Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 49

Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Þorvaldur Þórðarson, dýralæknir á Hestaspítalanum „Andleg og sálræn átök hjá eigendunum“ Sviptingar í B-úrslitum Krummi frá Geldingaá og Olil Amble tóku á honum stóra sínum í gærkvöldi í B-úrslitum B-flokks þar sem keppt var um eitt laust sæti í A-úrslitum sem fram fara á sunnudag. Hlutu þau 8,65 í eink- unn og unnu þau sig upp um eitt sæti og hrepptu vinninginn. Kóngur frá Miðgrund og Sigur- björn Bárðarson voru einnig í miklum ham, hlutu 8,63 og unnu sig upp um fjögur sæti en vantaði herslumuninn til að sjá við Krumma og Olil. Hrólfur frá Hrólfsstöðum og Ragnar Ágústs- son höfnuðu í sjöunda sæti með 8,55 en voru í áttunda sæti eftir forkeppnina. Feldur frá Laugar- nesi og Erling Sigurðsson hlutu 8,51, Ljúfur frá Vindási og Jón Jónsson komu næst með 8,46, Bruni frá Hafsteinsstöðum og Ja- kob Sigurðsson voru með 8,43, Erill frá Kópavogi og Atli Guð- mundsson voru með 8,42 og Djákni frá Litla-Dunhaga og Will Covert ráku lestina með 8,39. í B-úrslitum A-flokks var spennan ekki minni þegar Stjarni frá Dalsmynni og Ragnar Hin- riksson rétt mörðu sigur gegn Fjöður frá Ási I og Will Covert, Stjarni með 8,67 og Fjöður með 8,66. í þriðja sæti varð Randver og Vignir Jónasson með 8,53 og næst komu Geysir frá Gerðum og Reynir Aðalstcinsson, 8,48, Súla og Hugrún Jóhannsdóttir, 8,47, Þytur frá Kálfhóli og Elsa Magn- úsdóttir með 8,45, Ómur frá Brún og Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,45 og Kjarnveig frá Kjarnholtum og Tómas Ragnarsson með 8,42. Keppnin fór fram í fallegu veðri um kvöldmatarleytið og var mikil stemmning í áhorfenda- brekkunni. Létu áhorfendur óspart í sér heyra og tóku virkan þátt með hvatningar- hrópum. Ekki varður annað séð en að nýtt fyrirkomulag með B-úrslitum falli í góðan jarðveg meðal hesta- manna og skapi meiri hasar og spennu í keppnina. Einnig þykir mörgum þetta stigmagna spennu lokaátakanna. Haraldur Sveinsson er einn af sýn- ingarstjórum á kynbótasýningunum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins KEPPNISHROSS á landsmóti hestamanna hafa að mestu sloppið við meiðsl og því ekki þurft að leita með þau til Þorvalds Þórðarsonar, dýralæknis á Hestaspítalanum í Faxabóli. Samt hefur Þorvaldur nóg að gera við að sinna þörfum hesta og eigenda þeirra en Hestaspítalinn sinnir hestum á öllu höfuðborgar- svæðinu. Ýmsir kvillar hrjá hesta „Hingað koma alls konar hestar,“ segir Þorvaldur. Helstu kvillar sem Þorvaldur þarf að sinna eru ýmiss konar meiðsli s.s. helti, sár og skurð- ir en hrossin þjást líka gjarnan af meltingarsjúkdómum. „Hestar eru vanir að ganga í haga þar sem þeir hafa ákveðna hreyfingu og frjáls- ræði. Síðan tekur þú hestinn og set- ur hann inn í hesthús og fóðrar hann þar. Þar fær hann mun ójafnari fóðr- un og ójafnari hreyfingu,“ segir Þor- valdur. Hann segir að meltingarkerfi hesta sé viðkvæmara en annarra stórgripa og þeim því hættara við að fá meltingarsjúkdóma s.s. hrossa- sótt, fóðurslen og garnaflækju. En það eru ekki eingöngu hestarnir sem finna til. „Þetta geta verið mjög mik- il andleg og sálræn átök hjá eigend- um,“ segir Þorvaldur. Hann segir að börn og unglingar hafi oft meiri áhyggjur af hrossunum en fullorðn- ir. „Þau eru fljótari til að leita sér að- stoðar en oft getum við greitt úr því með leiðbeiningum o.þ.h.“ Lýtaaðgerð með hjálp „mannalækna“ Þorvaldur segir að dýralæknar verði að sinna mjög fjölbreytilegum læknisverkum. „Hér var einu sinni gerð heilmikil lýtaaðgerð á hesti og fengnir til aðstoðar lýtalæknar sem venjulega fást við menn. Efra augn- lokið var fjai'lægt og annað búið til í staðinn úr andlitshúð, en hrossið var með krabbamein í augnlokinu og ekki hægt að bjarga því öðruvísi,“ segir Þorvaldur. Hestaspítalinn er Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þorvaldur Þórðarson, dýralæknir við röntgenmyndavélina og ráðgjafa sinn til annarrar handar. rekinn samhliða Dýraspítalunum í Víðidal þar sem tekið er á móti minni dýrum. Á Hestaspítalanum er öll aðstaða til þess að meðhöndla meidd eða veik hross. Þar er