Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra kynnir átaksverkefni til að draga úr slysum í umferðinni Hert eftirlit með ökuhraða, ölv- unarakstri o g notkun bflbelta Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti í gær átak til að draga úr slysum í umferðinni. ÁTAKI til bættrar umferðarmenn- ingar verður hrundið í framkvæmd á næstu vikum, að því er fram kom á blaðamannafundi sem Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra boðaði til í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í gær. Sagði ráðherra að á síðustu fimm árum hefðu yfir hundrað manns látið lífið í umferðinni og mörg hundruð manns orðið fyrir óbætanlegu tjóni. I átakinu verður lögð áhersla á fræðslu og kynningu í fjölmiðlum og verður þá einkum höfðað til ungra ökumanna, sem eru í sérstökum áhættuhópi. Auk þess mun lögreglan um land allt taka þátt í átakinu með hertri umferðarlöggæslu, sem bein- ast mun sérstaklega að ökuhraða, notkun öryggisbelta og ölvunar- akstri. Þeir aðilar sem þátt taka í átakinu eru lögreglan, Vegagerðin og umferðarráð, ásamt ýmsum fjölmiðlum og fyrirtækjum. Ungir ökumenn hvattir til að sýna skynsemi í umferðinni Dómsmálaráðuneytið stóð í vor fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni „Bætt umferðarmenning - burt með mannfórnir", þar sem Sólveig Pét- ursdóttir lýsti því yfir að blásið yrði til sóknar gegn slysum í umferðinni og sjónum þá helst beint að yngstu ökumönnunum. í máli ráðherra á fundinum í gær kom fram að tölur um slys og óhöpp sýna að yngstu ökumennirnir eru í sérstökum áhættuhópi og því verður reynt að vekja þann hóp sérstaklega til um- hugsunar um umferðina og hvernig megi bæta hana. Einnig sagði hún að ljóst væri að yngstu árgangarnir lentu ekki aðeins oftast í slysum, heldur brytu þeir einnig umferðar- lögin oftast. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar voru 136 ökumenn á aldr- inum 17-19 ára sviptir ökuréttindum á grundvelli umferðarpunkta á síð- asta ári, en það eru rúm 86% allra þeirra ökumanna sem misstu prófið á síðasta ári vegna umferðarpunkta. Hafa ber þó í huga að tvö fyrstu árin þurfa ökumenn færri punkta til að verða sviptir ökuleyfi, en ráðherra sagði þessar upplýsingar sýna að punktakerfið veitti ungum öku- mönnum sem ekki virða reglurnar mildð aðhald. I átakinu er ætlunin að höfða til skynsemi unga fólksins og hvetja það til að muna eftir beltunum og draga úr hraðanum og minna á að áfengi og akstur fer aldrei saman. Ráðherra sagði að ungt og þekkt fólk hefði gengið til liðs við aðstand- endur átaksins, og það myndi tala beint til ökumanna og hvetja þá til að láta skynsemina ráða í akstrinum. Fjórir nýir bflar til eftirlits á þjóðvegum Stór þáttur í átakinu er að efla umferðareftirlit og gera lögregluna sýnilegri, og sagði ráðherra að ríkis- lögreglustjóri og lögregluembættin í landinu hefðu nú þegar skipulagt öfl- ugra eftirlit á vegum. Ætlunin er að taka sérstaklega fyrir hraðakstur, notkun öryggisbelta og ölvunarakst- ur og munu lögregluliðin hafa sam- starf og forgangsraða verkefnum með markvissum hætti, þannig að menn og tæki lögreglunnar nýtist sem best til að draga úr umferðar- slysum. Þá verða lögreglubifreiðar með hraðamyndavélar og öndunarsýna- mæla á ferð um landið, en lögreglan hefur nú endurskoðað þátt öndunar- sýna og mun beita þeirri aðferð af fullum krafti framvegis. