglingu til og
frá landinu, tO að taka og skipa upp
vörum. Um 1990, þegar Kristinn Þór
kom til starfa hjá skipadeildinni,
ráku Samskip eitt gámaflutninga-
skip í strandsiglingum en keyptu
aðra þjónustu af Ríkisskipum.
Rekstur Ríkisskipa var þungur,
rekstrartekjur stóðu ekki undir
nema um það bil helmingi kostnað-
arins, að sögn Kristins, og hitt lenti á
ríldssjóði. Samskip yfirtóku rekstur-
inn og leigðu þrjú hefðbundin palla-
skip af ríkinu.
„Eftir það varð þróunin ör. Við-
skiptavinir okkar vildu betri þjón-
ustu en unnt var að veita með
strandsiglingunum og við lentum
fljótlega í vandræðum með þennan
rekstur,“ segir Kristinn. Samskip
losuðu sig við pallaskipin og gerði
þess í stað út tvö gámaskip. „Það
reyndist heldur ekki nóg breyting og
til að mæta óskum viðskiptavma
okkar tókum við í notkun eitt vel út-
búið gámaskip og hófum eigin rekst-
ur í landflutningum. Þetta hefur
reynst hagkvæm leið fyrir okkur en
allan tímann hafa flutningar með
skipinu minnkað og færst yfir á bíl-
ana.“
Aukin íúllvinnsla sjávarafurða
hefur leitt til þess að útflutningsfyr-
irtækin vilja geta losað sig fyrr við
fiskinn og hraðinn í innflutningi hef-
ur að sama skapi aukist. Betra er að
sinna þessum þörfum
með flutningum á landi
til og frá útflutnings-
höfninni, Reykjavík.
Samskip hafa stöðugt
verið að auka áherslu
sína á landflutninga.
Skipafélagið eignaðist flutningamið-
stöðina Landflutninga hf. og heíúr
keypt fjölda flutningafyrirtækja úti
um landið. „Við höfum smám saman
lært betur á þessa starfsemi. Eftir
að þekking okkar hefur aukist hefur
okkur gengið betur að stýra flutn-
ingunum. Það ásamt aukinni starf-
semi hefur gert okkur kleift að draga
mjög úr kostnaði," segir Kristinn.
Samskip eru með strandferðaskip
sitt, Mælifell, á þurrleigu og hefúr
Morgunblaðið/Þorkell
Strandsiglingum Samskipa verð-
ur hætt í næsta mánuði og munu
bflar taka við þeim flutningum
sem Mælifell hefur annast.
verið ákveðið að skila því í ágúst. í
staðinn verða keypt eða leigð með
rekstrarleigufyrirkomulagi tæki til
uppbyggingar aksturskerfis. I stað
Mælifells þarf ellefu dráttarbfla,
fjórar gámalyftur og sjö gámagrind-
ur. Er þetta fjáifesting upp á 110
milljónir kr.
Áksturkerfið verður þannig byggt
upp að sex bílar verða í stöðugri
keyrslu milli Akureyrar og Reykja-
víkur á kvöldin og nóttunni alla virka
daga. Þrír bílanna verða í Reykjavík
og þrír á Akureyri og skipta bílstjór-
amir um bíl á miðri leið. Á daginn
verða bílarnir notaðir til
gámaflutninga innan-
bæjar eða til þess að
safna gámum í flutmnga-
miðstöðvamar. Tveir bíl-
ar verða í söfnun gáma á
Austfjörðum og keyrslu
milli Austurlands og Akurejrar. Þá
verða tveir dráttarbílar í stöðugri
keyrslu milli Hafnar og Reykjavíkur
og einum verður ekið milli Isafjarðar
og Reykjavíkur. Önnur tæki dreifast
síðan á staðina eftir þörfum.
Búið er að panta tækin og verða
þau tekin smám saman í notkun á
næstu vikum og mánuðum. Kristinn
Þór segir að verið sé að reynslu-
keyra kerfið samhliða fyrra skipu-
lagi og sé útlit fyrir að það muni
ganga vel upp. Reiknað er með að í
október verði búið að byggja nýja
aksturskerfið upp í endanlegri mynd
og það rekið eingöngu með eigin
tækjakosti Samskipa.
