Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 41
ASDIS
ÓLAFSDÓTTIR
+ Ásdís Ólafsdóttir
var fædd á Flat-
eyri við Önundar-
íjörð 8. desember
1932. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 26. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hcnnar voru Ólafur
G. Sigurðsson, bóndi
og hreppstjóri á Flat-
eyri og Valgerður
Guðmundsdóttir. Ás-
dís átti sex systkini,
þau Þorstein, f. 1.
des. 1916, Sigurð, f.
6. sept. 1918, Guð-
rúnu, f. 8. ágúst 1920, Guðmund, f.
7. nóv. 1921, Elínu, f. 21. ágúst
1923 og Guðjón, f. 1. nóv. 1925.
Aðeins Elín lifir systkini sín.
Hinn 8. maí 1955 giftist Ásdís
eftirlifandi eiginmanni sínum
Ingimundi Guðmundssyni, vél-
stjóra, f. 17. ágúst 1930. Þau Ásdis
og Ingimundur eignuðust fimm
börn. Þau eru: Ólafur Valgarð, f.
29. júlí 1953, maki hans er Ingi-
björg Andrea Magnúsdóttir. Ingi
Guðmar, f. 19. nóv. 1955, maki
hans er Unnur Kjartansdóttir.
Svandís, f. 5. ágúst 1960. Arnar
Freyr, f. 22. sept.1960, maki hans
er Valrún Valgeirsdóttir. Bryn-
dís, f. 12. jan. 1970 og er hennar
maki Helgi Kristjónsson. Barna-
börnin eru orðin tólf
og kom það síðasta í
heiminn örfáum
stundum eftir andlát
Ásdísar hinn 26. júní
sl. Heimili Ásdísar
og Ingimundar var
lengst af á Kópa-
vogsbraut 93 en þau
höfðu nýlega flutt
sig um set yfir í
Gullsmára 7 í Kópa-
vogi.
Ásdís stundaði
nám við Húsmæðra-
skólann á Laugar-
vatni eftir að hafa
lokið skyldunámi frá Héraðsskól-
anum í Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp. Síðar vann hún við af-
greiðslustörf á meðan eigin-
maðurinn stundaði nám við
Vélslj'óraskóla íslands. Hún sinnti
húsmóðurskyldum og uppeldi
barna sinna af einstakri sam-
viskusemi og alúð allan sinn aldur
auk þess að starfa hjá Þinghóls-
skóla og um tíma hjá Trygginga-
stofnun íslands. Hún lét af störf-
um hjá Þinghólsskóla eftir ríflega
20 ára starf árið 1997 sakir veik-
inda sinna.
Útför Ásdísar hefur farið fram í
kyrrþey að hennar eigin ósk. Hún
var jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 3. júlí.
„Ský dregur skjótt fyrir sólu,
skammt er frá morgni til njólu. Hún
Ásdís mín er dáin. Guð gaf mér hana
og nú hefir hann tekið hana til sín.
Eitt það veganesti sem móðir mín
gaf mér, litlum dreng, var þetta: „Ef
þú gefur einhverjum eitthvað þá
máttu ekki taka það aftur. En fáirðu
eitthvað lánað þá mundu að skila
því.“ Já, við erum öll lánuð hingað í
þennan heim því ber oss að standa í
skilum við almættið.
Eg sá í fyrsta sinn minn trausta
lífsförunaut á söngæfingu í Temp-
larakór IOGT að vorlagi árið 1952.
Athygli mína vakti strax ung og
glæsileg stúlka úr um tuttugu
kvenna hópi. Mín hugsun var aðeins
sú að þessa konu langaði mig til að
eiga. Samband okkar Ásdíar þróað-
ist frekar hægt að mínu mati en
örugglega. Það kom alltaf betur og
betur í ljós hversu mikil mannkosta-
kona var þarna á ferð. Þeirri hugsun
hefur oft skotið upp í mínum kolli að
ég hljóti að vera í sérstöku uppáhaldi
hjá almættinu þar sem við vorum
leidd þama saman af ekki meira til-
efni en einni söngæfingu. „Á þér ást-
araugu ungur réð ég festa.“ Leiðir
skiljast um tíma þegar Ásdís fer í
Húsmæðraskólann á Laugai’vatni og
ég í Vélskóla íslands. Hinn 30. janú-
ar 1953 opinberuðum við trúlofun
okkar og eru það mín gæfu- og
heillaspor sem aldrei hafa verið
misstigin. Búskap hófum við þá um
haustið að Hlíðarvegi 9 í Kópavogi.
