Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 35 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GEFIÐ LANDIOG LÝD TIL FRAMFARA Undanfarin ár hefur það komið æ oft- ar fyrir, að einstaklingar hafa varið eigum sínum eða hluta þeirra til að láta gott af sér leiða fyrir samferða- fólk sitt, upprennandi kynslóðir og þar með að sjálfsögðu fyrir þjóðfélag- ið í heild. Nýjasta dæmið er óvenju- legur stórhugur Jónínu S. Gísladótt- ur, sem hefur gefið 200 milljónir króna til styrktar hjartalækningum í landinu með stofnun sérstaks gjafa- og styrktarsjóðs. Meginmarkmiðið með þessari miklu gjöf er að efla hjartalækningar á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi og vinna að velferð hjartasjúklinga. Ákveðið hefur verið að nýta fyrsta framlag úr sjóðnum til að kaupa nú þegar nýtt og fullkomið hjartaþræðingartæki. I frétt frá Landspítalanum segir, að meginhlutverk styrktarsjóðsins verði fjórþætt; að stuðla að uppbyggingu og skipulagsbreytingum, sem leiða til bættrar þjónustu við hjartasjúklinga, styrkja stærri tækjakaup í því skyni að tækjakostur spítalans svari ætíð kröfum tímans, styrkja vísindastarf á sviði hjarta- og æðasjúkdóma, m.a. með samstarfi og samanburði við er- lenda aðila, og loks að vinna almennt að velferð hjartasjúklinga í landinu. Skipulagsskráin gerir ráð fyrir, að næstu sjö árin verði árlega varið 25 milljónum króna til verkefna. í áranna rás hafa margir íslending- ar verið stórhuga í gjöfum sínum til félagasamtaka og stofnana í landinu, að ekki sé talað um til safnana til að styrkja þá, sem mátt hafa þola áföll af völdum náttúrunnar, sjúkdóma eða slysa. Gjafmildi, þegar voða ber að höndum, hefur verið talin eitt af ein- kennum þjóðarinnar, ekki sízt þeirra, sem lítið hafa á milli handanna. Á síðari tímum hafa ýmis samtök, sem vinna að heill lands og þjóðar, notið stuðnings fólks, sem vill láta gott af sér leiða. Gjafir þessara einstaklinga hafa stundum verið allar eignir að þeim látnum, oft frá almúga- fólki, sem vill gjalda skuld sína við land og þjóð með því að leggja sitt af mörkum til þess að ungt fólk geti hlotið menntun, til eflingar menning- ar og lista, til skógræktar og ekki hvað sízt til eflingar læknisþjónustu og baráttunnar við sjúkdóma. Þessi stuðningur tekur á sig ýmsar myndir og m.a. má nefna, að nýlega hafa tveir einstaklingar tekið að sér að kosta stöður prófessora þjóðfélaginu til heilla. í þessum efnum, sem fleirum, leita íslendingar gjarnan fyrirmynda utan lands. í ýmsum löndum, sérstak- lega engilsaxneskum, er löng hefð fyrir því, að auðmenn verji eignum sínum til framfara heima fyrir eða jafnvel um allan heim. Frægt er dæm- ið um auðjöfurinn Andrew Carnegie, sem gaf stærstan hluta eigna sinna til að koma á fót almenningsbókasöfnum víða um heim, hundruðum milljóna manna til blessunar. íslendingar standa í þakkarskuld við allt það fólk, sem af miklum eða litlum efnum vill greiða landi sínu fósturlaunin og stuðla þannig að betra og fegurra mannlífi. Framlag Jónínu S. Gísladóttur er gott dæmi um hug og rausn þessa fólks. NORRÆN BÓKMENNTATENGSL Bókmenntatengsl íslendinga við önnur Norðurlönd hafa verið mik- il í gegnum tíðina, ekki síst við Norð- menn og Dani. Á fyrri hluta aldarinnar reyndu margir af fremstu rithöfundum okkar fyrir sér í þessum löndum með ótrúlega góðum árangri. Gunnar