Ráða þarf 22 bílstjóra sem starfa
munu á vöktum. Munu þeir aka sam-
tals um 2,8 milljónii' kílómetra á ári.
Bílstjóramir koma í stað 15 starfa
við útgerð Mælifells. Segir Kristinn
Þór að ágætar undirtektir hafi verið
við auglýsingu eftir bílstjórum og
telur hann að ekki verði vandamál að
ráða í störfin.
Samskip reka nú þegar landflutn-
ingakerfi og eru með samning við
verktaka um akstur með gáma inn-
anbæjar í Reykjavík. Sá samningur
er að renna út og þá taka Samskip
gámaaksturinn í eigin hendur. Þarf
að fjölga bílum enn frekar vegna
þess. Landfiutningarekstur Sam-
skipa verður því orðinn æði viðamik-
ill í haust, þegar breytingarnar
verða yfirstaðnar. Fyrirtækið mun
þá reka 22 dráttarbíla og 19 hefð-
bundna flutningabíla. Einnig 10
gámalyftur og 9 sendibíla.
Flutningstími styttist
Að sögn Kristins er nýja flutn-
ingakerfíð mun sveigjanlegra en hið
blandaða kerfi siglinga og aksturs og
auðveldra að stýra því. Samskip
reka þegar umfangsmikið landflutn-
ingakerfi og verður unnt að samnýta
tækin. Hann segir þó mestu máli
skipta að auðveldara verði að þjóna
viðskiptavinum fyrirtækisins með
þeim hætti sem þeir óski. „Kostnað-
ur minnkar ekki umtalsvert en við
getum boðið betri þjón-
ustu fyrir sama verð,“
segir hann og bætir því
við að ekki standi til að
breyta gjaldskrá við
upptöku nýja aksturs-
kerfisins.
Betri þjónusta við viðskiptavinina
felst í því flutningstími styttist, kerf-
ið verður sveigjanlegra, það dregur
úr áhrifum seinkana millilandaskipa
og óveður og ófærð hefur minni áhrif
á landflutningakerfið en siglinga-
kerfið. „Reynslan sýnir að vegakerf-
ið er orðið það gott að bflamir kom-
ast yfirleitt greiðlega um allar
aðalleiðir, það eru ekki nema einn til
tveir dagar á vetri sem ferðir falla
niður.“
Víða úti um land er búið að byggja
upp vöruhafnir til að þjóna strand-
ferða- og millilandaskipum en sífellt
heí'ur dregið úr notkun þeirra. Nú
þegar standa margir hafnarkantar
ónotaðir og eða hafnimar hafa
breyst í hreinar fiskihafnir. Þótt
Eimskip hafi lýst því yfir að áfram
verði strandsiglingar á vegum þess
félags er ljóst að ákvörðun Samskipa
breytir hagsmunum.
„Menn mega ekki líta þröngt á
hagsmuni einstakra hafna. Allt sem
eykur hagkvæmni og þjónustu fyrir-
tækja á landsbyggðinni, eins og sú
breyting sem við erum að fram-
kvæma, eykur samkeppnishæfni
landsbyggðarinnar og er því jákvæð
að því leyti. Flutningar em eitt af
mikilvægustu málum í byggðaþróun
og menn mega því ekki reyna að
stöðva jákvæða þróun á því sviði,“
segir Kristinn Þór.
Ljóst er að álag á vegakerfið eykst
þegar ellefu dráttarbílar bætast í
flotann og verða í notkun mestallan
sólarhringinn. Kristinn fullyrðir að
meiri framlegð sé af akstri flutninga-
bflanna til þjóðarbúsins en strand-
siglingunum. Nefnir hann sem dæmi
að þriðjungur af kostnaði við akstur-
inn sé þungaskattur. Þannig muni
verða greiddar um 100 milljónir á ári
til vegagerðar vegna nýja aksturs-
kerfisins.
Innan Evrópusambandsins hafa
verið kröfur um að færa flutninga af
bflum á skip, jafnvel á styttri leiðum.
