Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 39 i INGUNN PÉTURSDÓTTIR + Ingunn Péturs- ddttir var fædd á Seyðisfirði 14. sept- ember 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skdgabæ 3. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennai' vora Guðrún Björg Einarsddttir, f. 18.11. 1892, d. 14.1. 1974, og Pétur Frið- rik Guðmundsson, f. 30.6. 1879, d. 29.9. 1962. Hálfsystur Ing- unnar sammæðra eru: Bjarnheiöur Rafnsddttir, f. 5.1. 1924; Þdrdís Rafnsddttir, f. 30.1. 1927; Ingibjörg Rafnsdöttir, f. 2.4. 1931; og Dagný Rafnsddttir, f. 7.8. 1933. Áður látin systir: Ragnhildur Rafnsddttir, f. 28.4. 1921, d. 24.4. 1983. Systkini Ingunnar samfeðra eru: Haukur Pétursson, f. 17.3. 1919; Jdhaima Pétursdöttir, f. 27.10. 1927; og Dísa Pétursddttir, f. 17.6. 1934. Áður látin systkini: Jön Pétursson, f. 4.3. 1918, d. 8.4. 1995; Sigrún Pétursdóttir, f. 23.3. 1921, d. 14.8. 1963; Orn Pétursson, f. 23.12. 1923, d. 2.1. 1999; Ingimundur Pétursson, f. 16.7. 1925, d. 8.1. 1977; Gréta Pétursddttir, f. 23.8. 1930, d. 2.12. 1975. Sambýlismaður Ingunnar var Gunn- ar Kristjánsson, f. 11.1. 1909, d. 20.12. 1977. Sonur þeirra er Gylfi Gunnarsson, f. 5.9. 1950. Maki hans er Sólborg Sumar- liðaddttir, f. 18.2. 1950. Dætur þeirra eru Sara Gylfadóttir og Ing- unn Gylfadöttir. Maki Ingunnar er Tómas Hermannsson. Saman eiga þau Kötlu Tómasddttur. Með Ástu Ásgeirsdóttur á Gylfí Sævar Þdr Gylfason. Maki hans er Sigríður Óíafsdóttir. Saman eiga þau synina Ólaf Albert, Maríus og Trausta. Útför Ingunnar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Inga mín. Dagur er að kvöldi kominn, þessi síðasti dagur, sólríkur og hlýr. Við Gylfi erum hjá þér og við vitum öll að hverju stefnir, langþráðri stund, að sofna og vakna ekki aftur. Þetta er allt svo indælt, eru kveðjuorðin þín. Er ég lít til baka er svo margs að minnast, við upplifðum margt saman. Hvort um var að ræða barnauppeldi, aðstoð við heimilis- hald er við Gylfi vorum í námi eða starfi, alltaf varst þú nálæg og reiðubúin til að aðstoða og aldrei þurfti að hafa um það mörg orð. Þegar ég kynntist ykkur Gunn- ari voruð þið með kostgangara í Miðtúninu á Seyðisfirði, ásamt því að reka þar þvottahús. Oft skiptu kostgangararnir tugum og margar voru áhafnirnar á síldarbátunum sem þurftu að fá þvottinn sinn þveginn að ógleymdum bæjarbú- um. Þú varst sístarfandi frá morgni til kvölds. Eitt sinn sagði ég við þig að ég skildi ekkert í því af hverju kök- urnar sem ég þakaði væru aldrei eins góðar eða fallegar og hjá þér þó að uppskriftin væri sú sama. „Þú hefur bara ekki hendurnar mínar,“ svaraðir þú. Þetta svar þitt var ekki til að upphefja þig eða gera lítið úr mér, heldur hitt að þarna vildir þú benda mér á að æfingin skapar meistarann og æf- inguna hafðir þú. Eftir að dætur okkar Gylfa, Ing- unn og Sara, fæddust sast þú við handavinnu þegar stund gafst. Þá voru heklaðir, prjónaðir eða saum- aðir kjólar og sama vandvirknis- lega handbragðið í fyrirrúmi. Handbragðið þitt lýsti einnig þín- um innri manni, vandað og heil- steypt. Það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af heilum hug. Skapgerðin þín var einstök, allt- af sama jafnaðargeðið, sama hvað á dundi. Oft hef ég öfundað þig af þessum eiginleika og þeirri innri ró og yfirvegun sem einkenndi þig alla tíð. Þú varst sú manngerð sem öllum þótti vænt um er kynntust þér, fólk laðaðist að þér og leið vel í návist þinni. Elsku Inga mín, takk fyrir að hafa verið alltaf til staðar, fyrir að hafa verið Ingunni og Söru sem önnur móðir, mér sem leiðbeinandi og vinur. Við fjölskyldan þín eigum eftir að sakna þín sárt en erum rík af mörgum góðum minningum um þig- Að endingu vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka starfsfólki