Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Metsöluhöfundurinn Michael Crichton áritaði í Pennanum-Eymundssyni í gær MIÐASALA í síma 551 9055. Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy í kvöld fös. 7/7 kl. 20 Laus sæti fös 14/7 kl. 20 Laus sæti Sýningartími 50 mínútur. Ath. síðustu sýningar. Vesturgötu 3 U I >] l|§j |A| — Einstakur viðburður — Tónleikar/spuni/dans Kuran kompaní, Lipur tré, Distanz. Föstudagskvöld kl. 21. Morgunblaðið/Kristinn Michael Crichton þótti mjög gaman aö árita bækur íslenskra lesenda sinna í gær. beislaði í söguna. Blaðamaður segir honum frá að nú séu hafnar þreifing- ar um að kvikmynda nokkrar af helstu íslendingasögunum og spyr hann í kjölfarið hvort hann hefði áhuga á að koma að slíku verkefni. Criehton þóttu þetta mikil tíðindi, varð þungt hugsi en svaraði síðan að slíkt verk yrði líklega sérlega vanda- samt og viðkvæmt, nánast ógerlegt: „Ég er þó ekki frá því að það sé hent- ugra fyrir sjónvarp.“ Slík orð vega þungt þegar haft er í huga að Cricht- on er heilinn á bak við vinsælustu sjónvarpsþætti síðustu árin, Bráða- vaktina, sem hann segist að nokkru leyti hafa byggt á reynslu sem hann öðlaðist á námsárum sínum. Hann segist hafa vitað hversu góða þætti hann hafði í höndunum þegar lagt var úr höfn en ekki gert sér grein fyrir að vinsældimar yrðu svo langvinnar. Spjallað við íslenska lesendur Pað kom fljótlega á daginn að Crichton á marga dygga unnendur hér á landi. Töluvert áður en hann átti að hefja áritunina í gær hafði myndast myndarleg biðröð við borð hans á miðhæð Pennans-Eymunds- sonar í Austurstræti - röð sem ein- ungis lengdist og lengdist uns hún náði þegar mest lét alla leið út á götu - röð sem hvarf ekki fyrr en starfs- fólk verslunarinnar sá sig knúið að grípa í taumana töluvert síðar en auglýst dagskrá kvað á um að áritun myndi ljúka. Aðstandendur voru því að vonum himinlifandi yfir móttökun- um og áætla að um þrjú til fjögur hundruð eintök hafi rokið út af nýj- ustu skáldsögu Crichtons, Timeline, sem kom út á síðasta ári og er ævin- týri um nýstárlega sýn á tímaflakks- hugmyndina sígildu. Það sem fyrst vekur eftirtekt við að sjá Crichton augliti til auglitis er hversu hávaxinn hann er. Með grá- sprengt vatnsgljáð hárið snyrtilega greitt aftur geislaði maðurinn af sjarma og virðuleika. Það var þó ró- legt og afslappað fasið sem öðrum fremur virðist hafa haft þau áhrif á annars eftirvæntingarfulla lesend- uma sem komnir voru til að fá áritun hans í bók sína að margir hverjir gáfu sér góðan tíma í að spjalla við hann um daginn og veginn, íslandsförina og að sjálfsögðu sköpunarverk hans. Með bros á vör ritaði hann nafn sitt hvað eftir annað og ekki bara nafn sitt heldur nafnið bókaeigendanna sem hann oft á tíðum átti í hinu mesta basli með enda lítt kunnugur sérís- lenskum stöfum þótt margfróður sé. Hann lét sér það þó í léttu rúmi liggja og hafði mikinn áhuga á að fræðast um uppruna og framburð hinna fram- andi íslensku nafna. Eftir bestu getu reyndi hann að svara fjölbreyttum spumingum um persónur bóka sinna og kvikmynda, ráðgátur þeirra og túlkun sína. Lesendumir vom og duglegir að miðla upplifun sinni og skoðunum á verkunum. Einhverjir virtust komnir til að kynna honum sínai' eigin