Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 Þögnin um Skóla- skrifstofu Suðurlands MAGNI Kristjánsson, bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð, skrifar athyglis- verða grein í Mbl. þann 28. júní sl. Þar fjallar Magni um það hvemig fjölmiðlar bregðast oft lýðræðislegu hlutverki sínu í umfjöllun um sveitarstjórnarmál á landsbyggðinni. Magni bendir réttilega á að dæmigerð umræða um landsbyggðina sé að til- kynna að allt sé í góðu horfi. Lýðræðisleg um- ræða byggist hins vegar á að talsmenn andstæðra sjónarmiða fái að koma sínum skoðunum á fram- færi og nauðsynlegt sé og gagnlegt að efna til umræðu og skoðanaskipta milli fólks með ólík viðhorf. Ég er hjartanlega sammála Magna í þeirri skoðun hans að fólksflóttinn af lands- byggðinni er að hluta heimatilbúinn vandi. Fólk sem finnur fyrir því að á því er brotið eða því mismunað á oft á tíðum erfiðara með að koma sjónar- miðum sínum á framfæri í dreifbýl- inu því þar er gagnrýni tíðast skoðuð sem nöldur og niðurrifsstarfsemi. Margir leggja ekki í slíkt og taka þann kostinn að flytja. Ég hvet flesta til að lesa grein Magna því hún á er- indi við samtímann. Tilefni þess að ég nefni þetta er að á Skólaskrifstofu Suðurlands hafa í vetur og sumar verið að gerast at- burðir sem mér finnst í senn vera þróun starfsmanna- mála á þeirri stofn- un sunnlenskra sveitai-félaga sem sinnir ráðgjöf við skólahald í lands- hlutanum, kölluðu á umræðu og sterk viðbrögð í héraði. En svo var ekki. Ekki virðist með neinum hætti hafa verið reynt að graf- ast fyrir um orsök vandans eða bregð- ast við þessum at- burðum. Ekki var fundað með starfs- fólkinu til að hlusta eftir athugasemdum þeirra og at- huga hvort afstýra mætti því að starfsmenn hættu. Þess í stað var Skólamál Þær fjórar konur sem hverfa frá Skólaskrif- stofu Suðurlands, segir Svavar Stefánsson, hafa allar háskólapróf og langa og farsæla starfsreynslu. starfsreynslu. Þær þekkja vel stað- hætti á Suðurlandi enda búsettar þar, eru kunnugar skólafólki, nem- endum og foreldrum. Ég held ég megi fullyrða að þær allar hafa notið óskoraðs trausts í störfum og því er það óbætanlegur skaði að þær skuli hætta störfum. Sem foreldri á Suð- urlandi lýsi ég yfir hryggð minni með þessa þróun mála. Mér finnst það ábyrgðarleysi af kjörnum fulltrúum að koma svona fram við reynda og góða starfsmenn, að virða þá varla viðlits. Fólk er ekki einnota varning- ur sem hægt er að skipta út fyrir nýtt. Konurnar fjórar hverfa nú til annarra starfa, ein flytur burt og svo er látið eins og allt sé bara í himna- lagi. Heldur einhver að traustur starfsmaður segi upp starfi að gamni sínu og án hryggðar í hjarta? Ég er hér ekki að taka afstöðu til deilumála á Skólaskrifstofu Suðurlands heldur er ég að finna að því hvernig yfirvöld koma fram við fólk, fólk sem hefur ekki annað til „saka“ unnið en hafa skoðanir. Það virðist í þessu tilfelli vera stefna, að best sé að það fari. Ég furða mig á því að fjölmiðlar skuli ekki hafa tekið þetta mál til um- ræðu og að skólafólk á Suðurlandi skuli ekki hafa tjáð sig meira um þessa alvarlegu stöðu. Því þessi þögn og tómlæti? Er kannski bara öllum sama? Hafa Sunnlendingar ekki meiri metnað í skólamálum en þetta? Er skólafólk ánægt með það að ráð- gjafar í leik- og grunnskólastai’fi séu meðhöndlaðir með þessum hætti? Svavar Stefánsson sorglegir og dapurlegir, atburðir sem falla inn í þann farveg sem Magni ræðir í grein