Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ingimundur Borgarnesi. Morgunblaðið. Hola í höggi Arekstur rútu og vörubus við Krók HARÐUR árekstur varð milli rútu og vörubíls við bæinn Krók, austan við Þjórsá í Rangárvallasýslu á laug- ardagsmorgun. 21 farþegi var í rút- unni og þurfti að flytja tvo á Selfoss vegna lítilsháttar meiðsla. Ökumenn bifreiðanna sakaði ekki en báðar eru þær mikið skemmdar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Hvolsvelli varð slysið með þeim hætti að vörubifreiðin reyndi að taka fram úr rútunni en bílamir voru á austurleið. Loka varð veginum í um klukku- stund vegna slyssins en að sögn lög- reglunnar virtu margir ökumenn þá lokun að vettugi og skapaðist nokkur hætta af þeim sökum er bílar reyndu að komast leiðar sinnar framhjá far- artálmum lögreglu. ------------- Óká ljósastaur MAÐUR hlaut höfuðhögg og skrám- ur á andlit eftir að hafa ekið á ljósa- staur á Vogavegi um tíuleytið í fyrra- kvöld. Maðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og lagður þar inn. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en grunur leikur á ölvun við akstur. Bifreiðin er gjörónýt og staurinn einnig. -----M-*----- Bflvelta í Biskups- tungum BÍLVELTA varð við bæinn Drumb- oddsstaði í Biskupstungum um há- degisbilið í gær. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi slasaðist maður- inn ekki og hélt hann áfram ferð sinni er leið á daginn. Bíllinn skemmdist þó nokkuð. ÞORVALDUR Ægir Þorvaldsson, fjórián ára kylfingur í Golfklúbbi Borgamess, fór holu í höggi á meist- aramóti klúbbsins um helgina. Af- rekið vann hann á þriðja degi móts- ins á 10. holu vallarins sem er 126 metrar og notaði hann jámkylfú nr. 9. Þorvaldur verður fimmtán ára í september en hann hefur æft golf í fjögur ár og þykir mjög efnilegur. ÐSBRAUT 22 • SfMi SUÐUR Serenade kr. 69.800 Queen 153 x 203cm King 193 x 203cm Cal. King 183x213cm verð með undirstöðum kr. 101.400 kr. 101.400 Vatnalíffræðingar heiðraðir Líf- og* vatna- fræði sameinuð Gísli Már Gíslason NORRÆNA vatna- fræðifélagið heiðr- aði þá Jón S. Ól- afsson, Hákon Aðalsteinsson og Gísla Má Gíslason vatnallffræðinga á ráðstefnu félagsins í Upp- sölum nú í byijun júlí. Að sögn Gísla Más voru verð- launin nú veitt fyrii’ grein sem birtist í alþjóðlega tím- aritinu Nordie Hydrology. „Greinin fjallaði um hvemig eiginleikar vatna- sviða, þ.e. jarðfræði þeirra, landslag og gróðurfar hef- m- áhrif á smádýralíf í án- um og í gegnum fæðukeðj- una á stærð fiskistofnana í ánum og laxagöngur.“ - Voru þið saman / þess- um rannsóknum ? „Já, Líffræðistofnun Há- skóla íslands og Orkustofnun hafa undanfarin fimm ár unnið saman að vistfræðirannsóknum vatnsfalla á íslandi og hvaða þættir það eru sem ákvarða tegundafjölbreytni, þéttleika og ffjósemi þeirra. Auk þess hafa þessar stofnanir unnið með háskólum í Evrópu að rann- sóknum á lífríki jökuláa frá Pyreneafjöllunum og norður á Svalbarða.“ - Hvað hefur komið út úr þess- umrannsóknum? „Við höfum sýnt ffam á að afger- andi þáttur í frjósemi vatna er jarðfræðilegur bakgrunnur og gróðurfar á vatnasvæðunum þann- ig að vötn sem eiga uppruna sinn á eldvirku svæðunum og hafa við- stöðu í stöðuvötnum eru frjósöm- ust svo og vatnsföll sem koma úr velgrónum vatnasviðum. Úr stpðu- vötnunum berast svifþörungar og önnur lífræn efni sem halda uppi stórum stofnum smádýra og úr jarðvegi á velgrónum vatnasviðum berast áburðarefni sem stuðla að miklum þörungagróðri sem síðan er undirstaða að miklu smádýralífi. Smádýrin standa síðan undir fisk- gengd og fiskistofnum í ánum.