Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR BERGSSON + Guðmundur Bergsson, Hvammi í Ölfusi, fæddist í Lundi í Stíflu 2. júní 1915. Hann iést á Ljós- heimum á Selfossi 26. júní sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Hveragerð- iskirkju 3. júlí. Pað mun hafa verið síðla vetrar árið 1953 að tveir hreppsnefnd- armenn úr Ölfusi gengu á fund þáver- andi landbúnaðarráðherra vegna auglýsingar um að ákveðin ríkis- jörð væri laus til ábúðar. Ekki var hér um að ræða neina kostajörð heldur hálfgert rýrðarkot. Ungur piltur úr sveitinni hafði hug á jörð- inni, hann hafði þá þegar fastnað sér lífsförunaut. Erindi á fund landbúnaðarráðherra var að mæla með piltinum sem væntanlegum ábúanda. Skemmst er frá því að segja að ráðherra sagðist vera búinn að ráðstafa jörðinni. Ungur bóndi sem nú byggi í Borgarfirði væri búinn að fá ábúð á jörðinni, þessi bóndi var Guðmundur Bergsson. Hann byggi nú á jörðinni Hamri við Borgarnes en nú þyrfti hreppurinn að fá jörðina vegna um- svifa hreppsins. Hann kvað Guðmund þenn- an hafa mjög góð meðmæli. Þannig stæði á að fyrrverandi skólastjóri í Reykholti í Borgarfirði væri nú orðinn háttsettur í ráðuneytinu og hann mælt fast með því að Guðmundur þessi fengi jörðina. Hann hefði verið nemandi hjá honum og verið dagfarsprúður og góður nemandi. Meðal annars þess vegna kvaðst ráðherra hafa tekið þessa ákvörð- un án frekari athugana. Sú venja hafði lengi verið á að þegar ríkisjörðum var ráðstafað var haft samráð við viðkomandi sveitarstjórn. I þessu tilfelli var það ekki gert vegna hinna traustu meðmæla sem væntanlegur bóndi hafði. Vorið 1953 flytja hjónin t Eiginmaður minn, ÖGMUNDUR JÓNSSON járnsmíðameistari, Eiðismýri 30, lést miðvikudaginn 5. júli. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Sigurðardóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Höfðabrekku 10, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju mánu- daginn 10. júlí kl. 14.00. Jónas Reynir Helgason, Nanna Þórhalisdóttir, Bjarki Jónasson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SÓLRÚN JÓHANNSDÓTTIR Staðarvör 3, Grindavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja, Keflavík, þriðjudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðju- daginn 11. júlí kl. 13.30. Ingimar Magnússon Vigdís Helgadóttir, Lárus Vilhjálmsson, Jóhanna Helgadóttir, Heimir Þrastarson, Árni Helgason, Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir, Þormar Ingimarsson, barnabörn og barnabamabarn. > t Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu sem sýndu mér vináttu og samúð við fráfall elskulegs eiginmanns míns, GUÐNA ÁRNASONAR. Sérstakar þakkar til kvenna í Safnaðarfélagi Grafarvogskirkju og nágranna minna. Guð þlessi ykkur. Agnes Steinadóttir. Guðmundur Bergsson og Þrúður Sigurðardóttir í Ölfus, nágrannar þeirra tóku þeim vel og hefur það haldist til þessa dags. Þessi hjón voru ekki auðug af veraldargæðum fremur en bændur í þá daga, en þau voru bjartsýn og trúðu á fram- tíðina. Guðmundur setti sér það markmið að reisa býlið, rækta landið og ryðja um urðir braut. Guðmundur lét ekki sitja við orðin tóm, hann hóf þegar umbæt- ur á jörðinni, þar höfðu margir reynt að búa en ekki tekist. Sá orðrómur lá á að heyfengur væri þar svo efnalítill að mjólkurpen- ingur lifði þar ekki af veturinn. Auðvitað var þeim hjónum sagt þetta. En Guðmundur Bergsson var bjartsýnn maður, hann var þeirrar gæfu aðnjótandi að lifa sín manndómsár í faðmi blómlegra byggða. Guðmundur trúði á ís- lensku moldina. Hann vissi að með réttum aðferðum væri hættum bægt frá og honum tókst það. Hann endurræktaði túnin og beitti þeirri tækni sem þá var til staðar. Hann sýndi þá að hann væri með- mælanna verður, sem hann fékk frá Reykholti. Hann reyndist sannur ræktunarmaður. Allar spár um lélega eðliskosti jarðarinnar urðu að engu, fyrst og fremst