Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nokkrir tugir starfslokasamninga gerðir á vinnumarkaði hér á landi á ári hverju Fallhlífarsamningar ríkisins á gráu svæði Starfslokasamningar hafa verið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við starfslok tveggja formanna verkalýðsfélaga. Björn Ingi Hrafnsson ræðir við aðila vinnumarkaðarins um slíka samninga, efni þeirra og umfang og beinir svo kast- ljósinu að stöðu þeirra gagnvart lögum, sem um margt virðist æði óljós. STARFSLOK verkalýðsfor- ingjanna tveggja, Bjöms Grétars Sveinssonar, for- manns Verkamannasam- bands íslands, og Sigurðar Ingvars- sonar, formanns Alþýðusambands Austurlands, bar að með bráðum hætti og var tilkynnt um starfslok Bjöms Grétars um leið og greint var frá starfslokasamningi við hann. Efni þess samnings hefur ekki verið upp- geíið, en miklar deilur hafa blossað upp innan verkalýðshreyfmgarinnar í kjölfarið. Svo miklar, að Sigurður Ingvarsson, einn þeirra sem stóð að gerð starfslokasamningsins við Bjöm Grétar, fór í liðinni viku sjálfur fram á að gerður væri við sig slíkur samning- ur. Enn mun ekki hafa verið tekin af- staða til þeirrar beiðni. Ekki mun algengt að starfsloka- samningar séu gerðir við launþega hér á landi, hvorki á hinum almenna vinnumarkaði né hjá hinu opinbera - ríki og sveitarfélögum. Þeir munu þó vera nokkrir á hverju ári og af viðtöl- um við lögfróða menn má ráða að í þessum efnum séu opinberir aðilar á heldur gráu svæði. Engar heimildir em enda í lögum iyrir samningum af þessu tagi og því erfitt að gæta sam- ræmis, ekki aðeins milli ólíkra starfa heldur einnig einstakra starfsmanna. Á hinn bóginn virðast aðilar sammála um að á almenna vinnumarkaðnum mæli ekkert móti gerð slíkra samn- inga, slíkt sé einfaldlega mál hvers og eins fyrirtækis. Hefðbundinn starfslokasamningur tekur, skv. heimildum Morgunblaðs- ins, til nokkurra mánaða, oftast sex mánaða eða tvöfalt þess sem hefð- bundinn uppsagnarfrestur segir til um. Aukinheldur er algengt að í hon- um sé kveðið á um einhver sérverk- efni á vegum vinnuveitandans og sér- staklega samið um þóknun fyrir þau. Lítt rætt hér á Iandi Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að starfslokasamningar hafi sem slíkir lítið verið ræddir innan herbúða sambandsins. Bjöm Grétar og Sigurður Ingvars- son voru báðir kjömir til forystu í samtökum sínum á aðalfundi og höfðu umboð sitt frá honum. Hins vegar vom þeir einnig launaðir starfsmenn sinna sam- taka og gerðu sem slíkir persónulegan samning við stjómina. Á þeim grundvelli gerði Bjöm Grétar sinn starfsloka- samning og líklegt má telja að Sigurð- ur óski eftir samningi sínum á sömu forsendum. Ari segir afar óvenjulegt að starfs- maður fari sjálfur fram á slíkan samn- ing. Þar sé vafalaust um nýmæli að ræða, að minnsta kosti innan verka- lýðshreyfingarinnar. Hann á ekki von á fleiri starfslokasamningum innan hreyfingarinnar, en bendir þó á að mjög miklar skipulagsbreytingar eigi sér nú stað innan hennar og því þurfi þetta e.t.v. ekki að koma á óvart. „Við höfum hins vegar fylgst með Ekkert eins dýrt fyrir ríkið og óhæfir stjórnendur býsna líflegri umræðu um þessi mál á hinum Norðurlöndunum," segir Ari. „Þar hafa menn skipst mjög í afstöðu sinni til starfslokasamninga og Svíar og Norðmenn tekið fremur harða af- stöðu gegn þeim, en Danir líta hins vegar mildari augum á þá.