Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
VIKULOK
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 27
Hófdrykkjan
dýrust
Reuters
Dagdrykkjumaðurinn er meira vanda-
mál á vinnustöðum en þeir sem skvetta
vel í sig öðru hvoru.
The New York Times Syndicate.
DAGINN eftir er það
ekki fyllibyttan sem
veldur mestum vanda á
vinnustað, heldur hóf-
drykkjumaðurinn, að því
er ný rannsókn leiðir í
ljós.
Allt að 90% vandamála
á vinnustöðum er upp
koma vegna áfengis-
neyslu eru vegna þeirra
sem drekka lítið eða
miðlungi mikið, þ.e.a.s.
karla sem drekka allt að
þrjá drykki á dag og
kvenna sem drekka einn
á dag. Þetta eru niður-
stöður finnskrar rann-
sóknar og koma þær
fram í grein í nýjasta
hefti tímaritsins Annals
of Internal Mediríne.
Timburmenn eru ekki
bara höfuðverkur, ógleði
og skjálfti, heldur má
segja að þeir séu opin-
bert heilbrigðisvandamál sem í
Bandaríkjunum kostar efnahag-
inn 148 milljarða dollara á ári
vegna vinnutaps og slælegrar
vinnu, að því er vísindamenn
segja.
Þeir könnuðu skýrslur um þessi
mál frá árunum 1996 til 1999. Auk
þessa valda timburmenn því að
fólk er í meiri hættu á að lenda í
slysum, þeir hafa áhrif á skarp-
skyggni þess og hreyfingar, jafn-
vel eftir að allt áfengi er horfið úr
líkamanum.
„Læknar hafa Iítið sem ekkert
velt timburmönnum fyrir sér,“
segir dr. Jeff Wise, prófessor við
Háskólann í Kaliforníu og aðal-
höfundur greinarinnar. „Ein
helsta ástæðan er sú að í samfé-
laginu er talið að timburmenn séu
réttlát refsing íýrir að hafa
drukkið of mikið kvöldið áður.“
Wise segir markmið rannsókna
sinna vera að lækna timburmenn
og vinnur hann að þróun tveggja
lyfja í því skyni. „Það er ekkert
sem bendir til þess að læknun
timburmanna leiði til meiri
drykkju. Þvert á móti eru kval-
irnar, sem þeir valda, ekki hemill
á frekari áfengisneyslu.“
Hann segir að sumir fái svo
slæma timburmenn að þeir fái sér
afréttara til að líða betur. „Hug-
myndin hjá okkur er sú að ef hægt
er að rjúfa þennan vítahring
drekka menn kannski minna eða
eru að minnsta kosti í minni hættu
eða geta unnið betur daginn eft-
ir.“
Jeff Jay, forseti Terry Mc-
Govern-samtakanna í Bandaríkj-
unum, sem veita fjölskyldum að-
stoð við að kljást við áfengissýki,
er ósammála Wise. „Með því að
meðhöndla einungis timburmenn
skapast hætta á að áfengissjúkl-
ingur, eða sá sem misnotar áfengi,
haldi áfram að drekka. Ég held að
það væri mun gáfulegra að ein-
beita sér að þeim möguleika að
fólkið sé að misnota áfengi eða sé
áfengissjúklingar.“
Jay segir að sá sem fær sér af-
réttara til að losna við timbur-
menn sé að öllum líkindum orðinn
áfengissjúklingur, eða farinn að
misnota áfengi. „Við ættum að
einbeita okkur að því að með-
höndla vandamálið sjálft, en ekki
einkennin," segir Jay.
ar afleiðingar bæði fyrir makana
og börnin. Það hlýtur því að vera
þess virði að leggja mikla vinnu í
að koma í veg fyrir skilnað og
reyna að gera sér grein fyrir
möguleikum áframhaldandi sam-
búðar. Oft geta makarnir náð
langt í því efni ef þeim tekst að
setjast niður og tala saman í ein-
lægni og byrgja ekki tilfinningar
sínar inni, hvorki neikvæðar né já-
kvæðar. Stundum getur þó reynst
nauðsynlegt að leita sér ráðgjafar
hjá fagfólki. Hjónabands- eða fjöl-
skylduráðgjafmn er hlutlaus aðili
sem oft sér vandamálin í öðru og
nýju ljósi. Það er hlutverk hans að
hjálpa mökunum að tala saman og
opna sig og draga fram í dagsljós-
ið bæði hversdagsleg vandamál og
tilfinningar sem hafa ekki fengið
að koma fram í samskiptum hjón-
anna. Það gæti orðið niðurstaða
slíkrar ráðgjafar að hjónin ættu að
skilja en þá er það líka mikilvægt
að þeim sé hjálpað til að gera það
á þann hátt að sem minnstur
sársauki fylgi skilnaðinum og að
þau leysi ágreiningsefni sín varð-
andi eignaskipti og börnin á sem
manneskjulegastan hátt, einkum
þannig að börnin fái að njóta sem
mestra áframhaidandi samvista
við báða foreldra sína. Oftar en
ekki má þó finna vísbendingar um
að meiri kjölfesta sé í hjónaband-
inu en virðist við fyrstu sýn. Eitt
af því fyrsta sem hjónin þurfa að
svara er hvort þeim þyki vænt um
hvort annað. Ef svo reynist vera
er á einhverju að byggja.