Gunnarsson var metsöluhöfundur í Danmörku á öðrum, þriðja og fjórða áratugnum og Kristmann Guðmunds- son í Noregi, svo tvö dæmi séu nefnd. Einnig sóttu fjölmargir af höfundum okkar áhrif til skandinavískra bók- mennta, ekki síst ljóðskáldin. Alla öld- ina hefur verið unnið gríðarlegt þýð- ingarstarf á norrænum bókmenntum í öllum þessum löndum. íslendingar hafa til dæmis átt marga og góða þýð- endur á tungum Norðurlanda. Svo áfram sé vitnað til Noregs má nefna ómetanlegt starf þeirra Ivars Org- lands og Knuts Odegárds. Þessi tengsl hafa verið afar mikil- væg fyrir íslenskar bókmenntir, þau hafa oft verið eins og brú yfir til bók- mennta annarra heimshluta en jafn- framt hafa þau fært okkur mikið af góðum skáldskap. Eins og fram kom í grein hér í Morgunblaðinu á þriðjudag- inn virðist vera sem þessi tengsl hafi rofnað að nokkru leyti. í samtali við unga norska rithöfunda kom fram að höfundar þar í landi þekktu lítið sem ekkert til íslenskra bókmennta, en gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst talað um unga höfunda. Þórir Óskarsson, íslenskulektor við Óslóar- háskóla, var á sama máli og taldi ís- lenskar nútímabókmenntir í Noregi ekki vel þekktar. Sagðist hann kenna námskeið um þær sem einungis tveir til fimm nemendur sækja að jafnaði, og flestir væru þeir erlendir stúdentar við skólann, ekki norskir. Því miður bendir flest til þess að þið sama eigi við um þekkingu okkar íslendinga á norskum nútímabókmenntum og raunar bók- menntum hinna Norðurlandaþjóðanna yfirleitt. Þetta eru vond tíðindi ef rétt eru. Það er bagalegt ef norræn ungmenni missa aldalöng tengsl. Fram kom í máli Þóris að það væri yfirleitt ekki mikill áhugi á norrænum nútímabókmennt- um við Óslóarháskóla, nema þá norsk- um. Að hans mati eru íslendingar þó beinlínis utangarðs í norrænu bók- menntasamhengi vegna þess að þeir tækju lítinn þátt í samstarfi á því sviði. Hvað veldur? Hugsanlega er ástæð- an sú að Skandinavía er ekki lengur sú brú út í heiminn sem hún var Islend- ingum áður. Og það er vissulega til- hneiging að leita inn í miðjuna, að reyna að yfirvinna jaðarstöðuna sem íslenskar og norrænar bókmenntir eru óhjákvæmilega í. Það er hins vegar spurning hvort ekki er réttara að reyna að rækta sérkenni jaðarstöðunn- ar betur - norrænar bókmenntir verða alltaf jaðarbókmenntir sama hvað þær sækja mikið suður. Framkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun í hámarki um þessar mundir Þorp með 300 íbúum risið á hálendinu Skammt sunnan Þórisvatns er risið þorp með 300 íbúum, götulýsingu, sorphirðu, slökkviliði og annarri þjónustu sem til- heyrir í svo stóru þéttbýli. Hér er þó ekki um neitt venjulegt þorp að ræða, heldur vinnubúðir við Vatnsfellsvirkjun, en framkvæmdir við hana eru í hámarki nú yfír sumarmánuðina. Valgarður Lyng- dal Jónsson og Júlíus Sigurjónsson brugðu sér í heimsókn í þetta þorp sem hverfa mun á ný í ársbyrjun 2002. Yatnsfellsvirkjun er sú efsta í virkjanaröðinni sunnan Þórisvatns á há- lendi Suðurlands. Framkvæmdir við virkjunina hóf- ust á síðasta sumri og fóru þá hratt og vel af stað. Á liðnum vetri urðu verktakar fyrir óvæntum töfum vegna óvenjulega harðra vetrar- veðra og snjóalaga, en veturinn er sagður hafa verið sá harðasti á þessum slóðum í um 50 ár. Um þessar mundir eru framkvæmdir hins vegar í hámarki. Um 300 