Fyrir því eru notuð rök um orku-
spamað og mengun. Kristinn Þór
segist ekki sjá að þeir útreikningar
standist raunveraleik-
ann hér á landi. Mæli-
fellið noti tæplega 1.500
tonn af olíu á ári, aðal-
lega svartolíu. Ellefu bfl-
ar muni hins vegar
brenna 1.400 tonnum af
gasolíu á ári. „Þótt ég sé ekki meng-
unarsérfræðingur þarf ekki að segja
mér að bflarnir nota svipað olíumagn
en mengunin er minni því þeir
brenna hreinni olíu. Það er að
minnsta kosti sjálfsagt að við Islend-
ingai’ könnum málin sjálfstætt en
gleypum ekki hráan áróður sem uppi
er innan Evrópusambandsins þar
sem aðstæður em aðrar,“ sagði
Kristinn Þór Geirsson.
Sex bílar í
stöðugri
keyrslu til
Akureyrar
Greiða
ÍOO milljónir
kr. á ári I
þungaskatt
SKILABOÐ mín eru um
bjartsýni, um trú á fram-
tíðina. Maður eins og ég,
sem hefur lengi barist fyr-
ir réttlæti og frelsi, verður að trúa
til þess að standast, til að na ár-
angri,“ segir Ramos-Horta. „Eg er
bjartsýnn að eðlisfari og einnig
vegna þess sem ég á að baki.
Austur-Tímor er dæmi um hug-
rakka, einarða og trúaða þjóð sem
hefur ekki látið bugast fyrir ofbeld-
isöflum hins illa. Austur-Tímor er
ennfremur dæmi um það hversu
nauðsynlegt er að styrkja Samein-
uðu þjóðirnar, og leysa deilumál í
heiminum.
En ég bendi líka alþjóðasamfé-
laginu sérstaklega á nauðsyn þess
að barist sé gegn fátækt í heimin-
um. Ég lít á fátækt sem mestu ógn-
unina við heimsmenninguna, og
stærstu ógnina við frið í heiminum."
Ramos-Horta segist hafa unnið
að frelsi og sjálfstæði Austur-Tímor
í um það bil 25 ár, „í fullu starfi, all-
an sólarhringinn, sjö daga vikunn-
ar, 365 daga ársins, og loksins höf-
um við náð árangri. En baráttan
fyrir réttlæti og lýðræði er ekki
búin, því að sjálfstæði er ekki bara
það að eiga fána, þjóðsöng og ríkis-
stjórn. Sjálfstæði þýðir baráttu
gegn fátækt, útrýmingu malaríu,
berkla og smitsjúkdóma í landinu,
að gefa hverju einasta barni í land-
inu mjólkurglas. Það þýðir líka
kennslubækur og tölvur í staðinn
fyrir byssur sem leikfóng."
Skeikaði um fimm daga
Fyrir þremur áram kom Ramos-
Horta í heimsókn til íslands, og
sagði þá meðal annars í viðtali við
Auðun Arnórsson, blaðamann
Morgunblaðsins, að vonin um sjálf-
stæði Austur-Tímors væri komin
undir brotthvarfi Suhartos, þáver-
andi forseta Indónesíu.
„Og hann féll,“ segir Ramos-
Horta núna, „og við brotthvarf hans
varð sjálfstæði mögulegt. Þetta var
sannfæring mín, að hann myndi
falla einn góðan veðurdag. Ég sagði
í viðtali við CNN í maí 1996 að Su-
harto myndi falla innan tveggja ára.
TVeim áram síðar féll Suharto. Mér
skeikaði aðeins um fimm daga. Við-
talið var 16. maí 1996, Suharto féll
21. maí 1998. Ég var mjög óánægð-
ur með að hann skyldi ekki falla 16.
maí - að það tæki fimm daga í við-
bót.“
Líst Ramos-Horta þannig á Ab-
durrahman Wahid, núverandi for-
seta Indónesíu og arftaka Suhartos,
að von sé um sættir?
