Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Vandi ríkis-
kirkjunnar
Þögnin og óhófið er til marks um að á
íslandi er ekki starfrœkt þjóðkirkja.
ÞÓTT reynt hafi verið
að sannfæra lands-
menn um annað síð-
ustu dagana er óum-
deilanlegt að þjóðin
kaus að leiða hjá sér kristnihá-
tíðina á Þingvöllum um liðna
helgi. Kristnihátíðin varð ekki
sú „hátíð þjóðarinnar allrar“,
sem stefnt hafði verið að heldur
reyndist samkundan hátíð ís-
lensku valdastéttarinnar, þátt-
takenda og skyldmenna þeirra.
Þótt óhugnanlegum fjárhæðum
hafi að sönnu verið varið til að
minnast þúsund ára kristni í
landinu hafa þessi hátíðarhöld
ekki reynst með öllu tilgangs-
laus. Þau varpa í senn ljósi á
stöðu kirkjunnar í samfélaginu,
heimssýn og forgangsröðun
valdsherra og það algjöra varn-
arleysi sem jafnan er hlutskipti
skattborgaranna þegar íslenskir
stjórnmálamenn leitast við að
bæta eldri met í smekkleysi og
fráleitum út-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
gjöldum.
Nú liggur
fyrir að al-
menningi í
þessu landi verður gert að reiða
fram rétt tæpar níu hundruð
milljónir króna vegna þeirrar
ákvörðunar ríkisvaldsins að
minnast kristnitökunnar fyrir
þúsund árum. Sjálf hátíðin á
Þingvöllum, sú sem þjóðin hafði
engan áhuga á, kostaði íslenska
skattborgara tæpar 300 milljón-
ir króna. Við þetta bætist síðan
„þjóðargjöfm", sú ákvörðun Al-
þingis að gefa lýðnum í landinu
það sem hann átti fyrir, að
hætti íslenskra höfðingja, með
því að stofna „Kristnihátíðar-
sjóð“. Hann mun soga til sín
500 milljónir af almannafé
næstu fimm árin.
Hvernig má það vera að
kirkjunnar menn í þessu landi
telji sjálfsagt að þvílíkum fjár-
hæðum sé varið í þessu skyni?
Hvernig má það vera að prestar
þessa lands skuli ekki hafa and-
mælt þessum hamslausu fjárút-
látum t.a.m. á þeim forsendum
að þessa fjármuni beri að nýta
með siðlegri hætti?
Ætli kirkjunnar þjónum og
íslensku valdastéttinni hafi gef-
ist tími til að kynna sér hlut-
skipti fjölfatlaðra og aðstand-
enda þeirra, sem fjallað var um
í Morgunblaðinu þegar Þing-
vallahátíðin stóð sem hæst?
Nú skyldi enginn ætla að ís-
lenskir prestar hafi allir sem
einn verið sáttir við þá ákvörð-
un ríkisvaldsins að verja pen-
ingum almennings á þennan
veg. Þótt prestastefna hafi séð
ástæðu til að þakka þingi og
ríkisstjórn sérstaklega fyrir há-
tíðarhöldin dýru „með þátttöku
alþjóðar" skal fullyrt hér að
mjög margir af kirkjunnar
mönnum töldu með öllu óverj-
andi og ósiðlegt að svo miklum
fjárhæðum skyldi varið til rétt-
nefndra „umbúðakaupa" utan
um atburð sem kallaði á menn-
ingarlega hófstillingu og virðu-
leika.
Þögn kirkjunnar þjóna verður
einungis skýrð með tilvísun til
stöðu þessarar stofnunar í sam-
félagi íslendinga. Hið sama á
við um þá ákvörðun þings og
ríkisstjórnar að láta sjálfsupp-
hafningu, smekkleysi og óhóf
einkenna hátíðarhöldin, sem
efnt var til í þeim tilgangi að
minnast þessa merkisatburðar.
Menningarleysi óhófsins er að
verða eitt af helstu einkennum
íslensku stjórnmálastéttarinnar.
Þetta tvennt, þögnin og óhóf-
ið, er til marks um að á Islandi
er ekki starfrækt þjóðkirkja.
Kirkjan á íslandi er ríkiskirkja.
