Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ingimundur
Borgarnesi. Morgunblaðið.
Hola í höggi
Arekstur
rútu og
vörubus
við Krók
HARÐUR árekstur varð milli rútu
og vörubíls við bæinn Krók, austan
við Þjórsá í Rangárvallasýslu á laug-
ardagsmorgun. 21 farþegi var í rút-
unni og þurfti að flytja tvo á Selfoss
vegna lítilsháttar meiðsla. Ökumenn
bifreiðanna sakaði ekki en báðar eru
þær mikið skemmdar.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Hvolsvelli varð slysið
með þeim hætti að vörubifreiðin
reyndi að taka fram úr rútunni en
bílamir voru á austurleið.
Loka varð veginum í um klukku-
stund vegna slyssins en að sögn lög-
reglunnar virtu margir ökumenn þá
lokun að vettugi og skapaðist nokkur
hætta af þeim sökum er bílar reyndu
að komast leiðar sinnar framhjá far-
artálmum lögreglu.
-------------
Óká
ljósastaur
MAÐUR hlaut höfuðhögg og skrám-
ur á andlit eftir að hafa ekið á ljósa-
staur á Vogavegi um tíuleytið í fyrra-
kvöld. Maðurinn var einn í bílnum og
var hann fluttur á sjúkrahúsið í
Keflavík og lagður þar inn. Ekki er
vitað um tildrög slyssins, en grunur
leikur á ölvun við akstur.
Bifreiðin er gjörónýt og staurinn
einnig.
-----M-*-----
Bflvelta
í Biskups-
tungum
BÍLVELTA varð við bæinn Drumb-
oddsstaði í Biskupstungum um há-
degisbilið í gær. Ökumaðurinn var
erlendur ferðamaður. Að sögn lög-
reglunnar á Selfossi slasaðist maður-
inn ekki og hélt hann áfram ferð
sinni er leið á daginn. Bíllinn
skemmdist þó nokkuð.
ÞORVALDUR Ægir Þorvaldsson,
fjórián ára kylfingur í Golfklúbbi
Borgamess, fór holu í höggi á meist-
aramóti klúbbsins um helgina. Af-
rekið vann hann á þriðja degi móts-
ins á 10. holu vallarins sem er 126
metrar og notaði hann jámkylfú nr.
9. Þorvaldur verður fimmtán ára í
september en hann hefur æft golf í
fjögur ár og þykir mjög efnilegur.
ÐSBRAUT 22 • SfMi
SUÐUR
Serenade
kr. 69.800
Queen 153 x 203cm
King 193 x 203cm
Cal. King 183x213cm
verð með undirstöðum
kr. 101.400
kr. 101.400
Vatnalíffræðingar heiðraðir
Líf- og* vatna-
fræði sameinuð
Gísli Már Gíslason
NORRÆNA vatna-
fræðifélagið heiðr-
aði þá Jón S. Ól-
afsson, Hákon
Aðalsteinsson og Gísla Má
Gíslason vatnallffræðinga á
ráðstefnu félagsins í Upp-
sölum nú í byijun júlí. Að
sögn Gísla Más voru verð-
launin nú veitt fyrii’ grein
sem birtist í alþjóðlega tím-
aritinu Nordie Hydrology.
„Greinin fjallaði um
hvemig eiginleikar vatna-
sviða, þ.e. jarðfræði þeirra,
landslag og gróðurfar hef-
m- áhrif á smádýralíf í án-
um og í gegnum fæðukeðj-
una á stærð fiskistofnana í
ánum og laxagöngur.“
- Voru þið saman / þess-
um rannsóknum ?
„Já, Líffræðistofnun Há-
skóla íslands og Orkustofnun hafa
undanfarin fimm ár unnið saman
að vistfræðirannsóknum vatnsfalla
á íslandi og hvaða þættir það eru
sem ákvarða tegundafjölbreytni,
þéttleika og ffjósemi þeirra. Auk
þess hafa þessar stofnanir unnið
með háskólum í Evrópu að rann-
sóknum á lífríki jökuláa frá
Pyreneafjöllunum og norður á
Svalbarða.“
- Hvað hefur komið út úr þess-
umrannsóknum?
„Við höfum sýnt ffam á að afger-
andi þáttur í frjósemi vatna er
jarðfræðilegur bakgrunnur og
gróðurfar á vatnasvæðunum þann-
ig að vötn sem eiga uppruna sinn á
eldvirku svæðunum og hafa við-
stöðu í stöðuvötnum eru frjósöm-
ust svo og vatnsföll sem koma úr
velgrónum vatnasviðum. Úr stpðu-
vötnunum berast svifþörungar og
önnur lífræn efni sem halda uppi
stórum stofnum smádýra og úr
jarðvegi á velgrónum vatnasviðum
berast áburðarefni sem stuðla að
miklum þörungagróðri sem síðan
er undirstaða að miklu smádýralífi.