Ástleysi er ekki góður grund-
völlur að áframhaldandi sambúð,
þótt mörg hjón geri það barnanna
vegna að halda fjölskyldunni sam-
an þar til börnin eru komin á legg.
Ef hins vegar þau bera ennþá ást
hvort til annars og virðingu hvort
fyrir öðru undir niðri þrátt fyi’ir
allt, eru góðir möguleikar á því að
þau átök sem þau hafa átt í verði
hjónabandi þeirra til góðs og
treysti það.
• Lcsendur Morgunblaðsins geta spurt sál-
frœðinginn um þnð scni þeim liggur á
hjarta. Tekið ermóti spumingum á virk-
um dögum milli klukkan 10 og 17 f sfma
569110 og bréfum eða sfmbréfum merkt:
Vikulok, Fax: 5691222. Einniggeta les-
endur sent fyrirspumir sínar með tölvu-
pósti á netfang Gylfa Ásmundssonar:
gylfias@li.is.
Ný meðferð við
langvinnum
hálsverkjum
LANGVARANDI verkir hrjá stór-
an hluta fólks i hinum vestræna
heimi þótt þeir hái daglegu starfi
mismikið. Leit að orsökum og
lausnum til að draga úr verkjun-
um, auk vinnutaps, kosta þjóðfé-
lög gífurlega háar íjárhæðir.
Samkvæmt upplýsingum New
York Times finna rúmlega 120
milljónir Bandarikjamanna fyrir
verkjum nánast daglega, þar af
eru 70 milljónir með þráláta bak-
verki, 30 milljónir finna til vegna
gigtar, 20 milljónir af völdum
mígrenis og a.m.k. ein milljón
vegna krabbameina af ýmsu tagi.
Sambærilegar tölur liggja ekki
fyrir á íslandi, en að því er fram
kemur í nýjasta hefti Lyfjatíðinda
er áætlað að 13-15% íslendinga,
eða í kringum 35-40 þúsund
manns, þjáist af þrálátum háls-
verkjum eða verkjum í útlimum út
frá hálsi. Konur em í meirihluta,
þrátt fyrir að þær séu yfirleitt með
hærri sársaukaþröskuld en karl-
ar, samkvæmt heimildum New
York Times.
Orsakir hálsverkja eru ýmsar
og hefur sýnt sig að um 10% þeirra
sem fá hálshnykk verða krónískir
verkjasjúklingar. Aðrar ástæður
hálsverkja koma vegna vinnu,
brjóstkloss eða gigtarbreytinga.
Fyrir skömmu hóf Bjarni Val-
týsson, svæfingarlæknir á Land-
spítala-háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut, að beita sérstakri
KARLAR eru ekki þeir einu sem
missa hárið þegar þeir eldast. Þótt
konur verði ekki sköllóttar með
sama hætti og karlmenn finna kon-
ur fyrir nokkurri hárþynningu með
aldrinum. Áströlsk rannsókn bendir
til þess að and-andrógenlyf kunni að
geta hjálpað þeim konum sem þjást
af miklu hárlosi.
Onnur hver kona verður fyrir
augsýnilegu hárlosi um það bil sem
hún verður sextug. Húðsjúkdóma-
fræðingar í Melbourne meðhöndl-
uðu konur, sem þjáðust af hárlosi,
með lyfjum sem hefta andrógenhor-
món og í fjórum af hverjum fimm til-
fellum varð nokkur bati, að því er
ástralska blaðið The Age greindi
frá.
Líkt og testósterón er andrógen
oft talið vera karlhormón en smá-
vægilegt magn þess er einnig í kon-
um. Lyf sem kallast finasteride, og
er selt undir vöruheitinu Propecia,
hefur verið leyft til meðhöndlunar á
hátiosi hjá körlum. Virkni þess felst
í því að það heftir getu líkamans til
að breyta testósteróni í annað, skylt
hormón, dihydrotestósterón sem er
helsti hárlosvaldurinn.
