Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 35W
Fyrstu skrefin
á vinnumarkaðinum
í ÍSLENSKU þjóðfélagi hefur
vinna unglinga og jafnvel barna
verið talin eðlilegur þáttur í uppeldi
þeirra. Flestir geta verið sammála
um að hófleg vinna á uppvaxtarár-
unum sé þroskandi fyrir líkama og
sál. Hér þarf þó að
gæta hófs, því óhóflegt
líkamlegt álag getur
leitt til álagseinkenna
í hreyfi- og stoðkerfi
líkamans.
í reglugerð um
vinnu barna og ungl-
inga sem tók gildi 1.
september 1999 er
kveðið á um ábyrgð at-
vinnurekanda til að
tryggja öryggi og
heilsu barna og ungl-
inga við vinnu.
Helstu áhættuþætt-
ir í vinnuumhverfi
unglinga eru að hluta
til þeir sömu og full-
orðinna. Hættan verð-
ur jafnvel enn meiri fyrir ungling-
ana þar sem þeir eru ekki
fullvaxnir, en þeim eru oft ætluð
sömu verk og fullorðnir. Rannsókn-
ir hafa sýnt að tíðni bakvandamála
minnka hjá eldri einstaklingum og
má hugsa sér að reynsla og þekking
hafi þar áhrif.
Vinna barna og unglinga
í nýlegri norrænni rannsókn á
vinnu barna og unglinga kemur
fram að 19% unglinga 13-17 ára
segjast hafa orðið fyrir óþægindum
eða veikindum af völdum vinnunn-
ar. Par af kvartaði tæplega helm-
ingur þeirra undan óþægindum í
baki. Óþægindin voru algengari hjá
þeim sem voru eldri. I rannsókninni
kemur einnig fram að 41% þeirra
þurfa að lyfta byrði sem er 13-25 kg
allt að 13 sinnum á klukkutíma.
Hættan á álagseinkennum eykst
ef unglingum er ekki kennd góð
vinnutækni og hvernig má forðast
ofálag. Mikilvægt er að kennsla um
þessa þætti komi strax inn í skóla
og verði fastur liður í fræðslu ungl-
inga þegar þeir koma á vinnumark-
aðinn.
Vinnuverndarvikan 2000
I tilefni átaksins Vinnuverndar-
vikan 2000 - „Bakverkinn burt“
hefur Vinnueftirlitið og Vinnuskóli
Reykjavíkur sameinast í vinnu-
verndarverkefni þar sem gerð
verður markviss tilraun með
kennslu í líkamsbeitingu og vinnu-
tækni. Gert er ráð fyrir að þessi
sjálfsagði þáttur verði síðan fastur
liður í kennslu ákveðinna aldurs-
hópa í Vinnuskólanum í framtíð-
inni. Þetta er ánægjulegt framtak
Vinnuskólans í Reykjavík og hvetj-
um við aðra til að fara að fordæmi
þeirra. í vinnuskólum landsins eru
fyrstu skref unglinganna á vinnum-
arkaðinum gjarnan stigin og því er
kjörið tækifæri þar að kenna þeim
strax góða vinnutækni og líka-
msbeitingu til að minnka hættuna á
álagi á stoðkerfi líkamans.
Algengt er að bakverkir komi til
við eitt tiltekið atvik á vinnustað;
við að lyfta, ýta eða draga byrði. Þó
er algengasta orsök
bakverkja talin stafa
af langvarandi álagi á
liði og vöðva sem og
röngu álagi sem fylgir
því að bogra og vinna
oft með byrði í óhent-
ugum líkamsstelling-
um. Rannsóknir hafa
sýnt að það að lyfta oft
getur valdið álagsein-
kennum í vöðvum og
liðum þótt ekki sé um
að ræða þungar byrði.
Hversu oft er lyft og
lengd hvíldar á milli er
sterkur áhrifavaldur.
Vöðvar og liðbönd
þreytast og eru þá
verr búin til átaka. Ef
starfið krefst þess að byrði sé lyft
oft á dag er nauðsynlegt að hjálpar-
tæki séu við höndina og að vinnu-
skipulagið sé þannig að hægt sé að
skipta á milli líkamlega erfiðra og
léttra verkefna.
í reglum um öryggi og hollustu
þegar byrði er lyft er kveðið á um
að atvinnurekandi skuli gera skipu-
lagsráðstafanir eða nota hjálpar-
tæki, einkum vélbúnað, til að kom-
ast hjá því að starfsmenn þurfi að
lyfta byrði.
Hvað er til ráða?
