Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 60

Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 60
60 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nýtt efni væntanlegt frá Placebo £ Hljómsveitin Placebo er rokk- þyrstum Islendingum vel kunnug. Birgir Orn Steinars- son hringdi í Steven Hewitt, trommuleikara sveitarinnar, og spjallaði við hann um vænt- anlegt efni, samstarfið við David Bowie og evrópskar hlj ómsveitarpíur, „ÉG HEF það bara nokkuð gott, þakka þér fyrir,“ þannig svarar Steven Hewitt, trommu- leikari hljómsveitarinnar Placebo, kurteisleg- ustu spurningu mannkynssögunar. „Ég var að koma úr fríi og er svona að reyna að koma mér aftur í vinnuna." Hvert fórstu í frí? „Ég fór til suðurstrandar Spánar og leigði mér sveitasetur og svamlaði í sundlauginni í heila viku. Það var indælt.“ Éghélt aðþið væruð á fullu að taka upp nýja plötu. „Við kláruðum plötuna fyrir tveimur vikum. Þá var hljóðblöndunin búin svo við tókum okk- ur allir vikufrí. Núna erum við að æfa á fullu þannig að þetta eru orðnir átta mánuðir af fe stanslausri keyrslu." Nýja efnið Þið eruð að fara gefa út nýja smáskífu hinn 17. júlí næstkomandi. Ykkar fyrstu eftir sér- staklega vel lukkaða plötu síðasta árs, hvernig móttökum búist þið við? „Ég veit ekki við hverju við eigum að búast. Það er eiginlega of snemmt að segja eitthvað um það. Við vorum ennþá inni í hljóðverinu þegar við létum útvarpsstöðvarnar hérna fá lagið. Þannig að við vorum annarshugar og þurftum að einbeita okkur að því að klára plöt- una. Þannig að við sýndum gengi lagsins enga athygli (hlær). Þær móttökur sem við höfum fengið hafa verið mjög jákvæðar fram að þessu.“ Hljómurinn í nýja laginu er mun víðari og opnari en á fyrri verkum ykkar. Lagið hljómar eins og þið hafið haft meiri tíma í hljóðverinu en áður. „Okkur hefur alltaf langað til þess að ná víð- um hljómi en aldrei náð því almennilega. Við reyndum það á síðustu plötu [Without You I’m Nothing] en á endanum varð hljómburðurinn mjög samþjappaður út af upptökustjóranum. Núna unnum við með öðrum aðila og sáum sjálfir um upptökustjórn og mér heyrist okkur hafa tekist að grípa mun víðari og kraftmeiri hljómburð en áður. Þannig að við erum allir mjög ánægðir." Verður þá erfíðara að spila nýju lögin á tón- leikum fyrir vikið? „Nei, við höfum verið að æfa í fjóra daga og erum búnir að fara í gegnum öll lögin og þau hljóma frábærlega. Eina lagið sem þarfnast einhverrar vinnu er smáskifulagið „Taste in Men“ en við höfum nægan tíma til þess að. pússa það þannig að það verður orðið flott þeg- ar við byrjum að spila.“ Um hvað fjallar þessi texti eiginlega, Taste in Men? „Hann fjallar um nokkra hluti. T.d. að vilja breyta samkynhneigðu sambandi, að koma sér út úr óþægilegum atvikum og staðna ekki. Textinn er í raun um vini okkar sem virðast álltaf laða að sér sömu manngerðimar og þær Placebo (f.v.): Steven Hewitt, Brian Molko og Stefan Olsdal ásamt David Bowie. BRAGÐ AF MÖNNUM henta þeim illa. Þeir hafa ekki hugmynd um af hverju þeir laða alltaf þessar týpur að sér og þeim finnst þeir þurfa að breyta um smekk og kynnast einhverju nýju í lífinu. Textinn getur líkað virkað þannig eins og sá sem er að syngja sé kominn með upp í háls af þessari ákveðnu manngerð. Þannig að það er líka mjög svartur húmor í honum.“ Á heimasíðu ykkar er m.a. sagt um lögin ykkar að meðþeim væruð þið að kollvarpa hin- um kynferðislega staðli. Hafíð þið rannsakað hann lengi? (Svakalegur hlátur.) „Ég held að þetta hljóti að vera skrifað af einhverjum sem er fyrir utan hljómsveitina (hlátur.) Mér finnst við vera mun stöðugri núna en við vorum. Það eru svo margt sem gengur ekki hvað með öðru. Við erum mjög öruggir núna.