Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 58

Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 58
58 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 FÓLKí FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ dsbanki *s Tílboð til klúbbfélaga Landsbanka íslands hf. Rex_______________________________ Tveir fyrir einn á kvöldverði á Rex. Tilboðið gildir frá sunnudegi til fimmtudags. Afsláttur í golf__________________ Félagsmenn Vörðunnor, Námunnar, Sportklúbbs og Krakkaklúbbs Landsbankans njóta 25% afsláttar af vallargjöldum hjó GR. Orlando--------------------------- Vörðufélagar fá ferð til Orlando í 8 eða 15 daga á einstökum kjörum 6. nóv. og til baka 14. eða 21. nóv. Hundar éfnir í Kína_______________ Vörðufélagar fá afslátt á myndina Hundar étnir í Kína (I Kina spiser de hunde) í Háskólabíói - miðinn á 450 kr. Öll tilboðin fást gegn framvísun debet- korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi. Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbanka Islands hf. sem finna má á heimasíðu bankans, www.landsbanki.is Landsbankirtn m onustuver 560 6000 Opið frá 9 til 19 I.EIKFELAG ISLANPS tnstnOtlM 552 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fnjmsýning fös. 7/7 kl. 2030 nokkur sæti laus fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti Ath. Einungis þessar 4 sýningar 530 3030 BJÖRNINN — Hidegisleikhús með stuðningi Símans lau. 8/7 kl. 12 nokkur sæti laus fim. 13/7 kl. 12 fös. 14/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 1 Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnö. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leíkhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Úsóttar pantanir seldar 3 dögum fyrír sýningu. Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy fös 14/7 kl. 20 Laus sæti Sýningartími 50 mínútur. Ath. síðasta sýning. mbl.is LLTAf= Æ/rrHVVUD A/ ^Merkingar O föt og skó ^Laugalækur 4 » S: 588-1980^ Súrefiiisvörur r Karin Herzog Silhouette STUTT Brúðgumi í brúðarkjól ► ÞAÐ ER ekki að undra að brúð- ur ein á grísku eyjunni Krít hafi fengið taugaáfall því nóttina fyrir brúðkaupið kom hún að tilvon- andi eiginmanni si'num, klæddum í brúðarkjólinn hennar, í faðmi svaramannsins. Hjónaleysin voru að skemmta sér í sitt hvorri veislunni kvöldið fyrir brúðkaupið þegar vinir brúð- arinnar vildu endilega fá að skoða kjólinn. Þegar þau komu að heimili brúðarinnar komu þau að brúðg- umanum, klæddum brúðarkjólnum, í faðmi svaramannsins. Brúðurin, sem hafði verið mjög taugaóstyrk fram að þessu, brotnaði niður og var lögð inn á sjúkrahús. Þá hefur brúðkaupinu verið frestað. Sísvangur sælkeri ► CLARK Dounouk býr í Conn- eeticut í Bandaríkjunum og er sólg- inn í sælkeramat. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa brotist 35 sinnum inn í matvörubúð á undan- fömum tveimur mánuðum og ræna þaðan humri, kampavíni, rækjum og hæfilega gömlu víni. Lögreglan seg- ir að Dounouk hafi komist inn í verslunina gegnum ólæstar dyr bakatil í húsinu sem voru settar upp til bráðabirgða. Höfundur „Jaws“ berst fyrir verndun hákarla ► PETER Benchley, höfundur metsölubókarinnar „Jaws“, hefur gengið í lið með dýraverndunarsinn- um og berst nú fyrir verndun há- karla. Benchley, sem nýlega talaði opin- berlega fyrir hönd WildAid samtak- anna, sagði afar mikilvægt að gripið yrði til aðgerða eins fljótt og auðið er til að hægt væri að bjarga sömu skepnum og hann gaf heldur slæma mynd af í skáldsögu sinni sem síðar var kvikmynduð á ógleymanlegan hátt af Steven Spielberg. „Á þeim 25 árum síðan „Jaws“ var fyrst gefin út hafa hákarlar orð- ið fyrir grimmilegum og stjómlaus- um árásum." Samkvæmt