Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 45
MUJKXSUJMUKAtíit)
LAUUAKUJAGUK 8. JULi 2000 40
UMRÆÐAN
vald á gerðum sínum. Hann getur
orðið hættulegur umhverfi sínu. For-
sjáraðilinn verður því að bera fulla
ábyrgð á hegðan og gerðum kaup-
andans þar til hann hefur fengið
sjálfsstjóm að nýju. Þetta geta verið
þungir kostir en nauðsynlegir þar
sem velferð er ætlað að ríkja.
Mér sýnist að þetta gleymist
stundum ungu fólki og jafnvel okkur
sem eldri erum. Hálfrar aldar líf eftir
35 ára aldurinn kennir margt í þessu
efni. Besta forsjáin felst í hvers kon-
ar forvömum sem koma í veg fyrir að
válegir atburðir gerist. Heilt verður
betra og ódýrara en vel gróið.
Verkað vinna
Ágæta SUS-fólk: Allir sem sækja
fram til áhrifa á einhverju sviði eru
að sækjast eftir að veita forsjá. Öll
stjómmálastarfsemi byggist á þessu.
Og fólkið vill forsjá. Við viljum öfluga
forsjá til að vemda líf okkar og
heilsu. Við viljum forsjá og umhverfi
til að geta staðið á eigin fótum. Við
viljum þá forsjá sem kemur í veg fyr-
ir hvers konar ofbeldi og gripdeildir.
Við viljum öfluga forsjá í sambandi
við skóla- og fræðslumál í víðum
sldlningi. Þannig er hægt að halda
endalaust áfram. En það er gmnd-
vallaratriði að öll þessi víðtæka og
nauðsynlega forsjá sé að mestu
ósýnileg og að við finnum sem
minnst fyrir henni. Þess vegna þarf
hver og einn sem forsjá hefur að bera
beina og fulla ábyi’gð ef eitthvað fer
úrskeiðis svo að tjón hlýst af.
Réttið fram hönd
Unga fólk: Réttið fram hönd til að
sameina íslenska þjóð til farsældar
oggæfu.
Flýtið ykkur með hægð en gangið
föstum skrefum á braut framfara og
farsældar og gleymið aldrei að setja
manninn og manngildið ofar efnis-
legum gæðum. Hamingjan er í ná-
grenninu, hlaupið ekki framhjá
henni. Látið ekki glepjast af fagur-
gala um að erlendir aðilar leysi okkar
mál. Við getum sótt margt gott til
annarra þjóða en vel má gæta sín í
því efni til þess að ekki fylgi ýmiss
konar óáran og spilling í kjölfarið.
Haldið uppi frelsi, sjálfstæði og reisn
íslensku þjóðarinnar. Nýjar kynslóð-
ir taka við á nýrri öld. Það kostaði
mikla baráttu að endurheimta sjálf-
stæði þjóðarinnar en það þarf hvorki
baráttu né aldir til að glata því aftur.
Göngum því hægt um gleðinnar dyr.
SUS-fólk: Bestu hamingjuóskir og
þakldr fyrir störfin á öldinni sem er
að kveðja. Heil til starfa á nýrri öld.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
m
OTTO pöntunarlistinn
Laugalækur 4 • S: 588-1980
Fingur
tannbursti
Að hengja bakara fyrir smið
ÞEGAR reikningur-
inn berst fyrir afleið-
ingar þess ógætilega
aksturs sem allt of
margir Islendingar
stunda bregður mönn-
um. Þeir sem annast
greiðslurnar til fórn-
arlamba glannaskaps-
ins verða þá sam-
stundis óvinir þjóðar-
innar en þeir sem
greiðslunum valda
gleymast oftast. Vá-
tryggingafélögin valda
ekki tjónunum og þau
búa ekki til þær reglur
sem gilda um tjóna-
Ólafur B.
Thors
uppgjör. Þau miðla að-
eins greiðslum sem
koma frá vátrygginga-
tökum til þeirra sem
þær eiga að fá. Menn
mættu gjarnan hafa í
huga næst þegar þeir
lesa um árekstra og
slys að þá er einhver
að ráðstafa peningun-
um þeirra.
Meðan menn sitja
hjá og láta óvita ólm-
ast á götunum, sjálf-
um sér og öðrum til
mikillar hættu, án
þess að krefjast meira
eftirlits og betri lög-
Tryggingar
Meðan gatnakerfíð í
Reykjavík tekur ekki
við þeirri umferð sem
beint er að því, segir
Ólafur B. Thors, og
úrbætur eru ekki fram-
kvæmdar, þá lækkar
ekki reikningurinn.
gæslu, þá kalla menn yfir sig sífellt
hærri reikning. Meðan gatnakerfið
í Reykjavík tekur ekki við þeirri
umferð sem beint er að því og úr-
bætur eru ekki framkvæmdar, þá
lækkar ekki reikningurinn. Meðan
allt of margir ökumenn láta sig um-
ferðarreglur engu varða og telja
sig ekki þurfa að hafa hugann við
aksturinn, þá breytist ekki neitt.
Hvorki yfirlýsingar verklýðsfé-
laga né undrun ráðherra breytir
neinu.
Og það gagnast ekki heldur að
hengja bakara fyrir smið.
Höfundur er framkvæmdastjór!
Sjóvár-AJmennra trygginga hf.
pnmusar
mm
Italskir
gæðagönguskór
50 lítra Bakpokar
Faxafeni 12 • Sími: 588 6600
Söluaðilar um allt land