Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 39 VALDIMAR ÁRNASON + Valdimar Árna- son fæddist á Bjarkarlandi í Vest- ur-Eyjafjallahreppi 27. mars 1946. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi aðfara- ndtt föstudagsins 30. júní siðastliðinn. For- eldrar hans voru Is- leif Ingibjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 8.6. 1910, og Árni K.R. Sigurðsson, f. 20.12. 1912, d: 11.11. 1983, bóndi á Bjark- arlandi. Systkini Valdimars eru: 1) Sigurður, f. 26.4. 1932, í sambúð með Connie M. Guesta. 2) Unnur, f. 25.11. 1934, d. 23.10. 1935. 3) Trausti, f. 2.8. 1936, kvæntur Ernu Markús- dóttur, f. 9.8. 1947, börn þeirra Edda, f. 10.6. 1979, og Árni, f. 5.1. 1984. 4) Bragi, f. 14.6.1938. Eftirlifandi eigin- kona Valdimars er Þórný Guðnadóttir, f. 17.2. 1963 í Reykjavík. Þórný er fimmta í röðinni af níu systkinum og eru þau öll á lífí. For- eldrar hennar eru Ólafía Þorsteins- dóttir, f. 9.11. 1933, og Guðni Ágústsson, f. 4.5.1928. Valdimar verður jarðsettur frá Stóra-Dalskirkju Vestur-Eyja- íjallahreppi í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Hann Valdimar bjó alla sína ævi á Bjarkarlandi. Hann ólst upp með bræðrum sínum hjá ástríkum for- eldrum. Arni faðir Valdimars var einstakur maður, sérstaklega verk- laginn og duglegur, einnig var hann vel lesinn, hagmæltur og spilaði á orgel. Árni vann við vegagerð og var því mikið að heiman þegar drengirnir hans voru ungir. Þeir fóru því fljótt að hjálpa til við bú- störfin. Isleif móðir þeirra stóð fyr- ir búinu af miklum myndarskap og fór jafnan fyrst á fætur og seinust að sofa. Þau eru mörg börnin sem fengu að dvelja á Bjarkarlandi á sumrin og nutu ástúðar fjölskyld- unnar þar. Allir sem komu að Bjarkarlandi til ísleifar nutu gest- risni hennar og hlýju og var alveg sérstakt hvað margir komust fyrir í gamla bænum. Það kom að því að þeir bræðurnir Sigurður, Bragi og Valdimar tóku við búinu en Trausti flutti til Reykjavíkur. Valdimar nýtti alla sína starfs- krafta við búskapinn og fórst það vel úr hendi. Hann Valdimar var einstakur maður, hann var meðalmaður á hæð og mjög grannvaxinn en sterk- ur og liðugur. Hann hafði svipmikla augnaumgjörð og mjög tjáningar- rík augu og þegar hann brosti byrj- aði brosið í augunum og breiddist yfir andlitið. Hann hafði sérstak- lega góða nærveru og mikla út- geislun, ríka ábyi-gðartilfmningu, var sérstaklega tillitssamur, hóf- samur, nærgætinn og barngóður en líka ákveðinn og hafði sínar skoð- anir. Hann naut sín vel með góðum vinum og átti það til að læða út úr sér gullkornum. Valdimar var mjög fjölhæfur og laginn, hann smíðaði, rafsauð gerði við vélar og allt ann- að sem þurfti að gera. Valdimar og Þórný byggðu nýtt hús og fluttu inn 20. desember 1997en þann dag hefði Árni faðir hans orðið 95 ára. Isleif flutti með þeim í nýja húsið en Bragi bjó áfram í gamla bænum. Allt virtist leika í lyndi en því miður veikist Valdimar og barðist við erfið veik- indi síðastliðna sex mánuði. Þórný studdi hann eins vel og hægt var til æviloka. Þórný var stóra ástin í lífi hans og samband þeirra var ein- stakt, þeim leið svo vel saman og hjálpuðust að bæði úti og inni. Sanband hans við bræður sína var náið og innilegt. Móður sinni var hann einstaklega góður sonur og er JÓN JÓNSSON + Jón Jónsson fæddist í Nes- kaupstað 14. nóvem- ber 1939. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 3. júlí s.l. Foreldrar hans voru Jón Bessason, f. 16.4. 1874, d. 2.10. 1959, og Þóranna Ander- sen, f. 10.7. 1907, d. 16.9. 1972. Systkini Jóns: Sigurður Jóns- son, f. 7.10. 1925, Ágústa Jónsdóttir, f. 3.8. 1927, d. 2.1. 1996, Árni Jónsson, f. 22.4. 1929, Helgi Jónsson, f. 29.8.1930, Þorgeir Jónsson, f. 6.2. 1932, Bjarnleifur Jónsson, f. 27.9. 1933, d. 11.6. 1936, Karen Jóns- dóttir, f. 1.10. 