„Við erum þegar byrjuð að færa
samskipti Austur-Tímors og Indó-
nesíu í eðlilegt horf. Ég hef farið
nokkrum sinnum í heimsókn til
Indónesíu og Wahid forseti kom í
heimsókn til okkar í Austur-Tímor.
Við höfum ekki misst sjónar á þeirri
staðreynd, að við börðumst ekki
gegn indónesísku þjóðinni; það var
ekki þjóðin sem var óvætturinn,
það var herinn sem var óvætturinn.
Indónesar sjálfir, milljónum saman,
eru fátækir, búa undir fátæktar-
mörkum og verða líka fyrir barðinu
á harðstjórninni. Þess vegna rugl-
Að geta
loksins
sofíð vært
José Ramos-Horta, friðarverðlaunahafí
Nóbels og talsmaður sjálfstæðissinna á
Austur-Tímor, ávarpaði ráðstefnuna Faith
in the Future, í Reykjavík. Kristján G.
Arngrímsson ræddi við hann og Anna
Sigrfður Einarsdóttir hlýddi á ávarp hans.
um við ekki saman þjóðinni og indó-
nesísku einræðisstjórninni."
Samstarf við SÞ
Sameinuðu þjóðirnar halda nú úti
friðargæslusveitum í Austur-Tí-
mor. Hafa skilyrði í landinu batnað?
„Við höfum komið á fót bráða-
birgðastjórn undir SÞ, og eftir
mánuð verður komið á raunveru-
legt samstarf Austur-Tímora og
Sameinuðu þjóðanna og verða
Austur-Tímorar yfirmenn ráðu-
neyta og deilda; nokkur þúsund
Austur-Tímorar verða ráðnir til op-
inberra starfa. Á síðari hluta næsta
árs mun Austur-Tímor lýsa form-
lega yfir sjálfstæði í kjölfar kosn-
inga til stjórnarskrárþings."
Hvert mun þitt hlutverk verða?
„Hlutverk mitt verður, vona ég,
það sama um ókomin ár; hógværs
og auðmjúks þjóns almennings. Ég
vil ekki taka sæti í ríkisstjórninni,
verða forseti, varaforseti, forsætis-
ráðherra eða utanríkisráðherra. Ég
yil ekki einu sinni verða sendiherra.
Ég vil bara vera ég sjálfur."
Xanana Gusmao, helsti leiðtogi
aðskilnaðarhreyfingarinnar á Aust-
ur-Tímor, hefur verið nefndur sem
væntanlegur forseti.
„Hann verður forseti Austur-Tí-
mors,“ segir Ramos-Horta. „Hann
er mikilhæfur einstaklingur. Hug-
rakkur, heiðarlegur, hefur samúð
með fólki og framtíðarsýn. Stór-
snjall maður. Hann á það skilið að
verða fyrsti forsetinn. Það er
skylda hans að taka við þessum
heiðri."
Hvers vegna er það skylda hans?
„Þetta er skylda hans vegna þess
að hann hefur þessa stórkostlegu
og einstöku hæfileika, og við eigum
engan annan sem hefur sömu pers-
ónutöfra og hann, sama yfirvald og
sömu framtíðarsýn."
En burtséð frá hinni formlegu
hlið, hvernig er daglegt líf á Austur-
Tímor núna?
„Lífsskilyrði hafa batnað veru-
Morgunblaðið/Jim Smart
José Ramos-Horta
lega. Störfum hefur fjölgað, efna-
hagslífið er að vakna til lífsins, og
friður og öryggi tryggt. Besta gjöf
sem fólk á Austur-Tímor gat fengið
var friður og ró. Það óttast ekki
lengur að verða handtekið og myrt.
Ekkert er fólki á Austur-Tímor
kærara en að geta loks sofið vært,
og þurfa ekki að óttast að hersveitir
komi og nemi einhvern á brott.
Það hafa ekki orðið neinar óeirðir
í landinu síðan gæslusveitir SÞ
komu. Það er gott samstarf milli al-
mennings og gæslusveitanna. At-
vinnuleysi er þó mikið, það er talið
vera um 80%, en vonandi dregur
verulega úr því i lok ársins þegar
ráðnir verða mörg þúsund opinber-
ir starfsmenn og fleiri störf verða til
í iðnaði.
