Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ rmfrp ed Vinsældalistí þar sem |ni liefui álirif! ^ á uppleið á niðurleifi I ■ ►stendur I stafl V? nýtt á lista Vikan 05.07 - 12.07 t. Real Slim Shady Eminem 2. Falling Away From Me Korn . 3. Make me bad Korn 4. Oops.J did it again Britney Spears ^ 5. The One Backstreet Boys -4f* 6. Dánarfregnir og jarðarfarir Sigur Rós 7. Forgot about Dre Eminem 8. TryAgain Aaliyah bb^ 9. Rock Superstar Cypress Hill JL 10. Music Non Stop Kent jL 11. Crushed Limp Bizkit 12. Big in Japan Guano Apes 13. Ennþá Skítamórall JL 14. ThongSong Sisqo 15. Þær tvær Land & Synir 16. Shackles Mary Mary J- 17. Ex Girlfriend No Doubt ^ 18. Tell me Einar Ágúst og Telma JL 19. You Can Do It lce Cube esk 20. Bye, bye, bye N Sync Listinn er óformleg vinsældakðnnun og byggist á vali gesta mbl.is. mbl.is jÍppsb skjAreinn VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sammála Dóru ÉG er alveg sammála Dóru sem skrifar í Velvakanda sl. miðvikudag um for- gangsröðun skattpeninga. Ég efast ekki um að þeir sem fóru á kristnitökuhá- tíðina hafi skemmt sér vel en ansi mörgum, sem ég þekki, finnst þetta óþarfa austur á skattpeningunum. Þetta kostaði mikla og dýra löggæslu, byggja þurfti aðstöðu fyrir fólk, kostnaður var við fram- kvæmdir á vegum o.s.frv. Finnst mér framkvæmdin og umbúðirnar hafa verið alltof stórar og dýrar mið- að við ástandið í þjóðfélag- inu í dag. Það hefði mátt gera mikið í félagsþjónustu landsins fyrir þennan pen- ing. En þótt Þingvellir séu mikilvægir í sögu kristinn- ar trúar á íslandi hefði mátt halda aðalhátíðina í einhverjum bæjarkjarna t.d. á Suðurlandi - eða í kirkjum landsins. Ég sá mér ekki fært að fara því ég, eins og aðrir öryrkjar, fékk ekki bæturnar mínar fyrr en eftir helgina. Ég leyfi mér að kalla þessa há- tíð þjóðhátíð því ég veit um fullt af fólki sem fór bara til þess að njóta afþreyingar en ekki í kristilegum til- gangi og fannst því fólki verra að hafa þessa ein- stefnu til og frá Þingvöllum og geta ekki farið á ein- staka viðburði og heim þegar það langaði til. Mér var sagt eftir á, af liðar- gigtarsjúkiingi sem fór ekki, að hann hefði ekki getað farið vegna þess að viðkomandi getur lítið gengið og lítil aðstoð var á staðnum við hjólastólafólk. Didda. Kjarabætur sjúkraliða í MORGUNBLAÐINU sl. miðvikudag birtist frétt um það að sjúkraliðar á Land- spítala hefðu fengið sínar kjarabætur 1. júh' eins og um hefði verið samið en sjúkraliðar sem starfa hjá Reykjavíkurborg fengu ekki sínar kjarabætur 1. júlí. Á þetta ekki að ganga jafnt yflr alla sjúkraliða? Sjúkraliði. 17. júníljóðið ÉG vil koma á framfæri hrifningu minni á Ijóðinu sem flutt var á Austurvelli 17. júní sl. Höfundur þess er Jónas Þorbjamarson og las Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir leikkona kvæðið upp. Fannst mér kvæðið mjög gott og flutningurinn hjá Jóhönnu frábær. Mundi ég gjarnan vilja heyra þetta kvæði aftur. Með þakklæti, Sigrún. Tapað/fundið Armband í óskilum ARMBAND fannst við stoppistöðina við sundlaug- arnar í Laugardal. Eigandi getur haft samband í síma 553-3764 eftir kl. 18 Sólgleraugu týndust SÓLGLERAUGU, brún gler í messing umgjörðum og með messing spöngum, týndust á Þingvöllum laug- ardaginn 1. júlí. Skilvís finnandi hafl samband við Ama í síma 551-3019 eða 551-3089. I grænni lautu HRINGUR fannst fyrir skömmu í graslaut hjá heitu laugunum í Reykja- dal. Nánari upplýsingar veitir Sólveig í síma 868- 2626 og 561-2355. Dýrahald Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR, ljósblár og hvítur, týndist við Grettisgötu sl. laugardag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 898-4314. SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Alexei Shirov (2751) bar sig- ur úr býtum á sterku stór- meistaramóti í Merida í Mexíkó er lauk í kringum 20. júní en ekki gat hann tekið sér langt frí eftir það því að 22. júní hófst risaatskákmót- ið í Frankfurt með 6 stiga- hæstu skákmennheims með- al þátttakenda. Áður en það byrjaði þurfti hann hins veg- ar að beija á tölvuskrímsli nokkm, Fritz Prim- ergy að nafni, til að ljúka keppni þess við fimm af stiga- hæstu skákmönn- um heims. Shirov tókst að vinna aðra skákina en þurfti að lúta í gras í hinni sem þýddi að viður- eignin fór 5-5. Án efa var hann afar þreyttur er hann settist við taflborðið á risatskákmótinu eins og staðan gæti gefið til kynna Hann hafði hvítt gegn rúss- neska stórmeistaranum Al- exander Morozevich (2748) sem nýtti sér til fullnustu möguleika stöðunnar og þreytu andstæðingsins. 