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar hefur ölvunarakstur aukist talsvert og á fundinum kom fram, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reyka- vík, að ölvunarakstur hefði líklega aldrei verið meiri en nú í borginni, og væri það áhyggjuefni. Á næstu vikum verður vegaeftirlit hert með samstarfi Vegagerðarinnar og ríkislögreglustjóra. Embættin munu í sameiningu gera út fjóra nýja bíla til eftirlits á þjóðvegum, en ein bifreið verður gerð út frá Akur- eyri með samkomulagi við lög- regluna þar. Bílarnir verða merktir Vegagerðinni og lögreglunni og bún- ir forgangsljósum og í hveijum bfl verður einn lögreglumaður auk starfsmanns Vegagerðarinnar. Lög- reglumaðurinn mun geta tekið á hvers kyns umferðarlagabrotum og starfsmenn Vegagerðarinnar verða vitni í öllum lögregluaðgerðum. Tel- ur ráðherra að þetta fyrirkomulag muni stórefla löggæsluna á þjóðveg- unum. Starfshópur endurskoðar umferðarlöggjöfina Einn þáttur í átakinu felst í nýjum merkingum á hættulegum stöðum á þjóðveginum. Jafnframt munu lög- regla, umferðarráð og Vegagerðin leitast við að koma á framfæri upp- lýsingum með reglubundnum og markvissum hætti, þ.á.m. um hættur sem liggja í umferðinni og þróun um- ferðarmála. Ráðherra sagðist leggja á það áherslu á átakstímabilinu, sem stendur fram á haust, að komið yrði reglulega á framfæri upplýsingum, t.d. á tíu daga fresti, um fjölda um- ferðarlagabrota úr öllum umdæmum landsins, upplýsingum um hraða- mælingar og breytingar þar á. „Þannig höldum við áhuga al- mennings á málinu. Síðan tel ég nauðsynlegt að leggja mat á árang- urinn, hverju átakið hafi skilað og til hvaða aðgerða sé rétt að grípa í framhaldi af því.“ Þá tilkynnti dómsmálaráðherra að ætlunin væri að skipa starfshóp til að fara yfir umferðarlöggjöfina og gera tillögur að breytingum til að auka öryggi og bæta umferðina. Þessi vinna fer nú strax af stað og mun starfshópurinn starfa náið með umferðaröryggisnefnd ráðuneytis- ins. Kannað verður gaumgæfilega hvort gera verði róttækar breyting- ar, ekki síst í ljósi alvarlegra slysa að undanförnu, I því sambandi hafa margar spurningar vaknað og má þar nefna hækkun ökuleyfisaldurs, endurskoðun sekta og fleira. 25% hækkun iðgjalda hjá FÍB Tryggingum FÍB Tryggingar hafa tilkynnt 25% hækkun iðgjalda bílatrygginga að jafnaði, en vátryggjandi FIB Trygg- inga hjá Lloyds í London ákvað að breyta iðgjöldum bflatrygginga í ljósi breytinga á íslenskum vátrygginga- markaði. Jafnframt verður frá og með næstu mánaðamótum tekinn upp nýr 75% bónusflokkur hjá FIB Tryggingum. I fréttatilkynningu segir að meðal- hækkun grunniðgjalda ábyrgðar-, slysa- og framrúðutiygginga verði um 25% og að kaskótryggingar hækki að meðaltali um 10%. Tryggingaið- gjöld yngstu ökumannanna hækka mest, en minnst verður hækkunin hjá eldri og reyndari ökumönnum. Skipt- ing í áhættusvæði verður óbreytt. Frá 1. ágúst nk. verður tekinn upp nýr 75% bónusflokkur, sem miðaður er við ökumenn 25 ára og eldri með fullan 70% bónusafslátt miðað við nú- verandi kerfi. Skilyrði þess að njóta þessa nýja bónusflokks er að aðeins tveir heimilismenn yfir 25 ára aldri aki bílnum og að báðir hafi verið tjón- lausir sl. 4 ár eða hafi aðeins valdið einu tjóni síðusfu síðustu 10 árin. Öskað eftir