“ Ari bendir á að fyrir fáum árum hafi forseti sænska alþýðusambands- ins orðið að segja af sér í kjölfar stórs starfslokasamnings sem hann gerði sem stjómarformaður byggingafyrir- tækis við framkvæmdastjóra þess. Slíkt þótti ótækt, en forsetinn bar því við að hann hefði orðið að fara eftir því sem gerðist hjá sambærilegum íyrirtækjum. „Svíar kalla þessa samninga „fall- hlífarsamninga", væntanlega í Ijósi þess að þeir eru gerðir til að létta mönnum fallið úr einhvem stöðu,“ segir Ari. I Noregi hefur almenningsálitið heldur ekki verið með slíkum samn- ingum. „Þar hefur mikið borið á um- ræðunni um geysihá laun stjómenda fyrirtækja. Rökin fyrir háum launum hafa snúið að mikilli ábyrgð og áhættu sem slíkum störfum sé sam- fara - menn geti misst vinnuna hve- nær sem er. Síðan fór að tíðkast að gera starfslokasamninga við þessa sömu stjómendur þegar þeir hættu störfum og það þótti mörgum skrítið, enda komin tvöföld trygging til þess- ara manna,“ segir hann, en bætir við að Danir hafi margir hverjir orðið undrandi á hneykslun frænda sinna Svía og Norðmanna á slíkum samn- ingum. „Þar kippa menn sér ekki upp við þetta. Danir telja eðlilegt að nokk- ur kostnaður fylgi því að losa sig við starfsmann. Það eigi einfaldlega að vera dýrt,“ segir Ari Skúlason. Uppsaguarfrestur meginreglau Nafni hans hjá Samtökum atvinnu- lífsins, Ari Edwald, framkvæmda- stjóri SA, segist ekki hafa merkt sér- staka aukningu á gerð starfslokasamninga upp á síðkastið. „Ég held að meginreglan sé og eigi að vera sú í þjóðfélaginu að menn njóti þess uppsagnarfrests sem samið hef- ur verið um í almennum kjarasamn- ingum og persónubundnum samning- _________ um,“ segir hann. „Hins vegar hafa sérstök lög um biðlaun átt við um alþing- ismenn og embættismenn sem ráðnir eru tímabund- ið og að mínu mati á slíkt rétt á sér. Hið sama gæti átt við um störf leiðtoga félagasam- taka eins og verkalýðshreyfingarinn- ar. Þar er um að ræða störf sem eru krefjandi og áberandi og getur jafn- framt lokið mjög skyndilega, eins og fréttir síðustu daga sýna vel.“ Framkvæmdastjóri SA segir sam- tökin reglulega fá fyrirspurnir frá að- ildarfyrirtækjum um slíka samninga, hvernig ganga skuli frá þeim og fleira í þeim dúr. „Við erum ekki spurðir um upphæðir í slíkum samningum eða beðnir um að skera úr um hvort starfsmanni beri slíkur samningur. Páll Hreinsson Sigurður Líndal Ari Skúlason Ari Edwald Þetta eru frekar spurningar um formsatriði," segir hann. Heimildir Morgunblaðsins herma að á hverju ári séu gerðh- nokkrir tug- ir starfslokasamninga á hinum al- menna vinnumarkaði, en slíkir samn- ingar séu eitthvað færri hjá hinu opinbera. Þeim mun þó hafa fjölgað á síðustu árum, ekki síst hjá sveitarfé- lögum eftir að þau tóku yfir rekstur grunnskólanna. Á undanfömum ár- um mun hafa verið samið um starfs- lok nokkurra kennara og skólastjóra með þeim hætti. Sigurður Óli Kolbeinsson, lögfræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, segir koma fyrir að einstök sveitarfélög leiti til samtakanna um ráðgjöf þegar gera á starfslokasamn- ing. Þá sé hvort tveggja um að ræða spumingar um form slíkra samninga og innihald. ,jUltaf er nokkuð um að slíkir samningar séu gerðir, einkum við hærra setta starfsmenn og kennara," segir Sigurður Óli og bendir á að komið geti fyrir að svo mikil vandræði verði með starfsfólk að ekki sé verj- andi að hafa það í vinnu. Réttindamál opinberra starfsmanna séu hins veg- ar þess