24...Da4! 25.cxb4 25.axb4 Dal er mát. 25...Dxa3+ 26. Kdl Hxf3! 27.De7 Ef hvit- ur þiggur skiptamunsfónúna hefur svartur myljandi sókn: 27. BxS Dxf3+ 28.Kel De3+ 29. Kdl c3. 27...He3! 28. Dxe6+ Kb8 29.Dd6+ Ka8 30. He2 Dal+ 31.Kd2 Dc3+ og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir t.d. 32.Kdl Bxc2+ 33.Hxc2 Hel. Svartur á leik Þessir duglegu strákar héldu tombólu og söfnuðu 1.881 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir heita Þórir Einarsson og Kristinn Alfreðsson. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.620 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Erla Rós og íris Björk. Á myndina vantar Arnór. Víkveiji skrifar... MARGIR hafa orðið tO að beina sjónum sínum að því sem þeim finnst aðalatriði kristnihátíðar. Fyrst og fremst að stjómvöld hafi eytt allt of miklum peningum í þetta en þar að auki hafi svo fáir mætt að ljóst sé að ástæðulaust hafi verið að halda nokkra hátíð. Hvað eru þúsund ár í trúarsögu einnar þjóðar? Það er fussað og sveiað í hverju homi, karlar og konur slá sér á lær af hneykslun. Segja jafnvel gvöð! öðm hveiju. Og þeir sem stanslaust krefj- ast þess að hið stóra, sterka opinbera veiji meira fé til menningarmála, níska þeirra sé hneyksli, taka sumir undir og fara hamförum gegn „bruðl- inu“ á Þingvöllum. Víkveija dagsins var sama um þusið og naut hátíðarinnar í blíðviðr- inu eins og þúsundir annarra lands- manna. Frábærir tónleikar sinfóníu- hljómsveitarinnar á sunnudeginum líða seint úr minni og annað sem mörgum kom þægilega á óvart var að mikið var gert fyrir bömin á staðn- um. Þau voru harðánægð en gera víst lítið af því að skrifa lesendabréf. Endalaust má deila um það hvort stjómvöld eigi yfirleitt að gera annað en það sem bráðnauðsynlegt er, t.d. sjá um heilsugæslu og tryggja lög og rétt. En ef landsmönnum finnst að þau eigi stundum að gera fleira hlýt- ur að vera hægt að sameinast um að rétt hafi verið að minnast þúsund ára sögu kristni í landinu með veglegum hætti. Hversdagslegt karp og nöldur hlýtur að geta fengið nægilega útrás í öðram efnum og við önnur tækifæri. Frammistaða ríkissjónvarpsins var að mörgu leyti ágæt en vinkona Víkveija sagðist samt hafa orðið undrandi þegar messugestir vora sýndir neyta altarissakramentis, það er brauðs og víns. Fréttamaðurinn sá prestinn sinn í röðinni, rauk á hann og rakti úr honum garnirnar þótt hún hljóti að hafa séð að hann var þátttakandi í einhverri heilögustu at- höfn kristinna manna, útdeilingu sakramentisins. Eða hafði þessi starfsmaður fjölmiðilsins ekki hug- mynd um að athöfnin væri eitthvað sem viðstaddir álitu merkara en að fá sér snarl í svanginn? Spyr sá sem ekki veit. Og varla gat presturinn vikist undan að svara við þessar að- stæður, hljóðneminn sýnir enga miskunn. Svaraðu, góði! xxx INN af vinnufélögum Víkveija er mikill áhugamaður um flug og vill að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera. Hann sagðist hafa séð Boeing 737-þotu hefja sig á loft frá Reykjavík og það sé óvenjulegt að sjá svo stóra vél nota völlinn fremur en Keflavíkurvöll. Hann hafi farið að velta því fyrir sér að farþegafjöldinn sem færi um völlinn væri sennilega afar lítill ef miðað væri við álíka stóra velli annars staðar í heiminum. Ekki veit Víkverji það en fróðlegt gæti verið að kanna hvort það sé rétt og ónæðið sem hlýst af lendingum og flugtaki sé því miklu minna en gerist í grennd við aðra umdeilda flugvelli í heiminum. Félaganum fannst þetta vera rök fyrir því að rangt væri að leggja völlinn niður. En Víkveiji bendir á að sumir segja að Reykjavíkurflugvöllur sé fyrst og fremst þægilegur fyrir landsbyggðarþingmenn en einnig sveitarstjóra og kaupfélagsstjóra úti á landi sem fari reglulega í höfuð- staðinn til að leita á náðir bankastjór- anna og þeirra sem varðveita ríkis- sjóðinn. Eða segjast gera það. En hvaða þörf er á að angra alla Vestur- bæinga með velli sem þjónustar svona fáa neytendur? Auðvitað era þeir háværir og fyrirferðarmiklir í umræðunum um völlinn en kannski við ættum að kanna betur hveijir nota þennan völl að jafnaði og hve margir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.