“ Eruð þið byrjaðir að taka upp þá gömlu, góðu hefð að eldast? „Hún læðist sjálfkrafa aftan að manni með tímanum. Maður tónar niður hægt og rólega eða kannski erum við bara búnir að vera of uppteknir síðustu mánuði þannig að það getur vel verið að næsta tónleikaferð verði allsér- stæð útfærsla á rokklíferninu.(Hlátur.)“ Nýja platan kemur út í október, eruð þið komnir með nafn á gripinn ? „Já, reyndar. En ég má ekki tilkynna það strax því við erum enn að setja plötuna saman, ákveða lagaröðina og vinna umslagið þannig að við eigum eftir að sjá hvort titillinn passi alveg við heildarmyndina. Svo þori ég ekkert að til- kynna neitt, því okkur gæti alltaf snúist hug- ur.“ Er það ekki rétt hjá mér að þið hafíð unnið eitthvað með Rob Ellis, trommuleikara P.J. Harvey? „Jú, eitt laganna vantaði greinilega eitthvað og við höfðum aldrei notað strengi í lagi áður á plötum okkar. Okkur langaði mjög að útfæra þá á einhvern annan hátt en leiðinda hljóm- sveitir eins og The Verve eða Embrace. Ein af okkar uppáhaldsplötum er „Dry“ með P.J. Harvey og þar eru stórkostlegar, frumlegar og tímalausar strengjaútsetningar sem hann gerði. Þar sem P.J. er góð vinkona þá fengum við símanúmerið hjá Rob og báðum hann um að galdra fyrir okkur og það smellpassaði.“ Síðasta breiðskífa ykkar var mun dekkri en platan á undan, hvernig myndir þú iýsa þessari nýju? „Þessi er mun rokkaðri og grimmari en síð- asta plata var. Lögin eru hraðari á þessari nýju. Það er mun meiri reiði, lögin mun harðari og hljómburðurinn víðari. Smáskífan [Taste in Men] gefur góða fyrirmynd af lögum plötunn- ar. Það er mun minni depurð á þessari plötu þó svo að hún hafi sínar skuggahliðar. Það eru fleiri rokkarar en þallöður. Hún hefur mun ferskara yfirbragð en hinar plöturnar og það er alltaf gott (hlær).“ Svo kom David Bowie Þið gáfuð út lagið „Without You I’m No- thing“ á smáskífu, þar sem David Bowie söng meðykkur. Hvernigkynntustþiðhonum? „Bowie var á tónleikaferð þar sem Morriss- ey hitaði upp fyrir hann. Morrissey yfirgaf túr- inn og Bowie settist niður til þess að finna nýtt upphitunaratriði. Hann heyrði prufuupptöku frá okkur og bauð okkur með. Við fórum frá því að spila fyrir 500 manns á hverjum tónleikum upp í það að spila fyrir 8.000 manns á kvöldi ásamt David Bowie. Þetta gerðist á Spáni fyrir fjórum árum. Það ríkir mikil virðing í sam- skiptum okkar og hann hefur stutt okkur mjög mikið. Hann hefur alltaf haft áhuga á okkur og er orðinn vinur okkar núna. Ég held að þetta gerist í öllum atvinnugreinum, ef þú ert heild- sali þá hitth þú aðra heildsala sem er auðvelt að kynnast. I okkar tilviki er þessi einstakling- ur bara óvart David Bowie.“ Hafði hann verið áhrifavaldur ykkar áður en þið kynntust honum? „Ekki fyrir mig persónulega, en fyrir Brain [Molko, söngvari sveitarinnar]. Plötur eins og „Hunky Dory“ og aðrar plötur frá því tímabili. Þegar við vorum að vinna með honum þá fékk ég allt í einu meiri áhuga á verkum hans og kynnti mér þau betur. Ég sá allt í einu verk hans í nýju ljósi.“ Hver átti hugmyndina að samstarfínu? „Það var hann. Hann hringdi í okkur eftir að hafa heyrt plötuna og svo sungum við saman á Brit Awards-hátíðinni. Eftir hana hringdi hann aftur og sagðist vera með góða hugmynd fyiir bakrödd á titillag plötunnar. Við náttúrulega sögðum bara „allt í lagi, kýlum á’það! Hvar ertu?“ Hann var í New York og við vorum ein- mitt á tónleikaferðalagi um Bandaríkin svo við sögðum bara „bókaðu stúdíóið, Dave, og við mætum!