Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Elsta hcimild um kristni á íslandi. tír Islendingabók Ara fróða Þorgils-
sonar, skrifuð 1122.
frhUr nwr-r'uwrtl
MlAftlVffAMÍMIwt
»mií„iWrK<ÍÍÉ*jrAnl|
IVtUdrBÍIW
Upphaf Flateyjarbókar en hún er stærst allra islenskra skinnbóka, 202
blöð skrifuð undir lok 14. aldar og 23 blöð sem aukið var ibókina á síð-
ari hluta 15. aldar.
Handrit
við árþús-
undamót
LIST OG
Höivivm
Árnagarilur
HANDRITASTOFNUN
ÁRNA MAGNÚSSONAR
Opið alla daga í allt
sumar frá 13-18.
ÞAÐ er með sanni satt og rétt,
að í Árnastofnun eru geymdar ger-
semar þjóðarinnar, handritin.
Grunnurinn að þjóðartungunni og
dýrastur bókmenntaarfur fortíðar,
einnig vottur handmenntaarfsins,
einneigin ekki svo lítil myndlist.
Mál og mynd fylgdust að á tímum
tilorðningar handritanna og hefur
svo verið frá því sögur hófust, öllu
þarf að gefa nafn og því fjölþættari
og margbrotnari sem þjóðfélags-
gerðin var, þeim auðugari tungan.
Myndin er alls staðar í töluðu og
skrifuðu máli, menn vísa til mynd-
líkinga og myndhvarfa, „metafor",
svo og táknsagna, „allegory", þar
sem persónur og atvik hafa aðra
merkingu samhliða þeirri sem tjáð
er beinum orðum, tákna þá iðulega
hugmyndir eða óhlutstæð gildi á
meira og minna skipulegan og ótví-
ræðan hátt, - á þann hátt er mál
og mynd eitt. A því hærra stigi
sem skapandi og háleitar athafnir
eru í þjóðfélagsgerðinni, handverk
og listir blómlegri, þeim mun auð-
ugari tungan. Tungumál verður
svo ekki metið til fjár en er hverri
þjóð jafn- nauðsynlegt og súrefnið
mannslíkamanum, án eigin máls
deyja þjóðflokkar og þjóðir eins og
dæmin sanna, svona líkt og án súr-
efnis deyr maðurinn og raunar allt
sem lífsanda dregur. Hér gildir
líka að maðurinn á að koma til
málsins en ekki málið til mannsins,
eins og að skrefm koma ekki til
okkar heldur verðum við að taka
þau eitt af öðru. Því lengra sem
þau bera manninn veitist honum
víðari sýn og til íleiri átta, án yfir-
sýnar, máls og máltilfinningar er
þannig enginn þjóð. Islendingum,
sem einum of eru njörvaðir niður í
bókmenntaarfin, hefur gengið illa
að skilja þetta, einkum og sér í lagi
eftir siðaskipti, þótt til bóta hafi
horft á síðustu öld. Mætir þó sjón-
menntaarfurinn enn í dag minni
skilningi en æskilegt væri og þessi
tengsl myndar og máls mörgum
hulin, ef ekki lokuð bók. Að sjá,
upplifa og rökræða hefur mætt
háskalegum afgangi í menntakerf-
inu og afleiðinganna sér hvarvetna
stað. íslendingar skoða ekki lista-
verk og rökræða á sama hátt og
maður verður hvarvetna var við í
sýningarhöllum og söfnum í út-
landinu, hafa líka mun færri tæki-
færi til að nálgast arf forfeðranna.
Það hefur þó breyst á undanförn-
um áratugum þótt enn sitji mála-
miðlunarlausnir, þykistan og um-
búðirnar í fyrirrúmi. Mefkilegt, að
vilji maður hitta útlendinga er ör-
uggt að fara á söfnin, hins vegar er
sú reynsla mín að sjaldgæfara er
að hitta á landann á surrjum þeirra,
sé ekki um skipulagðar ’ hópferðir
að ræða, einkum eldri borgara, og
sér í lagi stofnun Árna Magnús-
sonar. Útlendingarnir á öllum aldri
eru svo afar forvitnir og nálgast
sýningargripina opinmynntir og af
fölskvalausri andakt. í gestabók
handritastofnunarinnar skrifa að
stórum hluta til erlendir menn og
frá fjarlægustu heimshornum, hún
er væn heimild um forvitið og
menntað fólka hvaðanæva.
Að þessu sinni hefur stofnunin
valið að kynna nærtæka stórvið-
burði í íslandssögunni, sem eru
Vínlandsfundurinn og kristnitakan
og bætt einni skrautfjöðrinni í hatt
sinn. Prýðilega og endurtekið hef-
ur verið greint frá sýningunum í
smáatriðum á menningarsíðum
blaðsins og fer ég ekki endurtekið
í saumana hér. Sagan hríslast um
hverja taug og mikið lifandi og
skelfing líður manni vel eftir
hverja heimsókn í þetta hús.