1934, Bjarnleifur Jónsson, f. 12.9. 1936, d. 11.11. 1936, Anton Jónsson, f. 28.10. 1937, d. 15.10. 1992, Hákon Björnsson, f. 8.7.1941. titfór Jóns fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku Jón. Þegar þú fluttist til okkar 1. maí 1996 á sambýlið á Egils- stöðum frá Kópavogshæli varst þú loksins komin heim til Austurlands. Þú sagðir: „Hingað er ég kominn, og héðan fer ég aldrei aftur“. Hér leið þér vel, og þú vildir hvergi annars staðar vera. Margt breyttist þegar þú komst til okkar í heimili en þú varðst strax einn af okkur. Þú varst ætíð í góðu skapi, brostir og stríddir okkur og á meðan þú hafðir heilsu til sagð- irðu sögur og fórst með ljóð fyrh' okkur. Það var eins og við soguðumst inn í her- bergið til þín, við sótt- umst eftir að annast þig vegna þíns ljúfa við- móts. Við settumst oft inn til þín og þá hlust- uðum við á tónlist sam- an. Allar stundir með þér eru ógleymanlegur, þú gafst okkur svo mik- ið og þroskaðir okkur. Leiðir skiljast í bili við dyr hins ókunna, þú ert horfinn frá okkur en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert nú. Það eru margar hugsanir sem fljúga í huga okkar núna. Herbergið þitt er tómlegt og það finnst okkur sárt. Nú ertu laus úr þínum fjötrum sem þú hefur búið við svo lengi. En endalaust æðruleysi þitt fékk okkur til að hugsa, hversu maður sættir sig við aðstæður. Skrifuð eða sögð orð mega sín lítils. Við þökkum þér sam- veruna elsku Jón. Við sendum syst- kinum Jóns og fjölskyldum þeirra samúðai'kveðjur. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu liflr. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Starfsfólk sambýlisins að Tjarnabraut, Egilsstöðum. söknuður hennar sár. Við hjónin höfum notið vináttu Bjarkarlands- fjölskyldunnar og átt góðar stundir bæði í gamla bænum og nýja hús- inu. Á Bjarkarlandi er einstaklega fallegt, sérstaklega í góðu heið- skíru veðri þegar Eyjafjallajökull skartar sínu fegursta og líti maður til sjávar má glöggt sjá Vestmanna- eyjar. Valdimar elskaði sveitina sína, dýrin og allt sem fylgdi bú- störfunum. Nóttin sem hann kvaddi heiminn var einstaklega björt og hlý sumarnótt, alveg eins og hann var sjálfur. Elsku Þórný, guð blessi þig og styrki. ísleifu móður Valdi- mars vottum við einlæga samúð. Elsku Siggj, Bragi, Trausti, Erna, Edda og Árni, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Tengdaforeldrum, tengdafólki og öllum öðrum sem þótti vænt um Valdimar sendum við samúðarkveðjur. Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Eg er í leikandi ljúfum vindum. Ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. í morgunsins kyrrð, er vakna þú vilt ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og al- stimdur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfma hér gáðu - ég dó ei - ég lifií þér. (Ásgerður Ingimarsdóttir þýddi.) Kæri vinur, við hjónin þökkum þér fyrir samverustundirnar. Við gleymum þér aldrei. Guð geymi þig. Anna og Jörgen. Merkismaðurinn Valdimar Árna- son er látinn. Valdimar fæddist á Bjarkarlandi undir Eyjafjöllum og ól þar allan sinn aldur. Hann var sonur sæmdarhjónanna ísleifar Jónsdóttur og Árna Sigurðssonar. Kynni okkar hjóna af heiðurs- fólkinu á Bjarkarlandi voru löng og góð. Fyrir um 40 árum skipuðust mál svoað næst elsti sonur okkar, Sigurjón, fór í sveit að Bjarkar- landi þar sem hann svo var í mörg sumur. Annar sonur okkar, Björn Sveinn, var einnig margar sumar- vistir á þessu góða heimili. Þarna var að drengjunum okkar hlúð og þeim kennt margt bæði það sem fróðlegt er en einnig hið kristilega og göfuga enda var Árni bóndi bæði vel skáldmæltur og hafsjór þekkingar á mörgum sviðum. Því er þessa getið hér að þetta var það umhverfi sem vinur okkar, Valdimar, ólst upp í. Margar ferðir fórum við hjónin að Bjarkarlandi