En jafnvel þótt atvinnuleysi sé
mikið, fátæktin sé mikil, þá er ekki
mikið um glæpi og maður sér
hvergi betlara á götum úti. Fólkið
okkar er einstakt, sennilega er
þetta eina landið í heiminum, fyrir
utan ísland, geri ég ráð fyrir, þar
sem betlarar sjást ekki á götunum.
Maður sér börn róta í ruslatunn-
um í von um að finna eitthvað, en
þótt þau sjái einhvern sem lítur út
eins og hann eigi peninga fara þau
ekki að betla af honum. Þetta er al-
veg einstakur myndugleiki. Ég hef
komið til yfir eitt hundrað landa í
heiminum og hef hvergi séð neitt
þessu líkt. Það er löng, andleg og
menningarleg hefð fyrir heiðri og
stolti sem kemur í veg fyrir að fólk
betli. Það vill heldur fá lánaða pen-
inga, og borga, fremur en rétta
bara fram höndina."
Sífelldir fundir
Ramos-Horta var í útlegð frá
Austur-Tímor í 24 ár í kjölfar inn-
rásar Indónesa í desember 1975, en
sneri heim í desember í fyrra. Nú
býr hann í landinu.
„Ég á ekki mitt eigið heimili, ég
bý hjá ættingjum mínum. Einkalíf-
ið er ekkert, ég er í vinnunni frá sex
á morgnana til miðnættis, sífellt á
fundum í stjórnkerfinu, þar sem
tekist er á við vandamál og áætlanir
gerðar, á fundum með almenningi,
með diplómötum og fjölmiðlum. Eg
gegni núna stöðu varaforseta And-
spyrnuráðs Tímor og sé um utan-
ríkismál. Einnig er ég yfirmaður
þjóðarsáttarráðsins og hef umsjón
með mótun stefnu í mennta- og heil-
brigðismálum. Auk þess vinn ég
með fátækum, reyni að finna störf
fyrir þá og aðstoða þá við að koma á
fót fyrirtækjum.
En þegar formlegt samstarf
verður tekið upp við Sameinuðu
þjóðirnar á næstu vikum mun ég
láta af þessum umsjónarstörfum,
og vona að síðar á árinu geti ég
einnig yfirgefið sætið í Andspyrnu-
ráðinu."
Mikilvægt að fyrirgefa
og gleyma
Andspymuráðið er pólitísk regn-
hlífarsamtök, líkt og Afríska þjóð-
arráðið (ANC) og Frelsissamtök
Palestínu (PLO), og tilheyra þeim’
margar undirdeildii’ og hópar.
„Þetta eru opin samtök og mun um-
burðarlyndari en PLO, og jafnvel
ANC. I PLO er enginn sem hefur
starfað með Israelum. í
Andspyrnuráði Tímor er að finna
fólk sem áður starfaði með Indó-
nesum.“
Er þetta mikilvægt?
„Já, það er mikilvægt að vera
umburðarlyndur, að fyrirgefa og
gleyma. En fólk er fólk. Það hefur
tilfmningar, því er misboðið, það
man hvað það mátti þola og þess
vegna er ekki auðvelt að fyrirgefa
og sjá fyrrverandi njósnara og þá
sem unnu með óvininum komna aft-
ur til landsins. En fólkið er nógu*
hugrakkt til að fyrirgefa, gleyma
því liðna og taka til við að endur-
reisa líf sitt.
Þetta er annað sem er svo stór-
kostlegt við fólkið okkar. Það eru
engar hefndaraðgerðir á Austur-Tí-
mor, líkt og gerðist í Kosovo, engar
þjóðernisofsóknir núna eða trúarof-
sóknir gegn minnihlutahópum."
Fátækt ein mesta ógnin gegn friði
MIKIL fátækt margra þróunarríkja er, að mati
nóbelsverðlaunahafans José Ramos-Horta, ein
mesta ógn við frið og stöðugleika í heiminum.