Leiðrétting
Inn í sjónmenntavettvang minn
sl. laugardag slæddist ein af þess-
um saklausu villum, sem í raun eru
stórslys og ég ræð illa við, gerði þó
allt sem í valdi mínu stóð til að
forða að ósóminn kæmi fyrir eina
ferðina enn. Var ég sem oftar að
vísa til handverksarfsins frá upp-
hafi byggðar og þar kom fram orð-
ið rítlist, sem er dregið af hinu
forna orði rít,- ar,-ur kv. skjöldur; í
kenningum: rít-mæðir,- ormur
=sverð. Er þá átt við skreyti á
vopnum og verjum, skylt eld og
málmsmíði, sem kemur ritlist og
almennum skrifum ekki par við,
ekki meir en það komi bókmennt-
um við að tálga prik. Hins vegar
var hugtakið list enn ekki mótað,
gerðist ekki fyrr en á tíma endur-
fæðingar, þ.e. 16 öld., sem skil-
greining á skapandi handverki,
hliðstæðu vísindum. Er viðskeytið
list á eftir rít seinni tíma og full-
komlega rökrétt viðbót um þá at-
höfn sem um ræðir,- líkt og til að
mynda húsagerðarlist, eða á undan
svo sem listiðnaður, sem í báðum
tilvikum er æðra stig handverks.
Það hafa verið gerð stórbrotin
verk á sviði rítlistar og má hér vísa
til brynju Ágústar sterka af Sax-
landi, sém varðveitt er í stórum
glérskáp á Zwinger-safninu í
Dresden, innan um fleiri djásn og
ódauðleg listaverk, eins og það er
orðað. Er þetta í þriðja eða fjórða
skipti sem ég verð að leiðrétta
þetta með útskýringu og satt að
segja er þolinmæði mín á þrotum,
svo kannski er tími kominn til að
sækja um byssuleyfi!
Vil endurtaka alla setninguna
því hún framber mitt og annarra
hjartans og metnaðarmál og á skil-
ið að birtast kórrétt: Ris mennta-
kerfisins væri meira í augum um-
heimsins ef okkur hefði borið gæfa
til að minnast betur við þennan
arf; útskurð, rítlist, eldsmíði, vefn-
að, bókagerð og byggingarlist...
Bragi Ásgeirsson
g T
kltndlnsa IW érí
Garðar Cortes Robert Sund
Nýjar geislaplötur
• DA YDREAMS er með sígildum
rómantískum dægurlögum úr ýms-
um áttum í flutningi Garðars Cortes
óperusöngvara við undirleik sænska
píanóleikarans Roberts Sund.
Garðar og Robert kynntust á nor-
ræna kóramótinu Nordklang sem
haldið er á þriggja ára fresti á Norð-
urlöndunum, en þar hafa þeir verið
stjórnendur frá árinu 1980. Jafn-
framt því að stjórna kórunum á mót-
inu hafa þeir sungið og leikið saman
sígild dægurlög úr ýmsum áttum.
Robert Sund er kunnur píanóleik-
ari, stjórnandi og tónskáld og starf-
ar aðallega við þjálfun fagkóra á al-
þjóðavettvangi.
Utgefandi er Polarfonia Classics
ehf. en Japis sér um dreifingu. Upp-
tökur fóru fram í hljóðveri Islensku
óperunnar árið 1999.
-------FH---------
Jtirgen Witte
sýnir í GUK
SÝNING á verkum Jurgen Witte í
GUK verður opnuð á morgun,
sunnudag, kl. 14 á íslandi og kl. 16 í
Danmörku og Þýskalandi. GUK -
exhibition place er sýningarstaður
með aðsetur í þremur löndum; í
húsagarði á Selfossi, í garðhúsi í
Lejre í Danmörku og í eldhúsi í
Hannover í Þýskalandi. Þrír íslensk-
ir myndlistarmenn reka staðinn í og
við heimili sín. Hver sýning stendur í
þrjá mánuði.
Fyrir sýninguna í GUK hefur
Wittehann gert verk sem hann kall-
ar: „home is where this heart is“.
Þjóðfánarnir þrír (danski, þýski og
íslenski) vísa til sýningarstaðanna en
birtast í röngum löndum. Danski
fáninn á fánastöng á íslandi (úti),
þýski fáninn á vegg í Danmörku
(inni) og íslenski fáninn á stálþræði í
Þýskalandi (inni).
Hægt verður að fylgjast með sýn-
ingunni á http://www.simnet.is/guk.
------------------------
Egill Sæbjörns-
son sýnir í
oneoone
EGILL Sæbjörnsson opnar sýningu
á nýjum verkum í dag, laugardag, kl.
17, í gallerí oneoone, Laugavegi 48 b.
Sýningin stendur til þriðjudagsins
8. ágúst.
Verk eftir Ríkeyju
Ingimundardóttur.
Ríkey í
Perlunni
RÍKEY Ingimundardóttir sýnir nú
málverk, skúlptúra, lágmyndir, skál-
ar o.fl. í Perlunni. Sýningin stendur
út júlí.
Einnig má sjá verk eftir Ríkeyju á
jarðhæð Kringlunnar í Reykjavík.
----------------
Sýningu lýkur
Félagið fslensk grafík, Hafnar-
húsinu
SÝNINGU Sigurveigar Knúts-
dóttur, „Skissur", lýkur á sunnudag.