Þær mæðgur, Ásdís og Valgerður
Guðmundsdóttir, héldu heimili sam-
an og verð ég að þakka sérstaklega
tengdamóður minni það að skóla-
ganga mín í Vélskólanum gat haldið
áfram. Frumburður okkar Ásdísar,
Ólafur Valgai-ð, fæddist hinn 29. júlí
1953 og sá Valgerður um heimilis-
hald og umönnun drengsins þar sem
Ásdís vann fyrir heimilinu. Mér
finnst það ganga afreki næst hjá Ás-
dísi minni að stunda afgreiðslustörf
vestur á Framnesvegi þangað sem
hún tók strætisvagn sem fór þó ekki
lengra en niður á Lækjartorg, þaðan
gekk hún svo hvernig sem viðraði, til
og frá vinnustað og bar heim mat-
væli og annað til heimilisins. Það var
ekkert dregið af sér þá frekar en
endranær og voru þær mæðgur stað-
ráðnar í að láta þetta ganga upp svo
ég fengi lokið námi. Við Ásdís vorum
gefin saman í heilagt hjónaband hinn
8. maí 1955 eftir brautskráningu
mína frá Vélskólanum af séra Óskari
J. Þorlákssyni. Minn starfsvettvang-
ur var ráðinn, þ.e. fjarri eiginkonu,
heimili og börnum svo mánuðum
skipti á stundum. Sjómannskonur
þurfa að vera traustir bústjórar,
uppalendur og fjámálai-áðherrar.
Þessa eiginleika hafði Ásdís full-
komna. Þá var það ómetanlegt upp-
eldislegt atriði fyrir börn okkar að
vita að mamma var alltaf heima, til-
búin til að taka á móti ungunum sín-
um hvort sem var úr skóla eða vinnu.
Á heimili Ásdísar var kjölfestan svo
sannarlega í lagi og allir hlekkir í
ankeriskeðjunni jafnsterkir.
í nóvember 1957 festum við kaup
á rúmlega fokheldu húsi að Kópa-
vogsbraut 93 og fluttum þangað
fljótlega af Óðinsgötu 16b. í þá daga
var ekki óalgengt að fólk flytti inn þó
að flest vantaði nema vatn og raf-
magn. Við Ásdís vorum ákveðin og
samhent í því að gera þetta að okkar
framtíðarheimili, svona eftir efnum
og ástæðum, og það tókst.
Hún Ásdís mín vildi ekki skulda
neinum neitt en ævinlega var hún til-
búin að lána og gefa ef hún komst að
því að einhvers staðar vantaði að-
stoð. Síðasti vinnustaður Ásdísar var
Þinghólsskóli þar sem hún vahn
fyrst við hreingemingar en gerðist
síðar matráðskona nemenda sem
voru henni mjög þakklátir fyrir góð-
an viðurgjörning og nefndu hana
margir ömmu. Það fór ekki fram hjá
neinum sem til þekkti að Ásdís var
orðin mikið veik síðasta veturinn í
Þinghólsskóla en ekki var vitað hvað
var að fyrr en of seint að mínu mati.
En aldrei lét hún sig vanta á vinnu-
stað. Hún greindist með krabbamein
í beinmerg fyrir rúmum þremur ár-
um og var þá mjög hætt komin vegna
þess hversu rétt sjúkdómsgreining
dróst á langinn. Hennar aðallækni,
Guðmundi Inga Eyjólfssyni, tókst þó
að koma henni til nokkurs bata
ásamt yndislegu hjúkrunarfólki á
deild 7A á Landspítala Fossvogi.
Átti hún tvö nokkuð góð ár á heimili
sínu sem nú var að Gullsmára 7 í
Kópavogi. En þessi illvígi sjúkdómur
sótti að henni á nýjan leik í vor og fór
hún þá í sterkustu lyfjameðferð sem
völ var á. Lengi áttum við von á því
að þessi meðferð myndi lukkast og
það var staðið á meðan stætt var eins
og sönnum Vestfirðingum er í blóð
borið. Þegar við, á okkar lífsgöngu,
mætum manninum með Ijáinn kemst
enginn undan því höggi. Já, þetta var
óhemju þungt högg fyrir okkur öll,
nánustu aðstandendur Ásdísar, að
ég tali nú ekki um elsku ömmubömin
hennar sem öll voru hennar skær-
ustu ljósgeislar.
