Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ IMiargmMaíiíÖ BRÉF TIL BLAÐSINS FIMM KILOMETRA SPRETTUR FYRIR MORSUNMAT ER TOPPURINN Hundalíf Hann er ótrúlegur þessi Þar er sofið Líkar þér Ekki lengur, sumarbúðabæklingur. í litlum ekki útilegur? ég er öll útiliggjandi. Hvem skyldi langa þangað? tjöldum Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hestaeigendur þrífa aldrei nokkum skapaðan hlut upp eftir hestana sína, segir bréfritari og er orðinn leiður á að hjóla í hrossaskít á göngustígunum. Hrossaskítur í Arbænum Frá Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni: ÉG SENDI þetta bréf til að kvarta undan öllum hrossaskítnum á göngu- stígum Árbæjar. Ég held að það sé útaf þessu hestamóti þama fyrir of- an mig. Ég hjóla alltaf í vinnuna (er að fara að fá bflpróf eftir viku sem betur fer) og þegar ég kem í vinnuna eru dekkin þakin hrossaskít. Ég var nefnilega að hugsa það að hundaeigendur hafa staðið sig mjög vel í Árbænum við að taka upp skít- inn frá hundunum sínum og ættu all- ir sem einn að fá hrós, en annað get- ur maður sagt um þessa hestaeigendur. Þeir þrífa ekki upp neinn skapaðan hlut eftir sig. Flestir hestaeigendumir búa úti á landi þar svo ég tel að þeim finnist allt í lagi að skflja þetta bara eftir vegna þess að þeir gera það heima. Það er bara heimska í þeim að ríða á malbikinu í staðinn fyrir malarveginn fyrir neð- an. Þá er bara hægt að sparka skítn- um í gróðurinn. Það ætti að sekta landsamband hestaeiganda og láta þá borga þrifin á gangstígnum og kannski bara hjólinu mínu líka. BJARTMAR ODDUR ÞEYR ALEXANDERSSON, Brekkubæ 38, Reykjavík. Sjötíu töskur týndar í tvo sólarhringa Frá Gerði Steinþórsdóttur: AÐFARANÓTT 2. júlí sl. kom flug- vél frá Flugleiðum frá borginni Ziir- ich í Sviss. Komutími var 00.15 sam- kvæmt áætlun. Seinkun varð á fluginu, sem ekki er í frásögur fær- andi, og nýr komutími 01.35. Far- þegar héldu að þeir fæm með flugvél Flugleiða en svo reyndist ekki vera heldur flugu þeir með svissneskri flugvél. Var enn þrengra milli sæta en í flugvélum Flugleiða, svo mjög að legið var svo að segja í kjöltu þess sem fyrir aftan sat þegar sæti var hallað aftur. Rétt hefði verið að far- þegar hefðu verið látnir vita að um leiguflugvél væri að ræða þegar þeir keyptu miðana. Til Keflavíkur komu fáar töskur og það leið og beið. Þá fór að kvisast út að sjötíu töskur vantaði, en engin opinber tilkynning þess efnis kom fram. Loks fór að myndast röð við þjónustuborðið en tveir starfsmenn fengu það hlutverk að skrá upplýs- ingar um týndar töskur. Þetta tók einn og hálfan tíma. Svissnesk kona, sem var komin til að ferðast um land- ið í hóp, var gráti nær. Ferðafötin vom í töskunni og allar upplýsingar og símanúmer. Farþegar fengu bréf um farangursleit þar sem gefið var upp símanúmer á Keflavíkurflugvelli til að fá upplýsingar. Svo þurftu þeir að koma sér sjálfir í bæinn, því ekki hafði þeim heldur verið tilkynnt um verkfall Sleipnis. Daginn eftir var ekki svarað í þeim símanúmeram sem bent var á. Á öðrum degi náðist samband við símsvara sem bað um skilaboð, sem ekki var svarað. Einn- ig var í bréfinu gefin upp slóð á vefn- um en þar kom fram að leitað væri að töskunum og bent á að hafa samband við viðkomandi flugfélag. Hringt var í önnur númer og talað við nokkra starfsmenn, sem virtust vita um þetta atvik, en gáfu villandi upplýs- ingar. Að kvöldi annars dags komu töskumar fram og var ekið heim að dyram. Það var eini ljósi punkturinn við þessa ömurlegu flugferð, þar sem ekkert stóðst. Því er spurt: Hefur hagræðingin hjá Flugleiðum, sem fólgin er í fækkun starfsfólks, haft í för með sér að fyrirtækið ræður ekki við óvæntar aðstæður? Er forsvar- anlegt í skjóli lágra flugfargjalda, flugfrelsis, að bjóða farþegum upp á hvað sem er? GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR, Kvisthaga 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.