hugmyndir að verðugu kvikmyndaverki, aðrir sýndu honum handrit sín, einn bauð honum heim í kaffi og ung stúlka fékk hann til að árita úrklippibók helgaða honum og sköpunarverki hans, Bráðavaktinni. Það vora ekki einungis íslenskir unn- endur Crichtons sem fengu áritun heldur gripu einnig gæsina nokkrir erlendir ferðamenn og einn þeirra, þýskur að uppruna, sagði Crichton meðan hann áritaði eintak af Time- line að hann trúði því ekki að hann væri loksins að sjá goðið sitt beram augum þijátíu áram eftir að hann hefði fyrst fallið fyrir verkum þess - er hann las The Andromeda Strain - og það á íslandi af ölium stöðum jarð- kringlunnar. Líkti ferðamaðurinn upprifni reynslunni við undur á borð við það að beygja skeiðar með hugan- um og vitnaði þar í eitt af fjölmörgum áhugaefnum grúskarans Crichtons. Mikilvægt að sjá lesendurna „Ég hef mjög gaman af því að árita,“ sagði Crichton blaðamanni að lokinni hinni löngu og ströngu töm. „Það er eina tækifærið sem ég fæ til þess að sjá lesendur mína og spjalla við þá, heyra hvað þeir hafa að segja um verk mín. Það er mér afar mikil- vægt.“ Hann segir áritunina sem á undan gekk lítt frábrugðna þeim sem eiga sér stað úti í hinum stóra heimi: „Nema þá ef vera skyldi að hér virð- ast lesendur mínir heldur yfirvegaðri og settlegri sem ég kunni vel að meta.“ Honum þykir leitt að hafa ekki getað svarað sumum áhugaverðum spurningum lesenda sinna, spuming- um sem hann segist einfaldlega ekki vita svarið við jafnvel þótt þær teng- ist atburðum og persónum úr sínum eigin hugarfylgsnum: „Hver einstak- lingur túlkar sögur mínar á sinn per- sónulega máta sem oftast nær á lítið skylt við mína eigin túlkun.“ Michael Crichton kann að hafa fundið réttu uppskriftina að því hvemig fanga á áhuga lesandans, hvemig segja á myndræna, vits- munalega en um leið aðgengilega sögu en þegar einn hinna íslensku unnenda bað Crichton um góð ráð verðandi rithöfundi til handa þá var hann ekki lengi að hugsa sig um og svaraði: „Að skrifa - skrifa bara nógu mikið." Michael Crichton við Leirhnjúk Mývatnssveit - Rithöfundurinn heimsk- unni gerði sér ferð að Kröflu og Leir- hnjúki á miðvikudag með umboðsmanni sfnum og nokkrum vinum. Þau fengu hlýtt og milt veður meðan þau gengu um Leirhnjúkssvæðið, skoðuðu Kröfluvirkj- un og öflugustu borholu á Islandi sem nú blæs ígildi 20 MW af raforku í loft upp og bíður þess að verða nýtt til raforkufram- leiðslu. Crichton er áhugamaður um jarðhita og eldvirkni og sýndi mikinn áhuga á því sem fyrir augu bar á Kröflusvæðinu. Morgunblaðið/BFH Michael Crichton í Kröflu Michael Crichton ásamt fjölskyldu sinni. „Að skrifa - skrifa bara nógu mikið“ Michael Crichton - maðurinn á bak við risa- eðlusögurnar um Júragarðinn og Týnda heiminn og Bráðavaktina - er staddur hér á --------7---------------------------------- landi. I gær gaf hann sér tíma til að hitta lesendur sína og árita bækur þeirra. Skarphéðinn Guðmundsson fylgdist með og spjallaði við þennan geðuga grúskara. „MEGINÁSTÆÐAN fyrir dvöl okk- ar hér er sú að eiginkona mín Anne- Marie Martin er mikill áhugamaður og stoltur eigandi íslenskra hesta og sækir nú í annað sinn Landsmót hestamanna," segir Crichton. „Hún kynntist því í fyrsta sinn fyrir tveim- ur árum þegar mótið var haldið á Ak- ureyri og mig langaði mikið að sækja landið heim með henni þá en var það ekki unnt vegna anna í tengslum við gerð myndarinnar Þrettándi stríðs- maðurinn. Þegar hún ákvað að koma aftur lét ég hins vegar ekkert koma í veg fyrir að ég sækti ísland heim enda lengi langað að gera það.