vegna hæfni og hörkudugnaðar húsbændanna. Guðmundur rækt- aði ekki bara jörðina hann ræktaði einnig búsmalann og hafði gott og arðsamt bú. Á ótrúlega stuttum tíma tókst Guðmundi og Þrúði að koma býlinu í þokkalega stærð svo að það var nú orðið þokkaleg bú- jörð. Sannast þar hið forkveðna að veldur sá er á heldur. Það sem mesta athygli vekur að þessi hjón ala þarna upp tíu börn og koma þeim vel til manns og mennta. Börn þeirra Hvammshjóna hafa reynst sterkir einstaklingar og komið sér sérstaklega vel. Snemma í búskapartíð Guðmundar og Þrúðar urðu þau veitendur og þarafleiðandi traustir einstakling- ar í sveitarfélaginu. Var til þess tekið hvað gott væri að koma að Hvammi, húsbændur tóku á móti gestum með reisn og höfðings- skap. Ekki fór hjá því að svona sterkir einstaklingar væru kvaddir til fé- lagsmálastarfa í sveitinni. Guð- mundur var lengi fulltrúi sveitar- innar í MBF. Þrúður Sig- urðardóttir tók einnig þátt í félagsmálum, var lengi í forystu í kvenfélaginu Bergþóru. Hún átti einnig sæti í hreppsnefnd Ölfus- hrepps og vakti snemma athygli hvað hún var virk í flutningi góðra mála. Minnist ég sérstaklega vega- mála, hún vakti athygli í varfærni í afgreiðslu stórmála. Síðari tíma sveitastjórnarmenn gætu margt af henni lært. I öllum þeim framkvæmdum sem Guðmundur hefur staðið fyrir í Hvammi hefur hans kjarnakona Þrúður stutt hann dyggilega. Guð- mundur Bergsson lét sér ekki nægja að byggja upp jörðina, hann keypti land jarðarinnnar af ríkinu. Nú hefur sonur hans tekið við jörðinni og annar sonur hans býr einnig í sveitinni. Þeir hafa þegar sýnt að þeir líkjast foreldrunum og eru dugnaðar- og myndarbændur. Guðmundur var svo lánsamur að njóta góðrar umönnunar góðrar eiginkonu og barna sem öll sýndu honum mikla umhyggju og ástúð í erfiðum veikindum. Þar voru þau að endurgjalda honum þá miklu umönnun og ást sem hann hafði ávallt sýnt þeim. Ég sendi Þrúði og fjölskyldunni allri innilega sam- úðarkveðju. Engilbert Hannesson. + Ingibjörg Vil- bertsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1953. Hún varð bráðkvödd á heimili sfnu í Kefla- vík hinn 28. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vilbert Stefánsson, f. 10.8. 1920, d. 6.2. 1999, og Kristín Erla Stefánsddttir, f. 6.6. 1929, d. 26.11. 1999. Börn þeirra eru Stefán, Ólafur Haukur og Guðríð- ur. Einnig átti Ingibjörg fjögur hálfsystkini samfeðra. Þau eru: Birna, Hrafnhildur, Harpa og Bjarki. Þá átti hún hálfbróður, Jóhann Pétur sem ólst upp með Sártervinarað sakna, Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húm skuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta. Lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma. Gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (höf.ók.) Elsku Ingibjörg okkar, þá er lífs- hlaupi þínu lokið. Það er sama í hvaða mynd dauðinn kemur. Sökn- uðurinn er sár, skarðið er stórt. En huggunin felst í öllum samveru- stundunum sem við áttum og þeirri trú að við hittumst aftur á himnum. Með þessu viljum við þakka þér fyrir þær stundir sem við fengum með þér. Þegar við komum norður til ykk- ar hjónanna var alltaf tekið ákaf- lega vel á móti okkur og allt það besta veitt og eigum við margar góðar minningar frá þessum tíma. Kynni okkar urðu þó aldrei betri eða meiri fyrr en þú fluttir suður í Keflavík til okkar, margar góðar kvöldstundir erum við búin að eiga saman hvort sem var yfir spilum eða bara kaffisopa. Hæst bera þó stundirnar sem við áttum saman í hesthúsinu, samveran og hjálpin þín var okkur mikils virði. Allir sem þig þekktu vita að þú varst einstak- ur dýravinur. Það leyndi sér ekki í umgengni við hestana að þú náðir einstöku sambandi við dýr og þar réði gott hjartalag mestu. Guð gefi börnum þínum styrk í sorginni, blessi þau og varðveiti. Við kveðjum þig með miklum söknuði og trega. Elsku Ingibjörg, Guð geymi þig og blessi. Þín, Guðríður Vilbertsdóttir, Vilbert Gústafsson og Linda Sigurbjörnsdóttir. Mamma var besta mamma í heimi. Það er erfitt fyrir mig að kveðja þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og Ingibjörgu. Ég veit að hún elskaði okkur mikið, en ég lifði alltaf í fortíðinni, ég leyfði ekki for- tíðinni að gleymast. Hún bað mig að minnast þess sem væri að gerast í nútíðinni og reyna að gleyma for- tíðinrii. Hún stóð við bakið á mér í blíðu og stríðu. Þegar mikið gekk á kom hún mér þeim alsystkinum. Ingibjörg giftist Sigurði Elíssyni hinn 29.7. 