Konur sem gætu verið barnshaf-
andi mega ekki taka lyfið og ekki
einu sinni meðhöndla brotnar pillur
af því, þar eð lyfið getur valdið al-
meðferð, sem miðast að því að
draga verulega úr verkjum í og út
frá hálsi. Meðferðin felst í því, að
háu tíðnisviði, 250-500 þúsund
herz, er hleypt á nálar sem stung-
ið er að taugum eða inn í liðþófa,
þar sem talið er að orsakir háls-
verkja leynist. Meðferðin skilar al-
mennt ekki varanlegum árangri
heldur þarf að endurtaka hana á
um það bil á árs fresti.
I viðtali við Lyfja líðindi segir
Bjarni að aðferðin sé þckkt frá því
1970 en allur búnaður sé orðinn
betri, auk þess sem skilningur
manna á því sem gerist hafi vaxið.
Langvinnir verkir stafa af
breytinguin í úttauga- eða mið-
taugakerfinu eða hvoru tveggja
en í langflestum tilfellum er engin
bein orsök sýnileg. Sammerkt er
með sjúklingunum að þeir hafa
leitað til margra sérfræðinga inn-
an læknastéttarinnar, til sjúkra-
þjálfara eða annarra og hafa yfir-
leitt fengið litla eða enga lausn á
vandanum.
Bjarni ítrekar að menn verði að
átta sig á því að langvinnir verkir
séu alla jafna ekki læknanlegir,
þ.e. að þeir hverfi ekki þótt um
timabundna betri líðan geti verið
að ræða. Sjálfur telur hann að tak-
ist að minnka verkina um 50% telj-
ist árangurinn góður. Markmiðið
sé að fólki líði betur, það taki
minna af verkjalyljum auk þess
sem færni aukist.
varlegum fósturskaða. Finasteride
hefur ekki enn verið leyft til með-
höndlunar á hárlosi hjá konum en
bent er á að læknar geti vísað á lyf,
sem ekki hafa verið opinberlega
leyfð, telji þeir það ráðlegt.
Árásargjarnir
einstaklingar
Reuters
Háþrýst-
ingur var-
ir lengur
New York. Reuters Health.
FYRRI rannsóknir hafa leitt í ljós,
að tengsl eru á milli árásargirni og
hjartasjúkdóma, en ný rannsókn
leiðir í ljós, að ekki einungis er
blóðþrýstingur hærri í árásar-
gjörnum einstaklingum þegar þeir
eru reiðir, þrýstingurinn er hærri í
þeim lengur en í þeim sem eru
ekki árásargjarnir.
Dr. Barbara L. Fredriekson, við
Háskólann í Michigan í Bandaríkj-
unum, er aðalhöfundur þessarar
nýju rannsóknar, og niðurstöðurn-
ar voru birtar í júníhefti Journal of
Behavioral Medicine. „Það sem er
nýtt, er að sýnt er fram á hversu
lengi áhrifin vara,“ segir Fredrick-
son.
Árásargjarnir einstaklingar voru
um það bil 40 sekúndum lengur að
ná eðlilegum blóðþrýstingi aftur.
Þátttakendur í rannsókninni voru
teknir í viðtöl áður en hún var
gerð til þess að meta svonefnda A-
hegðun og árásargirni, og mæla
hversu kappsmikið fólkið væri.
I viðtölunum var megináhersla
lögð á að kanna hvernig þátttak-
endur brugðust við spurningum,
fremur en hvað þeir sögðu. I ljós
kom fernskonar árásargirni: I
fyrsta lagi þegar þátttakandi vék
sér undan því að svara eða svaraði
beinskeytt, í öðru lagi þegar svarið
var niðrandi um spyrjandann beint
eða óbeint, í þriðja lagi þegar svar-
að var með hækkaðri eða breyttri
rödd sem gaf í skyn árásargirni,
og í fjórða lagi þegar þátttakand-
inn var augljóslega fjandsamlegur
í garð spyrjandans.
TENGLAR
Um blóðþrýstlng og hjartasjuk-
dóma: http://www.hl.ls/~magloh/
http://www.netdoktor.is
http://www. nal. usda .gov/f nic/et-
ext/fnlc.html
/TIGP^
SLATTUVELAR
Útsölustaðir um allt land
Notendavænar
Uargar gerðir
Landsþekkt
varahlutqþjón ustq
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864
PressLink
Hugsanlega getur and-andrógenlyf hjálpað konum með mikið hárlos.
H árþy nningarlyf
gagnast konum