Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 22
0002 IJUl .8 HUOACIHAOTJ A J
22 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
ERLENT
GIGAJHHUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ
Fleiri greinast með alnæmi í Afríku en á nokkrum öðrum stað í heimin-
um. 12 milljónir afrískra barna eru nú munaðarlaus vegna alnæmis.
Barnið í forgrunni myndarinnar er á bamaheimili fyrir þau böm sem
greinst hafa með veiruna í Suður-Afríku.
Alþjóðleg alnæmisráðstefna í S-Afríku
Óttast deilur
vísindamanna
við Mbeki
Soweto, Durban, Jóhannesarborg. AP, AFP.
ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA um al-
næmi hefst í Durban í Suður-Afríku
nú á sunnudag. Þetta er í 13. skipti
sem ráðstefnan er haldin, en í fyrsta
skipti sem Afríkuríki heldur ráð-
stefnuna og er þema hennar að þessu
sinni „Rjúfum þögnina“. Um 34,3
milljónir manna í heiminum öllum
hafa greinst með alnæmisveiruna og
þar af er 24,5 milljónir þeirra að finna
í suðurhluta Afríku.
Nú þegar hafa yfu- 11 milljónir
manna látist úr alnæmi í Afríku einni
og er ástandið verst í Suður-Afríku
þar sem 4,2 milljónir landsmanna
bera veiruna. Mikil öryggisgæsla
verður á ráðstefnunni sem stendur
dagana 9.-14. júlí og verða mótmæli
aðeins leyfð að takmörkuðu leyti. En
yfir 10.000 manns frá 178 löndum
taka þátt.
Margir gagnrýnendur Thabo
Mbeki, forseta Suður-Afríku, óttast
að þær niðurstöður sem ráðstefnan
kunni að leiða í Ijós muni hverfa í
skuggann af deilum virtra vísinda-
manna við Mbeki. Forsetinn hefur
frá því í apríl á þessu ári stutt kenn-
ingar nokkurra vísindamanna sem
halda því fram að ekki séu tengsl milli
alnæmissjúkdómsins og hinnar svo-
nefndu HIV-veiru, heldur sé í suður-
hluta Afríku um að ræða félagsleg
vandamál s.s. fátækt og vannæringu.
Stuðningur Mbekis við slíkar
kenningar hefur vakið reiði margra
vísindamanna sem leita leiða til að
hindra hraða útbreiðslu alnæmis í
Afríku. í kjölfar þessa hafa á fimmta
þúsund vísindamenn undirritað
Durban-yfirlýsinguna þar sem tengsl
HIV-veirunnar og alnæmis eru sögð
sannanleg.
í Afríkuríkinu Botsvana er einn af
hverjum þremur íbúum með veiruna
og í Malaví er meðalævi íbúa 37 ár
vegna alnæmis. Sé litið á einstakar
starfsstéttir í Suður-Aíríku þá kemur
í ljós að tveir af hverjum þremur her-
mönnum eru sýktir af alnæmisveir-
unni og smitast 1.700 manns þar í
landi á degi hverjum. í Svasílandi,
Zimbabve og Lesótó er einn af hverj-
um fjórum íbúum sýktur og í Suður-
Afríku, Zambíu og Namibíu er talan
einn af hverjum fimm. í Zimbabve
ætti meðalævi manna að vera 65 ár
en vegna alnæmis er hún 39 ár.
Þau vandamál sem alnæmi hefur í
för með sér tengjast bæði efnahagi
og heilbrigðismálum þessara þjóða.
Fjöldinn allur af vinnufæru fólki deyr
nú úr sjúkdóminum og um 12 milljón-
ir barna í Afríku eru munaðarleys-
ingjar vegna alnæmis. Vandinn er þó
e.t.v. ekki síst afneitun og fáfræði al-
mennings. Hinir sjúku eru gjaman
útilokaðir af fjölskyldum sínum og
reknir úr starfi. Þá eru þeir hæddir af
nágrönnunum og sumum jafnvel
neitað um læknismeðferð þar eð þeir
muni hvort eð er deyja.