eðlis að afar erfitt sé að segja starfsmönnum upp störfum án eftir- mála. Því sé stundum gripið til starfs- lokasamninga - menn semji sig frá vandanum, eins og hann orðar það. Samið um hálft annað ár - jafnvel lengur Sigurður Óli segir að lengsti starfs- lokasamningur sem hann hafi heyrt að sveitarfélag hafr gert hafi hljóðað upp á laun íyrir hálft annað ár. Hann þekki einnig dæmi um sambærilega samninga ríkisins til enn lengri tíma. Sigurðir Óli telur þó ekki að setja þurfi sérstakar reglur um slfka samn- inga og gerð þeirra, nær sé að rýmka lög þannig að unnt sé að segja upp því fólki sem sannanlega valdi ekki sínu starfi. „Það getur verið afar erfitt að losna við starfsfólk eftir verijulegum leið- um. Lögin sem gilda um réttindi þess eru þess eðlis að vart er hægt að segja t.d. kennurum eða skólastjórum upp störfum, jafnvel þó fullreynt sé að vinnuveitendur þeirra geti starfað með þeim,“ segir hann. Gunnar Bjömsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- Gunnar Bjömsson neytisins og formaður samninga- nefndar ríkisins, segir ekki algengt að hið opinbera bjóði starfslokasamning. Þau tilfelli þar sem slíkt hafi gerst megi telja á fingrum annarrar handar þau ár sem hann hafi komið að starfs- mannamálum hjá ríkinu. Samið í undantekningar- tilfellum „Ég held að slíldr samningar séu gerðir í undantekningatilfellum. Al- mennt má segja að ekki sé gripið til þessa úrræðis oftar þar sem form- legar heimildir til þess finnast ekki í lögum. Þess vegna hafa menn farið mjög varlega í að fara út á þessa braut,“ segir Gunnar. Gunnar segir að til bóta yrði að fá einhveijar viðmiðunarreglur um starfslokasamninga, til hverra þeir eigi að ná og undir hvaða kringum- stæðum. „Ætli menn sér á annað borð að beita þessu úrræði á vinnumarkaði er æskilegra að gera það innan ákveð- ins ramma. Frá sjónarmiði stjómsýslunnar er eðlilegra að við- komandi yfirmenn eða jafnvel ráð- herrar fari eftir ákveðnum starfsregl- um í þessum efnum eins og öðrum. Þannig er unnt að vinna eftir ein- hverjum meginlínum, svo ekki þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti," seg- ir hann. Gagnrýnendur starfslokasamn- inga, t.d. á Norðurlöndum, hafa bent á að þeim fylgi jafnan mikil leynd, jafnvel pukur. „Ég veit ekki hvort er rétt að kalla þetta pukur,“ segir Gunnar, spurður um ________________ þetta. Hann telur fremui' að um sé að ræða tilraunir til að hlífa viðkomandi, enda geti oft verið um mjög viðkvæmar ástæður að ræða. „Ég held þannig að einkalíf og frið- helgi ráði meiru en að menn séu að reyna að fela eitthvað," segir hann, en viðurkennir jafnframt að gerð samn- inga af þessu tagi á vegum hins opin- bera sé á gráu svæði. Sigurður Líndal, prófessor við lagadeild Háskólans, er sammála því. Hann sér hins vegar ekkert athuga- vert við að slíkir samningar séu gerð- ir við starfsmenn einkafyrirtækja. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirbæri á vinnumarkaði og þess sér stað, því engar reglur kveða á um beitingu Leynd fylgir samning- um, jafnvel pukur slíkra samninga," segir Sigurður. Hann telur hins vegar að með rýmk- uðum heimildum forstöðumanna rík- isstofnana til að fara með starfs- mannamál sinna stofnana hafi falist nægilegt svigrúm til að gerð slíkra samninga fái staðist. „Ég get því ímyndað mér að gerð slíkra samninga fái staðist, innan marka þessara laga.