“ - Hvemig fóru þessar rann- sóknirfram? „Við völdum ár á öllum land- svæðum íslands eða um það bil 30 ár víðs vegar um landið og gerðum efnamælingar og áætluðum þétt- leika smádýrastofna og fisks á fjór- um stöðum í hverri á frá upptökum til ósa. Jafnframt skoðuðum við rennslissveiflur undanfarinna ára í þessum ám í gagnasafni Orku- stofnunar og viðuðum að okkur öll- um gögnum um þessi vatnsföll. Úr þessum mikla gagnagrunni fund- um við fylgni milli vatnasviðseigin- leika og lííríkis ánna.“ - Hver er gagnsemi svona rann- sókna? „Þessar niðurstöður nýtast í fyrsta lagi við alla veiðistjómun í þessum ám, í öðru lagi í sambandi við náttúruvemd, í þriðja lagi við mat á umhverfisáhrifum í tengsl- um við t.d. virkjanagerð. I fjórða lagi nýtast þessar upplýsingar til þess að meta hvemig breytingar á gróðurfari á vatnasviðum hafa áhrif á lífríki ánna, t.d. aukin uppgræðsla á skógrækt eða gróður- eyðing og ofbeit. Loks má nefna að þessar rannsóknir hafa fræði- legt gildi.“ - Er þetta fyrsta svona stóra rannsóknin hér á landi? „Þetta er fyrsta svona stóra rannsóknin hér á landi og að ég held á Norðurlöndum að Dan- mörku undanskilinni. Rannsóknir á vatnsfóllum hér á landi hafa verið fyrst og fremst að áætla stærðir laxastofna og göngu þeirra og ► Gísli Már Gislason fæddist 18. febrúar 1950 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi 1970 úr stærðfræðideild Menntaskólans við Hamrahlið, BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1973, eins árs framhaldsnámi frá sama skóla 1973 og varði doktorsrit- gerð í vatnalíffræði við háskól- ann í Newcastle upon Tyne 1978. Hann hefur starfað sem háskóla- kennari frá 1977 og er nú prófes- sor f vatnalíffræði við H.í og for- seti raunvfsindadeildar. Gísli á Qögur böm á aldrinum 16 til 29 ára. meta veiðiálag og veita veiðiráð- gjöf því samfara. Þetta hefur Veiði- málastofnun gert í fimmtíu ár. Orkustofnun hefur sett upp renns- lismæla til þess að kanna rennslis- eiginleika flestra vatnsfallagerða í landinu. Þá hafa Raunvísindastofn- un og Orkustofnun verið með rann- sóknir á efnainnihaldi vatns en al- hliða vistfræðirannsóknir hafa fyrst og fremst farið fram í Laxá í S-Þingeyjarsýslu sem gerðar hafa verið á Líffræðistofnun H.I. og þá undir minni stjóm. Þetta em fyrstu rannsóknimar þar sem vatnsfoll á öllu landinu em rann- sökuð á kerfisbundinn hátt.“ - Er þetta mikilvæg viðurkenn- ingsem þið þremenningamir hlut- uð í Uppsölum fyrirskömmu? „Þetta er geysileg viðurkenning á starfi okkar, því verður ekki neit- að. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem Norræna vatnafræðifé- lagið veitir viðurkenningu fyrir að sameina tvö fræðasvið, líffræði og vatnafræði en með þessum rann- sóknum vora sameinaðir eðlis- fræðilegir og líffræðilegir þættir í einni rannsókn. Ég veit heldur ekki betur en þetta sé í fyrsta skipti sem Islendingum hlotnast þessi heiður.“ -Verður frrnnhald á þessum rannsóknum? „Þeim er ekld lokið enn. Við er- um núna að fullvinna allt gagna- safnið okkar og vinnum að töl- fræðilegum greiningum á niðurstöðunum og út- gáfu þeirra á alþjóðleg- um vettvangi. Við stefn- um að því að halda áfram þessum rann- sóknum og svara þá frekar sérhæfðum rannsóknaspurningum, t.d. hvernig lífsferlar dýra, bæði smádýra og fisks, tengjast þessum vatnairæðilegu þáttum. Að lokum vil ég taka fram að þessar rann- sóknir vom styrktar af Rannsókn- arráði Islands, Rannsóknarsjóði Háskóla Islands, Evrópusamband- inu og þeim stofnunum sem við þrírvinnum á.“ Verðlaunin veitt fyrir nýtt fræðasvið innan vatna- fræðinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.