Sú ákvörðun almennings í land-
inu að leiða hátíðina á Þingvöll-
um hjá sér reyndist síðan frek-
ari sönnun þess að kirkjan á Is-
landi og þjóðin eru tvö aðskilin
fyrirbrigði. Staðfest var í
hversu litlum tengslum ráða-
menn ríkis og kirkju eru við
eigin samtíma.
Þessi niðurstaða er mikilvæg ,
og í samræmi við aðrar þær vís-
bendingar sem komið hafa fram
um að kirkjan á Islandi eigi í
erfíðleikum. A tímum mikilla
breytinga talar kirkjan ekki til
þjóðarinnar með þeim hætti að
eftir sé tekið. Umfjöllun hennar
um samtímann er tilviljana-
kennd og óskipuleg eins og
gagnrýni biskupsins yfir Islandi
á græðgi og efnishyggju „um-
búðasamfélagsins" er einna
gleggsta merkið um. Hljómur-
inn í þeim málflutningi verður
nú holari en nokkru sinni fyrr.
Hátíðin hóflausa sem ríkisvaldið
gekkst fyrir til að fagna kristni-
tökunni á Þingvöllum árið 1000
mun ekki verða til þess að auð-
velda þjónum kirkjunnar miðlun
kristilegrar lífssýnar. Með
þeirri afdráttarlausu staðfest-
ingu sem nú er fengin fyrir því
að kirkjan á Islandi er stofnun
valds og ríkis hefur svigrúm
hennar til að láta til sín taka í
þjóðfélaginu verið skert til mik-
illa muna.
Þessa skipan mála ber að
harma. Færa má rök fyrir því
að þörf sé á því að rödd sjálf-
stæðrar kirkju hljómi á Islandi
nú um stundir. Á tímum örra
breytinga, nýrra lífshátta og
breyttra viðhorfa horfa margir
til kirkjunnar í þeirri von að
gildismat mannhyggju, hófsemi
og umburðarlyndis fái haldið
velli í samfélaginu en það er
engan veginn sjálfgefið. Við
þessari kröfu telja ýmsir
kirkjunnar menn sér skylt að
bregðast líkt og málflutningur
biskupsins yfir íslandi og
sumra undirsáta hans hefur
verið til marks um. Því miður
hefur sú orðræða hins vegar
verið tilviljanakennd og ótrú-
verðug, ekki síst sökum þess að
kirkjan sjálf er ekki yfir hóf-
leysið hafin og helstu hátíðir
græðgi og efnishyggju á íslandi
eru þær sem efnt er til á ári
hverju í nafni trúarinnar; um
jól og þegar óþroskuð ung-
menni eru látin staðfesta trú
sína með svonefndum „ferming-
um“.
Ætla má að veruleg umræða
um stöðu kirkjunnar í samfélagi
íslendinga fari fram á næstu
árum. Slíkrar umræðu er þörf,
það hafa mistökin í ár staðfest.
Ráðamenn kirkjunnar standa
frammi fyrir þeim vanda hvern-
ig þeir fái breytt íhaldssamri
ríkisstofnun í varnarstöðu í
réttnefnda kirkju þjóðarinnar.
Margir hafa lengi litið svo á að
svarið geti falist í fullum að-
skilnaði rikis og kirkju á ís-
landi.
Slíkur aðskilnaður er trúlega
ein mikilvægasta forsenda þess
að kristið gildismat fái mótað líf
þjóðarinnar í landinu um
ókomnar aldir.
+ Matthías Ingi-
bergsson fæddist
í Kirkjuvogi í Höfn-
um hinn 21. febrúar
1918. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík hinn 28.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Ingibergur
Þorkelsson bygg-
ingameistari, f. 15.
júní 1883, d. 23. júní
1963, og Sigurdís
Jónsddttir húsfreyja,
f. 2. október 1885, d.
26. nóvember 1947.
Systkini Matthíasar voru Þorkell,
f. 19. september 1908, látinn, Sig-
ríður Sigurbjörg, f. 22. júlí 1911,
látin, Jóna Svanfríður, f. 1. janúar
1914, og Sigurjón Magnús, f. 11.
júlí 1923, látinn. Uppeldisbróðir
Matthíasar var Stefán Ó. Gíslason.
f. 9. júní 1927.