Hægt er að minnka álag á vöðva
og liði með því að nota hjálpartæki,
beita hentugri vinnutækni, forðast
endurteknar einhæfar hreyfingar,
nota góða líkamsbeitingu, haga
vinnuskipulagi þannig að skipt er
milli erfiðra og léttra verkefna og
sjá til þess að hönnun vinnustaða og
tækjabúnaður henti starfsmanni.
Grundvallaratriði þegar lyfta þarf
byrði er að hugsa áður en lyft er.
Mikilvægt er að ætla sér ekki of
mikla þyngd og huga að því hvernig
best sé að framkvæma verkið.
Byrgjmn brunninn
I reglugerð um vinnu barna og
unglinga er tekið fram að atvinnu-
rekandi skuli tryggja að ungmenni
fá fullnægjandi kennslu og leiðbein-
ingar þannig að tryggt sé að vinnan
sé ekki hættuleg öryggi eða heilsu
þeirra. í þeim er einnig ákvæði um
að fram skuli fara áhættumat. Þar
er meðal annars lögð áhersla á að
skoða skuli
• innréttingar og búnað vinnu-
staðar
• lögun og stærð búnaðar sem
tengist starfinu
• vinnutilhögun og vinnuskipu-
lag
• þjálfun ungmenna og undir-
búningur undir starfið
Sýnt hefur verið fram á að
Unglingavinna
Sýnt hefur verið fram á
að kennsla í vinnutækni
hefur áhrif á líðan
starfsmanna og dregur
úr líkum á óþægindum í
baki, segir Berglind
Helgadóttir í fyrstu
grein í pistlaflokknum
„Bakverkinn burt“.
kennsla í vinnutækni hefur áhrif á
líðan starfsmanna og dregur úr lík-
um á óþægindum í baki.
I 12. gr. þessarar reglugerðar er
kveðið á um að ungmenni megi ekki
handleika þunga byrði sem til
lengri eða skemmri tíma litið geta
skaðað heilbrigði þeirra og þroska.
Forðast skal ónauðsynlega líkams-
áreynslu ungmenna við störf, svo
og rangar vinnustellingar eða
hreyfingar. Talað er um að börn 13-
14 ára megi ekki lyfta þyngri byrði
en 8-10 kg. Þó má gera undantekn-
ingu ef viðeigandi léttitæki eru not-
uð og ef burður er í lágmarki. Ekki
má ætla unglingum að lyfta þyngri
byrðum en 12 kg. en minni þyngd
þó ef um slæmar vinnuaðstæður er
að ræða og aldrei þyngri en 25 kg
þó aðstæður séu mjög góðar.
Snúum bökum saman.
Ástæða er til að hvetja stjórn-
endur vinnuskólanna til að vera
vakandi fyrir áhrifum vinnuum-
hverfisins á heilsu ungs fólks.
• hvetjum því unglingana til að
huga að líkamsstellingum sín-
um við vinnuna
• bjóðum þeim fræðslu í líkams-
beitingu og vinnutækni
• leggjum áherslu á ábyrgð
þeirra sjálfra á eigin heilsu
• upplýsum þá um rétt þeirra
og skyldur samkvæmt vinnu-
verndarlögunum
Foreldrar og verkstjórar ungl-
inga, leggjumst á eitt í átakinu
„Bakverkinn burt“. Bætum heilsu
og lífsgæði.
Höfundur er sjúkraþjálfari
hjá Vinnueftirliti rfkisins.
Berglind
Helgadóttir
akk búinn fyrir
;;
óei
Neyðarkassinn er sérútbúinn
fyrir allar náttúruhamfarir.
Hann inniheldur allar þær
nauðsynjar sem þörf er á við
slíkar aðstæður.
Kassinn sem er viðurkenndur
af Kanadfska heilbrigðis-
kerfinu hefur reynst einstak-
lega vel í Norður-Ameríku.
Hægt er að sniða kassann að
þínum óskum, hvort sem er
við snjóflóða-, jarðskjálfta-
eða önnur svæði.
Heimiliskassinn
Kassar fyrir fjölskylduna.
Fyrirtækjakassinn ^
Fyrir 5, 10, 35, 100 og fleiri.
AlLar upplýsingar og sala í sima
GJALDFRJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER
Heildarlausnir i áfalla-
og neyðartiLfeLLum
GULLDROPINN - ÓB bensín í samvinnu við Guli 909
ÚTSALA Á BENSÍNII
ódýrt bensín
Við lækkum verðið á bensíni um
9,09 kr/lítrann frá kl. 8.00 - 9.09
á morgun - fimmtudag.
Hlustaðu á Gull 909 og fylgstu vel með