Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 30
30 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Beina leiðin í gegnum
völundarhúsið
Sýning á ljósmyndum fínnska listamanns-
ins Rax Rinnekangas verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í dag kl
11. Hann segir Súsönnu Svavarsdóttur frá
sérkennilegri æsku sinni og lífshlaupinu,
sem er byggt á eðlisávísun.
„LJÓSMYNDIR eru bara verkfæri
til að sýna anda og tilfinningu Evrópu
eins og ég skynja hana,“ segir finnski
ljósmyndarinn Rax Rinnekangas en
sýning á einstæðum Ijósmyndum
hans verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag. Sýn-
ing hans er á dagskrá Reykjavíkur
menningarborgar Evrópu árið 2000.
Kvikmyndir helsti
áhrifavaldurinn
Rax hefur hlotið ýmsar viðurkenn-
ingar í heimalandi sínu sem Ijós-
myndari, rithöfundur og skáld. Hann
hefur gefið út skáldsögur, ljóð, smá-
sögur og ritgerðir auk fjölda Ijós-
myndabóka en hefur einnig unnið að
kvikmyndagerð og tónlist. Síðustu 20
árin hefur Rax helgað sig stöðum og
fólki sem alla jafna er ekki í hringiðu
frétta eða fréttaljósmjmda, heldur
býr utan þeirrar hröðu þróunar sem
einkennt hefur Evrópu hin síðari ár.
Myndir hans er stórar og einfaldar.
Það er í þeim einhver sérkennileg
kyrrð sem segir heila sögu og dregur
áhorfandann til sín eins og segull. Og
í stað þess að standa einar eru þær
oft hluti af tvennu, jafnvel þrennu
mynda sem virðast í fljótu bragði
ekki eiga neitt sameiginlegt en þegar
betur er að gáð breyta þær myndir
sem standa saman merkingu hver
annarrar.
Rax segir stfl sinn eiga rætur á
þremur stöðum. í fyrsta lagi er það
uppbyggingin, sem er mjög hrein og
bein. „Eg horfi alltaf beint á hlutina,"
segir hann. „Ekki frá hlið, ekki á ská,
heldur beint.“ I öðru lagi vinn ég
myndimar sem konsept vegna þess
að ég lít ekki á mig sem ljósmyndara
heldur Ijósmyndaleikstjóra. Ég sé
myndimar fyrir mér eins og kvik-
mjmd sem er ekki til. Þessi hugmynd
er í anda kvikmyndaleikstjóranna
Tarkovskys og Antonionis sem höfðu
mikil áhrif á mig. Kvikmyndir hafa
alltaf verið mér mikill innblástur og
það má segja að í Tarkovsky séu mín-
ar andlegu rætur en í Antonioni megi
finna frásagnarhefð nútímans. Þriðju
rætumar, sem era mikilvægastar,
koma frá Albrecht Dúrer, málara
sem var uppi frá seinni hluta 16. aldar
til fyrri hluta 17. aldar. Hann gerði
tvennur og þrennur til að brejfa
merkingu mjmda í samhenginu."
Það er margt sem greinir Rax frá
öðram Ijósmynduram en það furðu-
legasta er að hann hefur notað sömu
einfóldu, litlu mjmdavélina í 28 ár og
segist alltaf kaupa ódýrastu slides-
filmumar - og svo er það gamli góði
þrífóturinn. „Ég þoli ekki hátækni,"
segir hann og bætir því við að hann
taki venjulega bara eitt til tvö skot.
„Ég sé mig sem veiðimann og ég veiði
anda hlutanna þótt mjmdimar séu
raunsæislegar. Þær era því skyldari
málverkinu - og málari málar ekki
sömu myndina mörgum sinnum."
Rax segist vera stöðugt á ferðinni
um alla Evrópu til þess að taka
myndir - en stundum án árangurs.