skýrslu WildAid samtakanna eru yfir 100 milljón hákarla og fiska sem líkjast hákörlum drepnir ár hvert. í sam- anburði eru aðeins 12 manns drepn- ir af hákörlum á hverju ári. WildAid segir að vegna ásóknar Asíubúa í hákarlakjöt til að nota í hákarlasúpur sínar hafi heimsversl- un með hákarla aukist mikið á undanfömum tveimur áratugum sem gert hefur það að verkum að sumir hákarlastofnar hafa minnkað um allt að 90%. „Þetta em yndisleg dýr sem lifað hafa nánast óáreitt í hundrað millj- óna ára,“ sagði Benchley. „Við meg- um ekki láta eina kynslóð mannfólks eyðileggja 400 milljón ára þróun.“ Benchley, sem hefur ferð sína um Asíu síðar í þessum mánuði þar sem hann mun halda íyrirlestra, hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að banna allar þær vömr sem inni- halda efni úr hákörlum. Einnig von- ast hann til þess að rannsóknir hefj- ist á hákörlum og misnotkun þeirra. E g ákvað að syngja á móðurmálinu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Herbert Guðmundsson og landsliðið á milli laga í gullgerðarlistinni. og bændum og býður bækur og ann- an vaming til sölu. Þetta hefur hann gert um áralangt skeið og virðist ekk- ert þreytast á þeytingnum enda er víðast hvar vel tekið á mótí honum með ijúkandi kaffi og kleinum. Hljóðversvinnan gengur að sögn Hebba þrælvel enda varla annað hægt, hann sé með „landslið íslenskra tónlistarmanna í stúdíóinu, þá. Jóa Asmunds á bassa, Jón Elvar á gítar, Ingó á trommum og Þóri Úlfarsson á hljómborð.“ Vinnan þarf líka að ganga hratt og vel fyrir sig því Her- bert er að fara í stóra söluferð tíl Skotlands þar sem hann verður lung- ann úr sumrinu. „Við erum að klára að „grunna" eins og sagt er, svo á ég eftir „over- dubbið" sem eru hljómborð og fiðlur en ég ætla að vera með alvöru strengjasveit sem er skipuð nokkrum aðilum úr Sinfóníuhljómsveitinni. Svo á ég eftir að syngja svona „final“-söng sem kallað er, ég er bara með svona „scratch“-söng á meðan við erum að vinna þetta.“ Stefnan er sett á að mæta aftur í hljóðverið með haustinu tíl að fullvinna sönginn og strengina. Gullgerðarmaðurinn Tónlistin á nýju plötunni er hefð- bundið „melódískt popprokk" og ball- öður að sögn Herberts. „Þetta verður reglulega skemmtileg plata þótt ég segi sjálfur frá.“ Þetta verður þrettán laga plata og flestöll lögin eru ný en vegna þess að nú syngur Herbert á íslensku hefur hann ákveðið að snúa nokkrum laga sinna, sem áður vora á engilsaxnesku, yifir á móðurmálið „og þannig verða þau sem ný fyrir áheyrendur“. Tíu af lögunum eru eftir Herbert sjálfan en hin þijú eru eftir portú- galska tónlistarmenn, Dýrðlingana og syndarana, sem hann kynntist á ferðalagi sínu um Portúgal í fyrra. „Ég heyrði eitt laga þeirra og kolféll fyrir tónlistínni og fílaði þá alveg í botn. Þetta eru ofsalega skemmtíleg- ar melódíur sem ég peppaði upp og gaf svolítið aukatmkk svo að tónÚstin yrði líkari mér.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ferðalög Herberts hafa gefið honum innblástur í tón- smíðamar því í nýlegri söluferð tíl Egilsstaða bilaði bfllinn hans. „Strák- urinn sem gerði við bflinn minn, Hugi Guttormsson, reyndist vera ljóðskáld líka pg hefur gefið út tvær Ijóðabæk- ur. Ég gluggaði í bækumar og datt niður á ljóð sem heitír „Leiðin greið“ sem er nú lag á nýju plötunni. Text- inn er á þessa leið: Sólin skín í heiði, um sumarlangan dag, nú ber vel í veiði, nú vænkast um minn hag.“ Nýja platan leggst mjög vel í tón- listarmanninn. „Það er langt síðan ég hef verið svona ánægður, líka af því að ég er að syngja á hinu ástkæra, yl- hýra. Það hefur verið vælt í mér öll þessi ár:,Af hveiju syngurðu alltaf á ensku?