Hinn 12. maí 1945 kvæntist
Matthías Kötlu Magnúsdóttur, f.
28. júlí 1924, dóttur Magnúsar
Björnssonar náttúrufræðings, f. 3.
maí 1885, d. 9. janúar 1947, og Vil-
borgar Þorkelsdóttur, f. 17. júnf
Tengdafaðir minn, Matthías Ingi-
bergsson, lést hinn 28. júní á Land-
spítalanum í Reykjavík eftir stutta
legu.
Eg kynntist Matthíasi fyrir um
26 árum þegar ég kom á heimili
þeirra Matthíasar og Kötlu eigin-
konu hans í Hrauntungu 5 í Kópa-
vogi. Þá dvaldi þar svissneskur
skiptinemi sem Matthías og Katla
höfðu tekið að sér og ég hafði
kynnst nokkuð. Þar kynntist ég Sif
dóttur þeirra hjóna sem síðar varð
eiginkona mín. Tekið var mjög vel á
móti mér og hef ég síðan þá notið
góðs atlætis á heimili þeirra Matt-
híasar og Kötlu. Heimili þeirra var
ætíð gestkvæmt enda voru þau hjón
ákaflega gestrisin og vinamörg.
Þangað var alltaf gott að koma og
mæta hlýju viðmóti.
Það hefur verið mér mikils virði
að kynnast Matthíasi og njóta vin-
áttu hans og velgjörða. Hann var
ákaflega litríkur persónuleiki með
mikla persónutöfra og naut sín vel
innan um annað fólk, hvort sem um
var að ræða börn eða fullorðna.
Spaugsyrði voru gjarnan höfð á
takteinum og engin umræða var svo
alvarleg að ekki kæmu frá Matt-
híasi skemmtilegar og lífgandi at-
hugasemdir. Hann var heimsborg-
ari og hafði sem ungur maður
stundað háskólanám á stríðsárunum
í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Ef-
laust hefur dvöl hans þar mótað
hann og þroskað.
Matthías hafði ákaflega gaman af
smíðum og byggði sjálfur meðal
annars sumarbústað fjölskyldunnar
í Grímsnesi. Hann hafði sem ungur
maður unnið með föður sínum við
smíðar en Ingibergur faðir hans var
byggingarmeistari í Reykjavík og
víðar. Matthías var hjálpfús þegar
til hans var leitað með smíðar eins
og annað og smíðaði meðal annars
fyrsta hjónarúm okkar hjóna. Það
var rammbyggt og traust eins og
allt annað sem Matthías byggði. Ég
hef oft hugsað til þess hvað orðið
hefði ef Matthías hefði lagt húsa-
smíðar fyrir sig.
Matthías vann ötullega að stjórn-
málum á meðan þau hjón bjuggu á
Selfossi. Þar voru honum falin
margvísleg trúnaðarstörf á vegum
Framsóknarflokksins. Vinátta hans
og farsælt samstarf náði þó langt út
fyrir flokksraðir og helstu andstæð-
ingar hans í pólitíkinni voru meðal
bestu vina hans. Það er augljóst af
hverju sóst var eftir Matthíasi í hina
pólitísku baráttu. Hann var harð-
duglegur og ósérhlífinn, ljóngáfaður
og átti auðvelt með að setja sig inn í
málefni. Matthías hélt úti vikublað-
inu Þjóðólfi um árabil þar sem hann
var blaðamaður, ljósmyndari, rit-
stjóri og ábyrgðarmaður. Þegar ég
kynntist Matthíasi hafði hann fyrir
löngu hætt afskiptum af stjómmál-
1890, d. 14. júlí 1930.
Börn Matthíasar og
Kötlu eru: 1) Freyja
Vilborg, lyfsali, f. 26.
janúar 1946, gift Bent
Frisbæk, fram-
kvæmdastjóra, f. 11.
febrúar 1949. Dætur
þeirra: a) Fanney,
ncmi, f. 12. desember
1972. b) Ýr, nemi, f.
28. maí 1978, í sambúð
með Alexander Stef-
ánssyni, nema, f. 1978.
2) Þór, f. 21. nóvem-
ber 1949, kvæntur
Janet Matthíasson, f.