“ Hann segir þó að um álitamál sé að ræða og í raun verði að meta hvert og eitt tilfelli íyrir sig. Mikilvægt sé að gæta eðlilegra sjónarmiða varðandi laun og lengd samninga. Sigui-ður telur að færist gerð starfslokasamninga á vegum ríkisins í vöxt sé Ijóst að gefa verði út ein- hveijar leiðbeiningai- varðandi gerð þeirra. „Það þarf að vera nokkuð skýi-t til hverra samningar af þessum toga eiga að ná, svo ekki ráði aðeins geðþóttaákvarðanir stjómenda." Svo kann að fara að einhver leiti réttar síns Aðspurður sagði Sigurður að svo kunni að fara að einhver leiti réttai’ síns fyrir dómstólum vegna gerðar starfslokasamnings. „Núverandi ástand býður upp á að einum sé boð- inn samningur en öðrum ekki. Á með- an er hættan auðvitað fyrir hendi á að einhver telji á rétti sínum brotið." Páll Hreinsson, prófessor við laga- deild Háskóla Islands, er hins vegar ekki sammála því að þessi mál séu á gráu svæði hvað hið opinbera áhærir. Hann segir í sjálfu sér löglegt að ríki eða sveitárfélög geri starfslokasamn- inga, en hins vegar geti efni einstakra samninga orðið ólögmætt að efni til. „Efni slíkra samninga verður auð- vitað að vera lögmætt. Það að gera starfslokasamning er eitt og sér ekki ólöglegt, en það sem samið er um get- ur á hinn bóginn brotið í bága við lög. Þá er vandinn einnig sá að menn gæta ekki samræmis við úrlausn sambæri- legra tilvika," segir hann og bætir við að vandinn sé sá að í lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins sé fjallað um hvemig menn verða leystir frá embætti og hvemig starfs- lok að öðm leyti bera að höndum. Þar séu taldar upp margar leiðir, en í engu minnst á starfslokasamninga. Hætta á ósamræmi Páll segir að vandinn við beitingu þessa úrræðis sé því sá að ekki séu til reglur um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo heimilt sé að beita því og um það efni sem slíkir starfslokasamningar eiga að hafa. Því sé alltaf fyrir hendi sú hætta að ósam- ræmi verði í framkvæmd. „Þetta ósamræmi getur verið ákaf- lega ósanngjamt, sérstaklega í ljósi þess að efni slíkra samninga er oftast meira ívilnandi fyrir launþegann heldur en ef beitt væri lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins um lausn frá starfi," segir Páll. Sú spurning vaknar því, hveijir eigi í raun rétt á að gerðir séu við þá starfslokasamningar. „Meðan við höfum ekki lög um þetta atriði er ákaflega erfitt að svara þessu. Hið eina sem unnt er að beita fyrir sig em jafnræðisreglur. Þar er um mjög erfitt úrlausnarefni að ræða; hvenær sé unnt að h'ta svo á að um tvö öldungis sambærileg tilvik sé að ræða svo forsendur séu fyrir beitingu hennar, að menn geti beitt fyiir sig henni,“ segir Páll. En standast þeir starfslokasamn- ingar sem gerðir hafa ver- ið á vegum hins opinbera? „Því er ekki hægt að svara einhlítt í eitt skipti fyrir öll, enda era þeir margir og ólíkir að efni til. Hins vegar er ljóst að í einhveijum tilfellum hafa slíkir samn- ingai- falið í sér meiri bætur fyrir starfsmenn hins opinbera en þeim ber samkvæmt lögum. Með öðrum orðum era sumir leystfr frá starfi með betri kjöram en mælt er fyrir um í 6. og 9. kafla starfsmannalaganna." Páll leggur hins vegar áherslu á að málið eigi sér einnig aðra hlið. Nefni- lega þá að ekkert sé eins dýrt í opin- berri stjórnsýslu eins og að ríki eða sveitarfélög sitji uppi með stjórnend- ur sem séu hættir að ráða við þau verkefni sem undir þá heyra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.