Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 61
FÓLK í FRÉTTUM
Supremes ferðast um Bandaríkin
Tímabær endurkoma
Reuters
Supremes hefur verið ákaft fagnað á þeim tánleikum sem þær hafa
komið fram á í sumar.
HLJÓMSVEITIN Supremes er
komin saman aftur og er um þessar
mundir á tónleikaferðalagi um
Bandaríkin. Diana Ross, sú þekktasta
úr sveitinni, segist njóta þess til fulls
að syngja með Supremes á nýjan leik.
Þegai' hijómsveitín var stofnuð var
Ross aðeins rétt að koma af gelgju-
skeiði og áttí sér einn draum og það
var að syngja. Sá draumur rættist og
áður en hún vissi af var hún meðlimur
í einni þekktustu poppsveit síns tima.
Sex topplög á einu ári
Það var árið 1964, þegar Bítlamir
voru að gera allt vitlaust, að stúlkurn-
ar í Supremes komu sex smáskífum
beint á toppinn í Bandaríkjunum.
Fyrsta lagið hét „Where Did Our Lo-
ve Go“ en við enda sjöunda áratugar-
ins höfðu þær átt 12 topplög, það síð-
asta var „Someday We’ll Be
Together."
„Stundum er hægt að einbeita sér
um of að framtíðinni og því að reyna
að finna sjálfa sig,“ segir Ross um
blómaskeið Supremes. „Núna er
þetta eins og að sitja úti í garði og
raunverulega sjá trén, ég er virkilega
að finna fyrir áhorfendunum i þetta
skiptið."
Ross, sem er orðin 56 ára gömul,
segir að tímabært hafi verið fyrir
Supremes að koma saman aftur, að i
aðeins eitt sumar geti þær freistað
þess að upplifa árið góða 1964 aftur.
„Þetta hefur verið undarlegt ferða-
lag fyrir mig,“ segir Ross. „Það er
eins og við höfirm farið í hring og upp-
lifað allt ævintýrið aftur."
Þegar Diana Ross og the Supremes
léku í Atlanta á dögunum sungu þær
fyrir 16 þúsund heillaða áhorfendur.
„Ég varð að biðja áhorfendur að
setjast niður svo ég gætí sungið fyrir
þá,“ rifjaði Ross upp og hfjómar eins
og skólabam sem hefur fengið hæstu
einkunn á prófi, þvílík er gleðin og
þakklætíð.
Ekki upprunalega hljómsveitin
Það hefur verið nóg að gera hjá
Ross það sem af er árinu en strax í
ársbyijun var hafist handa við að æfa
fyrir Supremes-tónleikaferðina. Auk
Ross em þær Scherrie Payne og
Lynda Laurence í hfjómsveitinni í
þetta skiptið en þær komu ekki til liðs
við Supremes á sínum tíma fyrr en
Ross hafði yfirgefið sveitina. Þær
stöllur hafa því aldrei unnið saman
áður en Ross segir að það hafi ekki
verið neitt vandamál. „Það ríkir mikil
ástúð og virðing á milli okkar og ég er
mjög ánægð með það.“ Þó hefði hún
gjaman viljað að hlutimir hefðu farið
á annan veg. Þær Mary Wilson og
Cindy Birdsong sem sungu með Ross
í Supremes em ekki inni í myndinni
en íýótlega eftír að endurkoman kom
til tals slitnaði upp úr samningavið-
ræðum.
„Já, ég vildi óska, óska, óska þess
að þetta hefði farið á annan veg,“ seg-
ir Ross með áherslu og bætir við að í
raun hafi hún aldrei ætlað að koma
hljómsveitinni saman á ný.
„Ég hafði rétt lokið við að taka upp
plötu og var á leiðinni í tónleikaferða-
lag að kynna hana. Þá datt einhverj-
um í hug að það væri gaman að nota
Supremes-lögin til að kynna hljóm-
leikaferðina. Mér fannst það hljóma
vel og boltinn tók að rúlla. Innan
skamms var þetta á allra vöram.“
Fjöhniðlar vom uppfullir af frétt-
um um endurkomu Supremes og
mörgum kom það á óvart, ekki síst
Ross sjálfri.
