Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fokreiður farþegi frá Madrid vandaði Flugleiðum ekki kveðjurnar í gærkvöldi Morgunblaðið/Arnaldur Biðröð myndaðist við þjónustuborð á Keflavíkurflugvelli en farangur margra farþega skilaði sér ekki. Kristinn Guðmundsson og Iris Ivarsdóttir töfðust í Madrid í rúman sól- arhring ásamt börnum sínum, fvari og Magneu Björg. við höldum af stað þá týnir flugfé- lagið farangrinum okkar. Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Nunez reiði- lega. „Okkur var sagt að við mætt- um búast við töskunum á morgun en eftir það sem við höfum gengið í gegnum, þá get ég búist við hverju sem er frá Flugleiðum. Ekkert er öruggt,“ sagði Nunez ennfremur, en hluti farangurs farþeganna varð eftir í Madi-id. „Þetta eru bara glæpasamtök. Hér er engin sam- Mikil óánægja var á meðal farþega Flugleiða frá Madrid, en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 21:00 í gærkvöldi eftir að henni hafði seinkað um rúman sólarhring. „Þeir hafa komið fram við okkur eins og skepnur,“ sagði Cristian Nunez, farþegi Flugleiða. „Þetta hefur verið alveg með ólíkindum og ég er mjög vonsvikinn með gang mála.“ Hreinasta martröð „Framkoma félagsins er algjör- lega óviðunandi. Þetta hefur verið algjör martröð,“ sagði Nunez, en vélarbilun gerði það að verkum að vélinni seinkaði svo lengi. „Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri, en ég er búinn að vera á fótum í tuttugu og tvær klukkustundir og orðinn langþreyttur. Það er búið að senda okkur fram og tilbaka og enginn veit neitt og loksins þegar TF-LÍF úr umferð í þrjár vikur vegna viðgerðar Bilun í hreyfli kom í ljós við lendingu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Reynir Bryiyarsson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, býr mótorinn bilaða undir flutning til Noregs. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, verður ekki hæf til notkunar næstu þrjár vikurnar, en á sunnu- dag uppgötvaðist bilun í öðrum hreyfli þyrlunnar. Ákveðið hefur verið að nýta tækifærið og færa þyrluna einnig til reglubundinnar skoðunar. Á meðan sinnir TF-SIF flugi Landhelgisgæslunnar, auk þess sem þyrluveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður í sér- stakri viðbragðsstöðu. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið hafi í ljós í gær hvers eðlis bilunin var. Þyrlan hafi verið kölluð út á sunnudag vegna rútuslyssins á Norðurlandi og varð vart við bilun er hún kom inn til lendingar í Reykjavík. Hætta hefði getað skapast við annað flug sama daginn Að sögn Jóns Pálssonar, tækni- stjóra flugdeildar Landhelgisgæsl- unnar, hefði getað skapast hætta ef bilunin hefði ekki uppgötvast og þyrlan verið kölluð út aftur sama daginn, því öryggið sé orðið lítið þegar flogið er aðeins á öðrum hreyflinum. Bilunarinnar varð vart með þeim hætti að þegar drepið var á hreyfl- um þyrlunnar eftir lendingu tók spilmaður um borð, sem jafnframt er flugvirki, eftir óvenjulegu hljóði frá hægri hreyfli. Við nánari skoð- un kom í ljós að ekki var allt með felldu inni í hreyflinum og var þyrl- an því tekin úr umferð, Mótor hreyfilsins, sem er 2000 hestöfl, verður sendur til Noregs til viðgerðar, en að sögn Hafsteins verður þegar hafist handa við alls- herjar skoðun, en til stóð að fram- kvæma hana eftir tvo mánuði. Slík skoðun tekur jafnan tvær til þrjár vikur og segir Hafsteinn að leitast verði við að viðgerðin og skoðunin taki svipaðan tíma, svo þyrlan verði ekki miklu lengur úr umferð á ár- inu en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Samkomulag um gagnkvæma aðstoð Að sögn Hafsteins er í gildi sam- komulag milli Landhelgisgæslunn- ar og varnarliðsins um gagnkvæma aðstoð í tilfellum sem þessum. „Það fer ákveðið ferli í gang. Við hjálp- um þeim þegar þyrlurnar þeirra þurfa yfirhalningu og þeir okkur.