m.a. hægt að taka röntgenmyndir, framkvæma uppskurði, svæfa hross og deyfa. Þegar miklar aðgerðir eru gerðar á hrossum verður að svæfa þau líkt og gert er við manneskjur. Hestasvæf- ing er á margan hátt svipuð og hjá mönnum nema hvað skammtarnir eru mun stærri. Áður en hrossin eru tengd við svæfingavél fá þau kæru- leysislyf og svefnlyf. „Þau hengja haus og verða sljó og dauf og svolítið óörugg á fótunum. Maður gæti ímyndað sér að þau væru drukkin,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt enga hættu á að hrossin verði háð svefnlyfjunum því þau geti auðvitað ekki nálgast lyfin sjálf. „Þetta líður hjá þegar þau vinna úr lyfinu á svona þremur til fjórum tímum.“ Hekluvikur er notaður á reiðvellina í Víðidalnum „Drauma- efni“ LEIRLJÓS Hekluvikur sem var fluttur frá bænum Heiði á Rangárvöllum þekur reiðvellina í Víðidal. Auðunn Valdimarsson, vallarstjóri Fáks, segir menn lengi hafa leitað að góðu efni til að hafa á reiðvöll- um. „Nú erum við dottnir ofan á eitthvert drauma- efni,“ segir Auðunn. „Þetta er talið besta efni sem völ er á. Menn eru farnir að flytja þetta norður í Iand.“ Albesta efni sem völ er á „Vikurinn verður mjög þéttur en þó ekki þéttari en svo að það er yfirleitt fjöðrun í honum. Hesta- menn og tamningamenn, sem nota vellina mest eru afskaplega hrifnir af þessu og segja að þetta sé það albesta,“ segir Auðunn. Hann segist ekki vita úr hvaða Heklugosi vikurinn kom en hann grunar að það sé langt síðan efnið hafi komið úr iðrum jarðar. „Mig grunar að það sé mjög gamalt,“ segir Auðunn. Hann kveður vera talsvert djúpt niður á vikurinn. Stundum þurfi jafnvel að ryðja tveimur metrum af jarðvegi ofan af vikrinum. Veðrið hagstætt vallarstj óranum Auðunn vallarstjóri sér um að reiðvellirnir séu ávallt í góðu ástandi. Vellirnir eru valtaðir, vökvað- ir, slóðadregnir og herfaðir á hverju kvöldi en ef veðurfar er óhagstætt þarf jafnvel að huga að við- haldi á milli atriða. Auðunn segir að veðurfarið undanfarna daga hafi verið afar hagstætt. „Það hef- ur ekki rignt mikið en þó nóg til þess að ég þarf ekki að vökva vellina mikið,“ segir Auðunn. Starf vallarstjóra er þó víðtækara og felst m.a. í viðhaldi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Auðunn Guðmundsson, vallarstjóri, ber ábyrgð á ástandi reiðvallanna. á öllum mannvirkjum í eigu Fáks. „Maður er í öllum reddingum Iíka. Ef það brotnar girðing eða vantar rörtöng, bara nefndu það,“ segir Auðunn. Miklar framkvæmdir hafa farið fram á Fákssvæðinu frá þvf ákveðið var að lialda þar landsmót. Auðunn segir svæðið gjörbreytt og gamlir Fáksmenn sem hafi ekki komið þangað í langan tíma trúi varla sfnum eigin augum. Haraldur Sveinsson frá Hrafnkelsstöðum sýningarstjóri kynbótasýn- ingar er ákveðinn og fylginn sér við starfið enda með áratuga reynslu. Rétt hross á réttum tíma HARALDUR Sveinsson er marg- reyndur sýningarstjóri á hesta- mannamótum. Hann er nú einn af þremur í sýningarstjórn kynbóta- hrossa á landsmóti hestamanna í Víðidal. „Við teljum okkur vinna mjög mikilvægt starf. Við stjórn- um sýningum á kynbótahrossunum á þann á hátt að allt komi í röð og reglu,“ segir Haraldur. Hann segir afar mikilvægt að allar tímasetn- ingar standist. Rétt hross verði að koma inn á réttum tíma og sýning- arstjórar þurfa að vera í góðu sambandi við dómspall ef röð hrossa riðlast. Fótaskoðunin mikilvæg Sýningarstjórar sjá einnig um fótaskoðun á keppnishrossunum. „Það er ákveðinn fótabúnaður sem er leyfilegur. Það er hámarks- þykkt á skeifum á aftur- og fram- fótum og hámarksþyngd á hlífum,“ segir Haraldur. „Ef framfætur á hrossum eru þyngdir mikið að framan ýkir það fótaburð. Ef þyngdin fer yfir leyfileg mörk er verið að svindla. Það verða allir að sitja við sama borð varðandi há^ marksþyngd en menn mega vera með léttara ef þeir vilja,“ segir Haraldur. Haraldur segir sýningar kyn- bótahrossa hafa gengið mjög vel og engin vandamál komið upp. „Knaparnii' hafa sýnt mikil liðleg- heit og elskulegheit og passað upp á að vera til staðar á réttum tíma,“ segir Haraldur. ÞITT FEI Maestro hvarsemI þúert| _____________1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.