Ramos-Horta var í gær meðal fyrirlesara á al-
þjóðlegu ráðstefnunni Faith in the Future, eða
Trú á framtíðina, sem fram fer í Háskólabíói.
„Mér hefur alltaf verið hlýtt til íslands því í
24 ár var þetta ein fárra þjóða sem voru reiðu-
búnar að viðurkenna rétt Austur-Tfmora til
sjálfstæðis," sagði Ramos-Horta við upphaf tölu
sinnar. Austur-Tímor hlaut sjálfstæði sl. haust
og hefur að hans sögn óskað eftir aðstoð Islend-
inga við að skilgreina fiskveiðilögsögu landsins
sem og við þróun iðnaðar tengdum sjávar-
útvegi.
„Það er erfitt annað en að trúa á framtíðina
þegar þjóð manns hefur gengið í gegnum slíkar
hörmungar,“ sagði Ramos-Horta um blóðbaðið
sem varð í Austur-Tímor í kjölfar 25 ára her-
setu Indónesa. „Mikið afvopnabúnaði vai’ flutt
til landsins á þessum árum og það þarf vissa
hugsýn til að trúa því að einhvern tíma í fram-
tíðinni muni sá draumur reynast vopnunum
sterkari." Þegar slíkir draumar hafi orðið að
veruleika segir hann erfitt annað en að fyllast
vissri bjartsýni.
Að mati Ramos-Horta hefur tuttugasta öldin
einkennst jafnt af slíkri bjartsýni sem og
ákveðnum ótta. Hann segir tækniframfarir
hafa óneitanlega verið miklar á sviði læknis-
fræði, visinda og í matvælaframleiðslu fyrir sí-
vaxandi fólksfjölda. Oldina sem nú só að líða
undir lok segir hann þó einnig vera eina þá
verstu sem mannkynið hafí upplifað hvað sjálfs-
eyðileggingu varði. Milljónir manna hafa farist
í heimstyrjöldinni síðari svo dæmi sé tekið.
„Þar leit ein valdamesta þjóð Evrópu svo á að
sér stafaði ógn af vissum þjóðflokki án þess að
svo væri í raun og veru,“ sagði Ramos-Horta og
kvað lítinn lærdóm hafa verið dreginn af þeim
hörmungum. „I kjölfar siðari heimstyrjaldar-
innar hefur mannkynið framleitt vopn í enn
meira mæli en áður. Sá kjarnavopnabúnaður
sem nú er til gæti eytt jörðinni 20-50 sinnum.
Einu sinni er ekki nóg.“
Þó kjarnorkuvopn hafi kannski ekki valdið
mikilli eyðileggingu á síðustu áratugum, þá
segir Ramos-Horta trúar- og þjóðernisdeilur
þess í stað hafa kostað milljónir lífið. „Það eru
30-40 milljónir flóttamanna í heiminum í dag,“
sagði hann og kvað ýmsa tækifærissinnaða
þjóðarleiðtoga ávallt reiðubúna að nota trúar-
brögð og þjóðerni manna til að ná sínu fram.
Það er þó mat Ramos-Horta að ein mesta
ógnin gegn friði og öryggi í þriðjaheimsríkjum
sé sú mikla fátækt sem margir búi þar við, sér-
staklega í Suður-Asíu og Afríku.
Sem dæmi um slflrt nefndi hann að a.m.k.
1,22 milljarðar manna drægju fram lífíð á innan
við 76 krénum á dag. Þá hefðu 880 milljónir
engan aðgang að læknisaðstoð, 2,6 milljai’ða
skorti almenna hreinlætisaðstöðu og 20%
mannkyns hefðu engan aðgang að hreinu vatni.
„Vesturveldin,“ sagði Ramos-Horta, „ættu
því að huga betur að þvf að fella niður skuldir
fátækari ríkja og veita þeim aðgang að mörk-
uðum sínum. Þetta ættu þau að gera, ekki ein-
göngu af meðaumkun, heldur líka af hagsýni.
Því bættum efnahag fylgja auknar líkur á friði
og stöðugleika og íbúa slíkra ríkja eiga tæki-
færissinnaðir stjórnmálamenn erfiðara með að
notfæra sér.“