„Ég var að mæta til Image-verð-
launahátíðarinnar og gekk eftir rauða
dreglinum þegar aðdáendur og blaða-
menn hófu að spyija hvort við ætiuð-
um að koma aftur saman og ég sagði:
„Viljið þið það? Ef svo er þá ætla ég
að gera allt í mínu valdi tíl að svo
verði.““
Fljótlega hafði Ross samband við
Wilson og Birdsong. „Ég hringdi til
þeirra og spurði hvort þær hefðu
heyrt orðróminn sem þær auðvitað
höfðu. Þá vildi ég vita hvort þær væm
til í þetta og gætu hugsað sér að koma
fram á þrjátíu tónleikum um Banda-
ríkin í sumar.“ Þær sögðust vera til-
búnar í slaginn og Ross afhenti fram-
leiðendum sínum málið í hendur.
„Síðan þá hef ég ekki heyrt frá Ma-
ry,“ segir Ross. Fljótlega fór að heyr-
ast í fjölmiðlum að Wilson hefði verið
boðin verulega lægri upphæð en
Diönu Ross fyrir að koma fram og í
kjölfarið hættu þær Birdsong við allt
Whitney
annars hugar
LIFSGLEÐIN hefúr
eitthvað verið að
skríða fram hjá
bandarísku söngkon-
unni Whitney Hous-
ton siðustu mánuði.
Nýlega slapp hún
með skrekkinn á
Hawaii þegar það
fannst marijúana í
farangri hennar og
því óhætt að álykta
að hún hafi verið
eitthvað sveimhuga
upp á síðkast ið. A
meðan Bobby Brown
eiginmaður hcnnar sat f fangelsi
hvíslaði hann þeim áhyggjuefnum
smum í eyru samfanga sinna að
heljarinnar kókaínneysla eigin-
konu sinnar hlyti að reynast óholl
ófæddu bami þeirra. Bobby var
leystur snemma úr haldi í gær
fyrir góða hegðun. Houston hefur
þó ekki enn staðfest að hún beri
barn undir belti.
Almenningur fékk fyrstu vís-
bendingamar um tmflað einkalíf
stjömunnar þegar Burt Bachar-
ach afþakkaði þáttöku söngkon-
unnar í söngatriðið sem hann sá
um á síðustu Óskarsverðlaunahá-
tíð á síðustu stundu.
Ekki var það því til að bæta
ímynd hennar í síðustu viku á tón-
leikum í New Jersey þegar stjam-
an stöðvaði hljómsveit sína í u.þ.b.
tíu lögum sökum þess að hún gat
ekki munað textana. Það setti
endanlega kolamolann í pylsu-
endann þegar stjarnan stoppaði
hljómsveitina í laginu „I Wili Al-
ways Love You“ eftir að það var
orðið öllum Ijóst að hún réði ekki
við að syngja lagið þetta kvöldið.
Stjaman afsakaði sig ekkert en
sagðist bara ekki ætla að klára
lagið þar sem hún væri með háls-
særindi. Islenskir heimilislæknar
myndu líklegast mæla með Iýsi og
hálsbijóstsykri þar sem þetta
kvef stjömunnar virðist hafa
fylgt henni stíft undainfaraa mán-
uði.
saman.
„Kannski hefur Mary ekki áttað sig
á því að þetta snerist alls ekki um
peninga,“ segir Ross, sem gefur stór-
an hluta af því fé sem hún fær fyrir
tónleikaferðina til góðgerðarmála.
„Ég held að hún hafi verið mjög
skammsýn því eftír fimm ár getum
við ekki farið á svona tónleikaferða-
lag.“
Colon Cleanser örvar
meltinguna og tryggir að fæðan
fari hratt og örugglega
í gegn um meltingarfærin.
eilsuhúsið
Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
Dúkur frá mömmu
Svit frá Byggt og búið
sem þurrhreinsar alla bletti
Foie Gras
[ómetanlegur]
125.-
1.890.-
\ kr,
Swit er nýtt og byltingarkennt hreinsiefni sem gerir þér kleift að
hreinsa fatnað og annað óhreint tau í þurrkaranum þínum heima.
Það sem áður þurfti að setja í hreinsun með ómældri fyrirhöfn ter
nú í þurrkarann með Svit, og kostnaðurinn er aðeins brot af því
sem gamla hreinsunin kostaði.
Komdu ( Byggt og búið í Kringlunni og sjáðu hversu
ótrúfega auðvelt er að þurrhreinsa heima með Svit.
Notfærðu þér l(ka sérstakt kynningarverð á
Svlt, kr. 1.995 pakklnn, sem jafnglidir kr. 125
fyrir hverja hreinsun.