“(hlátur). Velvet Goldmine og kortlagning Evrópu Hljómsveitin lék líka í myndinni „Velvet Goldmine“, er það ekki? „Jú, við lékum allir í henni. Ég og Brian vor- um í sömu hljómsveitinni „The Flaming Creatures" og Stefan var í annarri sveit ásamt Donnu úr Elastica. Við litum út eins og hálfvit- ar í þessari mynd.“ Þetta var hálfundarleg mynd eitthvað? „Já, hún var mjög skrítin. Ég held að mikil ástæða fyrir því sé sú að fjárhagsáætlun mynd- arinnar var skyndilega skorin niður svo þeir þurftu að hætta við mörg atriði í myndinni. Maður finnur fyrir þessu mskuyfirbragði þeg- ar maður horfir á myndina. Ég er alveg viss um að ef fjárhagurinn hefði verið óbreyttur hefðu gæði myndarinnar orðið meiri. Mér finnst myndin samt skemmtileg, ég veit að hún hefði alveg getað orðið betri en það er ekki mér að kenna“ (hlátur). Voruðþiðþá ekkisáttir við útkomuna? „Mér fannst hún alveg góð en það sem dró myndina niður að mínu mati voru leikaramir Jonathan Rhys-Meyers og Christian Bale. Mér fannst allir aðrir frábærir en þeir tveir voru ömurlegir og því miður voru þeir aðal- leikarar myndarinnar." _ Eruð þið eitthvað að hugsa um að koma til Islands til að spila á næstunni? „Já, án efa. Éftir tvær vikur verðum við bún- ir að æfa og þá byrjum við strax að spila. Við byrjum á tónleikum í Japan eftir þrjár vikur svo heimsækjum við tónleikahátíðir í Evrópu fram í september í október fömm við í tón- leikaferðalag um Bretland og í nóvember tök- um við restina af Evrópu, þannig að við gætum hugsanlega verið hjá ykkur í nóvember. Það er áætlunin." Ég las viðtal við hljómsveitina í einu af tón- listartímaritunum þarsem Brian Molko söngv- ari var að lýsa ástarfundum sínum ogmismun- andi eiginleikum hljómsveitarpía á því sviði eftir þjóðerni. Ættu íslenskar mæður að passa upp á dætur sínar ef þið kæmuð hingað að spila? (Frekar vandræðalegur hlátur.) „Nei, hann gerði þetta aldrei, blaðið skáldaði upp þetta viðtal (hlær). Þetta kom okkur ekkert við. Ég man eftir þessu, greinin hét „Evrópskar hljóm- sveitarpíur kortlagðar" og var bull frá byrjun til enda (hlátur).“ Ljósmynd/Scott Eastman Arnór Bieltvedt, Eygló Kjartansdóttir og Birgir Þór Bieltvedt við opnun málverkasýningarinnar. I tilefni af handritasýningu MYNDLISTARSYNING var opnuð í sendiherrabústað íslands í Wash- ington í tilefni af handritasýningunni (Living and reliving the Icelandic Sagas) í The Library of Congress. Á sýningunni vom málverk eftir Arnór G. Bieltvedt og skúlptúrar eftir Magnús Ágústsson. Við opnunina söng Unglingakór Selfosskirkju fyr- ir gesti. Hvað er svona merkilegt við það...? OFURMENNIN myndarlegu í draumasmiðjunni Hollywood eins og Brad Pitt og Keanu Reeves fylla bandarísku karlþjóðina bullandi minnimáttarkennd. Þessu hafa amerískir sálfræðingar komist að með rannsóknum sínum og segja að gulldrengir eins og Pitt, sem sást nýlega hnykla stælta vöðv- ana í Bardagaklúbbnum, valdi því að venjulegir meðaljónar flykkist í lík- amsræktarsalina til að reyna að vera eins og goðum líkar hetjurnar. Dr. Harrison Pope segir í nýrri bók sinni Adonis duldin „milljónir manna þjást af skömm, sjálfsefa og feimni vegna Reuters Myndarlegri en meðalmaðurinn, hann Brad Pitt. Ofboðslegur fríðleiki Keanu skelfir karlmenn. niðurrifsmáttar þessarar áherslu á líkamsímyndina. Þeir eru helteknir af líkama sínum.“ Rannsóknir Pope þykja koma nokkuð á óvart þar sem þær sýna fram á að karlmenn eru líklegri til að hafa minnimáttar- kennd gagnvart líkama sínum en konur. Mikið umtal hefur spunnist í kringum þetta því hingað til hefur kastljósið beinst að því hversu óraunverulegar fyrirmyndir kven- stjörnurnar í Hollywood eru en til- finningar karlagreyjanna gleymdust alveg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.