manns starfa nú á svæðinu og má segja að risið sé sannkallað hálendisþorp á virkjanasvæðinu. Jóhann Bergþórsson, staðar- stjóri IAV-ísafls á svæðinu, segir reyndar að nær sé að tala um hótel en þorp þar sem flestir sem þama „búi“ sofi undir sama þaki og borði í sama mötuneytinu. Sé þannig litið á þá rekur fyrirtækið hvorki meira né minna en stærsta hótel landsins, með 300 gesti skráða í gistirými í allt sumar. „Reyndar er alltaf einn þriðji hluti hótelgesta fjarverandi,“ bætir Jóhann við, „því hér vinna menn í sex daga og fá síðan þriggja daga frí. Það em því sjaldnast meira en tveir þriðju hlutar starfs- fólksins á svæðinu í einu.“ Sú eina sem ekki verður í stöðugri notkun Þegar Þórisvatnsmiðlun var byggð, á ámnum 1970 til 1972, var útrennsli vatnsins valinn staður við suðurenda þess undir vesturhlíð Vatnsfells. Var þar byggt lokuvirki til að stjóma rennsli úr vatninu og veitan nefnd Vatnsfellsveita, en um hana er vatni úr Þórisvatni veitt til Krókslóns, sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Hefur vatnið, á þeim þrjátíu árum sem síðan era liðin, grafið sér leið og myndað mikil og djúp gljúfur enda fallhæð þess mikil, en Þórisvatn liggur um það bil 70-80 metram hærra en Krókslón. Vatnsfellsvirkjun er reist við þennan sjálfgrafna veituskurð. Virkjunin verður sérstök að því leyti, að hún mun aðeins verða í notkun þegar verið er að miðla vatni niður að Sigöldu um Vatns- fellsveitu, en þess á milli verður hægt að leiða vatnið fram hjá henni. Hún er þannig gerð til að jafna sveiflur í rafmagnsfram- leiðslu svæðisins. í tengslum við virkjunina era byggðar þijár stíflur. Ein aðal- stífla, 750 metra löng og 30 metra Kolbrún Geirsdúttir yfirmat- selja í Vatnsfellsbúðum há þar sem hún er hæst, nær yfir núverandi veitufarveg og ofan við hana myndast h'tið inntakslón, að- eins um 0,6 ferkílómetrar að stærð. Auk hennar verða byggðar tvær hliðarstíflur, 300 og 80 metra lang- ar. Aðalstíflan verður eina stíflan á landinu með steyptu hlífðarlagi, en auk þess verða í stíflunni bæði steypt botnrás og yfirfall sem leiða vatnið í svokallaða iðuþró, sem dregur úr fallkrafti vatnsins, og síðan í hjáveituna sem liggur fram hjá stöðvarhúsinu. Til hliðar við aðalstífluna liggur svo 700 metra langur aðrennslis- skurður að inntaksvirki og frá inn- takinu er vatninu síðan veitt í tveimur fallpípum úr stáh að stöðv- arhúsi. Virkjuð fallhæð vatns er um 66 metrar. Stöðvarhúsið verður ofanjarðar, en grafið inn í brekku- rótina þannig að minna beri á þeim 35 metrum sem hæð þess mun verða. I stöðvarhúsinu verða tvær aflvélar, hvor um sig 45 megawött. Afl virkjunarinnar verður því sam- tals 90 megawött og með tilkomu hennar eykst orkugeta raforku- kerfis landsins um 430 gígawatt- stundir á ári. Þótt Vatnsfellsvirkjun verði alls ekki stærsta virkjun landsins era þær tölur sem við sögu koma í framkvæmdinni meira en lítið óraunveralegar fyrir hinn venju- lega borgara. 2 milljónir rúmmetra af jarðvegi verða fluttar til, 500.000 rúmmetram af fyllingum komið fyrir og heildarmagn steinsteypu sem í framkvæmdina fer verða 37.000 rúmmetrar. Með slíkar töl- ur á borðinu þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu gríðar- leg mannvirki það era sem þama er verið að reisa. Erfiður vetur og beljandi stórfljót Stöðvarhús virkjunarinnar reis í vetur, en að sögn Jóhanns Berg- Morgunblaðið/Júlíus Unnið við steypu á stíflufæti. Ferlíkið hægra megin er „lúðurinn“ eða inntakið í botnrásina. Fyrir ágúst- byrjun verður hæð stíflunnar að vera komin töluvert upp fyrir hæð hans og við verklok verður lúðurinn um 1/3 af heildarhæð stíflunnar. 