“ Aðspurður um tjón af völdum bil- unarinnar sagði Hafsteinn að það væri ekki mjög mikið, þar eð fyrir dyrum hefði staðið allsherjarskoð- un. Hún væri að vísu nokkuð dýr, en flokkaðist undir eðlilegt viðhald. Ferðamenn fastir í rúman sólarhring HUNDRAÐ og einn farþegi Flug- leiða beið í rúman sólarhring eftir flugi félagsins frá Madrid á Spáni í fyrradag. Áætlaður brottfarar- tími var klukkan 14.30 að staðar- tima en vélin komst ekki i loftið fyrr en klukkan hálfsjö í gær. Að sögn Einars Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða, varð töfin vegna bilunar í Ieiguvél á vegfum félagsins hér heima og varð því seinkun á vélinni út. Einar sagði að farþegunum hefði verið komið fyrir á hóteli í borginni og stóð til að vélin héldi svo til Isiands í fyrrinótt. „Far- þegarnir voru kallaðir út á flug- völl um nóttina og innritaðir í flugið," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „En þá kom upp önnur bilun í vélinni, sem var nú ekki stórvægileg. Þegar viðgerð lauk var komið fram yfir vakta- tíma áhafnarinnar, sem er örygg- isatriði, en það var ekki önnur áhöfn á staðnum. Þess vegna neyddumst við til þess að fara með farþegana aftur upp á hótel.“ Áætluð brottför frá Madrid í gær var klukkan hálfsjö að stað- artíma, rúmum sólarhring á eftir áætlun. Einar sagði farþegana hafa orðið fyrir vissum óþægind- um vegna þessa. „Tafír af þessu tagi valda farþegum auðvitað angri og leiðindum og þykir okk- ur það leitt,“ sagði Einar. Farþeg- ar vélarinnar eru mestmegnis frá Spáni og íslandi. Fomilundur BM-VAUÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 í Fornalundi færðu góðar hugmyndir í’yrir garðinn þinn. Skoðaðu gagnvirkt kort af Fornalundi á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Mikil óánægja á meðal farþega keppni og félagið getur því einokað markaðinn vegna þess að ekkert annað flugfélag flýgur hingað reglulega. Eg hef komið hingað oft áður og ég er hrifinn af landinu, en þetta hefur verið með ólíkindum." Kallað var á lögreglu til þess að róa mannskapinn Kristinn Guðmundsson og íris Ivarsdóttir komu með Flugleiðavél- inni frá Madrid ásamt sex vikna gömlum syni sínum og ungri dótt- ur. „Það er yndislegt að vera kom- inn heim,“ sagði Kristinn við heim- komuna og sagði alla meðlimi fjölskyldunnar vera ansi þreytta. „Ástandið var orðið mjög slæmt og flestir Spánverjarnir voru bálreiðir. Þarna ríkti mikil óvissa og við feng- Cristian Nunez segir Flugleiðir einoka markaðinn. um litlar upplýsingar um hvað væri á seyði. Þegar vélinni var seinkað í seinna skiptið varð allt vitlaust og þurfti að kalla til lögreglu til þess að róa mannskapinn. Það var eng- inn sem talaði íslensku þar sem inn- ritun var í flugið og allt í einu voru allir spænsku farþegarnir horfnir og enginn skipti sér af íslendingun- um. Við þurftum því að ganga flug- völlinn endilangan með börnin í eft- irdragi til þess að leita að hliðinu sem farjð yrði frá,“ sagði Kristinn. „Neyðumst til þess að eyða færri dögum á Islandi“ Að sögn tveggja bandarískra far- þega var þetta þreytandi ferð og sögðust þeir vera orðnir lúnir eftir að hafa aðeins náð að sofa í klukku- stund frá því í fyrradag. „Eflaust var þetta erfiðast fyrir fjölskyldu- fólk, en nokkuð var um fólk með börn,“ sögðu bandarísku ferðalang- ainir. „Við ætluðum okkur að vera lengur á Islandi en vegna seinkun- arinnar hefur dvöl okkar styst um helming," bættu Bandaríkjamenn- irnir við, en þeir munu fljúga til New York-borgar með Flugleiðum eftir þriggja daga dvöl hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.