upplýsing- um um Tjörnina BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram fyr- irspurn á fundi borgarráðs í gær, um hvernig borgaryfir- völd hyggist standa að umsjón og eftirliti með umhverfi og fuglalífi Tjarnarinnar. í fyrir- spurninni segir að óskað sé eft- ir upplýsingum með hliðsjón af því ástandi sem verið hafi við Tjörnina og Ráðhúsið í sumar. Tilgreint verði m.a. hvernig staðið hefur verið að eyðingu vargfugls, hreinsun Tjarnar- innar og fóðrun fugla. Stórhætta í Hafnarfírði vegna ofsaaksturs innbrotsþjófs Hristi lögregluna tvisvar af ser INNBROTSÞJÓFUR á flótta undan lögreglu skapaði mikla hættu í Hafn- arfirði í gær þegar hann ók á ofsa- hraða um bæinn, þar á meðal um helstu umferðargötur bæjarins. Það var um klukkan átta í gær- morgun sem tilkynning barst til lög- reglunnar í Hafnarfirði um að inn- brotsþjófur væri á ferð í íþróttamiðstöðinni við Kaplakrika. Fóru lögreglumenn þegar á staðinn en þegar þá bar að garði var inn- brotsþjófúrinn á bak og burt en sjón- arvottar gátu gefið lýsingu á bfl hins grunaða og hvert hann hefði farið. Skömmu síðar sjá lögreglumennimir umræddan bfl aka eftir Reykjanes- braut á móts við Kaplakrika og hefja þegar eftirför. Um leið virðist sá sem í bflnum var verða var við lögregluna og ekur á ofsahraða, gegn rauðu Ijósi, yfir gatnamót Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns, þar sem töluverð um- ferð var að sögn lögreglu. Stefnir bfllinn síðan suður Reykja- nesbraut með lögreglubflinn fast á eftir en beygir síðan til hægri niður Lækjargötu þar sem hann ekur áfram, enn á ofsahraða, fram hjá kirkjunni og síðan vestur Fjarðar- götu. Þegar að vesturbænum kemur missa lögreglumennimir sjónar á bflnum en halda þó áfram að aka um svæðið og litast um. Við gatnamót Vesturgötu og Vesturbrautar koma þeir auga á bflinn aftur og aka að hon- um en þá ekur hinn granaði á lög- reglubflinn í tilraun tfl að snúa bfl sín- um við. Þegar hér er komið sögu fer annar lögreglumaðurinn út úr lögreglubfln- um, hleypur að bfl hins granaða og reynir að komast inn til að stöðva hann en bfllinn er þá læstur. Tekur þá lögreglumaðurinn það ráð að brjóta hliðarrúðu og freista þess að ná lyklinum úr kveikjulásnum og stöðva_ þannig þessa glæfralegu öku- ferð. Á meðan á öllu þessu stendur heldur ökumaðurinn áfram að reyna að snúa bílnum við og tekst það rétt áður en lögreglumaðurinn nær að stöðva hann. Branar bfllinn þá af stað á ný en lögreglumaðurinn sá sér þann kost vænstan að kasta sér frá bflnum. Lögreglubfllinn hélt eftirförinni áfram en missti aftur af hinum grun- aða, í þetta sinn í Norðurbænum. Skömmu síðar fékk lögreglan ábend- ingu um að bfllinn stæði mannlaus við húsagötu í Vesturbænum. Var þá far- ið á heimili skráðs eiganda bflsins, sem þar var skammt frá, og hann handtekinn þar. Morgunblaðið/Jim Smart Við sama heygarðshornið BÆNDUR til stranda og upp til fyrir veturinn. Tíðin hefur verið Morgunbiaðsins rakst á þær nýver- Qalla eru um þessar mundir flestir með besta móti að undanförnu og ið. Mikilvægt er líka að sem mest við sama heygarðshomið; nefniiega þessar blómarósir drógu hvergi af náist inn, svo sem stystur tími sé að slá tún sín og safna heyi í hiöðu sér við raksturinn er ljósmyndari fyrir skepnur milli heys og grasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.