25 metra djúpa aðrennslisskurð auk þess sem vinna við stöðvarhús- ið heldur áfram og verið er að steypa undirstöður undfr fallpíp- umar ofan við stöðvarhúsið. Á veg- um Amarfells hf. á Akureyri er einnig verið að grafa frárennslis- skurð neðan stöðvarinnar í átt að Krókslóni. Segja má að hver ein- asti maður á svæðinu hafi sitt hlut- verk, hvort sem hann vinnur bein- línis við framkvæmdimar sjálfar eða í mötuneytinu, á trésmíðaverk- stæðinu, á rafmagnsverkstæðinu, við vegagerð eða í steypustöðinni sem BM Vallá rekur á svæðinu. Alltént má nærri geta um það, að við slíkar framkvæmdir þarf vera- legan mannafla. Mannfjöldinn sem nú dvelur við Vatnsfellsvirkjun er að jafnaði um 200-300 manns, eða á við meðal- stórt sveitarfélag á íslandi. Þetta háfjallaþorp sem þarna er risið hefiir eigin götulýsingu, brana- vamir, sjúkrabíl og sorphirðu auk þess sem Landssíminn hefur sett upp GSM símstöð á Vatnsfelli og lagður hefur verið ljósleiðari á svæðið. Ekki fer mikið fyrir af- þreyingu enda gefst, að sögn „þorpsbúa,“ lítill timi til annars en að vinna og sofa þess á milli. Þó er hægt að sjá einar sex sjónvarps- stöðvar og í starfsmannabúðunum má meðal annars finna taflborð, ballskákborð og líkamsræktarað- stöðu. Hallar á konumar Kolbrún Geirsdóttir er matráðs- kona í Vatnsfellsbúðum og stýrir mötuneyti þar sem borða um 200 manns í hverri máltíð. Hún er orðin vön lífinu í þorpum eins og þessu, enda búin að vinna meira eða minna á virkjanasvæðum í yfir 20 ár, fyrst við Hrauneyjafoss sumar- ið 1979. „Það má segja að þetta sé eins og lítið þorp, en það er kannski ekki alveg venjulegt því það era ekki nema milli tuttugu og þrjátíu konur á svæðinu. Það hallar sem sagt svolítið á að því leyti,“ sagði Kolbrún í samtali við Morgunblað- ið. Hún vildi þó ekki meina annað en að karlarnir kæmu sæmilega fram við þessar fáu konm-. Aðspurð sagðist Kolbrún ekki eiga fjölskyldu, enda hefði hún þá varla eytt 20 áium í vinnu svo fjarri heimilinu. Flestar aðrar konur sem á svæðinu starfa era að hennar sögn ýmist nemar í sumarvinnu eða konur sem eiga uppkomin böm. „Konur sem eiga böm heima ráða sig ekld í vinnu eins og þessa. Það gengi einfaldlega ekki upp.“ Tilbúin 2002 Fyrsta reynslukeyrsla á vél 1 í Vatnsfellsvirkjun verður þann 1. september árið 2001 og á vél 2 1. nóvember sama ár. Lokaafhend- ingardagur ÍAV-Ísafls er síðan 1. febrúar árið 2002. Segir Jóhann Bergþórsson að standist sú dag- setning, þá verði þetta stysti bygg- ingartími á virkjun á Islandi til þessa. Tölvumynd af Vatnsfellsvirkjun. Til vinstri sést farvegur hjáveitu og meginstíflan þar fyrir ofan. Hægra megin er aðrennslisskurður og fallpípuskurður niður að stöðvarhúsi. Spennuvirkishús er vinstra megin við stöðvarhús. Séð niður á aðrennslið inn í stöðvarhúsið. Rörabeygjurnar á myndinni vega hvor um sig 23 tonn. þórssonar gekk sú framkvæmd alls ekki þrautalaust fyrir sig. Eftir að bygging þess hófst þann 12. nóv- ember lentu Isaflsmenn í harðasta vetri á þessum slóðum síðan 1951 og er þó íslenska hálendið þekkt fyrir allt annað en mild veður á vetram. „Við erum búnir að byggja þetta mannvirki í vetur í alveg hryllilegum aðstæðum," segir Jó- hann og hristir höfuðið yfir öllu saman. „Það kom oftar en einu sinni fyrir að við værum búnir að hreinsa allan snjó burt og gera allt klárt fyrir steypu þegar gerði brjálað veður og menn urðu að hörfa inn. Svo þegar við komum út aftur var komið 80 sentimetra snjólag yfir allt saman, þannig að þá var ekkert annað að gera en að byrja upp á nýtt.