Það var yndislega fagur dagur, 26.
júní síðastliðinn, laust fyrir klukkan
sex að morgni, langur sólargangur
og nóttin hafði verið albjört. Þrátt
fyrir alla þessa birtu hlýtur að
dimma í sálu þess sem situr við dán-
arbeð ástríkrar eiginkonu. Eg nefndi
það hér fyrr að ég hljóti að vera í
uppáhaldi hjá almættinu sem gerði
mér þessa stund eins bærilega og
kostur var á. Eg dró gardínur örh'tið
frá glugganum á herbergi Ásdísar.
Þá þrengdi sér inn mjór sólargeisli
þvert yfir fótagaflinn á rúminu henn-
ar. Hann líður svo hægt yfir hana
þar sem hún liggur og andlit hennar
og upp á vegginn fyrir ofan höfða-
gaflinn eftir því sem tíminn líður.
Þetta fannst mér táknrænt fyrir
hvað Guð getur gert manni, þrátt
fyrir allt, svona stund ljúfa og sárs-
aukaminni heldur en ella hefði verið.
Hún Ásdís mín andaðist síðan laust
eftir hádegið.
Þá helltist myrkrið yfir. Sá sem
lendir í myrkrinu leitar Ijóssins. Ég
þurfti ekki að leita lengi því eitt af
skærustu ljósunum okkar Ásdísar
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR,
frá Þinghól, Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis
á Dvalarheimiiinu Hraunbúðum,
sem lést þriðjudaginn 27. júní, verður jarðsung-
in frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugar-
daginn 8. júlí kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Margrét Andersdóttír,
Birgit Andersdóttir,
Ólafía Andersdóttir Stöyva,
inger Andersdóttir,
Kjartan Úlfarsson,
Ásmundur Jónsson,
Arnþór Flosi Þórðarson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir, mágkona og frænka,
JÚLfANA GÍSLADÓTTIR,
Bogahlíð 9,
Reykjavik,
lést föstudaginn 30. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 10. júlí kl. 13.30.
Helga Dóra Jóhannesdóttir, Jóhann Már Jóhannsson,
Emilía Brynhildur Jóhannesdóttir,
Magnús Jóhannesson,
Guðlaugur Halldór Einarsson,
Salome Halldóra Magnúsdóttir, Jón Helgason,
Helgi Jónsson, Hrönn Nielsen,
barnabörn og frændsystkini.
minnar kviknaði rúmum fjórum
klukkustundum eftir andlát hennar
þegar Bryndís, yngsta bam okkar
hjóna, og Helgi, hennar maður, eign-
uðust yndislegan og fallegan dreng.
Er svo hægt að biðja um meira? Lífs-
göngu okkar Ásdísar er lokið í þess-
um heimi og traustari ferðafélagi
trúi ég að sé vandfundinn. Árin urðu
fjörutíu og sjö, börnin fimm og
barnabörnin orðin tólf. Ég vil þakka
öllu því yndislega fólki sem staðið
hefur þétt við hlið mér í veikindum
Ásdísar minnar og gert mér þennan
tíma léttbærari. AIls staðar hef ég
mætt góðvild. Stuðningur ykkar er
ómetanlegur. Trúlega er það ekki al-
gengt að eiginmenn skrifi eftirmæli
konu sinnar. Ef til vill er þetta mín
eigin sjálfselska. Ef eitthvað liggur
mjög þungt á mér finnst mér gott að
sknfa mig frá því, það léttir á mér.
Ásdís mín nú gengur þú á Guðs
vegum, þangað var leið þin greið.
Hafðu ástarþökk fyrir þinn stuðning
og gönguna með mér í 47 ár. Vertu
sæl elskan mín og hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þín leið er greið um veg til himinsheima,
heilsaðu þeim er ljúft þér rétta hönd.
Minningar allar margfalt skulum gejma,
meta og virða öll þín tryggðabönd.
Nú ertu sofnuð, dýrðina þig dreymL
Drottinn þig geymi, góða nótt.
(I.G.)
Ingimundur Guðmundsson.
