Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málaleitan ESB um samráð og samstarf á sviði öryggis- og varnarmála í Evrópu NATO-rfldn ná samkomu- lagi um afstöðu sína AÐILDARRÍKI Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) hafa náð samkomu- lagi um það hvernig þau svari mála- leitan Evrópusambandsins um samráð og samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Er vonast til að þetta samkomulag sé skref í þá átt að tryggja þeim sex ríkjum NATO sem standa utan ESB áhrif á framtíðar- skipulag vamarmála í álfunni. Fram að þessu hafa íslendingar einkum haft tækifæri til að sinna hagsmunum sínum með tilliti til vamarmála í Evrópu á vettvangi Vestur-Evrópusambandsins (VES), sem kallað hefur verið Evrópustoð NATO. í undirbúningi er hins vegar að sameina VES Evrópusambandinu og því hafa NATO-ríkin sex sem standa utan ESB (ísland, Tyrkland, Noregur, Ungverjaland, Pólland og Tékkland) lagt nokkurt kapp á að tryggja áfram leiðir sínar til áhrifa. Hafa Islendingar einkum viljað tryggja hagsmuni sína með tilliti til sérstöðu íslands, auk þess sem þeir hafa lagt áherslu á að ekki mætti veikja tengslin yfir Atlantshafið og ekki mætti veikja Atlantshafsbanda- lagið. Hjálmar W. Hannesson, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir að samkomulagið, sem náðist á fundi NATO-ríkjanna í Bmssel á mánudag, hafi verið ánægjulegur áfangi en nokkuð hafði verið tekist á um það innan NATO hvemig svara ætti málaleitan ESB. Full sátt mun þó vera um niður- stöðuna innan NATO og má telja lík- legt að ESB taki henni vel, enda era ellefu af nítján aðildarríkjum NATO einnig í ESB, þeirra á meðal mörg stærstu og áhrifamestu ríki sam- bandsins. Ekkert ákveðið fyrr en allt er ákveðið Niðurstaða NATO-ríkjanna felur það í sér að ekkert verði ákveðið fyrr en allt er ákveðið. Efnt verður til reglubundinna funda sérfræðinga al- þjóðastarfsliðs ESB annars vegar og NATO hins vegar. Var í öðra lagi ákveðið að stofna þrjá vinnuhópa þar sem fjalla á um öryggismál, aðgang ESB að tækjum og búnaði NATO, og loks um meginmarkmið á sviði vam- armála í ESB. Taka þessir hópar allir til starfa nú í júlí en sá fjórði, sem mun fjalla um framtíðarfyrirkomulag varnar- mála, hefur störf í haust, að sögn Hjálmars. Lagði hann áherslu á að menn vissu vitaskuld ekki fyrirfram niðurstöður þessara fundahalda og því væri of snemmt að slá því föstu að búið væri að tryggja tækifæri ís- lendinga til áhrifa. „Það er þó von okkar að þetta tryggi okkar áhrif í gegnum það starf sem nú fer af stað,“ sagði Hjálmar. Tæplega 2.500 manns um borð SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Oriana sigldi inn á Pollinn í gærmorgun, en þetta er langstærsta skipið sem kemur til Akureyrar á þessu sumri. Skipið er engin smásmíði, tæplega 70 þúsund brúttútonn og 260 metra langt. Um borð eru 1650 farþegar og um 800 manna áhöfn. Oriana kom til Akureyrar frá Noregi en frá Akureyri heldur skipið til Reykja- víkur. Skipið er í hálfs mánaðar túr og siglir frá Englandi til Noregs og Morgunblaðið/Kristján íslands og svo aftur til Englands. Á morgun, fimmtudag, koma tvö skemmtiferðaskip til Akureyrar, Maxim Gorky og Astor, en sameig- inleg stærð þeirra er ekki nema rúmlega 45 þúsund brúttótonn. Undirbúningur að sameiningri vestfírskra sparisjóða kominn vel á veg Sparisjóður Vestfirðinga gæti tekið til starfa um áramót VIÐRÆÐUR um sameiningu sparisjóða á Vest- fjörðum hafa staðið að undanförnu og bendir margt til þess að nýr sameinaður sparisjóður Vestfirðinga geti orðið að veruleika fyrir áramót, að því er Bæjarins besta á ísafirði skýrði frá í gær. Þeir sparisjóðir sem um ræðir era Eyraspari- sjóður á Patreksfirði og Tálknafirði, Sparisjóður Þingeyrarhrepps, Sparisjóður Önundarfjarðar og Sparisjóður Súðavíkur. Sparisjóðimir á Bolungarvík og Suðureyri munu ekki hafa átt aðild að sameiningarviðræðun- um. Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri Eyraspari- sjóðs, segir að menn hafi rætt um sameiningu í fjölda ára en umræðan hafi aldrei komist eins langt og nú. „Fyrirhugað er að sparisjóðirnir haldi aukafundi með stofnfjáraðilum sínum í september þar sem framhaldið verður ákveðið. Ef allt gengur eftir er hugmyndin að taka til starfa undir nýju nafni 1. janúar 2001,“ sagði Hilmar. Nafnið sem Hilmar ræðir urn er „Sparisjóður Vestfirðinga“ en þó er reiknað með að hver og einn sparisjóður starfi jafnframt undir eigin nafni. „Við þurfum að sameina sparisjóðina í eitt sterkt fyrirtæki. Vaxandi kröfur era gerðar til fjármála- stofnana í dag og minni fyrirtæki era verr í stakk búin til að mæta þeim kröfum. Við teljum okkur því geta sinnt hlutverki okkar betur ef við samein- umst,“ sagði Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri Eyrasparisjóðs. Englar alheims- ins vinna til verð- launa KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar Englar al- heimsins vann til tvennra verðlauna á kvikmyndahá- tíð íKarlovy VaryíTékk- landi um helg- ina. Hún hlaut fyrstu verðlaun dómnefndar Alþjóðasamtaka kvikmynda- gagnrýnenda (FIPRESCI) sem besta myndin á hátíðinni og sérstaka viðurkenningu aðal- dómnefndar hátíðarinnar. Friðrik Þrir Friðriksson Myndin fékk líka ótrúlega góð- ar viðtökur áhorfenda á sýn- ingunni sagði Friðrik Þór í samtali við Morgunblaðið. Setið á göngunum og allt troðfullt „Mér þótti sjálfum mest koma til sýningarinnar á myndinni því hún var alveg rosaleg. Það var setið á göng- unum og allt troðfullt í 1200 manna bíói og það var ótrúleg stemmning á sýningunni. Það var hlegið og klappað fjórum sinnum meðan á sýningu stóð. Eg sat því alla sýninguna en venjulega situr maður ekki alla sýninguna á sínum eigin myndum. Tékkamir hafa greinilega sama húmor og við. Þegar myndin vai- sýnd í Gautaborg var t.d. ekki mikið hlegið.“ f umsögn dómnefndar gagn- rýnenda um myndina segir m.a. að hún sé tilfinningarík og ljóðræn og sýni vel eyðilegg- ingiu þá og einsemd er fylgir geðsjúkdómum. En hvaða þýð- ingu hafa verðlaunin? „Það er alltaf virðing að fá þessi verð- laun gagnrýnenda. Þetta er virtur stimpill. Það eru ekki hvaða gagnrýnendur sem er látnir vera í dómnefndinni. Formaður nefndarinnar skrif- ar t.d. fyrir Boston Globe.“ Tvær kvikmyndir Friðriks hafa hlotið fyrstu verðlaun gagnrýnenda áður, Börn nátt- úmnnar og Djöflaeyjan. „Þessi verðlaun em veitt á öllum meiriháttar kvikmyndahátíð- um, svokölluðum A-hátíðum, og þurfa skipuleggjendur að fá alþjóðlega dómnefnd gagnrýn- enda. Ég hef sjálfur setið í venjulegum dómnefndum en þær em skipaðar leikurum og alls konar fólki sem hefúr kannski ekki eins mikið vit á kvikmyndum og þessir gagn- rýnendur.“ jSérblöð í dag___________________________________________________________www.tnbi.is e •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• í VERINU í dag er m.a. sagt frá lægra olíuverði í Færeyj- um en á fslandi, vöngum velt yfir næstu kynslóð fiskiskipa á íslandi og greint frá góðum aflabrögðum á rækjumiðun- um og hjá smábátum í Grímsey. Breiðablik vann toppslaginn gegn KR/B2 Gunnleffur í Islenska landsllðið gegn Möltu/Bl e 4SkNIR •••••••••••••••••••••••••• ► Teiknlmyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.