27. október 1952. Dóttir þeirra:
Yrja, f. 4. apríl, 1991. 3) Guðrún
Edda, aðstoðarstúlka tannlæknis,
f. 19. desember 1952, gift Edward
Swan, lögfræðingi, f. 14. janúar
1947. Dætur þeirra: a) Brynja
Stephanie, nemi, f. 4. nóvember
1975, gift Guðmundi Sigtryggs-
syni, sölustjóra, f. 14. nóvember
1974. b) Kristín Katla, nemi, f. 7.
nóvember 1981. 4) Sif, tannlæknir,
f. 1. júní 1954, gift Jörundi Svav-
arssyni, prófessor, f. 25. ágúst
1952. Dætur þeirra: a) Hrönn Ól-
um. Hann hafði samt gaman af að
rifja upp pólitíska viðburði og út-
skýra þá í víðara samhengi.
Hann naut sín best fyrir framan
arineld með eðalvökva í glasi brjót-
andi mál til mergjar. Hann naut
þess að rökræða, einkum við unga
fólkið, og beitti margvíslegum rök-
um til að styðja sitt mál. Mér eru
minnisstæðar margar slíkar stundir
í sumarbústað fjölskyldunnar í
Grímsnesinu. Þessar rökræður voru
ákaflega gagnlegar fyrir okkur
unga fólkið og við lærðum mikið af
þeim. Ekki spillti að lærifaðirinn
var viðlesinn og hafði yfirburða-
þekkingu á þjóðmálum enda var
sjaldnast komið að tómum kofunum
hjá honum. Hann átti það reyndar
til að vera stríðinn og honum var
skemmt þegar viðmælendur höfðu
ekki haldbær rök til að styðja sitt
mál.
Matthías var ákaflega músík-
alskur og á síðkvöldum átti hann
það til að galdra fram tóna úr orgeli
sínu. Þegar þannig lá á honum var
plata sett á fóninn og óperur eða
sinfóníur látnar hljóma á hæsta
styrk um allt húsið. Ekki spillti þá
að hafa snarkandi undirspil úr arn-
inum. Þannig var það eflaust vetr-
arkvöld eitt þegar þau Katla og
Matthías sátu framan við arininn og
brenndu jólatréð sem nýlega hafði
misst jólaskrautið. Nágrannamir
hringdu í slökkviliðið þegar neista-
flugið streymdi upp úr reykháfnum.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang
var reynt að ná sambandi við íbúa
hússins en enginn svaraði dyrabjöll-
unni. Katla fór loks til dyra til að at-
huga með einhvern hávaða fyrir ut-
an en mátti þakka fyrir að fá ekki
öxi slökkviliðsmannsins í andlitið er
hann hugðist brjóta upp dyrnar.
Komið er að kveðjustund. Það er
ekki auðvelt að kveðja, minningarn-
ar eru margar og streyma að eins
og óheft stórflóð. Matthías var lit-
ríkur og mikill öðlingur og hugur
hans var skýr fram til hinstu stund-
ar.
Ég bið Guð að vernda Kötlu eig-
inkonu hans sem stóð eins og klett-
ur við hlið hans alla tíð svo og börn
hans og barnabörn.
Hvfl í friði, vinur.
Jörundur.
Elsku afi minn. Nú þegar þú hef-
ur skilið við okkur rifjast upp svo
ótal margar og ljúfar minningar,
hvernig þú horfðir stoltur á okkur
öll, sagðir okkur hve falleg við vær-
um og hve mikið þú elskaðir okkur.
Takk afi, fyrir alla hjálpina sem
þú veittir mér og fyrir að hafa trú á
mér. Takk afi, fyrir að segja mér
hve falleg þér fannst ég vera, ein-
mitt þegar ég hélt að engum fyndist
svo.
ína, nemi, f. 24. júlí 1978, í sambúð
með Georg B. Friðrikssyni, versl-
unarmanni, f. 29. október 1969. b)
Katla, nemi, f. 17. júní 1982. c)
Hildur, nemi, f. 11. júm' 1987.