sinni. Lítil ef nokkur umræða hefur opinberlega farið fram um þau málefni þó þau snerti skólastarf í einum landsfjórð- ungi. Ekki ætla ég mér að rekja hér málavexti sem eru flóknir og sumt þar að sjálfsögðu álitamál. Þau ágreiningsefni sem hafa komið upp á Skólaskrifstofu Suðurlands 1 vetur snúast m.a. um stjórnun skrifstof- unnar, starfsmannamál, húsnæðis- mál og faglega stefnumörkun. Fimm af sex starfsmönnum hafa allir ítrek- að komið gagnrýni sinni á framfæri við stjórnendur en lítið hefur farið fyrir viðbrögðum. Svo nú í sumar- byrjun sögðu fjórir sérfræðingar upp störfum, sá fimmti óskaði eftir námsleyfi svo settur forstöðumaður var einn eftir í starfi. Svo afdrifaríkir atburðir gerast ekki af tilefnislausu. Halda mætti að þessi alvarlega auglýst eftir nýju fólki. Þeir sem ráða sig þangað fá að erfðum gamla vandann því ekkert hefur breyst. Og í versta falli verður því fólki, ef það fæst, skipt síðar út fyrii’ nýja og svo koll af kolli. Því „alltaf má fá annað skip og annað föruneyti". Þær fjórar konur sem hverfa frá Skólaskrifstofu Suðurlands hafa all- ar háskólapróf og langa og farsæla Höfundur er forstöðumaður og for- eldri barns f grunnskóla á Sclfossi. Súrefhisvörar Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Maestro ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT Heldur þú að E-vítamín sé nóg ? fæðubótarefnið sem fólk talar um 1 NATEN www.naten.is Fæst í apótekum og sérvcrslunum um land allt ! - órofin heild! | Unglingalandsliðið sem spilar á Evrdpumóti yngri spilara í Tyrklandi. Aftari röð frá vinstri: Sigurbjörn Haraldsson, Bjarni Einarsson, Guð- mundur Þ. Gunnarsson og Frímann Stefánsson. Sitjandi frá vinstri: Guðmundur Halldórsson, Sveinn Rúnar Eiri'ksson og Páll Þórsson. BRIDS IJmsjón Arnór G. Ragnarsson íslendingar meðal þátt- takenda á Evrópumóti yngri spilara í Tyrklandi Evrópumót yngri spilara fer fram í Tyrklandi dagana 6.-16. júlí. Mótið er haldið í suðvesturhluta Tyrklands í borginni Antalya sem er ein af ríkustu borgum Tyrklands með 600.000 íbúa. Saga borgarinn- ar nær aftur til ársins 158 f.kr. en þá stofnaði Attalus II. borgina Attleia. Lið íslands skipa: Sveinn Rúnar Eiríksson fyrirliði, Sigurbjörn Haraldsson, Guðmundur Halldórs- son, Páll Þórsson, Frímann Stef- ánsson, Guðmundur Þ. Gunnarsson og Bjarni Einarsson. Það er athyglisvert að einungis fyrirliðinn er frá höfuðborginni, all- ir spilararnir koma frá landsbyggð- inni, fjórir að norðan, einn að ausP" an og einn frá Suðurlandi. Spiluð verður einföld umferð, allir við alla 20 spila leiki, en lið frá 26 þjóðum taka þátt í mótinu. Hægt verður að fylgjast með mótinu frá heimasíðu BSÍ www.bridge.is þar verður einnig hægt að kíkja í dagbók Sveins Rún- ars sem ætlar að leyfa landanum að fylgjast náið með íslenska liðinu. Hreinn kroppur alltaf allsstaðar „Sturta',án vatns, sápu og handklæðis . 8 stórir rakir.„Sports & Leisure Wash" þvottaklútar. Frábært í bílinn, fellihýsið, bakpokann, bátinn, töskuna eða hvar sem er. Fást um land allt. Verslöðin ehf. Suðurlandsbraut 52, s. 588 0100 .V LeíMire tl'imli ittcr íporti, oi whcncver 'ou nced »o freshcn gpll Mi«»"ri I i’i sli I . . 1111. \ii> iííViþ \ Viith livn' AZINC Menopause Arkopharma Sérstök blanda bætiefna: • Þorskalýsi • Kvöldvorrósarolfa • Soja lecitin • Kaik Fæst í apótekum • Betakarotln • E-vftamln • Zink Dæmi um gæði sðt) dur ai &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.