Lyfjakostnaður of hár
Þróunarsamband ríkja í suður-
hluta Afríku (SADC) hefur undanfar-
ið leitað leiða til að draga úr út-
breiðslu veirunnar með því að hvetja
til breytinga á stefnu erlendra lyfja-
fyrirtækja.
í Suður-Afríku vilja yfirvöld hvetja
lyfjafyrirtæki í álfunni til að fram-
leiða sams konar lyf og erlend lyfja-
fyrirtæki selja í dag þar sem kostnað-
urinn við kaup þessara lyfja er of hár
fyrir Afríkuríidn. Dómsúrskurður
sem fenginn var að ósk erlendra
lyfjafyrirtækja hindrar þó
Suður-Afríku þessa stundina í að
hrinda þeirri áætlun í framkvæmd.
Samkeppnisyfírvöld í Svíþjóð sekta olíufélögin
Höfðu samráð
um verðhækkanir
SÆNSKA samkeppnisstofnunin
hefur fundið stærstu olíufélögin í
Svíþjóð sek um ólöglegt verðsamráð
og dæmt þau til að greiða rúmlega
6,4 milljarða ísl. kr. í sekt. Talið er, að
samráðið hafi kostað sænska neyt-
endur rúmiega 4,5 milljarða króna.
Olíufélögin, sem um ræðir, eru
Statoil, OK-Q8, Shell, Hydro og
Preem en í skýrslu sænsku sam-
keppnisstofnunarinnar segir, að full-
trúar fyrirtækjanna hafi haft með
sér samband næstum daglega frá 25.
maí til 14. desember á síðasta ári.
Tilgangurinn var sá að hækka verðið
til stórra kaupenda, sem fá magn-
afslátt hjá olíufélögunum. Olíufélögin
fyrmefndu velta um 304 milljörðum
ísl. kr. á sænska markaðinum og
magnafslátturinn tekur til um 40% af
veltunni.
Yfirskinið var
umhverfismál
Samráðsfundir oh'ufélaganna voru
haldnir undir því yfirskini, að á þeim
væri verið að ræða umhverfismál og
um bætiefni í bensín í staðinn fyrir
blý en Ann-Christine Nykvist hjá
samkeppnisstofnuninni segir, að
fundarefnið hafi ávallt verið hvernig
haga skyldi bensínverðinu til að fela
hækkunina til þeirra, sem fá magn-
afsláttinn.
Samkeppnisstofnunin lét til skarar
skríða gegn félögunum í rauðabítið
16. desember sl. og var þá gerð hús-
rannsókn hjá þeim öllum. Þar var
lagt hald á geysimikið af skjölum og
tölvugögnum og m.a. um fyrmefnda
samráðsfundi. Um rannsóknina hafa
síðan verið skrifaðar 6.000 blaðsíður,
yfirheyrslur hafa staðið í meira en
100 klukkutíma og hafa þar komið
við sögu 30 lykilmenn auk þeirra full-
trúa kaupenda, sem kallaðir hafa
verið fyrir.
Með samþykki
æðstu manna
Einna erfiðast fyrir starfsmenn
samkeppnisstofnunarinnar var að
átta sig á hvernig olíufélögin höfðu
farið að við að hækka verðið án þess
of miklar grunsemdi vöknuðu. Það
tókst þó að leysa það og var þá m.a.
haft til hliðsjónar verðlagningar-
mynstrið, heimsmarkaðsverðið og
svo aftur bensínverðið frá dælunni. I
skýrslunni segir einnig, að enginn
vafi sé á því, að forstjórar félaganna
og aðrir helstu stjómendur hafi verið
með í þessu. A samráðsfundunum
vora allir helstu markaðs- og sölu-
stjórar olíufélaganna.
Brottrekstur
hjá Shell
Statoil og OK-Q8 hafa bragðist við
þessu máli með því að færa menn til í
starfi en í gær var skýrt frá því, að
einn af yfirmönnum Shell í Svíþjóð
hefði verið rekinn. Var hann ekki
nefndur á nafn en fyrir þremur dög-
um var öðram vikið frá um stundar-
sakir a.m.k. Olav Ljösne, settur að-
stoðarforstjóri Shell í Svíþjóð,
fullyrti þó í samtali við Dagens Ny-
heter í gær, að yfirstjórn fyrirtækis-
ins hefði ekki haft nokkra vitneskju
um verðsamráðið.