„Ég fór til dæmis til Noregs í fyrra,“
segir hann, „en tók ekki eina einustu
mynd. Það var ekki réttur andi fyrir
mig í neinu sem ég sá í Noregi. Það
hafði ekkert með Noreg að gera,
heldur ástand mitt.“
Þegar Rax er spurður hvernig fer-
ill hans hafi byrjað segist hann alltaf
hafa séð heiminn í myndum - stund-
um án hljóða. „Ég var að hluta til ein-
hverfur og talaði ekkert íyrr en um
tíu ára aldur,“ segir hann og bætir
því við að til séu margar birtingar-
mjmdir á einhveríú. „Eina samband
mitt við heiminn var það sem ég sá og
tilvist mín. Ég var ekki varanlega í
mínum heimi heldur fékk ég köst sem
höfðu sömu einkenni og hjá einhverf-
um og pá hvarf ég öllum og allir hurfu
mér. Ég fer í þetta ástand þegar ég
tek mjmdir. Annað einkenni var að ég
fann ekki til sársauka eins og aðrir
skjmja sársauka. Þessu ástandi
fylgdu engar þjáningar heldur þvert
á móti.
Ég skynjaði sjálfan mig sem eitt-
hvað mjög mikilvægt - sem Guðs út-
valinn son. Ég var sannfærður um að
ég væri öðravísi vegna þess að mér
væri ætlað mikilvægt hlutverk.
Foreldrar mínir gerðu sér ekki
grein fyrir því hvað gengi að mér.
Fjxir þeim var ég bara skrítinn.
Sjálfur áttaði ég mig ekki á því hvað
Safnadagurinn
sunnudaginn 9 júlí
Safnadagurinn er á morgun. Þá vekja meira en
40 söfn á landinu athygli á fjölbreytni sinni,
nýjungum og metnaðarfullu starfi. Söfn minna
ekki aðeins á hið liðna, þau auðvelda skilning
á samtímanum og styrkja okkur til að takast á
vi& framtí&ina.
Ég hvet alla til a& taka þátt í safnadeginum og
til a& nýta sér jafnframt þa&, sem söfnin bjóða
æ fleiri gestum sínum allan ársins hring.
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
Nánari upplýsingar
um söfn landsins
og ítarlegri
dagskrá Safna-
dagsins er í
Safnahandbókinni
á heimasíSu
Islandsdeildar
ICOM: www.icom.is
Safnadagurinn er
á dagskrá hjá
Reykjavík menn-
ingarborg Evrópu
ári& 2000.
lUROriAN CITV or CHITIIII
IM TNI TIAI lltl
íslandsdeild ICOM
og Félag íslenskra
safnmanna sjá um
framkvæmd safna-
dagsins.
Isi.xNnsiiFii n
Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur
Tvær nýjar sýningar opna&ar: Sýning á
innanstokksmunum úr heimili Vigfúsar
Gu&mundssonar búfræ&ings frá Laufásvegi
43. Sýning á bílaverkstæ&i frá því um 1930
- 1950. Fornbflaklúbbur Islands sýnir merka
bíla í eigu félagsmanna. Opið 10 - 18.
Bygg&asafn Hafnarfjar&ar
Sívertsenshús vi& Vesturgötu; bókakynning
og leiksýning. Siggubær við Kirkjuveg;
leiðsögn um húsið. Smi&jan Strandgötu;
vaxmyndasýning og Vestnorræna menningar-
setrið opið. Opi& 13 - 17.
FjarskipTasafn Landssímans
Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Gömul
síma- og ritsímafæki frá upphafi símans á
Islandi. Leiðsögn um safnið. Opið 13 - 17.
Hafnarborg
Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
Strandgötu 34. Tvær sýningar opnaðar:
Island með augum fransmanna, Ijósmyndir
sem Frakkar tóku á Islandi á 19. öld.
Sýning á vegum Þjó&minjasafns Islands.