“ Sagði Jóhann að þegar verst lét hafi akstursleiðin frá starfsmannabúðunum að stöðv- arhúsinu, sem venjulega tekur þijár til fjórar mínútur að aka, ver- ið orðin að þriggja klukkustunda leið. Auk þessara erfiðleika unnu ís- aflsmenn í allan vetur með beljandi stórfljót við hliðina á fram- kvæmdasvæðinu, því yfír vetrar- mánuðina þarf Landsvirkjun á vatninu frá Vatnsfellsveitu að halda. Hér er ekki um neina smá- sprænu að ræða, flæðið er um 150 rúmmetrar á sekúndu en til sam- anburðar má nefna rennslið í Blöndu sem er 38 rúmmetrar. Þetta fljót rann um svæðið frá 24. ágúst í fyrra og fram að hvítasunnu þegar veitunni var lokað og hófust þá strax framkvæmdir við stífluna. Að sögn Jóhanns setur þetta mikla tímapressu á framkvæmdir í sum- ar, því í kringum næstu verslunar- mannahelgi má búast við að aftur þurfi að opna fyrir veituna vegna virkjananna fyrir neðan Vatnsfell. Fyrir þann tíma verður því að Ijúka við stóran hluta meginstíflunnai'. Áður en vetur brestur á að nýju er síðan brýnt að loka stöðvarhúsi og spennuvirkishúsi svo hægt verði að hefja vinnu þar innan dyra við upp- setningu tækja. Hver með sitt hlutverk Eins og áður segir era fram- kvæmdir við virkjunina í hámarki um þessar mundfr. Á vegum ÍAV- ísafls er nú verið að steypa svokall- aðan stiflufót meginstíflunnar, sem er undirstaðan undir þá hlið henn- ar sem mun snúa að lóninu. Stærsta grafa landsins vinnur við að grafa hinn 700 metra langa og agbókarblöð Þannig stendur madur á vegamótum margra alda oghlustará nið tímans MOSKAN í Cordóba. 30. apríly sunnudagur Komum til Cordóba síðdegis í dag. Búum á framúrskarandi hóteli í gamla gyðingahverfinu, Hótel Amistad. Hverfið er frá 10. öld. Hanna minntist afmælis Bjarna Benediktssonar, með honum og Sig- ríði voram við á Ítalíu sællar minn- ingar. Það var sumarið 1962. Þá var hann dóms- og kirkjumálaráðherra. Við gengum á fund páfa, Jóhannes- ar 23., og skoðuðum marga bæi og þá ekki sízt Róm. Ókum frá Genf, gistum í Nissa á leiðinni, komum við í Assisi, einnig Peragía. í Assisi vora allir litlu múnkarnir að sópa og fægja því að von var á páfanum í heimsókn, ég held vegna þessa fræga kirkjuárs. Tókum þátt í há- tíðarhöldunum í tilefni af kirkjuár- inu í Róm. Okkur var boðið í Vati- kanið vegna þess að Bjarni var á ráðstefnu dóms- og kirkjumála- ráðherra Evrópu. Páfi heilsaði öll- um, en okkur Norðurlandabúum lauslega. Hann var lítið fyrir mót- mælendur. Hann var á inniskóm og ávarpaði okkur stuttlega. Þegar hann heilsaði okkur sá ég að hann náði mér í geirvörtur. Þetta var eftirminnileg ferð, raunar ógleym- anleg og ég hef skrifað um hana annars staðar. Og nú eram við komin til Cor- dóba í Andalúsíu, þangað höfum við aldrei komið áður. Hún stendur einnig, eins og Sevilla, við Gvadalkí- vír-ána: Borgin er blóm með djúpar rætur og skolpið vökvar ræturnar. Hér í Cordóba er safn um sögu nautaats, einkum til minningar um frægasta nautabana Spánar, Mano- lete. Hann varð fórnardýr nautsins Isleros, 1947. Húðin af nautinu er geymd í safninu, ásamt ýmsum munum Manoletes - semsagt, safn dauðans. Á íslandi hafa nautaötin farið fram í þjóðsögulegum bókmenn- tum: Boli, boli bankar á dyr/ með bandinu sínu langa... 