1973, og slitu þau samvistum árið 1992. Börn þeirra eru: 1) Jó- hann Ragnar, barn hans er Arndís Elva. 2) Hafdís Ósk, maki Jakob, barn hennar Sigurður Örn. 3) Kolbrún Sigurrós, barn hennar Ingibjörg Rannveig. Ingibjörg vann ýmis störf á lífsleiðinni en síð- astliðin ár var hún öryrki. Utfór Ingibjargar fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. alltaf til bjargar. Hún var vön að segja „þetta reddast“ og það gerði það líka alltaf. En ég treysti líka á að þú lifðir til eilífðar. Þegar Hafdís talaði við pabba í símann stóð ég á hleri við hurðina og heyrði að það væri ekki allt með felldu, ég heyrði að hún var að gráta. Þegar hún kom út úr herberginu þá vissi ég að það varst þú sem varst dáin, en ég trúði því ekki. Ég vildi fara heim til þín, en ég mátti það ekki. Eg bið þig að fyrirgefa mér alit sem ég hef gert þér um æv- ina. Þú varst styrkur minn og Ingi- bjargar dótturdóttur þinnar. Hún mun sakna þín mest af öllu í lífinu, þú varst henni sem besta amma. Ég gæti sagt margt um lífið þitt en ég man sögurnar af þér sem þú sagðir mér. Ég veit að þú vakir yfir mér og passar að ég geri ekki neitt af mér. Ég elska þig meira en allt annað í heiminum. Þín dóttir, Kolbrún. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja. En það er mjög erfitt að kveðja þig, elsku mamma. Þegar pabbi hringdi og sagði mér að þú værir dáin, þá trúði ég honum ekki. Ég hélt að ég hefði heyrt eitthvað vitlaust í símanum en svo var víst ekki, þú ert virkilega farin, langt fyrir aldur fram, ekki nema 46 ára. Énginn hefði átt von á þessu, þetta var sem reiðarslag. En Drottinn er stór og mikill og okkar eina hald og traust og mesti og stærsti huggar- inn sem við getum leitað til á stundu sem þessari. Þó að við skiljum ekki alltaf af hverju hlutirnir gerast eins og þeir gerast þá er Drottinn alltaf sá sami í gær og í dag og um aldir. Ég er samt sem áður þakklát fyr- ir þann tíma sem við áttum saman síðustu vikurnar. Sérstaklega þá nokkra daga sem ég kom í heim- sókn og við systurnar og Gauja systir þín spiluðum saman langt fram á nótt og skemmtum okkur vel og það var það sem þú elskaðir mest af öllu að gera, það var að spila. Við gátum hlegið og hlegið alla nóttina á meðan við spiluðum. Svo langar mig að þakka þér fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir okkur Jakob, sem hélt mikið upp á þig og þótti afskaplega vænt um þig. Ég veit að Siggi, barnabarnið þitt, á eftir að sakna þín afskaplega mikið. Hann hafði svo gaman af því að fá ömmu sína í heimsókn, eða þegar við skruppum í heimsókn til þín til Keflavíkur. Hann hafði mest gaman af að fara í tölvuleik með þér, sér- staklega Zeldu sem þið skilduð bæði svo vel en ég botnaði ekkert í. Elsku mamma, ég veit að þú ert nú á góðum stað, þú ert á himnum hjá Jesú og við eigum eftir að hitt- ast aftur í eilífðinni. Ég gæti sagt svo miklu, miklu meira en ég efast um að ég fengi að birta allt svo að ég kveð þig núna. Drottinn blessi minningu þína. Ég elska þig. Þín dóttir, + Eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, ANNA GUÐVARÐARDÓTTIR CARSWELL lést 6. júlí á The Royal Marsden hospital í London. Barrie Carswell, Gyða Oddsdóttir, börn og barnabörn. INGIBJORG VILBERTSDÓTTIR Hafdís Ósk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.