öllu á hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ, einkum Austurbæ og Heiða- bæ, fyrir frábæra hjúkrun og um- önnun. Þín tengdadóttir og vinkona, Sdlborg. Elsku besta amma mín. Sunnu- dagurinn var fallegur dagur, við töluðum um það þegar pabbi fædd- ist, þér leið svo vel og við héld- umst í hendur nöfnurnar. Ekki vissi ég þá að þetta yrði í síðasta sinn sem við brostum hvor til annarrar. Eg veit að þig var farið að lengja eftir hvíld og þakka algóðum Guði fyrir að hafa veitt þér hana. í dag græt ég af sorg yf- ir að hafa misst svo góðan vin en jafnframt af gleði yfir því að þú þurftir ekki að þjást meira. Nú drekk ég kaffi og hugsa til þín. Þú kenndir mér að drekka kaffi og sagðir mér að af því yrði maður svo skapgóður. Þetta var alveg rétt hjá þér. Af þér lærði ég svo ótal margt og fæ aldrei fullþakkað þér fyrir það. Allar okkar minningar eigum við saman og mikið er ég lánsöm að hafa fengið að vera ömmustelp- an þín. Eg man aldrei eftir þér öðruvísi en hjá okkur. Við vorum alltaf öll saman, þú varst ekki bara amma mín heldur átti ég tvær yndislegar mömmur. Takk fyrir að vera svo góður vinur Tomma og Kötlu sem raun bar vitni. Að lokum, elsku Inga amma mín, vil ég þakka fyrir þetta ferða- lag sem við áttum saman í gegnum lífið, það var svo gott að vera ná- lægt þér. Þú ert hjá mér alltaf. Þín elskandi, Ingunn. Elsku Inga mín. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja þig. Nú þegar lífsklukkan slokknar, sem var að morgni mánudagsins 3. júlí, koma ótal minningar í huga minn. Hjá þér var ég meira og minna frá barnsaldri á Seyðisfirði, heimabæ okkar beggja. Eg dvaldi hjá þér skólagöngu mína og síðar vann ég hjá þér alveg þar til ég fluttist til Reykjavíkur 1952. Inga var mikil atorkukona strax frá unga aldrei, lengst af rak hún Hótel Snæfell á Seyðisfírði, síðar byggði hún fallegt hús við Miðtún, þar sem hún setti upp þvottahús á neðri hæð og heimilið var á efri hæð. Einnig hafði hún oftast marga menn í fæði. Eg veit að Seyðfirðingar minnast hennar á margan hátt. 1 áraraðir var hún fengin til að vera með veitingar og veislur þegar eitthvað var um að vera í bæjarfélaginu, það er með ólíkindum hverju þessi dugmikla kona áorkaði um ævina. Mér var hún einstaklega góð alla tíð og á hún mitt hjartans þakklæti fyrir allar okkar stundir á lífsleiðinni. Inga var vinsæl kona og átti gott með að umgangast fólk, enda var alltaf mikill gestagangur hjá henni. Með sambýlismanni sínum Gunnari Kristjánssyni sem var fæddur 11. janúar 1909, dáinn 20. desember 1978 eignaðist hún son- inn Gylfa, sem var augasteinninn hennar alla tíð og er hann þess sannarlega verðugur. Gylfi og Sólborg, kona hans, eiga tvær dætur, Ingunni og Söru, sem voru ömmu sinni líf og yndi, ekki má gleyma langömmubarninu Kötlu. Fjölskyldan var einstaklega samhent og bjó alla tíð saman, fyrst á Seyðisfirði, en árið 1983 fluttust þau til Reykjavíkur og lengst af bjuggu þau í Grjótaseli 8, þar bjó fjölskyldan á efri og neðri hæp. Á síðasta ári fékk Inga dvalar- stað í Skógarbæ, Árskógum 2. Hún varmjög ánægð þar og sátt við lífið og tilveruna. Sólborg reyndist tengdamóður sinni með ást og umhyggju einstaklega vel í veikindum hennar og samveru með henni í gegnum árin. Elsku Gylfi, Solla, Sara, Inga, Tómas og litla Katla, ég votta ykk- ur alla mína samúð. Eg kveð þig, elsku Inga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Einína. Ingunn Pétursdóttir er látin á 86. aldursári. Hún óx úr grasi á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og eyddi mest- allri sinni starfsævi á Seyðisfirði. Á efri árum fluttist Ingunn til Reykjavíkur og bjó í nánum tengslum við son sinn og fjölskyldu hans. Ingunn hélt góðri heilsu fram á síðasta ár er hún fluttist