og hvenær sem þangað var komið, á nóttu sem degi, mætti okkur sama vináttan, gestrisnin og hlýjan. Valdimar Árnason var sérstæður og sterkur persónuleiki. Hann var hógvær, glaðlegur og elskulegur í öllu dagfari. Þó að Valdimar nyti ekki langrar skólagöngu var öllum þeim er hann þekktu Ijóst að þekk- ing hans á mörgum sviðum var mikil, ekki síst á íslenskum bók- menntum og skáldskap. Þá fylgdist Valdimar náið með öllu því er hæst bar í þjóðfélaginu á hverjum tíma, ekki síst þeim málum er sneru að bændum. Valdimar bjó stórbúi að Bjarkar- landi með móður sinni og bræðrum um margra ára skeið. Síðustu árin naut hann einnig ómetanlegrar að- stoðar eiginkonu sinnar, Þórnýjar Guðnadóttur. Sár harmur er nú kveðinn að eig- inkonu, aldraðri móður, bræðrum og öðrum vinum og ættingjum þessa góða drengs. Við vottum öllu þessu fólki okkar dýpstu samúð og biðjum Hinn hæsta að styðja það og styrkja í sorginni. Við biðjum góðan Guð að blessa og varðveita Valdimar vin okkar um alla eilífð. Sigríður og Björn Önundarson. Við sitjum um nótt og horfum á ljósmynd af Valla frænda og reyn- um að trúa því að hann sé virkilega dáinn, það er ótrúleg en köld stað- reynd engu að síður. Aldrei hefur janúarmánuður verið grimmari, því þá kom í ljós að hann var haldinn meininu sem allir skelfast. En Valli barðist eins og hetja og var stað- ráðinn í að sigra. Hann brosti sínu _ fallega, bjai'ta brosi sem lét engan ósnortinn og öll héldum við í von- ina. En eins og svo margt annað í lífinu bregst vonin einnig. Það er óhugsandi að eiga aldrei eftir að koma í sveitina og hitta hann, skrafa saman i eldhúsinu, spila fótbolta, skoða hestana sem hann hafði yndi af og hlæja með honum. Já, hlátur hans var svo skemmtilegur og geislandi. Hann hló oft svo dátt að hann stappaði öðrum fætinum í gólfið og þurrkaði tár af hvörmum. Þar lá engin upp- gerð eða fals að baki. Valdimar frændi var sannkallað prúðmenni, alltaf hress og kátur. Söknuðurinn er mikill og sár og — það eina sem huggar er sú vissa að nú hefur hann fengið hvíldina og veifar okkur af himnum eins og hann gerði í lifanda lífi. Einnig all- ar þær fallegu og ómetanlegu minningar um góðan dreng sem varðveitast í huganum og hjartanu um aldur og ævi. Edda Traustadóttir, Árni Traustason. Stefán Ágúst Guðmundsson fæddist í Vorsabæj- arhjáleigu í Gaul- verjabæjarhreppi hinn 1. ágúst 1919. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. júní sfðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Elísabet Magnúsdóttir, f. 5.9. 1877, d. 14.12. 1935, og Guðmundur Ivars- son, f. 20.2. 1878, d. 17.12. 1925. Börn þeirra voru: Magnús Guðmundur, f. 11.8. 1908, d. 17.4. 1979, Lovísa Guðrún, f. 30.9. 1910, d. 29.5. 2000, Ivar Óskar, f. 8.6. 1913, d. 18.3. 1968, Guðmundur Elías, f. 31.7.1914, Viktoría Krist- ín, f. 24.12. 1915, d. 26.6. 1993, Stefán Ágúst, sem hér er minnst, og Magnús, f. 21.1. 1922, d. 12.11. 1980. Hinn 26. maí 1947 kvæntist Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Elísabetu Guðmundsson, f. 9.1.1921, frá Porkeri í Færeyjum, og eru börn þeirra: 1) Jóhann E.W. Stefánsson, f. 26.5. 1945, hann á Hann stóri, trausti, sterki, blíði og góði afi minn hefur fengið hvíld- ina. Þegar ég varð nógu gamall til þess að skilja að ég hafi verið skírð- ur í höfuðið á afa varð ég mjög stoltur. Ég er enn þá mjög stoltur enda hef ég litið upp til hans alla tíð. Ekki vegna þess hve hann var hávaxinn, heldur vegna mannkosta hans. Styi'kur hans kom best í ljós nú síðustu árin þegar hann gekk í gegnum erfið veikindi af æðruleysi og hugrekki. „Ja, nú er ekki hægt að kalla mig Stebba stóra lengur,“ sagði hann og kímdi þegar búið var að taka af honum báða fætur. Hver annar en Stefán afi minn hefði get- að litið þannig á málin? Ég hlakkaði alltaf til að fara til Eyja í heimsókn til ömmu og afa, því þar leið mér alltaf vel. Þau stóðu á tröppunum á fjögur börn, Ólaf Hrafn, Stefán, Kára og Elfsabetu. Kona hans er Hjördís Guð- mundsdóttir. 