Sýning á höggmyndum japanska mynd-
höggvarans Keizo Ushio. Opið 12-18.
LisTasafn ASI
Freyjugötu 41. Kristín Geirsdóttir sýnir
málverk og Asa Olafsdóttir myndvefnað.
Listakonurnar verða á staðnum og taka á
móti gestum. Opið 14 - 18.
LisTasafn Einars Jónssonar
Við Njarðargötu. Safnið varðveitir á þriðja
hundrað verka Einars Jónssonar i hinu stór-
merka húsi hans Hnitbjörgum og í högg-
myndagarðinum. Opið 14 - 17.
LisTasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7. Sumarsýning Listasafns
Islands - Fyrir alla fjölskylduna. Islensk
myndlist úr eigu safnsins sem gefur innsýn
í islenska myndlist á 20. öld. Opið 11 - 17.
Kaffistofa safnsins og vinnustofa barna opin.
LisTasafn Kópavogs - Ger&arsafn
Arátta, einkasafn Rögnu Róbertsdóttur og
Péturs Arasonar. Islensk og alþjó&leg sam-
tímalist. Opið 11 - 18.
LisTasafn Reykjavíkur - Kjarvalssta&ir
Austursalur: Yfirlitssýning á verkum Kjarvals.
Vestursalur: Garðhúsabærinn, líkön og
teikningar af garðhúsum eftir sautján af
fremstu arkitektum heims. Leiðsögn kl. 15.
Opið 10-17.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Islensk list eins og hún gerist best í glæsi-
legu og framúrstefnulegu húsi. Sýningar:
Verk úr eigu Listasafnsins. Höggmyndir
Gests Þorgrímssonar. Ljósmyndir Rax
Rinnekangas, en hann heldur fyrirlestur kl.
17 um verk sín. Leiðsögn um allt safnið kl.
16. Opið 11-18.
LisTasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn
Við Sigtún. Verk sem spanna allan feril mynd-
höggvarans Asmundar Sveinssonar og sýna
vel þá þróun sem varð á listsýn hans í
gegnum tíðina, sýnd í einstæðu húsi hans.
Höggmyndagarður. Opið 10 - 16.
Listasafn Sigurjóns Olafssonar
Laugarnestanga 70. Mannamyndir. Leiðsögn
kl. 15 þar sem fjallað verður sérstaklega um
andlitsmyndir Sigurjóns. Opið 14 - 17.
Lyfjafræ&isafnið
Við Neströð Seltjarnarnesi. Ahöld og inn-
réttingar úr íslenskum apótekum. Lyfja-
fræðingar leiðbeina safnagestum. A klukku-
tíma fresti munu þeir sýna hvernig töflur og
stílar voru gerðir fyrir heilli öld. Myndband
um gamlar framleiðsluaðferðir lyfja. Opið
13 - 17.
Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur
Rafstöðvarvegi við Elliðaár. Gestir geta
skoðað sýningarsal safnsins ásamt fræðslu-
setrinu Orkuheimum. Opið 13 - 17.
Safn Asgríms Jónssonar
Bergstaðastræti 74. Reykjavikurmyndir
Asgrims Jónssonar. Opið 13:30- 16:00.
Sjóminjasafn Islands
Vesturgötu 8, Hafnarfirði. Svipmyndir frá
sjávarsí&unni, málverkasýning Jóns Gunnars-
sonar. Aldraðir sjómenn sýna handbrögð við
sjómennsku. Harmónikkuleikur. Landhelgis-
báturinn Ingjaldur og munir tengdir sjósókn.
Opið 13-17.
Þjóóminjasafn íslands
Sýningin Island með augum fransmanna.
Franskir Ijósmyndarar á íslandi 1845-1900
verður opnuð í Hafnarborg. Valdir munir úr
safninu eru til sýnis á eftirtöldum sýningum:
Frá býli til borgar i Arbæjarsafni. I
Byggðasafninu að Görðum á Akranesi.