Elsku mamma.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
ogfaðmijörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn bh'tt
og hljótt, svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Ég kveð þig með sárum söknuði og
hjartans þökk fyrir allt sem þú gafst
mér og það sem þú varst mér.
Þín,
Svandís.
Nú er elskuð eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma farin. Ásdísi,
tengdamóður mína, fékk ég að
þekkja í tólf ár og var hún alveg ein-
stök manneskja. Hún og Ingimund-
ur voru alla tíð samhent í að hlú að
fjölskyldunni sinni og var heimili
þeirra alla tíð kletturinn í hafinu fyr-
ir böm þeirra, tengdaböm og barna-
börn. Ásdís amma gerði besta graut í
heimi, átti alltaf ís og hafði alltaf
tíma til að líta til með barnabörnum
sínum og hún gat haft þrjá bolta, eða
bara appelsínur, og hent þeim upp í
loft eins og trúðarnir gera.
Stutt var í faðmlög og huggunar-
orð hjá ömmu sem hafði gott lag á
öllum barnabömunum og aldrei var
söngurinn langt undan. Þá spilaði
Ingimundur afi gjarnan undir á
píanóið.
Fyrir ári síðan komu þau vestur í
heimsókn til okkar Amars þrátt fyr-
ir veikindi Ásdísar. Tilgangur ferð-
arinnar var að hjálpa okkur í nýja
húsinu. Það þurfti, jú, að laga hitt og
þetta, sinna dætrum okkar, hekla
dúkkuföt, lesa fyrir háttinn og hjálpa
mér með að velja gardínur og svona
mætti lengi telja. Þau voru alltaf
boðin og búin að hjálpa til.
Mikill er missir fjölskyldunnar og
kveð ég ástkæra tengdamóður mína
með þakklæti efst í huga fyrir allt
sem hún var mér, heimili okkar Arn-
ars og dætrum. Ingimundi, tengda-
föður mínum, bið ég Guðs blessunar
og styrk um ókomna tíð og votta öðr-
um aðstandendum samúð mína.
Valrún Valgeirsdóttir.
Elsku amma mín.
Engin orð geta lýst því hvað ég
sakna þín mikið. Þú varst alltaf
„langbesta amman í öllum heimin-
um“ og varst tilbúin til að gera allt
fyrir mig. Það var alveg sama um
hvað ég bað þig, svarið var alltaf já.
Þú eldaðir besta mat í öllum heimin-
um og varst svo falleg. Það er svo
skrítið að tala og skrifa um þig í þátíð
því ég hef ekki enn sætt mig við þá
staðreynd að ég sé þig aldrei aftur.
Ég ætla að vera dugleg við að heim-
sækja afa því hann er líka „langbesti
afinn í öllum heiminum“. Það er líka
svo gaman að hlusta á hann tala um
þig, amma mín, því hann gerir það
svo fallega. Ég held að það hafi bara
ekki verið neitt sem þú gerðir ekki
vel. Þú söngst fallega, eldaðir góðan
mat og kunnir svo vel að sýna ást-
vinum þínum að þér þótti vænt um
þá. Mig langar ekki að kveðja þig
strax en ég kemst víst ekki hjá því.
Ég elska þig, amma mín, svo mikið
að mér finnst orð mín ekki geta lýst
því.
Þín,
Inga Dís.
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
VALDIMAR ÁRNASON,
Bjarkalandi,
Vestur-Eyjafjallahreppi,
verður jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju laugar-
daginn 8. júlí kl. 14.00.
Þórný Guðnadóttir,
ísleif I. Jónsdóttir,
Sigurður Árnason, Connie M. Cuesta,
Trausti Árnason, Erna Markúsdóttir,
Bragi Árnason,
Edda Traustadóttir,
Árni Traustason.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓHANNES HELGI JENSSON,
Sólvallagötu 66,
Reykjavík,
iést sunnudaginn 2. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 10. júlí kl. 13.30.
Jens Karl Magnús Jóhannesson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Brynjar Halldór Jóhannesson, Elín Inga Garðarsdóttir,
Gunnlaug Olsen Jóhannesdóttir, Hólmar Már Gunnlaugsson,
Helga Dóra Jóhannesdóttir, Jóhann Már Jóhannsson,
Emilía Brynhildur Jóhannesdóttir,
Magnús Jóhannesson,
barnabörn og systkini.