1. maí, mánudagur Gengum um Cordóba, rigning. Skoðuðum kastalann með útsýni yf- ir fljótið. Það er raunar líkara skolpi en íslenzkum ám. Ferdinand kon- MANOLETE, frægasti nautabani Sþánar. ungur af Aragon og ísabella drottn- ing af Kastilíu, þ.e. konungshjón þessara ríkja beggja eftir sam- eininguna, tóku á móti Kólumbusi í þessum kastala, áður en hann hélt vestur um haf. Síðar varð kastalinn höfuðstöðvar spænska rannsóknar- réttarins. Þá hefur ríkt hér sama andrúmsloft og í Lúbjanka-fangelsi KGB-manna í Moskvu. Gengum um göturnar, sem era frá 10. öld. Garðarnir inni í húsun- um ævintýri, skreyttir blómum og keramik. Moskan ótrúlega stór og tilkomu- mikil, einkum þegar inn er komið. í henni eru á níunda hundrað bogar sem halda uppi þakinu. Súlumar að sjálfsögðu úr marmara. Allt arfur frá márískum tíma. Síðar hefur ka- þólsk kirkja verið byggð inn í mosk- una. Þannig stendur maður á vega- mótum margra alda og hlustar á nið tímans. Upplifir andstæður fyrri alda eins og samhljóm eða niður- stöður í daglegu lífi nútímans. Engu líkara en allt hafi þetta gengið fyrir sig átakalaust, en það var nú eitt- hvað annað! Arabísk eða márísk skreytilist er ákaflega fíngerð, minnir á arabískt letur. Ólæs á þetta letur getum við tileinkað okk- ur þá sögu sem naktir veggir þess- arar gömlu húsagerðarlistar segja án orða; þessir þögulu veggir sem era mælskari en endalaust skvaldr- ið í túristunum í kringum okkur. Stytti upp síðdegis. Fallegt veður og við sátum í moskugarðinum. Kvöldið Þeir sem hafa stjórnað trúar- brögðunum í þessu landi hafa svo sannarlega ekki verið sömu skoðun- ar og Nietzsche en hann komst að orði eitthvað á þessa leið: Það er nauðsynlegt að setja á sig vettlinga áður en maður les Nýja testamentið - og eina persónan í Nýja testa- mentinu sem ástæða er til að bera nokkra virðingu fyrir er Pílatus! Mér er þetta að vísu óskiljanlegt en kannski era þessar skoðanir arfur úr heimahúsum, þrátt fyrir allt. Faðir Nietzsche og móðurafi vora báðir prestar. Nietzsche elskaði föð- ur sinn, að vísu, en fyrirleit augsýni- lega lífsstarf hans. Kristni hefur verið honum einhvers konar hömlur í æsku og útrás síðar því nauðsyn- leg. Þannig sprengdi hann stífluna. En hafði það eitthvað uppá sig? Mér er það til efs. Sá sem getur ekki notið ljóðlistar Krists hlýtur að vera heyrnai'laus, a.m.k. á öðru eyra. Ég sagði ljóðlist- ar, því að hún stendur ein og sér hvað sem öllum guðdómi líður. í itioskugarðmum, Cordóba Sitjum í garðinum horfum á tvo fílþunga karla taka myndir af moskuveggjunum, veðraðum í skuggsælli þögn þúsund ára, sitjum við gosbranninn, köstum mylsnu af nýbökuðu horni til hvítrar dúfu sem nálgast okkur betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, ef hún skyldi vera heilagur andi í eftirlitsferð, en þá kemur snaggaraleg finka að gosbrunninum, skríkir, þrífur brauðmola við nefið á dúfunni, en eftir sitjum við jafnundrandi og postulamir á hvítasunnu. M.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.