Smádýrin standa síðan undir fisk-
gengd og fiskistofnum í ánum.“
- Hvemig fóru þessar rann-
sóknirfram?
„Við völdum ár á öllum land-
svæðum íslands eða um það bil 30
ár víðs vegar um landið og gerðum
efnamælingar og áætluðum þétt-
leika smádýrastofna og fisks á fjór-
um stöðum í hverri á frá upptökum
til ósa. Jafnframt skoðuðum við
rennslissveiflur undanfarinna ára í
þessum ám í gagnasafni Orku-
stofnunar og viðuðum að okkur öll-
um gögnum um þessi vatnsföll. Úr
þessum mikla gagnagrunni fund-
um við fylgni milli vatnasviðseigin-
leika og lííríkis ánna.“
- Hver er gagnsemi svona rann-
sókna?
„Þessar niðurstöður nýtast í
fyrsta lagi við alla veiðistjómun í
þessum ám, í öðru lagi í sambandi
við náttúruvemd, í þriðja lagi við
mat á umhverfisáhrifum í tengsl-
um við t.d. virkjanagerð. I fjórða
lagi nýtast þessar upplýsingar til
þess að meta hvemig breytingar á
gróðurfari á vatnasviðum hafa
áhrif á lífríki ánna, t.d.
aukin uppgræðsla á
skógrækt eða gróður-
eyðing og ofbeit. Loks
má nefna að þessar
rannsóknir hafa fræði-
legt gildi.“
- Er þetta fyrsta
svona stóra rannsóknin hér á
landi?
„Þetta er fyrsta svona stóra
rannsóknin hér á landi og að ég
held á Norðurlöndum að Dan-
mörku undanskilinni. Rannsóknir
á vatnsfóllum hér á landi hafa verið
fyrst og fremst að áætla stærðir
laxastofna og göngu þeirra og
► Gísli Már Gislason fæddist 18.
febrúar 1950 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi 1970 úr
stærðfræðideild Menntaskólans
við Hamrahlið, BS-prófi í líffræði
frá Háskóla íslands 1973, eins
árs framhaldsnámi frá sama
skóla 1973 og varði doktorsrit-
gerð í vatnalíffræði við háskól-
ann í Newcastle upon Tyne 1978.
Hann hefur starfað sem háskóla-
kennari frá 1977 og er nú prófes-
sor f vatnalíffræði við H.í og for-
seti raunvfsindadeildar. Gísli á
Qögur böm á aldrinum 16 til 29
ára.
meta veiðiálag og veita veiðiráð-
gjöf því samfara. Þetta hefur Veiði-
málastofnun gert í fimmtíu ár.
Orkustofnun hefur sett upp renns-
lismæla til þess að kanna rennslis-
eiginleika flestra vatnsfallagerða í
landinu. Þá hafa Raunvísindastofn-
un og Orkustofnun verið með rann-
sóknir á efnainnihaldi vatns en al-
hliða vistfræðirannsóknir hafa
fyrst og fremst farið fram í Laxá í
S-Þingeyjarsýslu sem gerðar hafa
verið á Líffræðistofnun H.I. og þá
undir minni stjóm. Þetta em
fyrstu rannsóknimar þar sem
vatnsfoll á öllu landinu em rann-
sökuð á kerfisbundinn hátt.“
- Er þetta mikilvæg viðurkenn-
ingsem þið þremenningamir hlut-
uð í Uppsölum fyrirskömmu?
„Þetta er geysileg viðurkenning
á starfi okkar, því verður ekki neit-
að. Ég held að þetta sé í fyrsta
skipti sem Norræna vatnafræðifé-
lagið veitir viðurkenningu fyrir að
sameina tvö fræðasvið, líffræði og
vatnafræði en með þessum rann-
sóknum vora sameinaðir eðlis-
fræðilegir og líffræðilegir þættir í
einni rannsókn. Ég veit heldur
ekki betur en þetta sé í fyrsta
skipti sem Islendingum hlotnast
þessi heiður.“
-Verður frrnnhald á þessum
rannsóknum?
„Þeim er ekld lokið enn. Við er-
um núna að fullvinna allt gagna-
safnið okkar og vinnum að töl-
fræðilegum greiningum á
niðurstöðunum og út-
gáfu þeirra á alþjóðleg-
um vettvangi. Við stefn-
um að því að halda
áfram þessum rann-
sóknum og svara þá
frekar sérhæfðum
rannsóknaspurningum,
t.d. hvernig lífsferlar dýra, bæði
smádýra og fisks, tengjast þessum
vatnairæðilegu þáttum. Að lokum
vil ég taka fram að þessar rann-
sóknir vom styrktar af Rannsókn-
arráði Islands, Rannsóknarsjóði
Háskóla Islands, Evrópusamband-
inu og þeim stofnunum sem við
þrírvinnum á.“
Verðlaunin
veitt fyrir nýtt
fræðasvið
innan vatna-
fræðinnar