“ í fyiradag fór Crichton í væna hringferð norður á land, tii Akureyr- ar, að Kröfluvirkjun, Mývatni og suð- ur Kjöl sem leið lá til Þingvalla sem hann upplifði að næturlagi. „Fegurð lands og náttúru svíkur vart nokkum mann enda tilkomumikil og einstök. Ég upplifði náttúru landsins þó á einkar kröftugan og persónulegan máta því það sem í henni býr, eldvirknin og andstæður gróðursins græna og hraunbreiðunnar svörto, hefur ætíð höfðað sterkt til mín. Ég hef t.a.m. varið tíma á Hawaii til að upplifa slíkt landslag og sjónai'spil gærdagsins minna mig um margt á Hawaii.“ Aðspurður hvort ferðin muni veita honum innblástur fyrir næstu skáldsögu segir Crichton aldrei að vita: „Ég byggi flestallar sögur mínar á reynslu, þótt það kunni að hljóma ótrúlega. Heildarupplifun mín - minningin frá íslandsheim- sókninni verður því að skera úr um hvort í huga minn skjóti niður hug- myndum að sögu byggðar á því sem ég er að upplifa hér. Eg reyni þar að auki að upplifa hlutina óáreitta, þ.e. ég forðast að taka Ijósmyndir eða minnispunkta. Ég upplifi bara til þess að upplifa. En hver veit hvað síðar verður? Ég er alla vega ekki að vinna að neinu þessa dagana aldrei þessu vant.“ íslend ingasögurnar vandmeðfarnar Crichton hefur komið víða við á ríf- lega þrjátíu ára ferli sem rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður, handrits- höfundur og vísindamaður. Hann á að baki menntun við Harvard-háskóla í mannfræði og læknavísindum og hafa verk hans ætíð borið þess merki að þar fari vísindamaður. Eitt af höfuð- einkennum Crichtons sem rithöfund- ar er að hverju sinni glímir hann við ákveðið og sérafmarkað viðfangsefni af vísindalegum toga sem hann hefur rannsakað í þaula. Eitt þeirra við- fangsefna eru norræn fræði sem hann sökkti sér ofan í á áttunda ára- tugnum til að undirbúa sig fyrir bók- ina Eaters of the Dead (sem síðar varð að kvikmyndinni Þrettándi stríðsmaðurinn) en þar segir frá araba sem lendir í slagtogi með norskum víkingum. Crichton segist hafa fengið áhuga á norrænum sög- um þegar hann var ungur að árum á ferðalagi um Noreg. Þar hafi hann séð alvöru víkingaskip og farið að velta fyrir sér að ef til vill hefðu vík- ingamir ekki verið eins miklir villi- menn og margir vilja láta. Upp frá því kviknaði áhuginn sem hann síðan I.EIKFELAG ISI AMXS MaBmu 552 3000 THRILLER sýnt af NFVI frumsýning fös. 7/7 kl. 20.30 nokkur sæti laus fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti Ath. Einunqis bessar 4 sýningar Frumsýningargestum verður boðið í teiti á Astro eftir sýningu. 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fös. 7/7 kl. 12 nokkur sæti laus lau. 8/7 kl. 12 nokkur sæti laus fim. 13/7 kl. 12, fös. 14/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 f loftkastalanum og frá kl. 11-17 f Iðnó. Á báðum stððum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir f viökomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.