“ en ég gerði það bara af því að ég hafði gaman af því og það gekk vel og ég gerði það ágætlega.11 Fyrirhugaður útgáfutími plötunn- ar er jólavertíðin í ár. Þegar Herbert er spurður um nafn plötunnar kemur í fyrsta skipti í spjallinu hik á hann, en þegar þrýst er aðeins fastar segist hann vera að hugsa um að skíra perl- urnar sínar Herbert Guðmundsson; GuU. Morgunblaðið/Golli Þeir eru stuðboltar miklir og snyrtilegir með eindæmum stákarnir í hljómsveitinni f svörtum fötum. Meistarinn er mættur ÞEIR eru ávallt snyrtilegir og ávallt tilbúnir. Þeir em í hljómsveitinni í svörtum fötum og klæða sig sam- kvæmt því. Góðu fréttimar em þær að milli kl. 14 og 16 í dag fá íslendingar tæki- færi tíl að berja þessa snyrtilegu sveit augum er hún spilar fyrir fram- an húsnæði verslunar Sævars Karls í Bankastræti. Á meðan spila- mennskan ræður ríkjum fyrir utan verslunina verður Sævar með tilboð á fötum innandyra. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar. „Þetta verður hálfgerð tískusýn- ing,“ segir Þorvaldur Þór Þorvalds- son, trommuleikari sveitarinnar. „Söngvarinn mun koma fram í nokkmm mismunandi fötum en frá því hljómsveitin var stofnuð fyrir einu og hálfu ári höfum við komið fram í fötum frá Sævari Karli. Við eram langflottasta hljómsveitin á landinu, alltaf í jakkafötum. Auk Þorvaldar eru í sveitinni söngvarinn Jón Jósep Snæbjömsson (söng m.a. í Abba-sýningunni í Broadway) gítarleikarinn Hrafnkell Pálmarsson, bassaleikarinn Sveinn Áki Sveinsson og hljómborðsleikar- inn Einar Öm Jónsson. í svörtum fötum tók menntaskóla- böllin og árshátíðir fyrirtækja með trompi í vetur enda flytur sveitin mikil stuðlög sem fá alla til að hreyfa skankana. Sveitin leikur mest lög eftír aðra en nýverið tók hún upp lagið Meistarinn sem væntanlega á eftir að hljóma á öldum Ijósvakans í sumar. „Við stefnum á að gefa út meira framsamið í framtíðinni en er- um ekki enn komnir með neina tíma- setningu á plötu, en það kemur með tíð og tíma.“ í svörtum fötum spilar í Bankastrætinu í dag Einn þeirra sem gerðu árið 1985 jafn eftir- minnilegt og raun ber vitni er Herbert Guð- mundsson en lag hans Can ’t Walk Away er löngu orðið rótgróið í þj óðarvitundinni. Jóhanna K. Jóhannes- dóttir sló á þráðinn í hljóðverið til Herberts sem er að taka upp nýja plötu. Úr hljóðverinu „Ég er að taka upp nýja sólóplötu, á íslensku, þannig að það kveður við nýjan tón hjá Herberti." Það eru orð að sönnu því Herbert hefur á löngum tónlistarferli sínum alltaf sungið á ensku. „Ég ákvað að venda kvæði mínu í kross og syngja á móðurmál- inu. Það er ólíkt því sem ég hef verið að gera og það gengur alveg rosalega vel, lögin em góð og þetta verður al- veg megagóð plata sem á eftír að koma á óvart.“ Herbert, eða Hebbi eins og hann er oftast kallaður, segir að það eigi eftír að færa hann nær þjóðinni að syngja á íslensku. Þjóðin veit samt vel af Hebba því þótt lítíð beri á honum á sveitaballamarkaðnum og í tónleika- sölum er hann samt iðinn við að koma fram. „Ég syng mikið í skólum, á ár- shátíðum, í einkasamkvæmum og brúðkaupum meira að segja, ekki þó í kirkjunni heldur í veislunni eftir at- höfnina," segir Hebbi en hann er einn örfárra íslenskra tónlistarmanna sem heill aðdáendaklúbbur hefur verið myndaður um, en HG-klúbburinn hefur verið starfræktur af miklum kraftí aðdáendanna í nokkur ár. Árstíðaskiptin Vetrarmánuðirnir eru mestí anna- tíminn í tónlistinni hjá Hebba en öllu rólegra er á sumrin. Það er þó langt í frá að þessi viðkunnanlegi orkubolti sitji aðgerðalaus yfir sumarmánuð- ina, björtustu daga og vikur ársins þeysist hann um landið í söluferðum sínum, bankar upp á hjá húsfreyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.