Matthías lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1939. Hann var við nám í
Laugavegsapóteki frá 1939 til
1942 og lauk Exam. pharm. prófi
frá Lyfjafræðingaskóla Islands í
apríl 1942. Hann stundaði nám við
Philadelphia College of Pharmacy
and Science frá 1942 til 1943 og
Iauk þaðan B. Sc. prófi í nóvember
1943. Matthías var lyfjafræðingur
í Laugavegsapóteki frá 1944 til
1952, forstöðumaður Selfoss Apó-
teks frá 1952 til 1968, og lyfsali í
Kópavogsapóteki frá 1969 til 1993.
Matthías gegndi fjölmörgum trún-
aðar- og félagsstörfum um ævina
og var m.a. formaöur Lyfjafræð-
ingafélags Islands, Apótekarafé-
lags íslands, Tónlistarfélags Ar-
nessýslu og Framsóknarfélags
Selfoss. Hann var enn fremur for-
maður Kjördæmissambands
Framsóknarfélaganna í Suður-
landskjördæmi í nokkur ár. Hann
var varaþingmaður Sunnlendinga
og sat um hríð á þingi. Hann var
ritstjóri, framkvæmdastjóri og
ábyrgðarmaður vikuritsins
Þjóðólfs á Selfossi um árabil.
Útför Matthíasar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Þú skildir svo ótal margt eftir í
okkur öllum, eitthvað sem enginn
getur tekið frá okkur.
Við söknum þín en um leið erum
við glöð yfir því að þú sért hættur
að þjást og sért kominn á betri stað,
til Jesú.
Ég elska þig, afi minn.
Hittumst seinna. Þín
Kristín Katla.
Núna þegar ég sest niður til að
skrifa þessi kveðjuorð til þín, elsku
afi, þá eru fá orð sem geta lýst til-
finningum mínum. Söknuðurinn er
mikill en minningamar eru einning
margar sem mér eru dýrmætar.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn í
Hrauntunguna stóðst þú efst í
tröppunum til þess að taka á móti
mér. Núna þegar ég kem í heim-
sókn er skrýtið að koma upp og sjá
þig ekki standandi þar til þess að
taka á móti kossi og kveðju. Þessara
heimsókna minnist ég með gleði og
þökk í hjarta.
Síðasta skiptið sem við ræddum
saman töluðum við um að eftir ár
myndi ég útskrifast sem lögfræð-
ingur. Viðbrögð þín voru þau að
svara á móti með setningunni að þá
yrðir þú að fara að passa þig. Ekki
veit ég fyrir hveiju þú ætlaðir að
passa þig. Stolt þitt af okkur bama-
bömunum leyndi sér aldrei þegar
við komum í heimsókn í Hrauntung-
una til þess að segja þér og ömmu
frá því hvernig okkur hefði gengið í
prófunum. Ósjaldan hrósaðir þú
okkur yfir því hversu metnaðar-
gjamar við allar erum.
Ótal minningar koma upp í hug-
ann þegar ég fletti myndaalbúmum.
Þar em m.a. myndir úr afmælum,
jóla- og áramótaboðum. Áramótin
er sá tími sem ég á minningar alveg
frá barnæsku enda liðu varla þau
áramót að öll fjölskyldan hittist ekki
í Hrauntungunni og skyti upp flug-
eldum. Áramótin hér eftir verða
aldrei eins enda varst það þú sem
hélst uppi stemmningunni og sást
til þess að alltaf væri nóg til að
sprengja. Elsku afi, þótt erfitt verði
munum við halda þessi boð áfram
með minningu þína í hjarta okkar.
Elsku afi, þú barðist hetjulegri
baráttu í veikindum þínum og
kvartaðir aldrei. Amma stóð við hlið
þér eins og klettur. Ást og um-
hyggja ykkar hvort til annars hefur
aldrei leynt sér og sannaðist það
þegar þið áttuð 55 ára brúðkaupsaf-
mæli í maí síðastliðnum. Ég bið
góðan Guð að styrkja hana ömmu á
þessum erfíða tíma og einnig okkur
hin. Ég kveð þig með þessum orð-
um og hlakka til að hitta þig að
nýju.
Blessuð sé minning þín.
Þitt barnabam,
Brynja Stephanie Swan.
MINNINGAR
MATTHIAS
INGIBERGSSON