Reuters
Fy rirbyggj andi
áfallahjálp
London. Daily Telegraph.
FLEST bendir til þess, að Verka-
mannaflokkurinn í Bretlandi haldi
völdum eftir næstu þingkosningar
en jafnvíst þykir að meirihluti
hans á þingi minnki veralega.
Vegna þessa er flokkurinn farinn
að veita þeim þingmönnum sínum,
sem líklegir era til að falla, fyrir-
byggjandi áfallahjálp.
Meirihluti Verkamannaflokksins
hefur nú 177 sæti en svartsýnustu
spár gera ráð fyrir að hann fari nið-
ur í sextíu sæti. Það er því líklegt að
margir þingmannanna verði að
snúa sér að öðram störfum.
Stórsigur Verkamannaflokks-
ins í kosningunum 1997 skolaði inn
á þingið mörgum mönnum sem
vora í raun ekki undir það búnir að
sigra og margir í ágætum störfum
fyrir. Þeir urðu þó að láta af þeim
vegna þingmennskunnar og fæst-
ir geta snúið til þeirra aftur.
Einn ráðherra ríkisstjómarinn-
ar hefur verið skipaður eins konar
„huggari" og hefur hann það starf
að telja kjark í þá sem era í mestri
hættu og fá þá til að sætta sig við
örlögin. Er þeim t.d. kennt að
sækja um starf og veitt ýmis önn-
ur hjálp.
Önnur ástæða fyrir umhyggj-
unni er að sögn sú að flokksaginn
hefur minnkað og hætta þykir á að
þeir sem sjá fram á ósigur í kosn-
ingunum láti hann alveg lönd og
leið vegna gremju sinnar yfir
framtíðarhorfunum.
Húsnæði dýrt í Ósló
Harry
selst sem
heitar
lummur
STARFSFÓLK netbóksalans Ama-
zon.co.uk í Bretlandi undirbýr
sendingar á 65 þúsund eintökum
af nýjustu bókinni um Harry Pott-
er, en hún heitir Harry Potter og
eldbikarinn. Bókin kom á markað
í gær, en er þegar orðin mest
selda bók í sögu bóksölu á Netinu.
„Þær eru ekki svo raunsæjar að
þær séu leiðinlegar," sagði Nat-
asha Cook, ellefu ára stúlka í
London, um hinar gífurlegu vin-
sældir bókanna um Harry, sem nú
eru orðnar fjórar. Nýjasta bókin
er mun meiri doðrantur en hinar
fyrri, er hún 752 blaðsiður, og
velti dálkahöfundur New York
Times því fyrir sér hvort það væri
kannski of stór biti fyrir börn og
unglinga. „Fyrstu þrjár bækurnar
kenndu mörgum börnum að meta
bóklestur. Nýja bókin kennir þeim
ef til vill þann mikilvæga sið full-
orðinna að láta sjá sig með stórar
tiskubækur til að geta sagst vera
rétt að byija að lesa þær, ef ein-
hver skyldi spyrja," skrifar dálka-
höfundurinn, Gail Collins. Fyrsta
upplag bókarinnar í' Bretlandi og
Bandaríkjunum er 5,3 milljónir
eintaka.
VERÐ á íbúðarhúsnæði í Ósló hef-
ur hækkað mikið að undanförnu og
nú er svo komið, að hver fermetri í
einstaklingsíbúð í höfuðstað Nor-
egs kostar að meðaltali 234.000 ísl.
kr. að því er fram kemur í Af-
tenposten.
Verðið á litlum íbúðum hefur
hækkað mest og á einstaklingsíbúð-
unum um 35% á einu ári. í tveggja
herbergja íbúðum kostar fermetr-
inn rétt tæpar 200.000 ísl. kr. og er
það 30% hækkun bara frá áramót-
um. í raðhúsum og litlum einbýlis-
húsum er fermetrinn á 135.000 kr.
og í blokkaríbúðum á tæplega
156.000 kr. Á þeim síðastnefndu
hefur jafnvel orðið einhver lækkun.