2) Guð- mundur W. Stefáns- son, f. 3.12. 1946, kona hans er Ellý El- íasdóttir. Þau eiga tvö börn, Hrefnu Maríu og Örn 3) Sigurður W. Stefáns- son, f. 13.5. 1949. Kona hans er Ásta Traustadóttir. Þau eiga eina dóttur, El- ísabetu. 4) Guðmar W. Stefánsson, f. 8.10. 1952. Kona hans er Ragnhildur Ragnarsdótt- ir. Þau eiga einn son, Ingimar Ágúst, Guðmar á Vigdisi Sísí frá fyrra hjónabandi. 5) Elías W. Stef- ánsson, f. 19.12. 1953. Kona hans er Hjördís Guðbjartsdóttir. Þau eiga þijú börn, Gísla, Katrínu og írisi. 6) Katrín Stefánsdóttir, f. 28.6. 1963. Maður hennar er Steingrímur Svavarsson. Barnabarnabörnin eru sjö. titfór Stefáns fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Brekastignum og tóku á móti mér með þeirri hlýju sem ávallt stafaði frá þeim. Faðmur ömmu umvefj- andi er hún fagnaði mér með kossi. Svo hvarf smá hönd mín í stóra hönd afa og ég þurfti að standa á tám til að faðma hann og kyssa. Enn hlakka ég til að koma til fæð- ingarbæjar míns og hitta ömmu en vissulega mun mikið vanta þegar afi er ekki við hlið hennar. Afi var ævinlega löngu farinn af stað í vinnuna þegar ég vaknaði og kom niður í eldhús. Ég vissi þó að um hádegisbil gæti ég staðið við gluggann og fylgst með honum koma í rólegheitunum upp götuna heim í hádegismat. Afi angaði þá af daufri fisklykt því hann vann alla tíð í vinnslustöðinni. Þessi lykt var alltaf hálfframandi borgarbarninu og ósjálfrátt kemur mér afi alltaf í hug þegar ég finn svona lykt. Eftir hádegissnarl sá ég svo aftur á eftir afa niður götuna á leið til vinnu og biðin hófst sem lauk um kvöldmatarleytið þegar hann birtist á ný. Hann var alltaf glaðlegur og hlýr þrátt fyrir að eflaust hafi hann oft á tíðum verið lúinn eftir langan og erfiðan vinnudag. Fisklyktin var skrúbbuð af og á kvöldin var oft sest niður við spil og afi kenndi mér með mikilli þolinmæði veiðimann, olsen olsen og rommý svo eitthvað sé nefnt. Um helgar fór hann stund- um með mér í göngutúr um bæinn og niður á bryggju og svaraði af þolinmæði öllum spurningunum sem ég lét rigna yfir hann. Afa féll ekki verk úr hendi. Úti í „geymslu" réð hann ríkjum innan um verkfærin sín sem öll áttu sér ákveðinn stað í hillum og á nöglum. Hann var handlaginn og lagaði þar ýmsa hluti bæði fyrir sjálfan sig og aðra, meira að segja úr, með sínum stóru fingrum. Þegar kom að þjóð- hátíð fór afi fyrir fjölskyldunni þeg- ar tjaldað var. Hann hafði þá lokið við að dytta að súlunum og bekkj- unum inni í geymslu um sumarið og valdi svo tjaldinu stað inni í Herj- ólfsdal i samráði við okkur hin. Sem strákur spígsporaði ég um dalinn í fylgd afa og ömmu og þjóðhátíð mun aldrei hafa sama gildi hjá mér eftir að afi er horfinn á braut. Ég hef oft rifjað það upp með . sjálfum mér hvað ég varð glaður * þegar afi og amma komu í heimsókn til mín á spítalann þegar ég lá sjálf- ur veikur. Alla leið frá Vestmanna- eyjum gerðu þau sér ferð fyrir mig. Eg man að með sér höfðu þau stór- an kassa af legokubbum. Afi sat svo við rúmstokkinn og rýndi með mér í teikningarnar og hjálpaði mér, með sínum stóru en fimu fingrum, að fá lítil tannhjól og kubba til að passa saman svo að úr varð heill bíll með gírkassa og vél. Þessi heimsókn gladdi og studdi svo sannarlega hrædda sál í litlum veikum líkama. . Elsku afi, ég veit að þegar minn tími kemur munt þú aftur standa á þínum styrku fótum og taka á móti mér. Stór og hlýr faðmur þinn mun umvefja mig eins og alltaf þegar ég hef komið til þín. Þangað til við hitt- umst á ný mun ég geyrna þig tryggilega í huga mínum. Stefán Jóhannsson. t STEFÁNÁ. GUÐMUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.