á hjúkrunarheimili þar sem hún dvaldi til dauðadags. Þegar ég var að alast upp á sjötta áratugnum var Ingunn Pét- ursdóttir þekkt undir nafninu Inga á hótelinu. Hún hafði þá rekið Hótel Snæfell síðan á stríðsárun- um með miklum myndarbrag. Inga rak ung greiðasölu úti á Vestdals- eyri og seinna inni á Oldu. Eg man hvað ég var hissa þegar ég komst að því að þessi litla, grannvaxna kona ræki heilt hótel í svona stóru húsi með þessa stóru sali. Og niðri var hótelsjoppan með háa barstóla og seinna djúkbox. Allt var þetta ævintýri líkast. Svo reis bíóhúsið hinum megin götunnar og þar fyr- ir ofan seldi Jón Brynjólfsson pyls- ur út um gat en Egill læknir sat í Bjarka beint á móti. Þessir menn borðuðu hjá Ingu áratugum saman en hún hafði alltaf stóran hóp kostgangara. Nú voru síldarárin í uppsiglingu og alltaf fjölgaði þeim sem þurftu að nýta sér þjónustu hennar Ingu á hótelinu. Liðnir voru þeir kyi-r- látu dagar þegar Gylfi sonur henn- ar og félagar hans léku blindinga- leiki á ganginum uppi á lofti, klifu veggina eins og apar og tóku þvílík stökk niður á gólfið að salirnir hennar Ingu á hótelinu léku allir á reiðiskjálfi og kostgangarar héldu sér í borðrendur. Þá sátu þær Inga og Gunna á Bóndastöðum gjarnan í eldhúsinu og reyktu Roy og Chesterfield í reykpásum og komu til skiptis upp á stigapallinn til að hasta á strákana. Hún Inga var alltaf svo blíðleg að þegar hún var að hasta á okkur var bara eins og hún væri að bjóða góðan dag. Hún var ein af þessum góðu mann- eskjum sem maður vildi ekki fyrir nokkurn mun gera neitt á móti skapi. Þess vegna liðu þessir dagar allir í sátt og samlyndi hvað okkur strákana varðaði. 1962 hætti Inga rekstri hótels- ins og opnaði þvottahús uppi í Miðtúni þar sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í stóru, tveggja hæða húsi. Þvottahúsið rak Inga ásamt manni sínum, Gunnari Kristjánssyni, líklega vel á annan áratug. Hún hélt áfram að halda nýja og gamla kostgangara sem áreiðanlega vildu hvergi annars staðar borða. Við strákarnir vorum nú farnir að slá gítara í gegnum magnara og þótti sumum hávaðinn ærinn. Einu sinn var Gunnari, þeim lisræna manni, nóg boðið og ætlaði að henda okkur út með hljóðfærum og öllu saman. Þá kom Inga okkur til bjargar og stillti sér upp í dyrnar með brosið sitt soldið titrandi en Gunnar þusaði eitthvað um hávaðann í þessum drengjum sem jafnvel á þeim tíma var of mikill. Síðan sneri hann sér við og gekk inn í þvottahúsið að sinna störfum sínum. Þannig var Inga, alltaf að láta hlutina ganga, passa að allt væri í lagi, alltaf svo góðlát og grandvör blessunin. Mig langar bara að þakka henni fyrir allt, all- ar máltíðirnar sem ég hef borðað hjá henni, alla kaffibollana og kök- urnar og allt kókið sem við drukk- um á hótelinu, líka þegar við stál- umst í kassana. Eftir að Gunnar var látinn og fjölskyldan flutt suður fór Inga að búa á neðri hæðinni í Grjótaselinu. Hún var tekin að reskjast og henn- ar langa starfsdegi farsællega lok- ið. Alltaf var hún þó til taks, reiðu- búin að hjálpa ef á þurfti að halda í eldhúsi og með barna- og seinna barnabarnabörnin. Oft sátum við saman yfir kaffibolla hjá Gylfa og Sollu og svo skrapp hún kannski niður til að fá sér rettu því að það mátti ekki lengur reykja innan um fólk. En tóbakið virtist aldrei gera henni Ingu neitt illt. Það er til ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur sem er Vestdals- eyringur eins og Inga á hótelinu. Ljóðið heitir Á Vestdalseyri og í því er talað um ljósin inni í bæ sem kviknuðu eitt af öðru meðan byggðin á eyrinni hélt áfram að dragast saman. Ljósunum er líkt við perlur á eilífðarströnd. Ingunn Pétursdóttir fluttist inn í bæ þar sem ljósin voru fleiri og bjó þar öll sín bestu ár. Hún var farsæl í lífi sínu og starfi, fékk að vinna ljóss- ins verk meðan dagur var á lofti. Ég veit að nú hefur hún fundið perlurnar á sinni eilífðarströnd. Ég þakka fyrir löng og góð kynni og sendi ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góða konu lifir. Ingdlfur Steinsson. RÓBERT BJARNASON + Rdbert Bjamason fæddist 5. janúar 1917 í Reykjavík. Hann lést 30. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðs- son, f. 1886, d. 1941, skdsmiður í Hafnar- firði og Guðmundfna Sigurborg Eggerts- ddttir, f. 1891, d. 1984. Systkini Rd- berts voru Sigríður, f. 1915, d. 1971, Ey- gerður, f. 1918, d. 1984 og Ragnheiður, f. 1928, d.1980. Rdbert gekk í Barnaskdla Hafn- ai’Qarðar og lauk námi í Iðnskdlan- um árið 1935, vélstjdraprdfi 1939 og verslunarprdfí í Verslunarskdla íslands 1943. Hann var til sjds til að byrja með en starfaði lengst af sem skrifstofumaður að aðalstarfi, síðast skrifstofustjdri á Sdlvangi í 30 ár. Hann lærði að sýna kvik- myndir í Bæjarbídi árið 1945 og var sýningarstjdri þar til 1995 og heiðursfélagi í Félagi sýningar- maima við kvik- myndahús. Hann var og í mörg ár ljdsa- meistari hjá Leikfé- lagi Hafnarfjarðar. Rdbert kvæntist Þdrlaugu Guð- mundsddttur, f. 22.11.1922, d. 22.6. 1993, fæddri á Sttíra- Nýjabæ í Krýsuvík. Þeirra börn eru fjög- ur: 1) Kristján Rd- bertsson, f. 1943, kvæntur Steinuimi Eiríksddttur, f. 1948, eiga þau þrjú böm. 2) Bjami Sævar, f. 1946, kvæntur Nönnu Guðrúnu Ásmundsddttur, f. 1946, eiga þau fimm böm. 3) Hulda, f. 1951, d. 18.9. 1989, gift Sveinbimi Hrafni Sveinbjömssyni og em þeirra börn þijú. 4) Sigur- borg, f. 1953, kvænt Magnúsi Guðbjartssyni, f. 1950, þau eiga þijú böm. Barnabömin eru fjdrtán og bamabamabömin átján. Útför Rdberts fer fram frá Víði- sfaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegai’ Ditta hringdi í mig og sagði mér frá því að afi væri dáinn, þá varð ég sorgmædd en jafnframt fann ég til léttis að hann fékk hvíldina. Síðustu árin hafa verið erfið hjá afa, efth’ að hann veiktist. Þegar amma dó var hann niðurbrotinn og lengi að jafna sig, enda hugsaði amma svo vel um hann og stjanaði við hann. En svo fór hann að lifna við, gat jafnvel bjargað sér í eldhúsinu, en þá veiktist hann og gat ekki búið einn lengur á Langó. Eg fór að rifja upp þegar ég var lít- il og fékk að gista hjá afa og ömmu um helgar. Þá fengum ég og fleiri að sofa á dívaninum í afaherbergi, fyirir neðan þessa stóru klukku sem vakti mann á hálftíma fresti á næturnar. Ekki var afi hrifinn af því að við krakkamir drusluðum þar út, enda var þetta hans herbergi. Þessar helg- ar snerust um að fara í bíóið og sjá þrjú-sýninguna, þó svo við værum búin að sjá myndina nokkrum sinn- um áður. í bíóinu var hans heimur. Hann var í essinu sínu strjúkandi sýningarvélamar, stilla fókusinn og spóla filmurnar. Alltaf passaði hann að það færi vel um okkur, raðaði okk- ur Ónnu t.d. eftir stærð við lúgurnar. Ætli þetta hafi ekki verið þær fáu stundir sem maður var einn með afa, Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. eins og þegar maður fékk að fara í bíltúr með honum, því annars var hann fremur hlédrægur. Við systkin- in höfðum gaman af því að láta afa gá, athuga hvort hann ætti afa-brjóst- sykui’ í skápnum sínum og sjaldan kom maður að tómum poka þar, afi átti alltaf brjóstsykur. Þegai’ mamma dó var afi svo sorg- mæddur að hann faðmaði mig ótal sinnum þessa daga og vildi næstum ekki sleppa okkur systkinunum. Mér fannst svo vænt um hvað hann sýndi tilfinningar sínar vel. Fyrir hönd systkina minna þakka ég góðar stundir með þér, afi, og við gleðjumst yfir því að þú ert farinn til himna til ömmu og mömmu og vakir yfir okkur með þeim þar. v Hrafnhildur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.